Morgunblaðið - 15.07.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐiÐ F.östudagur 15- júlí 1949. Slálvaskar frá Frakklandi. Fljót afgreiðsla — Gott verð. 6ÞOBSUIN8SONSJOHNSON H : F : ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■• Timhur til sölu Timburleifar úr bruna hjá Almenna B}'ggingarfjelaginu Borgartúni eru til sölu í einu lagi. Tilboð sendist fyrir kl. 11 á laugardag. Sjóvátryqqi aqíslands! Brunadeild. Einbýlishús til sölu nú þegar er einbýlishús úr steini, með nútíma þægindum, 7 herbergi, eldhús, bað og WC, á tveim hæðiun. Auk þess kjallari með 2 herbergjum og eldhúsi. Þeir, er vildu athuga þetta, leggi nöfn sín i umslag til Morgunblaðsins merkt: „Gott hús“ — 0509 fvrir 20- þessa mánaðar. Húsnæði til leigu Vil leigja fámennri fjölskyldu 5—6 herbergja íbúð i ■ ■ nýtísku húsi- — Þeir, sem óska eftir upplýsingum leggi : • nafn og símanúmer á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: | ' „Ibúð44 — 0508, fyrir 19. þ. m. ■ I >••■•■•••••■••••••■■•■•■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■*■■■■■■■■■•■ Mjólkurostur fyrirliggjandi. dcjffert -JJriótjúnóáon (j? (Jo. h.fí. 1 Mjólkurost fyrirJiggjandi. I 1 ' ^7 /•/ / • { JJ \ ur JriýóunuóLÓ teró Sími 2678. 5 i»i •■■•■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■• LOKAD ■ ■ ■ ■ : Vegna sumarleyfa verður verkstæði vort lokað frá j [ 18.-30. þ.m. * | AUGLYSING er gulls igildi níræð EITT af því sem gerðist í Reykja- vík 15. júlí 1859 var það að hjón- uniujn Guðrúnu Þorkelsdóttur og Þorlaki Pjeturssyni í bænum Efri hóll bættist ein dóttir við barna- hópinn sinn, er þá vor'u 6 fyrir, en als urðu þau systkin 8; 3 bræður og fimm systur. Nöfn þeirra voru Arni, Lárus, Ólafur, Hlga, Þor- gerður (er fór til Noregs og gift- ist þar) Júliana, Hólmfríður (er fór til Ameríku og giftist þar) og frú Sigríður, sem er ein eftir á lífi. Hún hfur dvalið allan sirin aldur í Reykjavík nemn 3 síðustu árin, því hún fluttist lil Hafnarfjarðar með Sólveigu dótt- ur sinni. Sigríður er ein af þeim dætr- um Reykjavíkur sem hafa orðið að leggja hönd á plóginn og strita fyrir brauði sínu og sinna, það varð ekki hennar nje syst- kinanna auður þótt faðir þeirra og afi ættu allt svæðið sunnan við Skólavörðustíginn frá Berg- staðastræti og upp í Skólavörðu- holt. Hús Pjeturs afa hennar stendur enn hjá KRON og var þekt undir nafninu Geysir. Frú Sigríður hefur sjeð bæinn sinn vaxa upp frá degi til dags, breytast frá moldarkofum og auðn til stórhýsa og skrúðgarða; og hún gleðst af framförunum, og hún hefur líka lagt sitt til að byggja upp borgina, ekki með skrauthúsum nje öðru slíku held- ur með barnahópnum sínum, 8 voru þau, en barnabörnin eru 27 og barnabarnabörnin eru þegar orðin 26, í dag eru því beinir af- komendur hennar 61, þess gætir ekki mikið í þúsundunum, en þetta er hennar hlutur í uppbygg- ingunni, nýsköpun áranna Af börnum frú Sigríðar eru 4 á lífi, Þóra gift Snorra A. Bene- diktsen, Guðrún gift Guttormi Andrjessyni húsam., Einar rak- ari, og Sólveig gift Kristjáni Dýr- fjörð rafvirkjam. og umsjónar- manns rafagna hjá Rafv. Hafn- arfjarðar. Það er gaman að tala við Sig- ríði um gamla daga, heyra hana segja frá, fyrir okkur þeim vngri líkist það skáldsögu, þegar við förum með henni um bæinn og hún bendir okkur á staði og segir; hjer var Nýibær, hjer Neðrihóll, og þarna Neðraholt, svona heldur hún áfram að telja upp staði sem löngu eru horfnir, hjerna er húsið hans Árna Land- fógeta, hjá honum starfaði jeg á mínum yngri árum og hafði 40 kr. í árskaup, já þá var oft glatt á hjalla þegar við Marta móðir Haraldar Níelssonar vorum sam- an, og svo talar hún um fleiri, frú Þorláksson og aðrar gæðakon ur Reykjavíkur. Frú Sigríður er vel ern og við góða heilsu, það fer ekkert fram- hjá henni hvorki í blöðunum nje útvarpinu; það eina sem amar, er að heyrnin er farin að sljógv- ast, en þó sat hún í leikhúsinu í vetur og gat heyrt það sem sagt var, — Sigríður elskar Revkja- Frh. á bls. 12 Minningarorð \ I DAG verður borinn til grafar Guðmundur Þorsteinsson fyrrum bóndi. Hann andaðist 6. júlí s. 1. að heimili sínu, Bjarnarstíg 12 hjer í bænum. Fæddur var hann í Fífuhvammi í Seltjarnarnes^ hreppi 24. mars 1859 og voru for- eldrar hans, Þorsteinn bóndi Þor- steinsson, og Guðrún Guðmunds- dóttir, systir hins þjóðkunna manns, Þorláks Guðmundssonar er lengi var velmetinn þingmað- ur Árnesiniía. I Fíluhvammi var hann til þriggja ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum að Heið- arbæ í Þingvallasveit, og dvaldi þar sín bernsku og uppvaxtarár. Byrjaði ungur búskap á Heiðar- bæ, og giftist Vigdísi Þorleifsdótt ur frá Efri-Brú í Grímsnesi. Bjuggu þau á Heiðarbæ í 4 ár, en fluttu þá vestur um haf árið 1888, og gjörðist hann þá land- nemi í Argyle-byggð í Canada. Ræktaði land til búreksturs og hveitiuppskeru, og mun hafa unnið að því með miklum dugn- aði og fyrirhyggju, bæði við rækt un og búskapinn, enda mun hann fljótlega hafa aflað sjer allmikills fjár. Eftir aldamótin 1900 var lögð járnbraut yfir land hans, eða í grend við það. og seldi hann þá landið fyrir allmikla fjárhæð. Með því að heilsan var þá orðin á völtum fæti, sökum mikillar áreinslu, og loftslagið þar vestra var honum ekki holt, flutti hann heim til fslands 1908 og bjó hjer í Reykjavík í tvö ár, en kona hans mun ekki hafa fest hjer yndi, og fluttu þau þá til Vestur- heims aftur, en heilsu Guðmund- ar var þá orðið svo varíð, að merkur læknir, Dr. Brandson, sagði honum, að ef hann vildi lífi halda til lengdar, skyldi hann strax flytja í annað loftslag, sem væri honum hollara, og fór hann að ráðum hans, en kona hans vildi ekki fylgja honum heim til íslands og skildu þau hjón þá samvistum, og fór síðan fram ög- skilnaður þeirra. Eftir að Guð- mundur kom heim, með fjárhæð, er þá mun hafa þótt stórfje úr þessari síðari Vesturför, keypti hann býlið Lækjarhvamm hjer við bæinn og bjó þar 2—3 ár, en umstang búskaparins varð fljót- lega heilsu hans ofraun, seldi hann Lækjarhvamm, og keypti húsið Njálsgötu 40 og hefur síð- an 1914 búið þar, og nú síðast á Bjarnarstíg 12. Öll þessi ár, síðan hann kom heim til íslands aftur, hefur frændkona hans Bjarnfríður Ein- arsdóttir, staðið fyrir heimilinu, og verið hans önnur hönd Nú síðustu árin, sem hann hefir leg- ið rúmfastur, oft þjáður og síð- ast alblindur, hefur hún annast hann, sem væri hún ástrík dóttir hans; og má fuilyrða að hún hef- ur gjört það af mestu príði. Eftir að Guðmundur settist að hjer í bænum, fóru margir smátt og smátt að hafa við hann stærri og smærri viðskifti og kvnntist ieg þeim ítilsháttar, h-’u viðskifti munu hafa orðið mö’" "m áð góð- um notum. Hann "pr framúr- skarandi áreiðanle " - og reglu- samur sjálfur, og mun að sjálf- sögðu hafa krafist hins sama af öðrum, og það er mjer kunnugt, að hann vildi fyrir hvern mun að viðskiptamönnum sínum yrði að gagni sú fjármálaaðstoð er hann veitti, og gladdist ynnilega þegar svo fór. Það mun fvr og síðar hafa viðgengist, að sitthvað hefur verið sagt um þá menn, er hafa haft viðskifti við marga eins og Guðmundur, en það veit jeg með vissu, að margir mirtn- ast hans með hlýjum hug þegar hann nú er kvaddur í síðasta sinn. Guðmundur ljet ekki mik- ið yfir sjer, en var hið mesta prúðmenni í allri framgöngu, svo að allir, er h^num kynntust hlútu að veita þvi eftirtekt, og hugs- unarháttur hans og lífsstefna var að gjöra engum órjett og að stjórna ætíð geði sínu, minnugur þessara orða: „Sá, sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá er vinn- ur borgir". Eins og áður ei> geiið var Guðmundur síðustu árin rúm fastur, oft þjáður, og gjörði sjer fulla grein fyrir, að endir hinriar jarðnesku æfi væri nálægur. Þegar jeg kom síðast til hans meðan hann var með fullri rænu, — en sjónin með öllu farin,.— Ijet hann þess getið að þetta mundi verða síðasti fundur okk- ar í þessu lífi, og kvaddi mig þannig öruggur og hugrór. Það varð einnig þannig, því þegar jeg kom þar síðast var hann rænu- laus og auðsjeð að stutt mundi eftir lífdaganna. Fyrir nokkrum árum, var hann eitt sinn svo þjáður, að hann taldi líklegt að dauðinn — sem hann óttaðist ekki — væri nálægur. Hann mun þá hafa látið í ljósi vilja sinn, um ýms atrðii viðvíkjandi útför sinni og fórst þá meðal annars orð á þessa leið: „Jeg óska ekki eftir blómum á kistuna mína, jeg hef alla tíð elskað gróður jafð- arinnar, svo að jeg vil ekki láta rífa upp blóm til að skreita kist- una, sem geymir líkamsleyfarn- ar, þau visna og verða að mplcl eins og líkaminn eftir fáa daga Þessi aldurhnigni maður, sem dvaldi flest sín bestu manndórps- ár í annari heimsálfu, fjarri ætt- landi sínu, kom þangað heim tvi - ir alllöngu og vildi vera þar meðan Guð leyfði. Nú hefur hann þreyttur, fengið hvíld og vist á öðru æðra föðurlandi. Far þú í friði, friður Guðs þ g blessi. Hafðu þökk fyrir alt og alt. Vinur Knötfurinn gieymdist inni í skúrnum SKOPLEG atvik geta alltaf komið fyrir, jafnvel þeg.ir ver- ið er að berjast fyrir heiðri sán- um og annara. — Þannig var þetta í gærkvöldi, er úrval knattspyrnumanna úr Beykja- víkurfjelögunum keppt: við Ajaxliðið. Þegar seinni hálfleikur skyldi hefjast og liðin höfðu tekið sjer stöðu á vellinum, var tnginn knöttur til að leika með. Við athugun kom í ljós, að knöttur inn hafði gleymst inni í skúr!! Ljettfættur línuvörður snarað- ist eftir knettinum, en á meðan biðu liðin og notuðu þau trrri- ann til að safna auknu baráttu þreki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.