Morgunblaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐtÐ Miðvikudagur 6. júli 1949. Meinsemdir sfjórnmálanna: AFSTAÐA ÞIIMGFLOKKAMMA ■’ysl • EINS og menn vita höfum við fjóra þingflokka. Sá fimmti virðist í uppsiglingu, þ. e þjóð varnarliðið, sem er einskonar skoffin út af Framsókn og Kom múnistaflokknum og sem eng- inn veit, hvort hafa mundi rncira af kostum eða ókostum fo eldranna. Jm þá fjóra flokka sem til eiu, er það að segja, að þeir eru næsta ólíkir, þó allir hafi þc'• á að skipa mönnum með mil la hæfileika. £ú flokkurinn sem síðustu ár- in hefir verið í stjórnarand- stöðu, Sósíalistaflokkurinn •— (Kommúnistarnir) — er klofn ingur út úr Alþýðuflokknum. Hann hefir fast mótaða stefnu: Rússnesku stefnuna. Flestir ís- lendir.gar vita nú orðið hvern- ig hún er og hjer í blaðinu hef- ir henr.i verið svo oft lýst, að ekki er mikil þörf að bæta þar við að sinni. Þessi flokkur nær áreiðanlega aldrei meirihluta hjer á landi, fyr en sá lýðræðis hugur og það frjálsræði, sem einkennt hefir þessa þjóð, er að íullu gjaldþrota- Líklegt mætti og telja eftir þá atburði sem gerst hafa frá siðustu kosningum, að þessi flokkur minki verulega í þeim næstu. Elia heí'r einvaldshug- myndu.m fólksijis aukist gengi. Efti Síðarí r Jón Pálmason grein AI,ÞYÐUFLOKKURINN, sem nú hefir stjórnarforystu, er minsti flokkur þjóðarinnar_ — Hann er nálega jafn gamall elsta flokknum, Framsóknar- flokkr.um. Á tímabili var hann höfuð andstæðingur Sjálfstæð- isflokksins og hefir l^ngi unn- ið að því, að espa til stjetta- baráttu og meiri kröfugirni launastjettanna en atvinnuveg- irnir þola. Þessi flokkur hefir klofnað tvisvar. Fyrst við stofn un Kommúnistaflokksins og síðan við brottför eins síns á- hrifamesta forystumanns, Hjeð- ins Valdimarssonar og fjelaga hans. Síðustu árin hefir flokkur- inn og verið klofinn í afstöðu til hinna stærri mála, en ráða- menn flokksins og meiri hluti hans er nú miklu nær Sjálf- stæðisflokknum en áður var, enda þótt aðalstefnan: ríkis- rekstrar og þjóðnýtingarstefn- an sje onn óbreytt. Þó Alþýðuflokkurinn og Sósí alistaflokkurinn ;jeu sammála um það aðal atrit-i, að þjóðnýta alla framleiðslu, þá eru þeir annara hluta vegna mjög ólík- legir til samvinnu eins og nú hoifir, og þá reynslu hefir þjóð in fengið af þjóðnýtingarstefn- í'nni síöustu árin, að ekki er r-nnilegt, að henni vaxi fylgi á ncastu árum. Mætti fremur telja líklegt að hún tapaði veru Iega. FRAMSÓKNARFLOKKURINN er elsti stjórnmálaflokkurinn og hefir starfað um það bil þriðjung aldar. Hann hefir nú 14 þingmenn og fjekk við síð- ustu kosningar um 154á þús- und atkvæða í tvennu lagi. — Hann hefir verið lengst við völd allra flokkanna og á höf- uðsök á meinsemdum okkar stjórnmála. Fyrri hluta æfi sinnar barð- ist þessi flokkur fyrir ýmsum þörfum málum oftast í fjelagi við Alþýðuflokkinn og var stefnan sú, ef stefnu skyldi kalla, að jafna lífsgæðunum og koma í veg fyrir allan stærri at- vinnurekstur í landbúnaði, út- gerð, íðnaði og verslun_ — I þessum efnum hefir stuðnings- mönnum ekki komið vel saman og alla tíð hafa þeir verið sjálf um sjer sundurþykkir og klofn að annað slagið að fullu. Árið 1931 fjekk Framsóknar flokkurinn hreinan meirihluta Alþingis og myndaði flokka- stjórn með eðlilegum hætti. — Að ári liðnu hröklaðist sú stjórn frá völdum og að tveim árum liðnum klofnaði flokkur- inn í tvo hluta opinberlega. Við næstu kosningar á eftir náði hann þá valda aðstöðu með Al- þýðuflokknum og hjeldust þau völd fram á árið 1939. Þá var alt við það að stranda. Sjjpðir upp jetnir, lánstraust landsins búið utan lands og atvinnuveg- irnir við það að gefast upp að fullu, eftir langvarandi halla- rekstur. Þá voru Sjálfstæðismenn kall aðir til aðstoðar og samvinnu. Tókst sæmilega að rjetta við, en þó óneitanlega mikið fyrir l að, að skömmu síðar brautst hoimsstríðið út og hafði í för mcð sjer gífurlega verðhækk- un á útflutningsvörum landsins. Síðan 1939 hafa all-margir fyrverandi Framsóknarmenn, með þáverandi formann flokks ins, Jónas Jónsson, í farar- broddi, stutt að heiðarlegri sam vinnu við Sjálfstæðismenn og sýnt þar með eðlilega við leitni til að bjarga þjóðinni frá óstjórn og upplausn. En megin hluti flokksins byrjaði brask- starfsemi árið 1942 og hefir haldið henni til þessa. Síðan hefir Framsóknarflokkurinn engan tilverurjett átt sem málefnislegur stjórnmálaflokk ur_ Öll hans starfsemi hefir miðast við valdabrask, og byggst á hrekkjum og undir- ferli. Þó hefir það undarlega skeð, að flokknum hefir tekist að halda miklum völdum í sam vinnufjelögum landsins og á þeim grundvelli getað blekt þúsundir kjósenda til fylgis í kosningum, sem alt hefir þó orðið samvinnufjelögunum sem og þjóðinni i heild sinni, til ó- hamingju. Þess vegna hefir ekkert samstætt meirihluta- vald verið til á Alþingi. Þess vegna hafa þingmenn neyðst til að brasa saman ósamstæðar samsteypustjórnir og þess vegna hefir það ástand skapast sem áður er lýst í þessari grein og sem þjóðin er að fá sig all þreytta á. Þetta er ekki af því að þingmenn Framsóknar sjeu litlir hæfileikamenn eða per- rónulega lakari menn en ger- ist. Og sennilega mundi ekki batna með nýjum mönnum úr sama sauðahúsi. Hitt er orsökin að síðan 1942 er flokkur þessi byggður á pólitískum ósannind um og argasta braski sem þekst hefir. En valdamennirnir reyna í lengstu lög að halda að- stöðu sinni á þessu sviði sem víðar í þjóðfjelaginu. Sú er og reynslan víða um lönd, þar sem stefnulausir smáflokkar hafa eyðilagt þingstjórnarskipulagið. j SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR-' INN er stærsti flokkur okkar lands og hefir verið frá stofn- un sinni fyrir 20 árum. Hann fjekk 26 þús. og 700 atkvæði við síðustu kosningar og 20 þingmenn, en tapaði einum í aukakosningu 1947_ Hann er eini flokkurinn sem fylgir eðli- legri íslenskri stjórnmála- stefnu; þeirri stefnu sem þjóð- in hefir lifað við frá upphafi, stefnu eignarrjettar, athafna- frelsis og sjálfsbjargarviðleitni. Þessi flokkur hefir aldrei á æfi sinni haft meirihlutavald og því aldrei notið sín. Hann hefir alla sína tíð verið í varn- araðstöðu gegn sívaxandi sósíal isma sem allir hinir flokkarnir hafa leitt yfir þjóðina. — Lengi var hann í hreinni andstöðu. Síðustu árin hefir hann verið í samvinnu við andstæðingana og talið sig á þann hátt bjarga meiru en ella. Hann hefir þó alltaf orðið að láta meira og meira undan síga til að halda samvinnú, og að lokum gengið lengra í því efni en þekt mun vera meðal frjálslyndra eignar rjettarflokka í okkar nágranna löndum, enda virðist okkar þjóð orðin ótrúlega hneigð til þess, að vilja láta ríkið og önn ur opinber fjelagsvöld blanda sjer í flesta hluti. Eins og nú er komið okkar hag virðist ekki nema um tvær leiðir að velja fyrir okkar þjóð á stjórnmálasviðinu. Annað- hvort að taka upp hreina þjóð- nýtingu og láta reynsluna skera úr um það, hvernig landslýðn- um fellur það fyrirkomulag, eða að gefa Sjálfstæðisflokknum tækifæri með meirihluta þing- valdi. Samsteypustjórnarbrask- ið er búið að ganga sjer til húðar. Ýið erum búin að fá nóg af því. frjálslyndum stjórnarháttum. Þetta er íhaldið í landinu hrópa öll blöð hinna flokkahna í ein- um kór_ Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn er svo frjálslyndur flokkur, að hann er gagnólíkur íhaldsflokkum annarra landa, enda eru þeir víða að minka og sumstaðar að hveifa. Hjer er íhaldsflokkur- inn dauður fyrir 20 árum. Hitt er rjett að Sjálfstæðisflokkur- inn vill halda í og viðhalda ýms um dýrmætustu verðmætum þjóðarinnar. Hann vill örfa sjálfsbjargarhug og sjálfsbjarg arviðleitni fólksins. Hann vill hafa eignarrjett einstaklinga og fjelaga á atvinnutækjum. Hann vill hafa verslunina sem frjáls- asta og rekna bæði af samvinnu fjelögum og kaupmönnum, og hann vill umfram alt auka fram leiðsluna og koma henni á rekstrarhæfan grundvöll, þann ig að ríkið þurfi ekki að gefa með henni. Menn kunna að hugsa og spyrja á þá leið: hvort það mundi verða Sjálfstæðisflokkn um nokkur gæfa, að fá nú meirihluta vald og mynda hreina flokksstjórn? Mundi eigi fara fyrir honum eins og Framsóknarflokknum 1931 til 1932? Úr þéim spúrnirigum géí'ur reynslan ein skorið og hana verður að fá. Flokkurinn mundi þá ganga gegnum eldraun og það er hverjum stjórnmála- flokki holt. Það þýðir aukinn manndóm eða niðurlægingu. — Næstum líf eða dauða, hvort hann reyndist vaxinn hinu vandasama hlutverki. — Jeg vildi ekki láta hann lifa fjölda ára sundurtættan hálfdauðum, stefnulausan og sjálfum sjer og öðrum til ills eins og Fiam- sóknarflokkinn frá því 1942, ef hann í meirihluta stjórn brygð- ist hlutverki sínu og færi á sömu götu sem Framsókn forð- um. Þá yrði annað að taka við, og þá sennilegast hið sósíalist- iska skipulag og vald_ Við verðum að fá starfhæft Alþingi, en það er það tæplega nema með samstæðu meirihluta valdi. Þingstjórnarskipulag lýð ræðislandanna um heim allan er líka bygt á því, að einn flokkur ráði á hverjum tíma. Þegar hann fellur tekur annar við. Smáflokkabraskið hefir alsstaðar reynst undirrótin að hruni lýðræðis og þingræðis. — Það hefir verið, er og verður brautryðjandi Nasisma eða kommúnisma. Þeir, sem vilja forðast þau öfl, verða að skilja orsakirnar og nema þær í burtu. Gimsteinamir í Glerhallarvík og íslensk listsköpun Sjálfsagt segja margir þeir kjósendur sem einkum veltur á í þessu efni á þá leið, að þeir treysti ekki Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir eru búnir að láta berja inn í sig þá lýgi, að hann sje flokkur fáeinna rikra manna, en andstæður samvinnufjelög- LISTAKONAN frú Unnur Ólafs dóttir hefur undanfarið haft sýningu í Sjómannaskólanum á ýmsum stórmerkilegum listmun um erlendum og innlendum. Það sem mesta athygli vakti bæði hjá mjer og öðrum sýn- ingargestum voru hin snilldar- legu handaverk frúarinnar og fögru smíðar Leifs Kaldais en bæði hafa þau skreytt verk sín hinum dásamlegu íslensku gim- steinum úr Glerhallarvík. Er hjer um svo merkilegt mál að ræða og einstætt íslenskt nátt- úrufyrirbrigði að jeg tel bæði rjett og skylt að vekja á því alþjóðarathygli um leið og jeg þakka þeim aðilum öllum sem staðið hafa að því að leiða þessa dýrgripi í dagsins ljós og sýna almenningi hversu ágætir þeir eru til sköpunar fágætra iista- verka. Á jég þar við þau frú Unni Ólafsdóttur og Leif Kaldal og ekki síst vin minn, lista- manninn mikla og náttúruskoð arann Guðmund Einarsson frá Miðdal, því að har1-! mun manna fyrstur hafa vei't Glerhallar- steinunum verulega athygli og með sínu glögga auga og lif- andi hugkvæmni sjeð að hjer var um að ræða óvenjulegar gersemar. Ekki veit jeg hversu margir hafa sótt þessa fágætu sýningu frú Unnar, vona að sem flestir hafi notað tækifærið til að sjá hana. En hitt veit jeg að þangað komu hvorki þjóðminja um, verkamannafjelögum og vörður eða menn hans og verð jeg að telja það mjög illa farið ef ekki beinlínis ámælisvert, því að jeg tel það skyldu þeirra manna, sem vaka eiga yfir forn gripum þjóðarinnar og því sem íslensk náttúra ber í skauti sínu af fögrum og jafnvel einstæðum hlutum, að þeir sjeu ávalt á verði svo að engin slík verð- mæti fari forgörðum fyrir tóm- læti og aðgerðarleysi. Gimsteinarnir í Glerhaiiar- vík hafa um langt skeið legið umhirðulausir og hefur hver sem vildi getað farið þar um ránshendi. Nú mun hjer að vísu vera orðin breyting á, því að Gunnar bóndi þar hefur nú lok- að víkinni fyrir óviðkomandi gestum. Er það í sjálfu sjer gott og blessað það sem það nær, en jeg vildi í þessum iínum beina máli mínu til Gunnars bónda og mælast til þess að hann ráðstafaði engum steinum þaðan nema í samráði við frú Unni og hina tvo listamennina, því að jeg treysti engum betur en þeim að sjá svo um að þessir gersemar lendi ekki í höndum óverðugra og að þeir verði fyrst og fremst hagnýttir af góðum listamönnum til þess að skapa sjerstæð íslensk listaverk. Jeg vil taka það fram að þessi uppá- stunga mín stafar frá mjer ein- um og hafa listahnennirnir sem jeg nefndi ekki átt þar neina hlutdeild að. Vona jeg að Gunn- ar bóndi misvirði þetta ekki við Frh. á bls. 12. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.