Morgunblaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. júní 1949. MORGUN BLAÐIÐ 11 PJETUR A. ÓLAFSSON, KOIMSÚLL '„Ekld náð, náð, náð! heldur dáð, dáð, dáð! var hans viðlag og ráð. Hann var hetja, — hans verk var: í verkinu að hvetja“. PJETUR ANDRJES ÓLAFSSON fór alltaf snemma á fætur. Hann var morgunmaður, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Kominn var hann af dugandi bændum í föður- og móðurætt, en þeir hafa oftast verið árrisul- ir. Það hefir löngum þótt far- sælt til góðrar afkomu og mikilla afkasta að taka daginn snemma. Jeg he!d, að flestallir mestu at- hafnamenn á Islandi, er samtíða voru Pjetri Ólafssyni, hvort sem þeir voru í sveitum eða við sjó, hafi verið morgunmenn. Þeir tóku til starfa um miðjan morg- un og vöktu aðra til verka. Það hefir engri kynslóð, sem lifað hefir á Islandi frá landnáms tíð til vorra daga, orðið jafn mik ið úr verki eins og samtíðarmönn um Pjeturs Ólafssonar. Hann var ein hetjan í leiknum. Þeir, sem áttu starfsdag frá því um og eft- ir 1890 til 1930—1940, hafa „sett svip á landið“, eins og það er nú. Átakið var mikið þessa ára- tugi. Morgunverk vorra bestu manna þenna tíma urðu íslandi drjúg. — Pjetur Ólafsson var einn brautryðjendanna þennan merkilega áfanga og einn hinna stórvirkustu. Þeir voru fáir íslensku kaup- mennirnir fyrir 80 árum. Lang- flestir kaupsýslumenn hjer voru danskir. Einn mesti sigur, sem Islendingar unnu á æviskeiði Pjetufs Ólafssonar, var sá að taka verslunina algerlega í sín- ar hendur. Annar sá að hleypa af stokkunum álitlegum versl- unar-, fiski- og síldveiðiflota, og þriðja, að rækta landið og húsa jarðirnar. Enn er að telja vega- gerðina, iðju margskonar, fjöl- breyttar menntastofnanir og bkn- ar. Þetta, sem nú er orðinn veru- leiki, var aðeins draumur lands- ins bestu sona fyrir 50 árum. Það sjáum vjer t. d. á aldamótaljóð- um Hannesar Hafstein. Pjetur Andrjes Ólafsson var fæddur á Skagaströnd 1. maí- mánaðar 1870. Ólst hann upp til 13 ára aldurs með foreldrum sín- um, en þá fluttist hann til föður- systur sinnar og manns hennar, Friðriks Möller, verslunarstjóra á Eskifirði. Foreldrar Pjeturs voru hjónin Ólafur Jónsson veit- íngamaður, af góðum bændaætt- um, og Valgerður Narfadóttir, einnig af góðum bændum komin af Snæfellsnesi vestan. En Jón Ólafsson á Helgavatni, faðir Ól- afs, var ættaður úr Eyjafjarðar- sýslu. Ólafur og Valgerður flutt- ust til Akureyrar haustið 1883 og dvöldust þar til æviloka. — Á Eskifirði átti Pjetur heima hjá fyrrnefndum fósturforeldrum sín um til ársins 1893, nema 1890— 1891, er hann var við verslun- ar- og tungumálanám í Kaup- mannahöfn. Á Eskifirði hafði hann einnig lært tungumál hjá frænda ,sínum, Jóni Árnasyni cand theol., síðar presti í Otradal. — Árið 1893 varð Pjetur versl- unarmaður í Flatey á Breiðafirði við verslun Jóns Guðmundsson- ar og iðulega í erindum milli verslana hans vestra þessi árin. — Björn Sigurðsson, síðar banka- . stjóri, stjórnaði þá verslunum Jóns Guðmundssonar, og varð Pjetur aðstoðarmaður hans i Kaupmannahöfn 1897—1898. Næstu 8 árin var hann verslun- arstjóri á Patreksfirði fyrir Is- lands Handels & Fiskeri Co. og IMGARORÐ hafði umsjón með fiskiskipum f jelagsins. Var þá mikið um fram kvæmdir á Patreksfirði og höfðu oft 300—400 manns atvinnu þar hjá fjelaginu þessi missiri. Árið 1903 gerðist Pjetur umsjónar- og eftirlitsmaður með öllum versl- unarstöðum I. H. F„ annaðist inn- kaup til þeirra og dvaldist eftir það erlendis á vetrum. Eftir tvö ár voru eignir fjelagsins seldar, og keypti Pjetur þá eignir þess á Patreksfirði, eitt af fiskiskip- unum og síðan fleiri. Var hann því næst kaupmaður og útgerð- armaður þar á staðnum 1906—’16. Rak hann verslun, fiskveiðar og landbúnað jöfnum höndum þessi árin með miklum myndarbrag. Stóð þá fjárafli hans mörgum fótum. Árið 1911 keypti Pjetur togara frá Englandi af bestu gerð („Egg- ert Ólafsson"). Var það fyrsti íogari hjer utan Reykjavíkur og hinn fyrsti í eins manns eigu, en fjórði, sem fenginn var til lands- Pjetur A. Ólafsson. ur Ameríku og víðar vestan hafs og um flestöll lönd Norðurálf- unnar. Síðasti þátturinn í lífsstarfi P. A. Ó. hefst, þegar hann flytur ms. Rak Pjetur togaraútgerð frá ' búferlum til Akureyrar árið 1928, Patreksfirði 1911—1913. Verslun! en hjer átti hann heima upp frá rak hann ekki einungis á Patreks ' því til æviloka. Þessi þáttur skipt firði, heldur einnig og undir eins [ ist í tvennt. Fyrst er athafna- við Reykjarfjörð (í fjelagi við; þátturinn til 1939 og svo síðustu Carl Jensen), í Flatey á Breiða- ! tíu árin, er helguð voru ritstörf- firði og á Grundarfirði, og keypti um að mestu leyti, meðan heilsan einnig fisk. Þá keypti hann síð- ustu hvalveiðistöðina, er Norð- menn höfðu rekið hjer, 1914, á Suðureyri í Tálknafirði. Gufu- leyfði. Þegar Síldareinkasala íslands var stofnuð 1928, var Pjetur skip- aður forstjóri hennar (og tveir skiþ keypti hann til selveiða 1916 j aðrir). Gegndi hann því starfi í Noregi og rak þær vestra tvöjtil 1931, er Einkasalan var lögð ár. Stórfelldar jarðabætur ljet' niður. Næstu þrjú árin fjekkst hann einnig gera við Patreks- hann við síldarútgerð, söltun og þegar hann minntist á dauðann. — Pjetur A. Ólafsson andaðist í svefni, leið útaf eins og ljós 11. maí-mánaðar, einni stundu fjrrir miðaftan. — Jarðarför hans fór fram frá Akureyrarkirkju 21. maí. Það var sólskinsdagur, einn hinna örfáu björtu og fögru daga á þessu neyðarvori. Pjetur A. Ólafsson er minnis- stæður þeím, sem kynntust hon- um. Hann var mikill maður vexti og höfðinglegur, svaraði sjer vel, bar sig vel, stilltur í framgöngu og prúðmannlegur, hljedrægur, hófsmaður mikill og sparneytinn, kunni best við sig i fámennum hóp og við starf sitt, venjulega mjög alvörugefinn og ,,hið jrira virtist stundum kalt“, en það fór af, er hann var í einrúmi með vinum sínum, glaður og reifur, ræðinn og skemmtilegur, enda var af miklu að taka, því að bæði var hann gæddur góðum gáfum og fróður um margt. Hann var áhugamaður mikill og framúr- skarandi eljumaður, hafði óbeit á öllu óhófi, leti og óreglu. Vinur vina sinna, en lagði lag sitt við fáa. — P. A. Ó. hafði mikla óbeit á flokksræði og klíkuskap. Eitt sinn var hann, fyrir þrábeiðni vina sinna vestra, í framboði til Alþingis, en náði ekki kosningu, enda lagði hann sig lítt fram í kosningaundirbúningi. Pjetur A. Ólafsson var einn hinna fáu manna, sem hafa köll- un. Slíkir menn hafa engan frið nema koma miklu til leíðar. Það er eins og köllunin leysi krafta þeirra úr læðingi og verði hinn mikli margfaldari hæfileika fjörð. Til merkilegra nýjunga síldarverslun. Einkaleyfi til hval- veiða fjekk hann árið 1935 og ara, sem P. A. O. beitti sjer fyr- rak þær síðan frá Suðureyri við ir, má nefna m. ,a. raflýsingu, j Tólknafjörð til 1939. — Þá var vatnsveitu, miðstöðvarhitun, t Pjetur aðalhvatamaður að stofn- síma milli húsa á Patreksfirði, jun bræðslustöðvarinnar Dagverð fiskþurkunarhús með lofthitun-, areyri h. f. 1933 og formaður armiðstöð og frystihús. — Ýms- stjórnar þess fjelags til 1935. um trúnaðarstörfum gegndi hann * Þetta æviágrip sýnir, að Pjet- fyrir sveitarfjelag sitt á Patreks- ur A. Ólafsson sat ekki auðum firði, og norskur konsúll var hann höndum um dagana. Hann var þar um 20 ár. einstakur iðjumaður, svo að hon- Haustið 1916 fluttist Pjetur til um fjell aldrei verk úr hendi. Reykjavíkur og reisti sjer þar Ekki var fjárgróðalöngun afl- stórhýsið Valhöll. Átti hann þar fjöðrin í störfum hans, heldur heima til haustsins 1927, en rak athafnaþráin og starfsgleðin. [samt áfram verslun á Patreks- Hann var hugsjónamaður, stór- firði og þilskipa- og vjelabáta- j brotinn í lund og starfi. — Eftir 'útveg til ársins 1931. Er þar Það að hann ljet af störfum út I skemmst frá að segja, að P. A. Ó. a við og dró sig í hlje, tók hann ' átti þátt í stofnun og starfrækslu sjer fyrir hendur starf á nýjum þeirra. Það eru slíkir menr, sem þjóðirnar eiga svo mikið að þakka, því að þeir hrinda þeirra hag á leið, svo að stórum mun- ar. Sæmdur var Pjetur riddara- krossi hins heilaga Ólafs af H. gráðu 1917 og af I. gráðu 1926. Kvæntur var Pjetur A. Ólafs- son 1. ágúst-mánaðar 1896 Marie Kristine, dóttur fsaks Arnesen, verslunarstjóra á Seyðisfirði. Reyndist hún manni sínum hihn ástúðlegasti og besti lífsförunaut- ur og börnum þeirra og fístur- börnum hin besta móðir. And- aðist hún á Akureyri 13. mara mánaðar 1942, 72 ára að aldiri. Eftir það dvaldist Pjetur með Hauki syni sínum og Gerðu konu hans. Voru þeir feðgar mjög sam rýmdir. — Alls varð þeim hjón- um, Marie og Pjetri, 6 barna auð- ið, og (yu þau þessi :• Ragnaiyver A unarmaður vestan hafs, d. 1943, kvæntur Selmu Grönvold, barn- laus, Aðalsteinn, skrifstoíumað- ur á Patreksfirði, kv. Stefaniu Erlendsdóttur (hún er dáin), á börn, Guðrún, gift í Vordint bo.rg í Danmörku, á börn, Högni, cand. phil., sjómaður í Boston, kv. og á börn, Haukur, forstjóri Frysti- húss KEA, kv. Gerðu Halldórs- dóttur, barnlaus, og Maja, g:ft á Spáni, á börn. — Auk þess óh* þau upp Bolla Aðalsteinsson, son- arson sinn, og að mestu.- JeyJ* Bjargveigu Ingimundardóttur, konu Aðalsteins Eiríkssonar, skólastjóra Reykjanesskólans. Blessuð sje minning Pjeturs A. Ólafssonar. K. T. 1. vjelstjóra vantar á mb. Fram frá Hafnarfirði, sem væntaníega fer á vt'iðar við Grænland. Upplýsingar í sima .9228 JFrá kl. 1 í dag. 'fjölda fjelaga árin, sem hann dvaldist í Revkjavík. Þar á meðal var hann í stjórn Eimskipafjelags íslands 1919—1929 og formaður þess 1920—1924, formaður Kaup- mannafjelags Reykjavíkur 1921— 1924 og í stjórn Islandske Köþ- mænds Societet í Kaupmanna- höfn 1918—1920. — Bindindis- fjelög stofnaði P. A. Ó. bæði eystra og í Flatey á Breiðafirði og flutti mörg erindi um bind- indismál. Alla ævi var hann and- vígur nautn áfengra drykkja og sjálfum sjer samkvæmur í þeim málum. Á Reykjavíkur-árum sínum var Pjetur skipaður i margar trúnaðarnefndir, svo sem samn- inganefndir um verslunarvið- skipti við Breta ög Norðmenn. Hvatamaður var hann um stofn- un Síldarsamlags íslands árið 1920 og i stjórn þess með öðrum helstu kaupsýslu- og útgerðar- mönnum um það leyti. Brasili- anskur konsúll var hann fyrir ís- land 1923—1933. — Auk þeirra starfa, sem hjer hafa verið tal- in, má nefna, að hann var skip- aður oft til þess að leita markaða erlendis fyrir íslenskar afurðir. Var hann þvi maður mjög víð- förull, hafði ferðast víða um Suð- vettvangi. Hann gerðist einnig í þeim nýja verkahring stórvirkur. Hefir hann safnað merkum gögn- um um sitt hvað úr atvinnusögu íslendinga á síðastliðnum 80 ár- Um og unnið úr þeim eftir föng- um, og er jeg þess fullviss, að á syrpum hans er mikið að græða. Einnig fjekkst hann við ættvísi og mannfræði. Að þessu gekk hann af þvílíku kappi, að hann sat iðulega við skrifborðið frá morgni til kvölds. Athafnaþráin og vinnugleðin var hin sama og áður, þangað til fyrir tveimur ár- um, að kraftarnir voru á þrotum. Dvaldist hann í Danmörku til lækninga frá því í ágústmánuði 1947 og þangað til í fyrra sum- ar, en fjekk ekki bata, og síðan var hann við rúmið og síðustu mánuðina alveg rúmfastur hjer heima hjá Hauki syni sínum og tengdadóttur sinni. Síðustu vik- urnar var hugurinn ekki lengur bundinn við þennan heim. Hann fagnaði umskiptunum. Veikindin bar hann eins.og hetja. Jeg heim- sótti hann á afmælinu hans 1. maí-rnánáðar! Þá gaf hann mjer í skyn, að nú væri skammt til ferðarinnar yfir á lífsins land. Jeg fanri, að ódauðleikatrú hans var örugg. Andlit hans Ijómaði, Ný rr Ameriskur svefnsófi Vegna húsnæðisle3rsis er til sölu vínrauður sófi — hjóna rúm á nóttunni. Einnig tvíhneppt hrún karlmannsföt amerísk, stærð nr. 37 og nokkrir notaðir kjólar nr. 14 eða 70 cm. mittismál. Til sýnis á milli klukkan 4—7 næstu daga á Túngötu 33 kjallaranum, eða í síma 4253. Hárgreiðslustofan „LÍHB er flutt úr Tjarnargötu 11 á Ránargötu 35. Auður Vigfúsdóttir. Sundnámskeið hefjast i dag í Sundhöllinni fyrir hörn og fullorðna. Verð 30 kr. námskeiðið fyrir börn og 50 kr. fyrir full- orðna. Kennarar: Asdxs Erlingsdóttir og Jónas Hálldórs son. Upplýsingar í síma 4059.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.