Morgunblaðið - 19.05.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1949, Blaðsíða 8
8^ MORGUNBLAÐIÐ Finuntudagur 19- maí 1949, CJtg.. H.í. Arvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. 'uerji Jirifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU ftitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri Ivar Guðmundsson. A.uglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. t lausasölu 50 aura «dntakið, 75 aura með Lesbók. Við þingslit ALÞINGI var slitið í gær eftir 189 daga setu. Er það þriðja lengsta þing, sem háð hefur verið. Það, sem mestu máli skiptir við lok hvers Alþingis er þó ekki það, hversu marga daga það hefur setið að störfum. Hitt er miklu mikilvægara, hvaða störf það hefur unnið, hverju það hefur afkastað. Störf þessa þings hafa eins og margra annara þinga hin síðari ár, verið tvíþætt. Það hefur fjallað um mál, sem eru örlagarík fyrir þjóðina út á við, og innanríkismál henn- ar, sem snerta að meira og minna leyti daglegt líf hvers mannsbarns í landinu. Langsamlega stærsta utanríkismál þessa þings var þátt- taka Islands í varnarbandalagi hinna vestrænu lýðræðis- þjóða, Atlantshafsbandalaginu svokallaða. Afgreiðsla þess máls eins nægir til þess að tryggja því verulegt rúm á spjöldum sögunnar. Framtíðin mun meta að verðleikum þann skilning, sem yfirgnæfandi meirihluti þessa þings sýndi á aðstöðu íslands og hiklausan vilja hans til þess að tryggja sjálfstæði þess og öryggi. Samþykkt Atlantshafssamningsins var mikilvægasta og gæfuríkasta athöfn þessa þings og að undantekinn lýðveldis- stofnuninni ein heilladrýgsta ákvörðun, sem íslendingar hafa tekið í marga áratugi. En í sambandi við hana gerðust atburðir, sem sagan mun einnig geyma, einstæðir atburðir í hinni 1019 ára sögu elstu löggjafarsamkomu heimsins. Árás kommúnista og grjótkast á Alþingishúsið og þingheim þann 30. mars s. 1. markar þáttaskil í íslendinga sögu. Þann dag krafðist villtur komm- únistaskríll, í þjónustu framandi afla, að fá að greiða at- kvæði fyrir Jósef Stalin með íslensku hraungrjóti úr styttu Jóns Sigurðssonar. Að kvöldi þess dags laumaðist komm- unistaþingmaður úr Hornafirði að brjóstmynd forsetans frá Rafnseyri í þinghúsinu og sneri henni til veggjar. Er það atvik raunar táknrænt fyrir alla framkomu fjarstýrða flokksins á þinginu. Hánn hefur alltaf verið að snúa við inyndum, ranghverfa sannleikanum, — blekkja fólkið. Þegar tímar líða mun sá kafli þingsögunnar er fjallar' um atkvæðagreiðslu grjótsins við Austurvöll 30. mars 1949 verða talinn til hinna athyglisverðari. Ósigur ofbeldisins þann dag mun gera íslenskum mönnum lýðræði þeirra og þingræði stórum mikilsverðara. Það mun einnig verða öll- um þjóðhollum mönnum hvatning til þess að reyna að treysta grundvöll þess. ’ Ef litið er á störf þessa þings að almennum þjóðmálum og viðfangsefnum í innanlandsmálum, kemur í ljós að mikið brestur þar á gifturíka forystu og skilning á þeirn vanda, sem að þjóðinni steðjar nú. Á snið við þá staðreynd verður ekki gengið,' að þetta þing hefur verið óvenjulega athafnalítið og ráðlaust í höfuð- vandamálum landsmanna inn á við. Jákvæðar ráðstafanir til lausnar liggja yfirleitt ekki eftir það.. Það hefur ein- göngu farið troðnar brautir, sem flestar voru nær ófærar orðnar. Á þetta þó fyrst og fremst við um hin svokölluðu dýrtíðarmál. Þingið hefur aðeins framlengt verðbólgu- víxlana. Það hefur enga tilraun gert til þess að lækka þá, borga af þeim. Það hefur framlengt ábyrgð ríkissjóðs á verði útflutts fiskjar og kjöts, stofnað nýjan dýrtíðarsjóð til þess að standa undir niðurgreiðslum á verðlagi innan- lands, hækkað opinberar álögur og samþykkt langsamlega hæstu fjárlög, sem Alþingi hefur afgreitt, er nálgast 300 milj. kr. Segja má að þýðingarlítið sje að vera að útmála þessa ljelegu eftirtekju af störfum þessa þings. En þegar betur er að gætt, er það nauðsynlegt að þjóðin geri sjer það ljóst, hvernig horfir. Ef hún gerir það getur hún áreið- aiiléga tekið undir þessi ummæli Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, í ræðu harjs í síðustu útvarpsumræðum: ,,— Þessvegna verða stjórnarvöldin að gera sjer Ijóst, að það er þörf sterkrar forystu. Ékkert er jafn hættulegt sem a^thafnaleysið, úrræðaleysið, moðsuðan, þetta hæga andlát sem verið er að búa velmegun þjóðarinnar, athafnafrelsi Iiennar, þrótti, áræði og framtaki“. Fótmál frá dauðanum Ú- I tíu leytið í gærmorgun var örsmár borgari á leið um Vest- urgötuna. Hann var varla meira en 3 áta gamall, gló- hærður, fallegur patti. í fang- inu bar hann ýsu, sem var nærri því eins stór og hann sjálfur. Hann hefur víst verið að hjálpa mömmu sinni, að sækja í matinn. En litlu munaði, að þessi litli snáði færi ekki fleiri sendi ferðirnar í lífinu. Það var ein- göngu snarræði bifreiðastjóra og hemla, sem voru í lagi, að drengurinn er enn á lífi. • Gekk beint fyflr bíl LITLI snáðinn gekk eftir gang stjettinni með ýsuna í fanginu, en allt í éinu beygði hann fyrir bíl, sem hafði verið lagt vinstra megin við gangstjettina og ark aði út á götuna, án þess að líta til hægri nje vinstri. En um leið bar að leigubíl og það munaði bókstaflega engu, að drengurinn yrði undir bílnum. Tvær konur, sem þarna voru nálægt hrópuðu af angist, er þær sáu þenna atburði. • Dauðinn á götunum LÍK atvik og þetta, sem hjer hefur verið lýst koma fyrir á götum borgarinnar á hverjum einasta degi og stundum oft á dag. Oft er ekki hægt að af- stýra slysunum. Það má segja, að það sje á- byrgðarleysi, að senda þriggja ára barn í sendiferð og það ætti ekki að eiga sjer stað. En það er fleira, sem gera þarf, ef forða á slysunum á götun- um. Það er ólíklegt að nokkurs- staðar í heiminum sjeu vegfar- endur jafn gjörsneyddir því að hugsa um líf sitt og limi og hjer í Reykjavík. Hættulegur leikvangur GATAN er hættulegur leik- vangur barna og unglinga og mesta mildi, að ekki skuli oft- ar verða slys. í hverri einustu íbúðargötu eru börn að leik. Knattleik á miðri götunni, elt- ingaleik, eða öðrum leikjum, sem unglingar hafa yndi af. Og þau gleyma sjer í hita leiks ins. Vita ekkert um hætturn- ar, sem stafa af umferðinni. Þetta er óskaplegt ástand og veldur hugsandi mönnum þungum áhyggjum. • Leikvellimir ekki notaðir REYK J A VÍKURBÆR leggur stórfje árlega til leikvallagerð- ar, viðhalds og eftirlits leik- vallanna, sem nú eru komnir í hvert einasta hverfi í bæn- um. En gallinn er sá, að börnin tolla ekki nógu vel á leikvöll- unum, einkum þau stálpaðri. Þau kjósa götuna fram yfir leikvellina- En það dugar ekki. Hjer áður fyr gelck lögreglan ríkt eftir því, að unglingar væru ekki að leikjum á um- feroargötum. Nú er að sjá, að unglingar geti óáreittir iðkað leiki sína í friði á umferðar- götunum. Hjer verður að gera breyt- ingu á og það hið fyrsta. • Fullorðnlr álfar í umferðinni ÞAÐ verður að hafa vit fyrir börnunum, en fullorðið fólk ætti að geta haft vit fyrir sjer sjálft og forðað sjer frá hætt- unum á götunum. En það er nú eitthvað anna,ð, eins og reynsl- an sýnir. Menn vaða út í umferðina, hugsunarlaust og án þess að líta til hægri nje vinstri, eins og álfar. Þó eru fastar reglur til um það hvernig fótgangandi menn eigi að haga sjer, ef þeir vilja halda lífi og limum. Það er sjálfsagt, að hafa strangt eftirlit með því, að ökumenn haldi settar reglur og láta þá sæta ábyrgð ef út af ber. En það er ekki minni ástæða til að áminna Ætgang- andi. Skíðgarðar ÞAÐ mætti halda, að við ís- lendingar lifðum enn á tímum blóðhefnda, ef dæma má eftir hve menn byggja rammgerða skíðgarða um hús sín hjer í bænum. Sumstaðar er svo dug- lega girt, að enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Þessa dagana má sjá víða um borgina, að húseigendur leggja meira upp úr því að girða lóðir sínar, en að hreinsa þær og halda við húsum sín- um. Liggur mikið fje og fyrir- höfn í þessum framkvæmdum. Ekki að ástæðulausu EN því miður er þetta ekki að ástæðulausu. Að vísu er það ekki svo slæmt, að menn óttist launmorðingja, eða aðfarir ó- vina sinna, sem sitja um líf þeirra. j En ætli menn, að hafa af því einhvern yndisarð, að eignast fallegan blómagarð, þá er viss ara að girða og girða vél. Ekki eingöngu fyrir mannkindinni, heldur frekar fyrir sauðkind- inni og stóði. Búfjárrækt í borginni Á HVERJU einasta vori og sumri eyðileggur sauðfje verð- mæti í skrúðgörðum manna hjer í bænum og hestarnir hjálpa til. Það er furðulegt, að mönn- um skuli vera leyft, að hafa búfjárrækt inni í miðri höfuð- borginni og láta skepnur ganga lausar um bæjarlandið. Burt með sauðfje úr bænum, en vilji menn endilega hafa rollur á framfæri sínu, þá á að gera þeim að skyldu, að hafa það í ramgerðum girðingum, þar sem það kemst ekki út til að eyðileggja fvrir borgurun- um, það sem þeir eru að gera af veikum mætti til að prýða umhverfið. Sama ætti að gilda um hesta. IIIMIMMIIMMIMIIMMMMMMIIMMMMMMIMMMMMMMIIMMM z MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Biblían sr besía sölubékin í Þýskalandi Frá frjettaritara Reuters. FRANKFURT — Þrátt fyrir brettán ára stjórn Hitlers og nasista hans, er bíblían enn besta sölubókin í Þýskalandi. Kirkjuleiðtogar hjer í Frank furt líta svo á, að fleiri Þjóð- verjar lesi nú biblíuna en nokkru sinni áður. Fyiir styrjöldina var áætlað, að einn af hverjum sex mönn- um í Þýskalandi ætti eintak af biblíunni. Talið er, að ófriður- inn hafi breytt þessu þannig, að aðeins tíundi hver maður hafi átt biblíu að honum lokn- um, að um 4,000,000 bibíla hafi glatast í stríðinu. • • MIKIL KIRKJUSÓKN MARGIR flóttamenn, sem flúðu undan rússn. hermönn- únum, neyddust til að skilja feftír hinar þungu „fjölskyldu- biblíur1', sem verið höfðu í eigu sömu fjölskyldunnar kyn- slóð fram af kynslóð. í augum margrá Þjóðverja, sem fleyttu fram lífinu í rúst- um heimila sinna, varð trúin eini vonfyrneistinn í ófriðar- lokin. Sjaldan hafa þýsku kirkj- urnar verið eins þjettskipaðar fólki og nú á árunum eftir stríð. Þessu hefur fylgt mikil eftirspjurn eftir biblíum, eða mun meiri en í fyrstu var hægt að ráða við. • ® HJÁLPARBEIÐNIR TIL þess að leysa þessi vand- ræði, voru sendar hjálparbeiðn ir til erlendra kirkjusafnaða- Undirtektirnar urðu hinar á- kjósanlegustu, og ekki leið á löngu þar til biblíusendingar fóru að berast víðsvegar að úr heiminum. Ameríska biblíufjelagið í New York sendi meir en 400, 000 eintök og eina miljón Nýju testamenta. Söfnuðir í Bretlandi aðstoðuðu og allt hvað þeir gátu, auk ýmissa safnaða í Svíþjóð og öðrUm löndúm. Til viðbótar þessu sendu Bandaríkjamenn og Svíar Þjóðverjum efni til að binda inn biblíur, sem þeir prenta sjálfir, en aðalprentsmðja þeirra í þeim efnum er í Wiirt- emburg. • • ÓBREYTT VERÐ ALLS er áætlað, að 70,000- ein- tök af biblíum og 1,500,000 af Nýja testamentinu hafi borist frá útlöndum til Þýskalands frá því styrjöldinni lauk, en nú er talið að um 7,000,000 biblía sjeu til í landinu. Enda þótt allt annað hafi hækkað í verði, er verð á bibl- íum í Þýskalandi enn . óbreytt frá því sem það var fyrir stríð. Vinsælasta útgáfan er vasaút- gáfa, sem seld er á 3.20 ríkis- mörk. Áður en peningaskiptin fóru fram í Vestur-Þýskalandi, voru biblíur stundum seldar á svörtum markaði á tífalt hærra verði en annarsstaðar, Úm tíma voru leynisalar mjog áfjáðír í að kaupa ákveðna teg- úhd af amerískum biblíum, isferxí prentaðar voru á mjög þunnan pappír. Þeir notuðu Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.