Morgunblaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 1
16 síðnr
Verkfallið í Lundúnahöfn
ÞESSI mynd var íekin við eina bryggjuna í London fyrir nokkr-
um dögum, eftir að verkfallið skall á. Öll vinna hefur stöðvast
við hölnina.
Snyder ?ifl aS faríS sje
spariep neS pfii
r
árangur Harsfiail-á æflunarinnar — læffur
hagur aimennings
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter
PARÍS, 5. júlí —; John Snyder fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna er í heimsókn í Evróþu til að eiga viðræður við fjár-
málaráðherra þeirra landa, sem Marshall aðstoðar njóta. í dag
átti hann langar viðræður við Petsche fjármálaráðherrá Frakk-
lends, sem skýrði honum frá uppástungum Frakka í efnahags-
málum Evrópu. Tillögum þessum- verður fyrst í stað haldið
leyndum.
Skýrsla til Trumans
Snyder hefur sent Truman
forseta skýrslu um efnahags-
mál Evrópu. Hefur meginatriði
skýrslunnar verið birt í Was-
hington. Einna mesta athygli
ýekur, að Snyder leggur til, að
hjeðan í frá gæti Evrópulöndin
þess betur að eyða ekki meir
gullforða sínum, en orðið er.
Hann getur þess, að á árunum
frá styrjaldarlokum fram að
því er Marshall-áætlunin gekk
í gildi hafi Evrópuþjóðir borg-
að 2500 milljón dolara í gulli
fyrir innflutningsvörur.
Bættur hagur almennings
Ráðgjafanefnd bandaríska
fjármálaráðuneytisins hefur
lýst því yfir sem skoðun sinni,
að framleiðslugeta margra
þeirra landa, sem notið hafa
Marshall-aðstoðar hafi aukist
mikið á síðasta ári og það væri
þegar hægt að sjá það fyrir að
Marshall-áætlunin myndi á
næstu árum stórbæta hag al-
mennings í Evrópulöndunum.
Tillögur Petsche
Þeir Snyder og Petsche, fjár-
málaráðaherra Frakklands,
áttu langar viðræður saman
um efnahagsmál Evrópu. Sagt
er, að Petsche hafi lagt fram
sjerstakar tillögur í efnahags-
málum álfunnar, en þeim
verður haldið leyndum fyrst í
Stað. Margir telja, að tillögur
hans hafi verið að lækka gildi
g'ullsins miðað við dollarann
og að lækka innflutningstolla í
Bandaríkjunum.
Landamæraspreng-
ing rannsökuð
KARACHI, 5. júlí — Stjórnir
Afghanistan og Pakistan hafa
komið sjer saman um að skipa
rannsóknarnefnd til að rann-
saka mikla sprengingu, sem
varð fyrir skömmu í þorpi einu
á landamærum ríkjanna. Frjett
ir af sprengingu þesari ollu
mikilli ólgu í báðum löndunum.
— Reuter.
Van Zeeland gei&t upp við
stjórnnrmyndun í Belgíu
Frjálslyndir neituðu samvinnu
Málverk frá Finnlandi og
ísland í Aarhus
Einkaskeyli til MorgnnblaSsins.
K.HÖFN, 5. júlí — Sýningar-
deildir Islands og Finnlands frá
norrænu listsýningunni í Kaup-
mannahöfn, eru nú komnar til
Aarhus og hafa sýningar á þeim
verið opnaðai í Ráðhúsi borg-
arinnar.
Viðstaddir voru Hans Hed-
toft forsætisráðherra, Fager-
holm forsætisráðherra Finn-
lands, Unmack Larsen borgar-
stjóri í Aarhus og Jakob Möller
sendiherra íslands í Danmörku.
Svavar Guðnason málari sá
um fyrirkomulag íslensku sýn-
ingarinnar.
' l ;UV7 •
iClaufdýrasjúkdómar
í dýragarði
ROMABORG, 5. júli — Akveð-
ið hefur verið að slátra öllum
klaufdýrum í dýragarðinum í
Róm. Er þetta vegna einkenni-
legs sjúkdóms, sem dýrin hafa
tekið. Dýralæknar þekkja ekki
þennan sjúkróm og af ótta við
að hann breiðist út til ítalskra
nautgripa hefur verið ákveðið
að hindra alla frekari útbreiðslu
hans með þessum aðgerðum.
Sjúkdómurinn mun hafa borist
til dýragarðsins með. tveimur
Antelópum, sem fluttip voru frá
Somalilandi í Austur Afríku.
—Reuter.
Chiang Kaj-Shek tekur
forystu stjórnarherjanna
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
NEW YORK, 5. júlí — Eftir því sem Kína frjettaritari banda-
ríska blaðsins New York World Telegram segir í dag, hefur
Chiang Kai-Shek að nýju tekið við forustu þjóðstjórnarherj-
anna kínversku. Frjettaritari blaðsins segist hafa átt samtal
við hann í borginni Taipeh á Formosa. Chiang sagðist vera
viss um, að ekki liði á löngu þar til vörn stjórnarherjanna í
Kína yrði snúið upp í sókn og kommúnistar hraktir burt.
við kaþólska flokkinn
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
BRÚSSEL, 5. júlí — Van Zeeland, helsti foringi kaþólska
flokksins í Belgíu, lýsti því yfir í dag, að hann hefði gefist
upp við stjórnarmyndun. Karl ríkisstjóri hefur kallað formenn
þriggja aðalflokka landsins á sinn fund og er talið, að nú fari
að reyna allmikið á það, hvort kaþólski flokkurinn vilji vægja
til í kröfunni um heimkomu Leopolds konungs til þess að
viðhalda góðum innanlandsfriði.
Frjálslyndir vildu ekkj
samvinnu
Van Zeeland gerði í dag
tilraun til að leita samvinnu
frjálslynda flokksins við stjórn
armyndun, en foringjar frjáls-
lyndra munu hafa hafnað sam-
vinnu vegna þess hve kaþólsk-
flokkurinn iheldúr fast við
kröfu sína um heimkomu Leo-
polds konungs.
Karl ríkisstjóri tekur
í taumana
Eftir viðræður stjórnmála-
manna tilkjmnti Van Zeeland,
að hann hefði gefist upp við
stjórnaimyndun og í kvöld
sendi Karl ríkisstjóri formönn
um flokkanna boð um að eiga
viðræður við hann um stjórn-
málaútliðið í landinu. Buáet,
foringi jafnaðarmanna og
Motz, foringi frjálslyndra munu
þegar í kvöld fara á fund ríkis-
stjórans.
Samsteypustjórn
Talið er, að gerðar verði til-
raunir til að mynda samsteypu
stjórn á líkum grundvelli og
stjórn Spaaks er sagði af sjer
eftir síðustu kosningar.
Poul van Zeeland, foringi ka-
þólska flokksins í Belgíu. —
Flokkur hans vann mikinn sig-
ur í nýafstöðnum kosningum,
en fjekk þó ekki hreinan meiri
hluta í fulltrúadeildinni. Hefur
van Zeeland nú gefist upp við
stjórnarmyndun.
Lítið komið við sögu.
Undanfarnar vikur, eða allt
frá því Chiang Kai-Shek lje't af
völdum og Nankingstjórjnn þá-
verandi hóf friðarsamningaum
leitanir við kommúnista hefur
Chiang lítið látið á sjer bæra.
Kemur aftur fram á sjónar-
sviðið-
En nú segist bandarískur
frjettarjtari við blaðið Nev/
York World Telegram hafa átt
samtal við hann- Segir Chiang.
Framh. á bls. 4
McOoy frúir á einlægni
Rússa
HEIDELBERG, 5. júlí — Mc-
Cloy hernámsstjóri Bandaríkj-
anna í Þýskalandi hjelt ræðu í
dag í Heidelberg þar sem hann
sagðist trúa því, að Rússar væru
hreinskilnir, þegar þeir segðust
vilja betri samvinnu við Vest-
urveldin í þeim málum, sem
við kæmu hérnáminu.
Foringi Senussi
Araba fer iil
LONDON, 5. júlí — Foringí
Senusi kynflokksins í Norður-
Afríku, Zayed Aydris, er á
leiðinni til Bretlands þar sem
hann mun eiga viðræður við
Bevin utanríkisráðherra og
Attlee, forsætisráðherra. —•
Breska orustuskipið Vanguard
flytur hann frá N.-Afríku til
Suður-Frakklands. Zayed er
viðurkenndur sem höfðingi
stærsta þjóðflokksins í Cyr-
enaica í austurhluta Libvu.
— Reutar.
Menningarsamband
Englands og Póllands.
LONDON — Sagt hefir verið frá
því nýlega, að hjer hafi verið
stofnað fjelag, sem ætlað er til að
kynna mönnum pólsk vísindi,
bókmenntir og listir.