Morgunblaðið - 22.07.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 22. júlí 1949. JlffgpttlMiifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbMa Leiður grikkur við göfuga drottningu ÞEGAR ráðið var að ísland gengi í hið svokallaða Bern- r.rsamband, ákváðu íslendingar að hafa svipaða afstöðu í viðskiptum um andleg verk, bókmenntir og tónverk, eins og aðrar menningarþjóðir. Aðild íslands að Bernarsambandinu verður þessvegna ekki aðeins talin rjettmæt, heldur og sjálfsögð. Afleiðing hennar varð m. a. sú, að óhjákvæmilegt var að Ríkisútvarp- ið gerði samning við samtök íslenskra tónskálda og eigenda ílutningsrjettar að tónverkum, sem löggilt hefur verið, sem aðili fyrir þeirra hönd, um flutning tónverka og greiðslur íyrir þau. Aðalatriði þess samnings, sem fyrir skömmu hefur verið undirritaður, er það, að Ríkisútvarpið skal greiða Stefi, en svo heita samtökin, 6% af afnotagjaldi hlustenda, sem í þessu sambandi telst 60 kr., á ári hverju. Stef skiptir síðan þessu fje milli þeirra, sem eiga flutnings- ijett tónverka þeirra, er flutt hafa verið, innlendra og er- lendra. Mun heildarupphæo þess á ári vera 120—130 þús. kr. Er það hlutfallslega hærri upphæð en greidd er hlið- stæðum samtökum á öðrum Norðurlöndum. Þetta er mjög einfalt mál. Ríkisútvarpið greiðir eigend- um flutningsrjettar að tónverkum ákveðið gjald á ári fyrir þau verk þeirra, sem flutt hafa verið. Útvarpið innir þessa greiðslu raunverulega af hendi fyrir hönd hlustenda sinna, sem á tónverkin hlusta og greiða Ríkisútvarpinu afnota- giald fyrir þennan og aðra þætti dagskrár þess. En í sambandi við þessar greiðslur hefur samt risið ein- kennileg deila. Forystumenn Stefs hafa krafist sjerstakr- ar greiðslu fyrir þau útvarpstæki, sem höfð eru á sam- komustöðum, eða að öðru leyti á almannafæri, svo sem í almenningsbílum, vinnustöðvum og verslunum eða þar sem þeir telja að tækin sjeu notuð í hagnaðarskyni. Það er óþarfi að eyða mörgum orðum að þessari kröfu, svo fráleit er hún. Og það er illa farið að hin ungu sam- tök eigenda flutningsrjettar og tónskálda okkar skuli leggja nafn sitt við hana. Þessi samtök þurfa á skilningi þjóð- arinnar að halda á hlutv. þeirra og þýðingu. Þau eiga þann skilning skilið, vegna þess að þau eru málsvari ágætrar og göíugrar listar, drotningar drotninganna í ríki listanna, tónlistarinnar. Þessari göfugu drotningu hefur verið gerð- ur leiður grikkur af þeim þegnum hennar, er slíks mátti síst vænta af, sjálfum hirðmönnum hennar. Sá grikkur felst í því, að setja fram kröfur, sem vekja í senn andúð og að- hlátur. Framsókn arm oðsu ðan FRAMSÓKNARFLOKKURINN setti fyrir nokkru íram kröfur um sumarþing og vetrarkosningar. Hann sagð- ist vilja láta kjósa um tillögur, sem hann hefði á takteinum til lausnar aðkallandi vandamálum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Lengi vel biðu menn þess að sjá þessar tillögur, ,,úrræði“ Framsóknar, eins og Tíminn kallaði þær. Nú leið og beið. Allt í einu birtist tilkynning frá höfuðstöðvum Tímans um „úrræðin“. En viti menn? Hver skyldu þau hafa verið? Hvorki meira nje minna en moðsoðnar álykt- anir miðstjórnar Fraamsóknarflokksins frá s. 1. vetri. Vesalings Framsókn, alltaf er hún á reiki í fortíðinni. Fyrir nokkrum áratugum þótti moðsuðan fullkomin eldun- araðferð. Nú er hún nær liðin undir lok, ef ekki alveg. En Framsókn er ennþá að basla með moðkassann sinn. Þar geymir hún „úrræðin sín“ og krefst svo sumarþings og vetrarkosriinga um moðsuðuna!! Það er vel líklegt að nauðsynlegt verði að hafa kosning- ar í haust. En fráleitt er að þær snúist um hinar moðsoðnu ályktanir miðstjórnar Framsóknar. Þær munu snúast um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fá tækifæri til þess að stjórna landinu einn eins og höfuðborginni. Þaer munu Snúast um það, hvort íjármálastjórn ríkisins eigi að verða traust og örugg eins og höfuðborgarinnar, eða hvort sam- stjórnarsamábyrgðarsukkið eigi að móta svip íslenskra stjórnmála í framtíðinni. k o f ft rr d fjj is| £*% TEff ÚR DAGLEGA LÍFINU Háskalegur flutningur EITT af hryllilegri umferða- slysum, sem orðið hafa hjer á landi varð á þann hátt, að bif- reið var ekið aftan á síma- staura, sem verið var að flytja á vörupalli bifreiðar. Sjónarvottar að þessu slysi sögðu svo frá, „að bíllinn hefði bókstaflega þræðst upp á einn símastaurinn“. Fór staurinn í gegnum framrúðunja, gekk í gegnum bílinn og aftur úr glugganum á afturhlið vagns- ins. Slys þetta varð vegna þess að bifreiðarstjórinn, sem ók á eftir vörubílnum, sem var með þenna há'skalega flu'tning sá ekki staurana. e Hættumerki nauðsynlegt EKKI er hægt, að komast hjá því, að vörubílar flytji staura, járnrör og stengur, sem standa aftan af vörupalli. Það er stundum nauðsyn að flytja varning á þann hátt. En hitt er sjálfsagt og skylt, að merkja vel með hættu- merkjum þegar farið er með slíkan flutning á götum og veg um Algengast er að notuð er rauð dula, sem fest er á enda staursins, eða járnrörsins, sem lengst skagar aftur af bilnum. o Lá við slysi ÞESSI aðvörun er hjer sett fram vegna þess að í fyrradag munaði litlu að stórlys hlytist af, er bifreið var ekið á eftir vörubíl með járnrörahlass. — Bifreiðastjórinn, sem var fyrir aftan vörubílinn sá ekki rörin, fyr en hann var rjett komin að þeim. Var eingöngu að þakka snarræði hans og því hve hægt hann ók, að ekki varð slys. Strangar reglur ÞAÐ þarf að setja ströng fyrir- mæli til vörubifreiðastjóra um, að þegar þeir flytja varn- ing eins og hjer hefur verið minnst á, þá haíi þeir hættu- merki, greinileg. Eins þegar hátt hlass er á vörubílum, þá sje það vel bund ið, þannig að ekki sje hætta á að hlassið, eða hluti af því velti af. Með þessu þarf að hafa strangt eftirlit og það ætti að varða sektum, eða þungri hegningu, ef út af er brugðið. • Hætta á ferðum á góðum vegum LANGFERÐABÍLSTJÓRI, sem nýlega er kominn úr ferð norð ur í land, segir eftirfarandi sögu: Þjóðvegurinn norður í land^ er í prýðisstandi og hefur ver- ið undanfarið. Vegamálastjóri á þakkir skyldar fyrir hve vel hann lætur halda veginum við með vegheflum, ofaníburði og öðrum ráðstöfunum, sem gera þarf. En þrátt fyrir þetta er veg- urinn hættulegur og stafar það af smáathugunarleysi hjá vega vinnuverkstjórunum. Slæmt við brýrnar „HVERNIG, sem á því stend- ur“, sagði bifreiðarstjórinn, hvort það er nú, að heflarnir komast ekki alveg að brúnúm, eða hvað, þá er það staðreynd, að það er mikið af holum síð- asta spölinn að þeim. Þettakemur sjer illa og er blátt áfram hættulegt, eins og sjest á því, að víða hefur verið ekið á brýr og þær skemdar“. • Beinn sparnaður ÞETTA a^ttu vegavinnuverks- stjórar að athuga Því ef stóru vegheflarnir geta ekki heflað við brýrnar, þá verður að gera það með handverkfærum. Einnig liggur það í augum uppi, að það er beinn sparn- aður að aðkeyrslan að brúnum sje sem best. Færri brýr myndu skemmast og bílar. • Skemmtiferðin ÞAÐ er fást ákveðið, að farið verður í skemmtiferð með gamla fólkið á laugardaginn, eins og fyrirhugað var. Lagt verður af stað úr.bænum undir klukkan 2 og komið heim aftur kl. 7—8 um kvöldið. Matthías Þórðarson, fyrver- andi þjóðminjavörður, hefur góðfúslega lofað að vera með í ferðinni og segir hann frá Þingvöllum á Lögbergi. Lög- reglustjórinn lánar magnara. Kaffi verður drukkið í Val- höll um 4 leytið. • Hlakka til - ferðarinnar GAMLA fólkið hlakkar mjög til ferðarinnar. Ekki er hægt að segja með vissu 'hve margir verða í förinni, en sennilegt að það verði alltaf um 80 manns) bæði frá Elliheimilinu og gam- almenni, sem búa í eigin íbúð- um. Maður. sem er kominn vfir sjötugt spurðist fyrir hvort harin1 gæti fengið að fara með og var það auðvitað sjálfsagt. Hann sagði: ..Jeg hefi 'ekki haft tíma til að ferðast mikið um dagana. Þurft að hugsa meira um vinn- una. Aldrei hefi jeg komið á Þingvöll, þótt mig hafi alltaf langað til að sjá þann stað. Og nú fer að styttast hjá mjer og þetta er einasta tækifærið til að gamall draumur rætist“. Þetta sagði gamli maðurinn og þannig mun vera um fleiri, sem fara með í þetta ferðalag. • Enn vantar bíla EN það vantar ennþá bíla. — B’ílaeigendur hafa vþrið ein- kennilega tregir til að gefa sig fram. Hart væri það, ef ekki væri hægt að fá 20—30 bila í þeim tilgangi að gleðja einstæð gamalmenni einn eftirmiðdag, þegar einkabílarnir skifta þús- undum í bænum. Þeir aðilar, sem tekið hafa að sjer, að vinna að þessari skemmtiferð gamla fólksins, Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins, Aron Guð- brandsson, forstjóri, fyrir stjórn FÍB, og undirritaður skora enn einu sinni á þá, sem eiga, bíla, að lána þá í þessa ferð. Og nú skulum við sjá hvaða árangur það ber. I dag eru síðustu forvöð að gefa sig fram. MEÐAL ANNARA ORÐA .... I ................-I Gerlar geta bjargað mannkyninu frá hungurdauða. Eftir CHARLES CROOT, frjettaritara Reuters. K.HÖFN — Dr. A. C. Thaysen er þeirrar skoðunar, að gerlar ^ einir geti bjargað marmkyninu , frá hungurdauða, en hann er for stjóri gerlafræðirannsóknastof- unnar bresku í Trinidad. Dr. Thaysen er fæddur í Dan- mörku, en er nú breskur þegn. Hann hefir verið í sumarfríi í Danmörku og sagði m. a. í viðtali við „Berlingske Aften- avis“: „Það er talað um, að rækta meira land til þess að framleiða fæðu fyrir íbúa jarðarinnar, sem sífelt aukast að tölu til. En það verður bæði of dýrt og of seinlegt. í hitabeltislöndun- um eykst mannfjöldin t .d. um fimm af hundraði ár hvert. Fæðuskortur er þar mjög al- gengur. • • GERLARNIR KOMA TIL SÖGUNNAR. ,.MÍN skoðun er, að einasta lausnin sje að notfæra sjer gerl- ana. Gerlalíffræðin er einkarl þýðingarmikil fyrir allan heim-l inn. Með því að breyta samsetn- ingu ýmsra efna, valda gerlar samræmi lífrænr.a efna í jarð- veginum, sem ráða því hvað hægt er að rækta. í styrjöldinni, þegar kafbáta- hættan þýska var upp á sitt hæsta, fóru Bretar að fá áhuga fyrir eggjahvítuefnum, sem gætu komið í stað venjulegra matvæla. Þetta efni er nú framleitt í Vestur-Indíum og er notað til að berjast gegn fæðuskortinum í hitabeltislöndunum. Þar hugsa menn ekki um hvað þeir borða, eða ættu að borða, heldur leggja sjer til munns, það sem þeim þykir best. • • MANNKYNINU SÍFJÖLGAR. ÞETTA er vandamálið mikla, sem við erum að reyna að leysa í Trinídad. Nú eru t. d. um 400,000,000 íbúar í Indlandi, en reiknað er með, að í lok yfirstandandi ald- ar verði íbúar Indlands orðnir 1,700.000.000. Indland getur ekki fætt íbúa sína nú. Hvað skal til bragðs taka þegar íbú- unum fjölgar enn rr.eir? í Vestur-Indíum höfum við sjeð hvernig ný lyf hafa stöðv- að drepsóttir, sem áður áttu sinn þátt í að halda íbúatölunni í skefjum. Aukinn landbúnaður er ekki nóg. Ein kýr framleiðir varla eitt pund af eggjahvítuefni á dag. í 500 pundum af soya- baunum er um 84 pund eggja- hvítuefni. En úr einni smálest af geri, sem hefir verið látið gerjast í sólarhring, fást 30 smálestir af eggjahvítuefni. • • GERLA-LÍ FFRÆÐIN MARGHLIÐA. GERLA -LÍFFRÆÐIN er marg- hliða. T. d. vithm við ekki hvemig olían hefir orðið til. Við vitum aðeins að hún hefir orðið til í jörðinni gegnum margar aldir fyrir tilstilli gerla. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.