Morgunblaðið - 26.05.1949, Page 1
16 síður
36. árgangur.
118. tbl. — Fimmtudagur 26. maí 1949-
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Enginn nrnngur nf
3Vt klukkust. fundi
utanrákisráðherrania
Eiukaskeyti til Mbl. frá Rcuter.
PARIS, 25. maí. •—• Utanríkisráðherrar fjórveldanna sátu á
fundi í 3M> klukkustund í dag og er það lengsti fundurinn, sem
þeir hafa haldið frá því að ráðstefnan hófst s.l. mánudag. En
þrátt fyrir það varð ekki um neinn árangur af fundinum að
ræða, eða samkomulag.
Enn rætt um einingu
Þýskalands
' Umræðurnar snerust enn í
dag um einingu Þýskalands og
sýndist sitt hverjum, eins og
fyrri daginn. Ræðumenn ljetu
sjer nægja, að reifa sín sjónar
rnið í ræðum sínum í dag og
rifa niður skoðanir hinna-
Vishinsky stjörnaði fundi
fyrst og hjelt langa tölu, lærða
mjög og lögfræðilega, sem svar
við því að vesturveldin höfðu
hafnað tillögu hans. frá í gær
um að endurreisa hernámsráð
fjórveldanna.
Hinir gerðu samanburð
. Utanrikisráðherrar vestur-
veldanna ljetu sjer nægja, sem
svar við því, að benda Vishin-
sky á það sem áunnist hefir í
Vestur-Þýskalandi með þeirri
einingu, sem þar hefir ríkt með
samkomulagi vesturveldanna.
Bevin benti m. a. á, að ef til
vill væri þýsk eining og eining
fjórveldanna um Þýskalands-
mál.in ekki það sama. En þýsk
éining væri nokkuð, sem Þjóð-
verjar einir gætu náð sín á
iriilli. Þetta' væri mergurinn
málsins.
í boði Frakklandsforseta
í kvöld (miðvikudag) sitja
utanríkisráðherrarnir kvöldboð
hjá Auriol Frakklandsforseta í
Muratsalnum í Elyseé-höllinni.
Engar ræður voru fluttar í
veislunni.
Fyrirspurn vegna
morða við Hongkong
LONDON, 25. maí — í spurn-
ingatíma í neðri málstofu
breska þingsins í dag var spurst
fyrir um gang rannsóknarinnar
vegna morðs tveggja breskra
lögreglumanna í námunda við
Hongkong fyrir um þrem vik-
um.
Skýrt var frá því, að stiga-
menn hefðu framið morðin, en
lögreglumennirnir voru drepn-
ir um borð í báti, sem nokkuð
af vopnum var í.
Oll vopnin eru fundin.
—Reuter.
Mótniælafundur.
LONDON — Breskir kommúnist-
ar hafa efnt til mótmælafundar
fyrir utan fangelsið, sem komm-
únistinn Gerhart Eisler er í varð-
haldi í.
Tvær konur hafa horfið
með öllu úr sendiráði
Breta í Moskva
Bresk mótmæli til rússnesku stjórnarinnar
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter,
LONDON, 25. maí. — Enda þótt rússnesku stjórnarvöldin hafi
ekki oþinberlega kannast við það, benda líkur til þess, að þau
hafi látið hanötaka og fangelsa tvær konur, sem störfuðu við
sendiráð Breta í Moskva.
Ofsóknir.
Frá þessu var skýrt hjer í
London í dag, í sambandi við
mótmæli, sem breska stjórnin
hefur sent þeirri rússnesku,
vegna framkomu hennar við
starfsmenn breska sendiráðsins
í Moskva. Tvær rússneskar kon
ur, sem giftar eru breskum
borgurum og störfuðu við síma-
vörslu í sendiráðinu, hafa horf-
ið með öllu, og sú þriðja, sem
ennfremur er gift Breta, hefur
orðið fyrir svo miklum ofsókn-
um af hendi rússnesku yfirvald
anna, að hún reyndi nýleg'a að
fremja sjálfsmorð.
Dvalarleyfisbeiðnum
ueitað.
í mótmælaorðsendingu Breta
vegna framkomu Rússanna er
og vakin athygli á því, að
ýmsu fólki, sem senda átti til
vinnu í sendiráðinu breska, hafi
verið neitað um dvalarleyfi í
Rússlandi.
SHANGHA
FALLIIM
Síðustu dagana áður en Shanghai fjell var svikurum ekki sjurd
nein miskunn. Ef þcir voru staðnir að glæpum, eða svikum
var þegar settur herrjettur á staðnum og þeir ákærðu dæmdir
til dauða, en dauðabegningunni síðan fullnægt umbúðalaust á
staðnum. Sjást hjer þrír borgarar í Shanghai, sem líflátnir voru
í húsagarði. “ t. # %
ö •: s. itjaeuk
iisssr
Voíkstíli lairiiiduíarsfaiisisiðrirití cfsfi óiaysi
'■ -■ ** 'T
j Einkaskeyti íil Mbl. frá Reuler.
BERLÍN, 25. maí. — Breskir embættismenn í Berlín sökuðu
Rússa um það í dag, að þeir liefðu rofið samkomulagið um afnám
flutningabannsins á borgina. Rússar hefðu á ný lagt alvarlegar
hömlur á verslun og flutninga milli hernámssvæðanna, auk
þess sem þeir hefðu jafnvel gripið til nýrra ofbeldisráðstafana
í sambandi við viðskipti allskonar milli svæðanna.
Brétar taka fram, að Vestur-^
veldin hafi að öllu leytj staðið
við sinn hluta samkomulagsins. lifhskklil’
Svik Rússa geti hinsvegar haft DUIItilC Cll|JCIflnai
álvarlegar afleiðingar í för
með sjer.
ráðherraembætti
LinkasÍvCyti frá Rcutcr.
Enn barist
í úthverfum
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
LONDON, 25. maí — Hersveit-
ir kommúnista hjeldu inn í
Shanghai-borg í dögun í rnorg
un, án þess að mæta minstu mót
spyrnu. Höfðu hersveitir stjórn-
arinnar hörfað undan vestur á
bóginn og tekið sjer stöðu við
Soochow-ána.
Alt með kyrrum kjörum.
í frjettum frá Shanghai í dag
segir, að hersveitir kommúnista
hafi verið undir góðum aga og
ekki farið rænandi nje rupl-
andi um borgina. Verslanir hafi
opnað skömmu eftir að borgin
var tekin og götusala verið tek_
in upp á ný, en fólk fylt göt-
urnar eins og vant er. Þá er
skýrt frá því, að fasta lögreglu
lið borgarinnar hafi komið til
starfa sinna eins og ekkert hafi
ískorist og sjálfboðalögregla
hafi tekið að sjer að stjórna um
ferðinni í borginni.
I ameríska skólanum í Shang
hai hjeldu próf áfram í dag,
eins og fyrirhugað h Uði verið.
Barist í úthvcrfunur
Fregnir hafa borist í dag um
bardaga í úthverfum Shanghai,
en aðrar fregnir herr. a, að her-
sveitir kommúnista hafi sótt
hratt fram suður fyrir borg-
ina. Aðalbardagar hafa orðið
við brýr og krossgötuy þar sem
hersveitir stjórnarir iar voru
að reyna að komast undan frá
borginni. Segir að á < inum stað
hafi komið til blóðugs bardaga,
þar sem hcrmenn stj' Tnarijnnar
voru að sprengja upp skotfæra
birgðir.
Mótsagnakenndar frjettir
Annars eru fregnir frá víg-
stöðvunum í Kína í dag nokk-
uð mótsagnakendar, eftir því úr
hvaða áttinni þær koma. •— í
einni frjett, frá Peking, er full-
yrt að hersveitir kommúnista
hafi sótt fram frá Shanghai eft-
ir Hangchow-járnbrautinni og
náð á sitt vald borg einni. sem
I er aðeins um 43 km. frá hinni
miklu hafnarborg Ningpo í
Chekiang fylki.
Rólegt í Berlín
í Berlín sjálfri, þar sem verk-
fall járnbrautarstarfsmanna nú
er á fimmta degi, hafa heyrst
fregnir um„ að vonir standi til
þess, að deilan kunni að leysast
innan skamms. Óstaðfestar
fregnir herma, að Rússar muni
ætla að ganga að kröfum verk-
fallsmannanna um að þeir fái
laun sín greidd í gjaldmiðli her-
námssvæða Vesturveldanna.
Allt hefir verið með kyrrum
kjörum í Vestur-Berlín í dag.
WASHINGTON, 25. maí — Dr.
Ralph J. Bunche, sáttasemjari
Samcinuðu þjóðanna í Palestínu
hefir afþakkað boð Trumans
forseta um að taka við aðstoð-
arutanríkisráðherraembætti, er
ráðherrann bauð honum.
Dr. Bunche sagði frjettamönn
um, eftir að hann kom af fundi
Trumans, að hann vildi halda
áfram starfi sínu hjá S. Þ. Og
auk þess væri hann hræddur
um, að hann myndi ekki hafa
jafngott kaup hjá ríkinu og
S. Þ.
Elizabelh og Philip til
Norður-írlands
i
LONDON, 25. maí -r- Elizabeth
prinsessa og Philip maður henn
ar fóru í dag í þriggja daga
opinbera heimsókn til Norður
Irlands.
j Meðan þau dveljast þar, munu
þau meðal annars verða gerð
heiðursborgarar í Belfast.
—Reuter.