Morgunblaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur ,2. júní 1949. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. SYamkv.stj.: Sigfús Jónsson. mr: \Jikar ókrij^a ÚR DAGLEGA LiFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrg8arm.X F'rjettaritstjóri ívar Guðmundssort, 4uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsíngar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Askríftargjald kr. 12.00 á mánuði, mrmnianda. kr. 15.0C utanlands. I lausasðlu S0 aura eintakið, 75 aura með Liesbðk Skömmtunin í rjenun SAMKVÆMT ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur kaffi- og kornvöruskömmtuninni nú verið afljett en hún hefuf verið í gildi frá því 1. október 1947. Ástæða þess að hún var þá tekin upp var sú, að vegna þess hve litlar birgðir voru til af þessum vörum í landinu, þótti hætta á því ao misrjetti skapaðist milli neytenda, ef öllum væri ekki tryggð ur ákveðinn skammtur. Tilgangur skömmtunarinnar var þessvegna sá, að koma í veg fyrir vörusöfnun einstaklinga og tryggja rjettláta dreifingu þessara nauðsynja. Ástæða þess að nú hefur reynst mögulegt að afnema skömmtun þeirra er hinsvegar sú, að nú hefur tekist að afla það ríf- legra birgða af þeim til landsins að ekki er talin þörf á að skammta þær. Er ekki gert ráð fyrir að neysla kornvara aukist til muna við þá ráðstöfun, enda hefur skömmtun þeirra verið rífleg. Hinsvegar er talið að kaffineyslar. geti aukist eitthvað. Um síðustu áramót voru lagðar fram tillögur um það í Fjárhagsráði af Sjálfstæðisflokknum, að afnema kornvöru- skömmtunina en auka kaffiskammtinn allverulega. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni voru þá einn- ig þeirrar skoðunar að skömmtun þessara vara væri þýð- ingarlaus lengur. Að henni væri sáralítill sparnaður. Á því stigi málsins var þó ekki hljómgrujmur fyrir af- námi hennar hjá meirihluta ríkisstjórnarinnar. Nú hefur hinsvegar orðið um það fullt samkomulag. Þjóðin fagnar því áreiðanlega að sjá nokkuð lietta til í skömmtunarmálunum. Enda þótt skömmtun kornvara og kaffis hafi ekki bitnað þunglega á almenningi, er það vott- ur um að eitthvað sje að rofa til í viðskiptamálunum að sjeð er fyrir endann á skömmtun þessara vörutegunda. Að sjálfsögðu verður að gera sjer vonir um að sú skömmt- un, sem iiú hefur verið afnumin, sje aðeins upphaf að frek- ari rýmkunum á hömlum þeim og höftum, sem um skeið hafa sett svip sinn á öll viðskipti og verslun í landinu. — Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar á hverjum tíma hlýtur að vísu að ráða mestu um það, hvað hún flytur inn og hversu miklu hún getur eytt til kaupa á erlendum vörum, En í sambandi við afnám skömmtunarinnar á kaffi- og kornvörum, verður ekki komist hjá að minnast þess, að Marshallaðstoðin á mjög verulegan þátt í því. Sjest það best á því, að af rúmlega 21 þús. tonna innflutningi frá Bandaríkjunum og Canada fyrstu fjóra mánuði þ. á., eru tæp 17 þús. tonn vörur, sem fluttar eru hingað á vegum efnahagssamvinnustofnunarinnar eða 77,7% af heildarinn- flutningnum frá þessum löndum. Meðal þessara vara er m. a. hveiti, sem við ekki höfum getað fengið nema fyrir cfollara. Næsta skref, sem gera má ráð fyrir að stigið verði í þá átt að rýmka um skömmtunina er afnám bensínskömmtun- arinnar. Var því yfirlýst af hálfu ríkisstjórnarinnar á Al- þingi þegar bensínskatturinn var hækkaður, að til stæði að afnema skömmtun þessara vörutegundar. Raddir hafa að vísu heyrst frá atvinnubifreiðastjórum, sem mótmæla afnámi bensínskömmtunarinnar. Munu þær spretta af því að þessi stjett, sem er all fjölmenn orðin, óttast aukna að- sókn að atvinnugrein sinni, eftir að skömmtun hefur verið afnumin. Til þess að tryggja hagsmuni bifreiðastjóra var þessvegna bætt við svohljóðandi ákvæði inn í lögin um bif- reiðaskatt: Ennfremur er ríkisstjórninni heimilt að setja reglur um atvinnurjettindi bifreiðastjóra samtímis því, sem bensínskömmtunin væri afnumin. Það er auðvitað ekki nema eðlilegt að atvinnubifreiða- stjórar vilji tryggja atvinnu sína. En það væri samt sem áður fjarri sanni ef að ein stjett, enda þótt hún eigi ríkra hagsmuna að gæta, kæmi í veg fyrir að almenn skömmtun þessarar vörutegundar væri afnumin. Þess verður þessvegna að vænta, að unnt verði að sam- rýma það tvennt, að gæta hagsmuna atvinnubifreiðastjóra og afnema bensínskömmtunina, eins og ríkisstjórnin,hefur heitið. Takmarkið í þessum málum öllum er: Afnám skömmt- unar og'hafta, verslunin frjáls. Níræð klukka. ,BIG BEN“, klukkan, sem B. c ar eru hreyknastir af, var 90 ára síðastliðinn þriðjudag. Afmæli klukkunnar var að vísu ekki haldið hát'íðlegt, en breska útvarpið sendi samt frjettamann á fund hennar og skýrði frá merkisafmælinu í heimsfrjettum sínum. Frásögn útvarpsins bar það með sjer — sem reyndar var þggar vitað, — að hjer er eng- in Lækjartorgsklukka á ferð- inni. ,,Big Ben“ hefur aðeins einu sinni stöðvast sökum bil- unar — í loftárás, sem Þjóð- verjar gerðu á London 1944. • I fyrri heimsstyrjöldinni. BJÖLLUR klukkunnar hafa þrí vegis verið stöðvaðar; í eitt skípti vegna styrjaldarorsaka. Það var í heimsstyrjöldinm fyrri, þegar Þjóðverjar gerðu einnig tilraunir til loftárása á bresku höfuðborgina. Þá sendu þeir Zeppelin-loftför sín yfir London, og Bretar stöðvuðu bjöllur „Big Ben“ af ótta við að þær gætu með höggum sín- um vísað óvininum leiðina. Þetta bendir til þess, að högg þessarar uppáhaldsklukku Bret anna sjeu bæði þung og hljóm- mikil ,eða gerólík slætti stofu- klukkunnar, sem útvarpið not- ar hjer á íslandi. • Kaffið er laust! EN nóg um klukkur! Það, sem mest er um vert þessa stundina. er að við íslendingar getum nú óhræddir þambað allt það kaffi, sem okkur lystir, því nú er það óskammtað og verður það von- andi ætíð upp frá þessu. Afnám kaffiskömmtunarinn- ar — já, og brauð og kornvöru- skömmtunarinnar — voru góð tíðindi. En dálkahöfundar blað- anna hafa eflaust misst spón úr askinum sínum: þeir voru sann- arlega ekki svo fáir, blaðales- endurnir sem gripu pennann og mótmæltu kaffileysinu. Og oft voru þetta góð brjef; þáð var eitthvað svo mannlegt við þau. • Reynsla Bretanna. NÚ væri bara óskandi, að stjórn arvöldin treystu sjer til að af- nema skömmtun á fleiri vör- um, vefnaðarvöru til dæmis. — Það er ekki langt liðið síðan Bretar hættu að skammta vefn- aðarvöru, og að sögn þeirra sjálfra, hefur reynslan orðið sú að eftirspurn eftir fatnaði hefur sáralítið aukist frá því sú vara varð frjáls. Hver er líka kominn til að fullyrða, að við rjúkum upp til handa og fóta og fyllum alla klæðaskápa, þótt stjórnarvöld: in hætti að úthluta fatnaðinum? • Nokkrir mctrar af fötum. MJER finnst harla ólíklegt, að íslenskir karlmenn sjeu til dæm is þannig gerðir, að þeir byrji að safna frökkum, þótt þeim • gefist kostur á að ,,endurnýja“ i þá gömlu og slitnu. Það er að vísu rjett, að þeir menn finnast, sem safna fatnaði í metratali, líkt og sagt er um suma „bókamenn“. En þetta eru undantekningar, sem ckkert. verður ráðið við, hvort sem skammtað er eða ekki. • Það vantar kaffikönnur EN í sambandi við afnám kaffi skömmtunarinnar, mætti skjóta því að .yfirvöldunum, s, £"""""""""""""""""""«hiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimimiiiimhimiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiii að það vantar áhöldin til þess að laga blessaðan sopann. Kaffi könnur eru ófáanlegar í þess- um bæ og þótt víðar væri leit- að. Auðvitað er hjer um ein- hvern smávægilegan klaufa- skap að ræða. En þetta er nógu fjári óþægilegt samt, og því yrði vafalaust tekið með þökk- um, ef hægt yrði að kippa kaffikönnuskortinum í lag. 0 Sumarstarf KFUK KFUK sýnir þessa dagana kvikmynd, sem gerð hefur ver ið um starfsemi fjelagsins. í sambandi við kvikmyndasýn- ingarnar gerir fjelagið sjer vonir um, að geta aflað nokk- urs fjár til byggingar skála á landi þess að Vindáshlíð í Kjós. Þegar skáli þessi er risinn upp, verður hann að sjálfsögðu miðdepill sumarstarfs KFUK, sem nú er orðið mikið og fjöl- þætt. Til þessa hafa þær stúlk- ur, sem dvalið hafa í Vindás- hlíð, orðið að hafast þar við í tjöldum. Hin fyrirhugaða skálabygg- ing mun kosta talsvert fje. — Gjöfum til byggingarinnar verð ur því að sjálfsögðu tekið með þökkum. • * Og skærin líka STUNDUM heyrir maður þess getið, að einhver maðurinn sje svo illa staddur, að hann eigi hvorki til hnífs nje skeiðar. Nú þykir mjer sjálfsagt að bæta skærum við. í gær barst Daglega lífinu brjef frá manni, sem þótti skær in hjer á landi orðin furðu- lega dýr. Hann keypti ein um daginn — allstór skæri að vísu — og hann mátti borga yfir 30 krónur fyrir þau. IIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIUMIIIIIIIIM MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 11111111111111111111111111111111111111111 IIMIMMIMMIIIIIIIMIIIIIIMIMIIMIII „Ti! að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans". í „MORGENBLADET“ norska hafa birst nokkrar greinar eft- ir tjekkneskan mann, dr. Po- lak, er segir frá vist sinni í fangabúðum kommúnista. — Hann var þar í sjö ár, en slapp heim til Prag, rjett áður en Masaryk dó_ Hann var ná- kunnugur Masaryk, og segir að enginn lifandi sála í Tjekkó- slóvakíu láti sjer til hugar koma, að Masaryk hafi framið sjálfsmorð. • • KOMMÚNISTAR VEITTU HONUM EFTIRFÖR NÁINN_ vinur Masaryks er hafði tal af honum fáum dög- um áður en hann dó, hafði hkýrt dr. Polak svo frá: Að Masaryk hafi vitað að leyni- lögregla kommúnista fylgdist með honum, hvar sem hann fór, og hvað sem han ntók sjer fyrir hendur á nóttu sem degi. En hann hreyfði því við þenna vin sinn, að hann hygðist að sleppa úr þessari umsjá komm únistanna. Hann var í sambandi við tjekkneskan flugmann, sem var í breska flughernum í styrjöldinni, og var reiðubú- inn til að hjálpa Masaryk til að komast undan. VAR SKOTINN Á FLUGVELLINUM POLAK segir, að dauða hans hafi ekki borið þannig að, að hann 'hafi verið drepinn í ut- anríkisráðuneytinu, eða hon- um varpað út um gluggann. Heldur sje sannleikurinn þessi: Hann hafi komist út á flug- völl til flugmannsins, sem átti að fljúga með hann úr landi. Þar kom maður í leynilög- reglu kommúnista auga á hann, og skaut hann til bana umsvifalaust. Síðan var lík hans-flutt til bústaðar hans í utanríkisráðuneytinu. — Og kallað á menn úr rússnesku leynilögreglunni (NKVD). NKVD-mennirnir komu því svo.fyrir, eða ætluðu að koma því svo fyrir, að almenningur tryði því, að Masaryk hafi framið sjálfsmorð með því að þeir vörpuðu líki hans út um glugga. Síðan skutu þeir hinn tjekk- neska lögreglumann, sem drap Masaryk, til þess að koma í veg fyrir að hann segði frá þessu óbótaverki sínu, eða væri uppistandandi til þess að hæla sjer af því „afreki“ á eftir. Þetta fráfall leynskytt- unnar varð til þess, að sjónar- vottur sagði frá, ag . bornar voru tvær líkkistur út úr utan- ríkisráðuneytinu, eftir að lík Masaryks hafði verið borið þangað inn í annað sinn. • o ORÐSENDING MASARYKS DR. Polak segir að menn álíti, að Masaryk haíi skilið eftir í skrifstofu sinni orðsendingu, sem hann hafi ætlast til, að bærist til vitundar almennings, þar sem hann skýrði frá, hvers vegna hann flýði land. Og hann hafi falið orðsendinguna á stað þar sem hann taldi litlar líkur til, að- kommúnistar rækjust á hana. Innan í biblíunni, sem var í skrifstofu-h'ans. Biblíu þessa hafði hann skil- ið eftir opna, og var slegið upp á Lúkasar guðspjalli 1_ kap., en undirstrikað 79 vers, er hljóðar þannig: ,.Ti! að lýsa þeim, sem sitja í myrkri, og skngga dauðans, til að beina fótum vorum á friðarveg“. Líklegt er, að hann hafi hugs að sjer að flýja til útlanda til þess að opna augu þjóðarinnar þaðan fyrir því, hvað væri að gerast heima fyrir og hver væri vilji og stefna kommún- istanna. En hann var myrtur áður en hann gat komið þeim fyrir- ætlunum í framkvæmd. Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.