Morgunblaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 8
(8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. júlí 1949.'
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflc. /t!
. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesböl. ?
Suður-ÞingeyjarsÝsla,
■ Bretland og Bandaríkin
FRAMSÓKNARMENN halda því fram að þar sem sjereign-
arstefnan og einstaklingsframtakið mótar stjórn landa og
þjóða hafi kommúnisminn best þroskaskilyrði og þar
af leiðandi flesta fylgjendur. Rjetta leiðin til þess að útrýma
kommúnismanum sje þess vegna sú að auka áhrif .milli-
floklca“ eins og Framsóknarflokksins, en firra frjálslynda
borgaraflokka eins og Sjálfstæðisflokkinn öllu fylgi.
Það er ómaksins vert að athuga, hvernig þessi Tímaspeki
fái samrýmst raunveruleikanum.
Ef athuguð er flokkaskiptingin í tveimur þroskuðustu
lýðræðislöndum heimsins, sem bæði hafa lengstum fylgt
sjereignarstefnu og aðhylst einstaklingsframtakið kemur það
í ljós að fullyrðing Tímans um hana á sjer enga stoð. í báð-
" um löndunum eru flokkar sjereignarskipulagsins og hins
frjálsa framtaks mjög öflugir. Samkvæmt kenningu Fram-
sóknar ættu kommúnistar því einnig að vera þar öflugir. En
því fer víðs fjarri að svo sje. Kommúnistaflokkur Bretlands
er að atkvæðatölu varla sjáanlegur og hefur aðeins einn eða
tvo fulltrúa í Neðri málstofunni, sem 640 þingmenn eiga
sæti í.
í Bandaríkjunum er ástandið nákvæmlega eins. Þar berj-
ast tveir nokkurn veginn jafn öflugir lýðræðisflokkar um
völdin. Kommúnistaflokkur er að vísu til þar, en á engan
fulltrúa á þingi og fær minna fylgi í forsetakosningum en
kvekarar og jurtaætur.
Fleiri dæmi mætti nefna um það, hversu gjörsamlega
Framsóknarfullyrðingin er út í bláinn. En þess gerist ekki
þörf að rifja þau upp. Til þess er hins vegar ástæða að
minnast á það, sem blasir fyrir augum íslensku þjóðarinnar
í hennar eigin landi.
Vagga samvinnustefnunnar og „milliflokksins“, sem
kennir sig við framsókn, stendur í Suður-Þingeyjarsýslu
Þaðan voru þeir menn flestir komnir, sem hjeldu að sam-
vinnustefnan nægði til þess að vera varanlegur grundvöllur
að hugsjónabaráttu pólitísks flokks, sem hjet Framsóknar-
flokkur. Undanfarna áratugi hefur þetta hjerað verið lang-
öflugasta vígi Framsóknarflokksins, svo öflugt að fylgi ann-
ara flokka hefur verið þar hverfandi lítið.
Samkvæmt kenningu Framsóknar ættu kommúnistar ekk-
ert fylgi að hafa í slíku hjeraði, sem mildur andvari „milli-
flokksstefnunnar“ hefur leikið um í áratugi. En þessu er
þveröfugt farið. í Suður-Þingeyjarsýslu er öflugri komm-
únistaflokkur en í flestum öðrum sveitakjördæmum lands
ins. Við síðustu Alþingiskosningar f jekk frambjóðandi komm
únista í þessu hjeraði 332 atkvæði af 1984 atkvæðum, sem
greidd voru eða um það bil 16%. Var þó vitað að fjöldi
kommúnista greiddi atkvæði með frambjóðanda miðstjórn-
ar Framsóknarflokksins fyrir frændsemis sakir.
Hvað hefur gerst? Ekkert annað en það, að kommúnisminn
hefur alist upp og dafnað í sjálfri vöggu „milliflokksins“,
sem einn segist vera til þess kjörinn að granda honum. Það
er einnig vitað að á sama tíma, sem kommúnistar hríðtapa
íylgi í flestum byggðarlögum landsins er það tíska á Fram-
sóknarheimilum í Reykjadal og fleiri sveitum Suður-Þing-
eyjarsýslu að synir og dætur Framsóknarbænda gerist hjú
Stalins og Brynjólfs Bjarnasonar. Þannig hefur „milliflokkn-
um“ tekist að útrýma öfgunum, „bera klæði á vopnin“. En
lítt mundi þessi þróun þingeyskra stjórnmála hafa verið að
skapi Pjeturs á Gautlöndum og Benedikts á Auðnum, sem
meira byggðu á fornum þjóðlegum menningararfi og ís-
lenskri sveitamenningu en trúnaði við erlendar kúgunar-
stefnur.
Sama sagan og í Suður-ÞJingeyjarsýslu hefur gerst í ýms-
j um öðrum höfuðhreiðrum Framsóknar.
. . Um ástæðurnar fyrir gróðri kommúnismans í nábýlinu
. við „milliflokkinn“ verður rætt síðar. En engum getur dul-
. ist, hversu þessi dæmi, sem hjer hafa verið nefnd, bæði er-
'<■ lend og íslensk, afsanna kenningar Framsóknar um mögu-
leika hennar, sem „milliflokks“ til þess að uppræta land-
ráðastefnu kommúnista.
\JiLuerjl áhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Því aðeins læra
börnin málið
í DRJEFI frá Raleighreiðhjóla-
verksmiðjunum í Nottingham í
Englandi, er sagt frá því, að
fyrsti „skjaldarhafinn“ á ís-
landi, sem hafi gerst meðlimur
í „fjelagsskap Silfurriddar-
anna“, sje Guðmundur litli
Hallgrímsson, Öldugötu 16, í
Reykjavík. Hann er þriggja
ára. Fjelagsskapur „Silfurridd
aranna“ er einskonar slysa-
varnafjeíag fyrir börn, sem
Raleigh-verksmiðjurnar hafa
stofnað til.
Þessi fjelagsskapur er í og
með auglýsingaaðferð, en þó
byggð á þeirir staðreynd, að
„því aðeins læra börnin málið,
að það ey fyrir þeim haft“.
•
Smábörnum kend
umferðarmenning
í FYRRNEFNDU brjefi er sagt
frá því að tilgangurinn með þess
um fjelagsskap þeirrá, sem
eignast Raleigh-reiðhjól, sje að
kenna börnum umferðarreglur
og kurteisi, þannig að með tím-
anum verði það að vana hjá
þeim, í stað leiðinlegrar skyldu,
að halda alménna umferðar-
siði
Fyrir sutan merki, sem sett
verður á hjólhesta hinna ungu
fjelaga, fá þeir myndabækur,
sem á skemtilegan hátt segja
frá því hvernig þeir eigi að
haga sjer í umferðinnþ — Við
og við fær Guðmundur litli
brjef, þar sem honum verða
sagðar nokkrar nauðsynlegar
umferðarreglur og hvað hann
á að gera til að tryggja öryggi
sitt og annara végfarenda.
Frumkvæðí
foreldranna
GUÐMUNDUR litli Hallgríms-
son á ekki stórt farartæki, sem
er hættulegt í sjálfu sjer fyrir
vegfarendur. Það yrði tæpast
stórt slys, þótt hann æki þrí-
hjólinu sínu á einhvern. En
með því, að kenna honum strax
allar umferðarreglur, kemur
það af sjálfu sjer, að síðar
þegar hann eignast hjólhest og
loks þegar að því kemur að
hann fer að aka bifreið, þá þarf
ekki ekki að óttast að hann
verði ökuníðingur, eða fari ó-
varlega. Því það, sem ungur
nemur, gamall temur, eins og
þar stendur.
í brjefinu frá Raleigh-verk-
smiðjunum er þess getið, að
það hafi verið foreldrar Guð-
mundar, sem hafi tekið eftir
því, að þegar umbúðirnar voru
teknar af nýja þríhjólinu, þá
lá innan í auglýsingarspjald um
fjelag „silfurriddaranna“. Og
þau sendu inn umsókn fyrir
son sinn, því þau munu hafa
skilið, að hjer var góð hugmynd
á ferðinni.
•
Því ekki íslenska
deild?
HJER ER líka góð hugmynd
á ferðinni fyrir Slysavarnafje-
lagið. Skátafjelagsskapinn, eða
barnaskólana. Að stofna ís-
lenska deild af „silfurriddur-
um“, eða skyldum fjelagsskap.
Vafalaust væri hægt að ná
samvinnu við Raleigh-verk-
smiðjurnar um að fá bækur og
annað, sem síðan mætti ís-
lenska. Því hætta er á, að til-
tölulega fá íslensk börn hafi
gagn af enskum bókum.
Þetta gæti án efa haft hina
mestu þýðingu fyrir aukna
umferðarmenningu og öryggi á
götum og vegum í framtíðinni.
•
200 umsóknir á viku
EINHVER sniðugur náungi fann
upp á að stofna þenna öryggis-
fjelagsskap fyrir unglinga. —
Það var í júlímánuði í fyrra.
Síðan hefir þessi hugmynd
breiðst svo ört út, að stofnaðir
hafa verið barnaklúbbar til ör-
yggis í umferðinni í Bandaríkj
unum, Suður-Ameríku, Afríku,
Ástralíu og Austurlöndum. Ber
ast Raleigh-verksmiðjunum nú
hvorki meira nje minna en um
200 umsóknir á viku frá for-
eldrum sem sjá, að hjer er um
ágætt málefni að ræða.
•
Sýning SÍBS
HANDAVINNSÝNING Sam-
bands íslenskjra berklasjúklinga
í Listamannaskálanum er án
efa vel sótt. Satt að segja finst
mjer það svo sjálfsagt, að fólk
sæki þessa sýningu, að mjer
hefir ekki þótt taka því, að
spyrja um aðsóknina.
En þessar línur eru ritaðar tií
þess að minna þá á sýninguna,
sem ekki hafa veitt því eftir-
tekt að hún er opin þessa dag-
ana. Það borgar sig að líta þang
að inn.
Sjálfsbjargarviðleitnin lýsir
sjer þar í hverju handbragði,
fyrir utan, að á sýningunni eru
margir ágætir listmunir.
•
Almennur
bænadagur
FRÁ ÞVÍ er sagt í frjettum, að
breska þjóðin hafi haldið al-
mennan bænadag s. 1. sunnudag
til þess að biðja um rigningu.
Uppskeran var í hættu sökum
þuika.
Nú er sá tími kominn, að síld
veiðar ættu að fara að byrja,
en lítið hefur orðið vart síldar.
Afkoma þjóðarinnar byggist að
miklu leyti á því, hvernig síld-
veiðarnar takast í sumar.
Væri ekki ástæða að við fær
um að dæmi Breta og að biskup
landsins sendi út boð til allra
presta á landinu um, að næsta
sunnudag skuli biðja um góð-
an afla á síldveiðum í sumar.
Vafalaust munu trúleysingjar
fussa við þessari hugmynd og
reyna að gera grín að henni.
En það ætti ekki að aftra trú-
uðum mönnum frá því að biðja
í einlægni og af heilum hug.
I MEÐAL ANNARA ORÐA ....
|
lllll•llll•ll•■lllll|lll•l|•lllllll•l•lllllllllll•llllll•lll•lll••MII■llllll■l■lll■|l■|||■||||||||
ll••ll■l••llll
Fjöldi nýrra „sljórnmálaflokka" í Austurriki
Frá frjetta Reuters
VÍNARBORG- — Fjörutiu og
fjórir nýir stjórnmálaflokkar
hafa nú látið skrásetja sig hjá
innanríkisráðuneyti Austurrík-
is, í þeirri von, að einhver þeirra
verði valinn sem „fjórði flokk
urinn“ í landinu.
Herráð bandamanna leyfir
eins og er aðeins þrjá flokka í
Austurríki. Flokkar þessir eru:
þjóðflokkurinn, sem nýtur
stuðnings manna úr flestum
stjettum, meðal annars fjöl-
margra bænda, presta og iðn-
framleiðenda; sósíalistaflokkur
inn, sem líkist í ýmsu breska
verkalýðsflokknum, en er ef til
vill heldur róttækari en hann;
og austurríski kommúuista-
flokkurinn, lítill flokkur en at-
hafnasamur, sem í öllu fylgir
stefnu Kominform.
• •
FRIÐARFLOKKUR
AF HINUM nýstofnuðu stjórn-
málaflokkum geta átta talist til
konungssinna, en herráð banda
manna hefir bannað samtök
þeirra. Tíu aðrir flokkar sóttu
um viðurkenningu fyrir tveim-
ur árum, en fengu þá neitun.
Þeir 26, sem þá eru ótaldir,
heita ýmsum nöfnum og hafa
ninar ólíkustu stefnuskrár. —
Nokkur flokksheiti: „Heimats-
bund fúr Tyrol“, „Austurríski
endurbótaflokkurinn", ..Hinn
frjálslyndi tilveruflokkur“ og
,Friðarflokkurinn“. í augum
herráðsins eru flestir þessir
flokkar of kynlegir eða hægri-
sinnaðir til að hægt sje að leyía
þá.
• •
LISTAMANNA-
FLOKKURINN
TIL viðbótar má svo nefna
þrjú ný samtök, en tvö þeirra
eru enn ekki yfirlýstir stjórn-
málaflokkar og kalla sig því
„fjelög“.
Þetta eru „Listamannaflokk-
urinn“ í Linz, „Framfarasinn-
aðir sósíalistar“ og ,Fjelag
frjálslyndra manna“ í Salz-
burg. „Framfarasinnaðir sósíal
istar“ eru á sömu línu og lepp
flokkur Nennis í Ítalíu.
Leiðtogar „Listamannaflokks
ins“ eru rithöfundar, málarar
og aðrir listamenn frá Linz. —
Forseti flokksins er rithöfund
urinn Josef Heiss, en leikrita-
skáldið dr. Narbeshuber er
varaforseti:
• •
GAMLIR
NASISTAR
UMSÓKN þeirra um að flokk-
urinn fái viðurkenningu stjórn
arvaldanna og herráðs banda-
manna hefir valtið upp mikla
mótmælaöldu í Vínarborg, þar
sem fullyrt er, að Josef Heiss
og fleiri stuðningsmenn hans
hafi verið leiðtogar ýmissa
listamannasamtaka, sem nasist
ar stofnuðu á sínum tíma. Full-
yrt er jafnvel, að Heiss hafi
tekið virkan þátt í að skipu-
leggja áróður nasista erlendis.
í grein, sem nýlega var birt
í „Neues Österreich“, er lýst
yfir, að forseti „Listamanna-
flokksins“ og aðrir leiðtogar
hans hafi allir verið ötulir
stuðningsmenn nasistaflokks-
ins. Talið er, að flokkurinn geti
því gert sjer litla von um
viðurkenningu hernámsstjórn-
arinnar í Austurríki.
Sendiherra Tyrklands
ræðir við Bevin
LONDON, 4. júlí: — Sendi-
herra Tyrklands í Bretlandi
gekk í dag á fund Ernest Bevin
utanríkisráðherra. Talið er, að
sendiherrann liafi rætt við
hann um þátttöku Tyrkja í
Evrópuráðinu, en það mUn
halda fyrsta fund sinn í næsta
mánuði. — Reuter.