Morgunblaðið - 22.06.1949, Page 14

Morgunblaðið - 22.06.1949, Page 14
14 M O R G V N B L A Ð I Ð Miðvikwdagur 22- júní 1949. friJŒijai'tfeagan 29 .....................niimiiiiiniiiiiMiiimniniiiiiiiiiniiimtHiiiiiHiuiiiiiiiiiiiiiiiitiiimiiiini^! Eftir Ayn Rand .............................................................................IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMIIIIHIIIIIIMIIlllMIIIIIIIHMIIMHtlllllMMI....... Ml MIHI. IIIIIU. Sjiáai honum upp í hnjesbætur. hegar hann gáði betur að, sá banr., að manninn vantaði fæt- urna fyrir neðan hnje. Stubb- arnir voru vafðir inn í gamlar druslur og á þeim stóð hann í sujónum. Maðurinn var í bættum liðs- foringjajakka, eins og beim, sem lífverðir keisarans höfðu notað. Önnur ermin var tóm, en í hinni hendinni hjelt hann á tíagblöðum. Á jakkakraganum sá Vasili Ivanovitch St. Georgs- krossinn með svörtu og gulu bandi. Vasili Ivanovitch nam staðar og keypti eitt dagblað. Það kost aði fimmtíu þúsund rúblui. — Ilann rjetti manninum milljón- . úblna-seðil. ,,Jeg get því miður ekki skipt,“ sagði maðurinn. Röddin var fáguð og þægileg. „Það skiptir engu. Jeg er hvort sem er skuldunautur yð- ar,“ tautaði Vasili Ivanovitch iirarfalega. Svo flýtti hann sjer burtu, án þess að líta við. Kira var að hlusta á fyrir-' lestur í skólanum. Salurinn var ekki upphitaður, svo nemend- urnir sátu á yfirhöfnunum og rneð vettlingana á höndunum. Sumir sátu á gólfinu milli bekkjaraðanna. Dyrnar voru opnaðar gæti- lega. Andlit kom í gættina. Kira þekkti manninn með örið á gagnaugunum. Þetta var fyr- irlestur fyrir byrjendur, og hann hafði aldrei hlustað á þá áður. Hann átti ekki að fara inn í þennan fyrirlestrarsal. — Hann ætlaði að snúa við aftur, þegar hann kom auga á Kiru. Hann kom inn, lokaði dyrunum hægt á eftir sjer og tók af sjer húfuna. Kira fylgdist með hon- um í laumi. Það voru laus sæti í miðröðinni, en hann gekk til bennar og settist á þrepið fyrir neðan hana. Ilún stóðst ekki freistinguna að virða hann fyr- ir sjer. Hann brosti snöggvast til hennar, en beindi síðan allri athygli sinni að prófessornum í ræðustólnum. Hann sat graf- kyrr með krosslagða fætur. Önn ur hönd hans hvíldi á hnjenu. Ilöndin var stór og beinaber. Iíún tók líka eftir því, að kinn- beinin sáust greinilega. Leður- jakkinn varð eins og einkennis- búningur á honum. Henni fanst hann hljóta að vera rauðari kommúnisti en rauði liturinn í fánanum. Hann leit aldrei til hennar, meðan á fyrirlestrinum síóð. En þegar prófessorinn steig úr ræðustólnum og nemendurn- ir fóru að tínast út úr saln - um, stóð hann upp, en flýtti sjer ekki burt. „Hvað segir þú í dag?“ spurði hann Kiru. „Allt ágætt. En jeg er hissa,“ svaraði hún. r,,Á hverju?“ „Á því að samviskusamur kommúnisti skuli eyða dýrmæt um tíma sínum í að hlusta á fyrirlestra að óþörfu.“ „Samviskusamir kommúnist- ar eru forvitnir. Þeir hafa ekk- ert á móti því, að hlusta á það, sem þeir ekki skilja og reyna að ákilja það.“ • ' ‘ ■ 1 ■ „Jeg hef heyrt, að þeir noti margar áhrifamiklar aðferðir til að svala forvitni sinni.“ „En þeir kæra sig ekki alltaf um að nota þær aðferðir,“ svar aði hann rólegur. „Þeir verða líka sjálfir að afla sjer upp- lýsinga.“ ■ „Fyrir sjálfa sig eða flokk- inn?“ „Stundum bæði fyrir sjálfa sig og flokkinn. ... en ekki alltaf.“ Þau voru komin út úr fyrir- lestrarsalnum og gengu saman fram ganginn. Kira fjekk bylm ingshögg á öxlina, og hú* heyrði hvellan hlátur að baki sjer. „Jæja, fjelagi Argunova!“ hrópaði fjelagi Sonja. „Þetta kemur mjer á óvart. Skammast þú’þín ekki fyrir að láta sjá til þín með fjelaga Taganov? Hann er sá rauðasti kommúnisti, sem til er“. . Ertu hrædd um, að jeg spilli honum, fjelagi Sonja?“ „Að þú spillir honum . . Það er ekki hægt, góða, alls ekki hægt. Jæja, jeg má ekki vera að þessu. Jeg er búin að lofa að mæta á þremur fundum klukkan fjögur, og jeg geng aldrei á bak orða minna“. Stuttir fætur fjelaga Sonju gengu ótt og títt gegnum for- salinn. Hún sveiflaði skjala- töskunni í annarri hendinni. „Ferð þú heim, fjelagi Argu- nova?“ „Já, jeg fer heim, fjelagi Tag- anov“. „Hefur þú nokkuð á móti því að láta sjá til þín í fylgd með eldrauðum kommúnista?'1 „Ekki hið minnsta . . ef orð- stír þinn þolir, að það sjáist til þín í fylgd hvítrar stúlku“. Snjórinn' var bráðnaður og orðinn að krapi. Hann tók um handlegg Kiru og leit spyrjandi á hann um leið. Hún svaraði með því að taka um handlegg- inn í leðurjakkanum. Þau gengu áfram þegjandi. Litlu seinna leit hún á hann og brosti , Jeg hjelt. að kommúnistar gerðu aldrei annað en það, sem þeir eiga að gera. Jeg hjelt, að jþeir álitu ekki rjett að gera neitt annað en skyldu sína“. „Það er undarlegt11. Hann ,brosti „Þá hlýt jeg að vera lítill kommúnisti, því að jeg hef allt af gert það, sem mig hefur langað til“. ..Þú hefur gert skyldu þína við byltinguna11. „Hugtakið skylda er í raun- inni alls ekki til. Ef maður veit að eitthvað er rjett, þá langar mann til að gera það. Ef mann langar ekki til að gera eitthvað, þá er það af því það er ekki rjett. Ef eitthvað er rjett og mann langar ekki til að gera það . . eða ef maður er ekki viss um hvort það er rjett eða rangt þá á maður ekki tilveru- rjett“. „Hefur þú aldrei óskað þjer neins án þess að taka tillit til þess, hvort það sje rjett eða ekki, en aðeins af því að þú óskaðir þess?“ „Jú, vissulega. Það hafa ein- mitt verið min einu rök. Jeg hef aldrei óskað mjer neins án þess að það styðji minn mál- stað. Og málstaðinn á jeg sjálf- uP1.' '1 ' "* * ‘ ' 1' 1 r í 1 !'! f f „Og málstaður þinn er að neita þjer um allt fyrir fjöld- ann“. „Nei, málstaður minn er að hefja fjöldann upp á sama svið og jeg óska eftir að komast á sjálfur. Og sú barátta er að- eins fyrir mig sjálfan11. „Þú átt við, að þú getir fórn- að lífi þínu fyrir málstaðinn, þegar þjer finnst þú hafa á rjettu að standa. „Jeg veit, hvað þú ætlar að segja. Þú æílar að ségja það sama og andstæðingar okkar stagast alltaf á: Þú dáist að hug sjónum okkar, en fyrirlítur að- ferðirnar11. „Jeg fyrirlít hu.gsjónir ykkar. Jeg dáist að aðferðunum. Ef einhverjum finnst hann hafa á rjettu að standa, þá á hann ekki, að eyða tímanum í að sann- færa miljónir heimskingja um að svo sje. Miklu frekar þvinga þá með valdi Jeg held bara, að jeg mundi ekki samþykkja blóðs I úthellingar11. I „Því ekki það. Öllum er frjálst að fórna lífinu fyrir hug- ' sjónir. Hvað heldur þú, að það sjeu margir, sem komast á það ; svið hugsjónanna, að þeim sje mögulegt að fórna lífum ann- arra? Þetta hljómar hræðilega, finnst þjer ekki?“ „Alls ekki. Þetta hljómar al- veg prýðilega, — ef þú hefur á rjettu að standa. En .... ertu viss um, að þú hafir á rjettu að standa?11 „Hvers vegna hatar þú hug- sjónir okkar?“ „Það er alveg sama, hvað lof- orð ykkar geta áorkað, eða hví- líka paradís þið búist við að geta skapað fyrir mannkynið, jeg skal alltaf hata hugsjónir ykkar. Og það er af alveg sjer- stakri ástæðu. Það er alltaf eitt atriði, sem ekki getur samlagast hugsjónum ykkar. Og þetta eina atriði leggst eins og drep- andi eitur á yfirborðið og gerir paradísina ykkar að helvíti. . . Það er krafan til mannanna að lifa fyrir málefnið11. „Hvaða betra markmið geta mennirnir sett sjer?“ „Gerir þú þjer ekki ljóst“, rödd hennar skalf, eins og hún grátbæði hann um að skilja sig, „að það er eitthvað í okkur öll um, það allra besta, sem ókunn hönd má aldrei snerta? Það er heilagt, af því, og aðeifls af því, að við getum sagt: „Þetta á jeg og enginn annar“. Veistu ekki, að göfugustu mennirnir meðal okkar lifa aðeins fyrir sjálfan sig? Og það eru fyrst og fremst þeir, sem eru verðii þess að fá að lifa. Veistu ekki, að það býr eitthvað í okkur öllum, sem hvorki mannfjelagið nje al- múginn á nokkra tilköllun til?“ „Nei“. „Fjelagi Taganov11, sagði hún lágum rómi. „Þú átt eftir að læra rnikið11. Hann leit brosandi í augu hennar og klappaði á hönd henn ar, eins og hún væri_ lítið barn. „Veist þú ekki“, sagði hann, „að við getum ekki fórnað lífi miljóna manna fyrir þessa fáu útvöldu?11 „Jú, þið getið það, og þið verð ið að gera það. Því að þessir fáu útvöldu eru þeir bestu. Ef þeim bestu er varnað að kom- ast hæst. þá eru qngir bestir Eyjan Atlantis Eftir WASHINGTON IRWIN } 13. Hann sat við hlið hennar í hófinu. En hvað allir borðsiðir voru einkennilegir og rjettirnir, sem fram voru reiddir. Eða þegar Don Fernando renndi augunum niður eftir borða- röðinni, þá sá hann mörg skegg aðalsmanna og fjölda skrautfjaðra, sem náðu hátt upp í loft. Þessar fjaðrir voru sennilega í tísku á Sjöborgaey. Það er því ekkert undar- legt, þótt honum þætti skemmtilegra að horfa nær, í augu stúlkunnar fögru, sjá bros hennar og heyra hlátur hennar. Auk þess var hann í mjög hrifnæmu skapi, eins og eðli- legt er, þar sem allar fyrri óskir hans og draumar höfðu ræst svo skyndilega og vínið hafði örfandi áhrif á hann. í stuttu máli og það þýðir ekkert að vera að afsaka hann lengur. — Áður en kvöldið var á enda var Don Fern- ando ástfanginn í ungu stúlkunni, upp fyrir bæði eyru. Þau gengu út á svalir hallarinnar, út í stillta nóttina og hann tók hana í faðm sinn og hvíslaði ástarorðum til hennar. En stúlkan horfði á blómin á svalargólfinu. „Ó, herra minn,“ sagði hún. „Orð yðar eru fögur, en jeg óttast, að þið mennirnir sem siglið yfir sæinn sjeuð óstöðuglyndir eins og úthafið og bylgjur þess. Og á morgun verðið þjer skip- aður í landstjóraembættið og verðið þá búinn að gleyma dóttur landshöfðingjans. Don Fernando varð ákafari í vímu kvöldsins og hann kallaði mánann sjer til vitnis um að allt það er hann mælti væri í alvöru sagt. Hann rjetti hönd sína til himins, en þá glitruðu tunglsgeislarnir í hringnum, sem hann bar á fingri sjer. Dóttir landshöfðingjans tók eftir því. „Herra,“ sagði hún. „Jeg trúi ekki á mánann, en ef þjer gefið mjer hring- inn, sem þjer berið á fingrinum, þá mun jeg trúa því, að ástarorð yðar sjeu hrein og falslaus.“ t/frr — Þvílík naUÚrufegurð á Kyrra haf seyjunurn. k Verður Stalín 100 ára? Heilsu Stalins, er ekk-rt ábóta- vant, segii’ Bedell Smith. fyrrver- andi sendiherra Bandarikjanna í Moskva. „Það er ekkert óvanalegt, að Georgíumenn v-erði 100 ára“, sagði sendiherrann ennfre-mur. k Marmelude. Kútur: — Olga frænka sagði. að marmelade væri mjög gott og að það mætti alveg nota það í staðinn fyrir smjör. Mamma trúði þessu og sendi mig út eftir þvi, en þetta var vit- leysa hjá Olgu frænku. mamma gat alls ekki steikt í þvi. ★ Jiu-jitsu í japanska þinainu. Það skeði nýlega í japanska þing- inu, að þingmenn kommúnista og nokkrir af æstustu andstæðingum þeiira slóust. Margir þeiira liöfðu um lengri tíma lagt stund á jiu- jitsu og nú kom það þeim í góðar þarfir.T stundarfjórðung var þingsal- urinn einn allsherjar „vígvöllur’*. Hafa slík átök aldrei fyrr átt sjer stað í japanska þinginu. — Það var lagafrumvarp-, sem fjármálaráðherr- ann lagði fraifi, sem fór svona í taug- arnar á sumutn þingmönnunum. ■k Olympíumeistararnir töpuðu. Nýlega fór Sram mjög sjaldgæf sundkeppni í Chicago. Þátttakendur voru þessir: Arm Curtis. Olympíu- meistaii og handhafi þriggja heims- meta, landi hennar Adolf Kieíer, Öl- ympíumeistari í baksundi og á þriðju brautinni var selurinn .,.íumbo“j Curtis oð Kiefer voru smurð feiti til þess að aðstæðurnar yrðu sem jafn- astar. Selurinn varð enginn „jumbo“ i þessari keppni, hann þvert á móti vann keppinauta sína með miklum yfirburðum. Hann kom að marki áður en hin höfðu lokið við helming vegalengdarinnar. Daginn eftir var Curtis og Kiefer gefið tækifæri til þess að ná sjer niðri á honum, en það tókst ekki. Úrslitin urðu hin sömu og í fyrra skiptið. iiiiMiimtiiiiiiiiM f Wilton .•mimmimMiimmM Gólfteppi tJj mjög glæsilegt. Stærð: jj 3x4 yds„ til sölu 1 Máva- i * hlíð 39, I. hæð. m | IIMimillMIMIMI.IIIIIIMMMIIIMMIMIIIIIIIimillllMIMIMIin ÁVAMAÐKAR til sölu, Höfðab. 20. Lögfræðingur ( i með I. einkunn, óskar | | eftir einhverskonar at- 1 | vinnu. Þeir, sem vildu 1 | athuga ■ þetta, sendi nöfn i | sín í brjefi til afgr. Mbl., I i merkt: „181“. Upplýsing- | I ar einnig í síma 4789 kl. 1 i 4—6 i dag. • ••p.limimmimi.m.mf.lMIMMMM.MMniM.IMBIMIMIMa IIMIH.II.III.IIII.IMIIM.IMIMIIIMI..I...IIII.IIMII.MMMimn i RAGNAR JÓNSSON, | i hæstarjettarlögmaður, 1 I Laugavegi 8, sími 7752. | | Lögfræðistörf og eigna- | ; utnsvsla. I IHIIIIIHIIIMMIMMMIMMMHIIIIIIIIHIIIIHMIMIIIIMMIMMII E/ Loftur getur þaS ekki —- Þá hver?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.