Morgunblaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. júní 1949. Ármana vann svig- keppnina um SSein- þórsbikarinn Á UPPSTIGNINGARDAG 26. maí s.l. fór fram sex manna keppni í svigi. Keppt var um Steinþórs-bikarinn. — Keppni þessi er eingöngu flokkakeppni án tillits til flokkaskiftingarinn ar. Þrír flokkar komu fram, frá skíðadeild Ármanns, ÍR og'KR Hlutskörpust varð sveit Ár- manns á samanlögðum tíma 633,2 sek. Næst varð sveit KR á 633,5 sek. og þriðja í röð- inni varð ÍR-sveitin á 686.7 sek. I sveit Ármanns voru þessir: Bjarni Einarsson úr C-flokki, Gísli Jóhannsson úr drengjafl.. Kristinn Eyjólfsson úr C.flokki Magnús Eyjólfsson úr EWflokki, Stefán Kristjánsson úr A-flokki Víðir Finnbogason úr B-flokki Fyrstur í þessari keppni varð Þórir Jónsson KR á samanl. tíma 94,4 sek. — Annar varð Stefán Kristjánsson A á saman- lögðum tíma 96,3 sek. Þriðji varð Guðm Sigfússon ÍR á sam- anl. tíma 96.7 sek. — Meða! annara orða Frh. af bls. 8. í SKUGGA DAUÐANS Dr. Polak kemst ennfremur svo að orði: Um þessar mundir byggja kommúnistar fangabúðir í landi mínu. Þar er þúsundum landa minna haldið, og þeim misþyrmt, eins og föngum þeim, sem eru í fangabúðum Rússa. Hvergi geta kommúnistar haldið völdum, nema þeir beiti ofbeldi og misþyrming- um. Þannig halda þeir völdun- um í Rússlandi. Og sama sagan endurtekur sig, hvar sem þeir . fá yfirhönd. Þjóð mín lifir nú, eins og í guðspiallinu stendur, ,,f skugga dauðans“. Slálko óskast um 2ja mánaða tíma í sumarbústað við Álftavatn. Þarf að geta tekið að sjer að hugsa um tvö börn í fjarveru hús- móður, 3—4 daga í viku. (Miðhluta vikunnar). — Aðeins vönduð stúlka kem ur til greina og má hún hafa með sjer stálpað barn. Tilbog ásamt uppl. sendist aígr Mbl., merkt „Álftavatn—756“. Vilja vingasf við Rússa SAN FRANCISCI, 1. júní: — Útvarp kommúnista i Peiping tilkynnti í dag, að kínverskir kommúnistar myndu vinna að því eftir megni að „treysta vin- áttuböndin milli rússnesku og kínversku þjóðarinnar11. Sagði í útvarpinu, að þetta hefði ver- ið samþykkt á fundi verkalýðs samtaka „alls Kína“,' sem hald inn var í Peiping 30. maí s.l. — •— Reuter. Eisler mótmælir. PRAG, — Gerhardt Eisler, sem nú er á leið hingað um Þýska- land, hefur mótmælt því harð- lega, að kona sín skuli höfð í haldi á Ellis-eynni, við New York - (yrenaica Framh. á bls. 12 stjórn í Cyrenaica, austurhluta Lybíu. Kröfðust sjálfstæðis. í mótmælaorðsendingu sinni gat sendinefndin þess, m. a. að Cyrenaica krefðist sjálfstæðis. að landsmenn myndu ekki sætta sig við neinskonar um- boðsstjórn, og ef þeim yrði veitt sjálfstæði, þá myndu þeir reiðu- búnir til þess að gera samning við Bretland. í útlegð í 21 ár. Idris E1 Senussi er andlegur og veraldlegur leiðtogi 250,000 Cyrenaicabúa, er afi hans sam- einaði undir eina stjórn fyrir einni öld. Frá 1923 voru þeir undir stjórn ítalskra fasista, og Emir þeirra dvaldi í útlegð í Egyptalandi til ársins 1944. — Bretar hafa haft á hendi her- stjórn landsins frá því styrj- öldinni lauk. Tvö tímarit Vestur-íslendinp —-Ráðslefna Fnamh, af bls. 1 að ákveðið yrði fyrirfram hvaða mál þyrfti að samþykkja með öllum greiddum atkvæðum í herráðinu, og hvaða mál væri hægt að útkljá með einföldum meirihluta atkvæða. «tiiiiriiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiill||l||||||||||||||u,||llll Lítið Herbergi | í kjallara, með sjerinn- f gangi til leigu. Uppl. á I Hagamel 22 III. hæð eftir I kl. 6. I HINGAÐ hafa nýskeð borist tvö tímarit Vestur-Islendinga, og eiga bæði merkisafmæli. Annað er Tímarit Þjóðrækn- isfjelagsins og er þetta 30 árg. þess. Ritstjóri er Gísli Jónsson, eins og að undanförnu. Efni ritsins er fjölbreytt að vanda og frágangur hinn prýðilegasti. Eru þar kvæði eftir Guttorm J. Guttormsson (Brodd-Helgi), Ríkarð Jónsson (Jón í Skjalg), Þórodd Guðmundsson (I Hauka dal), Snæbjörn Jónsson (W. P. Ker prófesor), Gísla Jónsson (Litla stulkan), J. Magnús Bjarnason (ljóðabrjef) og X (Símon á staurnum). Þá eru þarna greinar um nokkra menn. Sjera H. E. John- son ritar um tónskáldið Jónas Pálsson, Richard Bech ritar um Ríkarð Jónsson í tilefni af sex- augsafmæli hans, og dr. Stefán Einarsson ritar um prófessor Kemp Malone sextugan. Hann er prófesor í enskum fræðum við John Hopkins háskólann í Baltimore, þar sem dr. Stefán er prófesor í norrænum fræð- um. Segir dr. Stefán að hann ætti það skilið að vera Islend- ingum miklu kunnari en hann er. „Prófesor Malone hefur að vísu aldrei haft tækifæri til að kenna íslensku. En lymn hefur skrifað einhverja hina nákvæm ustu lýsingu, sem til er, af ís- lenskum framburði. hann hefur lesið öll fornrit í bókum og greipum, sem sem því miður eru grafnar í fræðiritum bæði vestan hafs og austan . . . Auð- sjeð er, að það er ekki á neins meðalmanns færi að hreyfa sig innan um þennan myrkvið hinna fornu sagna — á knús- aðri miðalda latínu, íslensku og öðrum forngermönskum málum — án þess að festa fót og falla á sjálfs sín bragði. En það er eigi aðeins undravert, hversu mikið Malone verður úr því litla, sem mönnum er kunnugt um á þessum myrku sviðum og má þar til nefna grein hans um „Aegelmund og Lamicha", sem snertir Helgakviðurnar í Eddu — heldur líka hitt, hve fádæma fundvís hann er á þá hluti, sem öðrum hefir með öllu sjest yf- ir“. Fylgir svo skrá yfir 34 ritgerðir Malone, sem nota og skýra fornnorræn rit. Dr. Sigurður Júl. Jóhannes- son ritar um dr. Rich. Bech, sem var varaforseti Þjóðræknisfje- lagsins í sex ár og forseti þess í önnur sex ár og hefir allra manna mest unnið að sam- heldni íslendinga austan hafs og vestan og kynningu íslensks atgjörvis út á við, samhliða um- fangsmiklum kenslustörfum við háskóla. Segir dr. S. J. J. svo um hann: „Kynningarstarf dr. Bechs er mikið og margbrotið, en það er yfirleitt í þremur liðum: Það er að kynna sem nánast hvora öðrum Vestur- og Austur-Islendinga og með því að styrkja sem best samvinnu og bróðurlegt hugarþel milli þeirra; í öðru lagi að kynna ís- lendingum hjer og heima er- lendar bókmentir og erlenda menningu; í þriðja lagi — og umfram allt — að kynna hinum enskumælandi þjóðum íslensk- ar bókmentir, íslenskan skáld- skap yfirleitt og íslenska nú- tíðarmenningu“. Sjera Valdemar J. Eylands skrifar grein, sem hann nefnir „Hauður og haf“. Lýsir hann þar hlýlega Suðurnesjum óg kynnum sínum af Suðurnesja- mönnum þetta ár, sem hann var prestur á Útskálum. Er það skemtileg grein, sem búast má við að aUir Suðurnesjamenn vilji eiga, fjörlega rituð, krydd- uð með smá frásögnum (s. s. um Stapadrauginn), en um fram allt sönn skyndimynd af þjóðlífinu. Þá er þarna útvarpstyindi Ástríðar Eggertsdóttur um blindu stúlkuna í Kolmúla, hug leiðingar út af afmæli Guttorms skálds, ritgerð um kvæðabók Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn í Borgarfirði eystra og skýrsla um 29. ársþing Þjóðræknisfje- lagsins og störf þess. Hitt ritið er Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar og er það 55. árgangur. Ritstjóri þess er nú Richard Bech. Eru þar greinar um merka menn. Ritstjórinn skrifar um Magnús Markússon skáld, sem er nýlega látinn. — Kannast flestir íslendingar við ljóð hans. Hitt munu fæstir vita að Magnús var mikill íþrótta- maður á yngri árum. Vann hann sjer frægðarorð „fyrir sigur- vinninga sína í kapphlaupum, sem háð voru í Winnipeg, en hann hlaut þrisvar sinnum fyrstu verðlaun í þeim, og jók með þeim hætti á hróður landa sinna í Vesturheimi“. Mættu íslenskir iþróttamenn hjer heima halda því á lofti. Þá er grein eftir sjera Sig- urð Ólafsson um Pál Jónsson landnámsmann að Kjarna í MiMfr'«■;•«]•• íiijiiiiimiigi Mar!kó» uuHmmiuMiimu Eftir Ed Dodd THAT AAAY BE A CLUE, ANDV...VÆ'LL KEEP AN EVE ON THM old eov/ m Markus sjer, að Vígbjörn fer Binni, þetta er Vígbjöm. Þaðj inn í símaklefann við hliðina | er allt undirbúið. Það verður .... og heyrir að hann er að 1 þá í nótt. En við verðum að tala við mann í símanum: —jvera varkárir og.... Þegar Vígbjörn hefur talað í símann, gengur hann aftur burt, en Markús hcfur heyrt allt. — Hver veit nema þetta sje lausnin, Andi. Við verðum að minnsta kosti að hafa vakandi auga með honum. Geysisbyggð. Páll var ættaður frá Heiði í Gönguskörðum, en fæddur á Álfgeirsvöllum 1848 og því 100 ára, þegar greinin var rituð, og þá enn ern og við sæmilega heilsu. Sjera Sigurður S. Christop- hersson ritar um Oddnýju Magn úsdóttur Bjarnason ljósmóður, sem dó 1922. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 1855, en fór til Vesturheims með manni sín- um 1888 og settust þau að í Saskatshewan. Vann hún sjer þar brátt almennings álit fyrir ljósmóðurstörf og var hennar leitað af margra þjóða mönnum nær og fjær. Alls tók Oddný á móti 840 börnum, þar af 611 íslenskum. Sjera Sigurður Ólafsson ritar um Ólaf Guðmundsson Nordal og Margrjeti Ólafsdóttur konu hans, sem voru frumbyggjar í Selkirk í Manitoba. Ólafur var bróðir Jóhannesar Nordals ís- hússtjóra. G. J. Ólason ritar grein um sjera Sigurðs Ólafs- son. Þá er ferðasaga frá Vopna- firði til Winnipeg 1889 eftir Svein Árnason og sönn smá- saga frá landnámsárunum og heitir „í þreskingu“. Eyólfur var frá Fjósum í Laxárdal, Dalasýslu og fluttist vestur 1888. Segir hann hjer frá því hver mjög var litið niður á ís- lendinga vestra fyrst í stað, ög hvernig einn landinn jafnaði um gúlana á ribbalda nokkrum, og vann sjer og öðrum íslend- ingum álit fyrir. Bergur Jónsson Hornfjörð skrifar um Kolbeinsey norður og dregur þar saman ýmsar heimildir. Bergur er frá Hafna- nesi í Hornafirði og fór vestur um haf 1902. Hcfuf hann unn- j ið að fræðilegum iðkunum í tóm ! stundum sínum og getur ritstj. • þess, að hann haíi sent sjer jtvær stórar bækur (handrit) 1 með alls konar sögulegum fróð_ ieik. er hann hafði viðað að sjer úr ýmsum áttum, og úr því safni er Þessi grein. Er þetta enn eitt dæmi þess, að í stjett íslenskrar alþýðu finnast enn fróðleiks- menn, sem halda til haga ýmsu, er glatast mundi a$ öðrum kosti. Að Iokum er annáll íslend- inga vestan hafs 1947—48 og mannslát á árunum 1945—48. Nokkur eir.tök af Almanak- inu hafa verið send hingað til sölu. Það ber vott um þrautseigju landans, að þetta rit skuli nú vera orðið 55 ára gamalt. Er ur því verið gefinn allt of lítill gaumur hjer á landi. Fimm verkföll á Ífalíu RÓM, 1. júní: — Fimrn verk-» föH standa nú yfir á Ítalíu og ót.tast er, að fleiri kunni að skella á á næstunni. Verkfajl einnar milj. og 500 þúsund landbúnaðarverkamanna hefir nú staðið yfir í þrjár vikur og eru engar horfur á því, að það muni leysast á næstunni -— Auk hinna fimm verkfalla lýstu stúdentar í Róm yfir „allsherjarverkfalli" { dag, í mótmælaskyni við það að kennslugjöld í háskólum haf-a nú hækkað um 6000 lírur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.