Morgunblaðið - 15.07.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.1949, Blaðsíða 9
Föstudag'ur 15- júlí 1949. MORGUNBLAÐtÐ 9 14. JtJLÍ OG EINING EVRÖPIJ Eftir ALBERT MOUSSET. NU þegar þjóðir Vestur-Evrópu eru að tengjast þeim böndum samábyrgðar, sem með tíman- um kunna að leiða til megin- landsbandalags, þá er tímabært að minnast þess. að í frönsku stjórnarbyltingunni fjekk sú hugmynd fyrst á sig ákveðið form — hugmynd, sem við sjá- um vafalaust verða að veru- leika. „Land frelsisins“. Taka Bastille-kastalans örv- aði menn um gervallt Frakk- land til að bindast samtökum, þar sem takmarkið var að afmá „hreppapólitíkina" á sviði stjórnmála, fjármála og löggjaf ar, en hún olli misræmi og örð- ugleikum milli hinna ýmsu hjer aða. Þessi sambandsstefna bar raunar með sjer lífsmark ein- ingarinnar eða eins og Breton- sambandið orðaði það: ,.Framar -er hvorki um Bretona nje Ange vina að ræða aðeins Frakka“. í Strasburg var myndað sam- band með nokkrum hjeruðum, og sóru fulltrúar hjeraðanna trúnaðareiða ,,fyrir augliti drott ins allsherjar“. Drógu þeir þrí- litan fána að hún á Kehl-brúnni og bar hann þessa frægu áletrun „Hjer byrjar land frelsisins“. Töku Bastille-kastala var ár- ið 1790 minnst með frábærum hátíðahöldum á Marsvellinum. Þrjú hundruð presta skraut- klæddra stóðu þar við altarið. Hiskup söng hátíðarmessu fyrir konunginum, hiítSinni, fulltrú- um hjeraðasambandanna og 400 þús. áheyrendum öðrum. Eining — friður. En byltingarmennirnii* felldu sig ekki við, að bæta Frakkland einvörðungu stjórnmála- og þjóðfjelagslega. Boðunaráhug- inn, sem frönsku hugsjónamönn unum fylgdi krafðist frekari aðgerða. Um hátíðina eða að kvöldi hins 13. júlí 1790, barst eftir- farandi frá Lyon til þjóðþings- ins: „Asamt með heimspekinni er frelsinu kleift að breyta yf- irbragði Evrópu“. Höfundar stjórnarskrárinnar dreymdi um að leysa heiminn úr viðjum. Með útbreiðslu byltingarhug- myndarinnar töldu þeir sigur- vonir sínar aukast. Þeír skoðuðu sig vera boðbera allsherjar frelsunar, og fyrsta skrefið var að koma á almennri löggjöf Evrópu. Þessi hugmynd var svo kunn ekki einungis með hinum bestu mönnum, heldur og með allri alþýðu, að bændur afskekktrar sveitar báru fram svolátandi ósk: „Það er von okkar. að frjó- mögnuð lögmál byltingarinnar nái um víða veröld til að skapa þann allsherjar frið, sem einn getur breytt heiminum í ein- ingarríki". Ibúar Dieppe báru fram þá kröfu, að Ameríka, England og Frakkland gerðu með sjer bandalag: „Við skulum auka samskipti okkar. Hermenn Eng- lands, Frakklands og Ameríku skulu fylkja liði undir sameig- inlegum gunnfána, hennenn, sem sjeu þess verðir að veita málstað okkar brautargengi". í Nantes var þess farið á leit, að sendinefnd færi til enska þingsins. Vakti menn til umhugsunar. Fótatak þessarar bræðralags- stefnu bergmálaði um löndin. í Pjetursborg vakti fregnin um fail Bastille-kastala ólgu á göt- unum: „Franskt, rússneskt, danskt, þýskt, enskt og hol- lenskt fólk samgladdist og fjellst í faðma cins og af því hefði hrotið hlekkir, sem því var ofviða að bera“ í Englandi boðar efnafræðingurinn Priest- ley komu þess dags „þegar þjóð irnar rísa ekki framar önd- verðar hver gegn annarri og styrjaldir verða úr sögunni“. í Þýskalandi mátti heyra gáfu- fólkið tala um sigur frelsisins. Þjóðabandalag. í flaumi manngæskuhugmynd anna ber mest á hugsjóninni um alþjóðlega friðarstofnun. Árið 1790 bar greifinn af Clermont- Tonnerre fram tillögu um ,,Þjóðabandalag“. Heimspeking urinn og lærdómsmaðurinn Volney mælti og með „þessu mikla bandalagi þar, sem þjóð- irnar njóta jafnrjettis“. Þessi ágæta tillaga náði ekki fram að ganga. Byltingin sjálf fór forgörðum i styrjöldum, þar sem vörn landsins virtist skipta meira máli en mannúðarhug- sjónir. Þegar við nú enn einu sinni höldum hátíðlegan þann dag, er Bastille-kastali fjell þá verður okkur að minnast þess, að þess- ir menn höfðu 1789 og 1790 skapað og barist fyrir þeim stefnum, sem setja mark sitt á stefnuskrá S. Þ. og sem er hug- mynd að þeirri breyfingu þar, sem eining Evrópu er aðeins fyrsta skrefið. Frá grískum uppreisnarmönnum BELGFAD. 9. júlí — Skýrt var frá þvi i útvarpi grískra upp- reisnarmanna í kvöld, að her- sveitir þeirra hefðu gert a. rn. k. 27 áhlaup í hjeraðinu Krimak- :alan undanfarna daga. I frjettinni var gefið í skyn, að stjórnarherinn hefði verið hrakinn til baka á allri víglín- unni, og hefði hann hrökklast yfir ána Parandapóros. Soyjabaunir tii Bretfands LONDON — 11. júli: — Það var tilkynnt í dag, að fyrsti skipsfarmurinn af soyabaunum til manneldis kæmi til Bret- lands frá Austur Áfríku síðan hlusta þessa mánaðar. Breska stjórnin hefur haft á prjónim um mikla nýrækt í Afriku og er þetta fyrsti árangurinu af þvi Strachey matvælaráðherra Breta var nýlega á ferð : Aust- ur Afríku og komst hann að raun um, að uppskeran var ekki nærri eins miil og áætlanir höfðu verið gerðar um. Krisfmann Guðmundsson skrífar um ,,Á heimsenda köldum“. Eftir Evelyn Stefánsson. Prentsmiðjan Oddi h.f. ,,Á heimsenda köldum vor ey gnæfir ein“, orkti Steingrímur Thorsteinsson. En við íslending ar erum nú ekki alveg einir á norðurhjaranum. Að Norður- skautshafinu liggja mikil lönd °g bl'gg.ia þau ýmsar þjóðir. Um oær og iönd þeirra fjallar þessi skemmtilepa bók. — Hún heitir á frummálinu „Within the circle“ og er þýdd af Jóni Ey- sórssyni. Hann er nákvæmur og góður þýðandi og hefur leyst verkið prýðis vel af hendh Bókin kemur víða við, eins og sjá má af fyrirsögnum hinna einstöku kafla: — „í norður- vegi“, „Komir þú á Grænlands- grund“, ..Diskey“, „Grímsey“, ,.I Lapplandi“, „Kiruna og Gallivara“, , Nyrstu bvggðir Rússlands“, „Nú víkur sögunni til Alaska“, ,,Á Vonarhöfða“, „Aklavík“, — og svo frv. — Frásögnin er lifandi og skemmti leg og prvdd ágætum ljósmynd- um af fólki og landslagi í þess- um norðlægu löndum. Auðvitað er laust tekið á mörgu og ljett yfir farið; þetta er ekkert vís- indarit. En lesandinn fær yfir- lit yfir lífsskilyrði og kjör fólks- ins í stórum dráttum og kvnn- ist nokkuð náttúru norðursins. Gaman hefði verið að fá fyllri lýsingu á ýmsu, svo sem Flóru þessara landa, en skiljanlega hefur ekki verið hægt að gera öllu þessu mikla efni full skil, rúmsins vegna. Hæpin þykir mjer sú fullyrð- ing frúarinnar að frumbvggjar Ameríku hafi komið frá Asíu, vfir sundið, til Alaska — og að Indíánar og Eskimóar sjeu af mmu ætt. En ýmsir merkir menn hafa hallast að þeirri skoðun, þótt ekki sie eining um hana meðal vísindamanna. Þarna e* ágæt frásögn af forn 'eifafundinum á Point Hope, — hefði þó mátt vera ýtarlegri. Teg hygg að flestum lesendum bessarar bókar verði hið sama os mjer: að óska þess. að hún befði verið mörgum sinnum lengri. ,.Ur blöðum Laafeyjar Valdimarsdóttur“. Olöf Nordal bjó til prentunar. Menningar- og minning- arsjóður kvenna. Teikn- ingar eftir Nínu Tryggva dóttur. BÓK þessi ér látlaus og viðkunn anleg og var vel til fundið að gefa hana út. Formáli frú Nor- dal er ágætlega saminn, en í honum er skýrt frá æfi og störf- um Laufeyjar Valdimarsdóttur. Þá eru nokkur ljóðmæli, þar á meðal kvæðið: Reynirinn, sem er fallegt og sjerkennilegt, hverju góðskáldi sæmandi. Því næst eru „Greinar um ýmis efni“ og eru ferðaminningarn- ar þar bestar. Þrjár þýddar sög- ur eru í bókinni; auk þessa nokkrar greinar um fjelagsmál og ein grein á dönsku, um Is- land. ..•‘yrgPB Nokkrar ljósmyndir eru í bókinni, af Laufeyju Valdimars dóttur á ýmsum aidri. — Teikn- ingar Nínu Tryggvadóttur eru sumar mjög fallegar og allar eiga þær vel við textann. Bók- in er laglega útgefin og hentug til gjafa. ,.Látra-Björg“. Eftir Helga Jónsson. Helgafell. ÞETTA kver er skemmtiiegt af- lestrar og nokkuð fróðlegt. í því er allmikill samtýningur af vísum Látra-Bjargar og Einars föður hennar. með tildrögum og skýringum. Má vel bjarga þessu frá gleymsku, því það veitir dá- litla menningarsögulega fræðslú og varpar ljósglætu á einkenni- legt sálarlíf merkilegrar kvenn persónu. Þeir sem unna þjóðieg- um fróðleik, munu kunna að meta kverið, þótt það sje ef til vill ekki mikils háttar. ,.Mannraunir“. Eftir Piet Bakker. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson þýddi. Helgafell. BÓKIN um Frans rottu hefur vakið geysimikla athygli víða um heim, — einnig á íslandi. Helgafell hefur áður gefið út tvö bindi af henni; nú kemur þriðja bindið og nefnist ,Mann- raunir“, Lýkur þar sögunni um Frans rottu. Um söguna í fyrsta bindi er það að segja, að í sinni röð er hún einstök. Lýsingarnar á börnunum í bekk Bruis kenn- ara eru dásamlega lifandi og ekta; einkum eru persónurnar Frans og Betje meistaralega gerðar. Lesandinn gleymir þeim aldrei. Fyrsta bindið, ætti að vera skyldunámsgrein á hverj- um kennaraskóla — og allstaðar þar sem sálfræði er kend. Lest- ur þess er á við margar burrar kennslubækur, þótt iærðar sjeu utanað. Annað bindið var að vísu gott en stóð þó að baki því fyrsta. I þriðja bindinu kynnist les- andinn Frans sem fulltíða manni. — Heimsstyrjöldin er hafin og Bruis kennari lendir í sömu herdeild og Frans. Því er ekki að leyna. að enda þótt „Mannraunir“ sjeu góð bók þá er hún einhvernvegin slitin úr sambandi við fyrri bindin og lesandinn á skrambi bágt með að trúa því að þetta sje sami Frans og þau fjalla um, Frans rotta. Mannlýsingin er of grunn og einföld. þennan mann hefur skáldið ekki þekkt til hlýtar og lesandinn hrífst ekki af hon- um. Hann er orðinn of full- kominn; iínan frá hinni gení- ölu lýsingu á drengnum er brot- in og menguð. En frásögnin af orustunni er aftur á móti svo góð, að jeg minnist ekki að hafa lesið aðra betri. Þar er skáldið í essinu sínu og þar kannast maður aft- ur við snillinginn úr fyrsta bindi. — Öll er bókin spenn- andi og góð vinnubrögð á öllu, — nema aðalpersónunni, sjálf- um Frans. Þýðing Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar er með ágætum, lifandi mál og litbrigðaríkt. Tvö vandræðaskáld: Elías Mar og Hannes Sigfússon. „MAN jeg þig löngum“, eftir Elías Mar fjekk, þegar við út- komu, það orð á sig, að húa væri alveg óvenjulega slæm bók. Menn áttu ekki orð yfir það, hvað hún væri afleit og voru öldungis hissa á því a<T slíkt skyldi vera gefið út. ■— At einhverjum ástæðum kom bók- in ekki í mínar hendur fyrri en löngu nokkuð eftir að hún kom út. Jeg var orðinn mjög forvit- inn að lesa hana, — iökustu skáldsögu, sem út háfði veritf gefin á Isaláði um langt skeið, ef trúa mátti almannarómi. Minna má nú gagn gera og jeg bjóst við öllu illu. — En þegar til kom var saga Elíasar eklti verri en margt annað, sem út hefur komið á síðari árum. Húrv byrjar nokkuð vel; lýsing aðal- persónunnar er sumstaðar ágæt, aldrei ótrúleg, en á til frum- leika. Umhverfislýsingarnár margar hverjar eru bráðlifandi; nokkrar aukapersónur skýrt og vel mótaðar. Og „tónninn“ í sög unni er skáldsins eigin eign, blærinn sem um hana leikur ekki óviðkunnanlegur, þótt nei- kvæður sje. og snauður að lífs- magni. Hjer er lýst sára-fátækri sál, sem ráfar í grámollu síns eigin auðnuleysis, — og lýsing- in er gerð af talsverðum alvöru- þunga, skáldinu ér þó nokktíð niðri fyrir. En — auðnulevsi að- alpersónunnar virðist hafa ork- að á höfundinn: Sagan er illa unnin, málið þvöglulegt og stíll- inn grautarkendur, lopinn víða of langt teygður. -— Þrátt fyrir galla sína, sem allir eru tals- vert algengir hjá ungum höf- undum, er bókin athyglisverð, fyrir ýmsra hluta sakir. Þó verð ur Elías nú að fara að taka fast- ar á og gerast strangari við sjálf an sig. Hann getur nefnilega orðið skáld. En það kostar klof að ríða röftum. „Dymbilvaka“, eftir Hannes Sigfússon, hefði getað orðið talsvert betri bók, ef höfundur- inn væri kröfuharðari við sjálf- an sig. I staðinn fyrir átök, fer hann á hundavaði yfir erfiðleik ana. En bull og kjaftæði verður ekki að list, þótt það sje sett fram i súrrealistísku formi Þetta er fyrsta bók Hannesar. Áður hafa sjest eftir hann smá- sögur, frumlegar og eftirtektar- verðar. Hann er gáfað skáidefni og getur án efa, gert eitthvað betra en þessa súrrealistisku leirsúpu. Og ekki skal því neit- að. að „Dymbilvaka“ ber dá- lítinn vott um sjerkennilega skáldgáfu og hugarflug. Tileink unin er góður, gamaldags skáid skapur: „Með gullinni skyttu. og glitrandi þræði óf sumarið nafn þitt í söknuð minn“. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.