Morgunblaðið - 22.07.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.1949, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. júlí 1949. HORGUNBLAÐiS 9 Norðmenn ieita öryggis frelsi sínu HALVARD LANGE utanrík- isráðherra Norðmanna átti tal við blaðamenn í gær i riorska sendiráðinu við Hverfisgötu. — t>ar voru þeir líka staddir sendi- herra Norðmanna hjer, T. And- ersén-Rysst, og hinir þrír full- trúar norsku verkalýðshreyf- ingarinnar, er sátu fund hinnar norrænu samvinnunefndar ásamt með utanríkisráðherran- um.' Er Lange utanríkisráðherra tók til máls, kvaðst hann lengi hafa haft hug á því, að koma hingað til lands, því miður yrði hann að láta sjer nægja, mjög stutta viðdvöl í þetta skifti, gæti því aðeins fengið tak- mörkuð kynni af lands og þjóð- arháttum. Eins og allir skilja, sem kunnugir væru stjórnmál- um, sagði hann, er annríki stjórnmálamanna meirá en endranær, þegar kosningar standa fyrir dyrum Kosið verð- ur til Stórþingsins í haust. Sjerstaklega yrði heimsóknin á Þingvöll sjer ógleymanleg, sagði hann. Þar finndu Norð- menn sjerstaklega til skyldleik- ans við íslendinga, minntust þeirra tíma, er hið íslenska rjett arríki var stofnað, að miklu leyti eftir norskri fyrirmynd, þar minntist hann Snorra Sturlusonar, sem gaf Norð- mönnum hina elstu sögu þeirra. Þakkar vinarhug á erfiðum tímum Sem utanríkisráðherra Nor- egs, sagði Lange, vil jeg nota tækifærið til að þakka íslend- ingum vinarhug þeirra og góðar viðtökur norskra flóttamanna, er komu hingað á síðustu stvrj- aldarárum og dvöldu hjer í styttri og lengri tíma. Sú vin- átta og sú hjálp, er þeir mættu hjer, mun aldrei líða norsku þjóðinni úr minni, sagði hann. Jeg vil einnig þakka þær vin- argjafir, er hjeðan komu að styrjöldinni lokinni, er vissu- lega voru höfðinglegar, saman- borið við fólksfjölda og efni þjóðarinnar. Stöndum saman í Atlantshafsbandalaginu Þá vil jeg ennfremur, sagði ráðherrann, geta .þess, að við Norðmenn glöddumst yfir því, að íslendingar, ásamt Dönum, og okkur Norðmönnum gerðust þátttakendur í Atlantshafs- bandalaginu. Ánægjulegt er að horfa fram á það, að Norðmenn og íslendingar geti á fleiri svið- um staðið saman að lausn vanda mála. Viljum öryggi og frið Er ráðherrann var beðinn að gera stuttlega grein fyrir stefnu Norðmanna í utanríkismálum, komst hann að orði á þessa leið: Frá því styrjöldinni lauk. hef- ur utanríkisstefna okkar Norð- manna fyrst og fremst mótast af reynslu okkar og þrautum á styrjaldarárunum. Aðalatriðið hefur verið, að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess aff kortia í veg fyrir, að atburðir slíkír og að- farir gagnvart norskri þjóð, endurtaki sig. Að við aldrei lif- um aftur þann hörmungadag, Fjekkst hest i At(antshafsbandalaginu Samial við Halvard Lanye utanríkisráðherra Norðmanna. í NORSKA sendiráðinu í gær. — Talið frá vinstri: Elías Volan, ritari norska Alþýðusam- bandsins, Halvard M. Lange utanríkisráðherra, T. Andersen Rysst, sendiherra, Martin Tran- mæl, ritstjóri og Torbjörn Henriksen, formað m sambands bæjarvinnumanna. sem 9. apríl 1940, og þær þraut- ir, er á eftir komu. Við tókum þátt í samtökum Sameinuðu þjóðanna í þeirri von, að með því móti gætum við öðlast það öryggi og frið, sem við óskuðum eftir, en komumst að raun um, að vegna ósam- lyndis milli stórveldanna væru Sameinuðu þjóðirnar með nú- verandi fyrirkomulagi eigi nægi lega styrkar, til þess að Jeysa þau deilumál, er upp kæmu milli stórveldanna. I Norræn samtök ekki nægilega sterk j Þareð Norðmenn gátu ekki einir fyrir sig skapað sjer það örvggi, sem þeir telja sjer nauð svnlegt, til tryggingar trelsi sínu í framtíðinni. urðu þeir að leita til samtaka við aðrar þjóð- ir, til tryggingar fvri^ nægileg- um vörnum landsins. Eðlilegast var, að snúa sjer fyrst til nágrannaþjóðanna á Norðurlöndum. til þess að ganga úr skugga um, hvort t.akast mætti. að fá með þeim samein- uðim nægiJeg áhrif á heims- málin og næpile^a vörn gegn því. að atþurðirnir, sem þeir er gerðust 9. apríl endurtækju sig. Eftir þær athueanir og rann- sóknir, er fram fóru á s.l. hausti og vetri, komumst við að raun um, að hin norrænu samtök vrðu þess ekki megnug, að afla okkur nægilegs örvggis. Þá var eðlilegt, að við gerðumst þátt- takendur í Atlantshafsbanda- laginu. Stöku menn þ. e. kommún- istar, hafa viljað líta svo á, að með þátttöku okkar í Atlants- hafsbandalaginu værum við að vinna gegn Sameinuðu þjóðun- um. En þetta er hin mesta fjar- stæða. Einmitt með Atlantshafs bandalaginu er verið að draga úr þeirri ófriðarhættu, seni verið hefur ó milli stórveldanna. — Þetta var beint skilyrði ti] þess, að Sameinuðu þjóðirnar gætu haldið áfram að vinna að öryggi heimsins, og hefur stofnun At-! Sammála um margt lantshafsbandalagsins þess \ vegna orðið Sameinuðu þjóð- unum beinn styrkur. Síðan barst talið að norskum innanríkismálum og væntanleg um haustkosningum. Ráðnerr- ann komst þá m. a. að orði á þessa leið: Haustið 1945 var að verulegu leyti samkomulag um endur- reisnarmálin. En nokkur ágrein ingur var um leiðirnar að því marki. Þá var Verkamanna- flokknum falið að vinna að end- urreisninni. Við teljum, að hún hafi tekist það vel, að við fáum umboð kjósendanna til þess að halda stjórninni áfram. Samkomulag var um að gera upp sakirnar við 1 andráða- mennina frá styrjaldarárunum, reisa rjettarríki að nýju í land- inu og byggja upp lýðræði í norskum anda. Floklíarnir voru einnig sam- mála um landvarnir, þangað til nú á síðustu tímum, að komm- únistar hafa skorist þar úr leik. Samkomulag hefur verið um það, að réisa þvrfti að sjálf- sögðu þau hjeruð og fyrirtæki úr rústum, sem gereydd voru í stvrjöldinni og skapa fólki með því minsta kosti svinuð lífsskil- j>rði, og það hafði áður. En menn hefur greint nokk- sje eingöngu Atlantshafsbanda- uð á um það, hve hægt væri að Heimurinn venst frið- samlegri samvinnu Eins og þið vitið allir, er starf Sameinuðu þjóðanna margþætt, á sviði fjármála, stjórnmála, heilsuverndar lista. samgangna og þetta alþjóðastarf snertir fjölda mörg svið í lífi þjjóðanna. Við Norðmenn tökum þátt i öllum greinum þessa samstarfs vegna þess m. a.. að þeim mun meir og betur sem Sameinuðu þjóðirnar vinna að hinni pólit- ísku starfsemi, sem ekkert kem- ur valdastreitu við, eftir því venjast þjóðirnar því æ meir, að vandamál þeirra sjeu Jeyst á þéssum vettvangi. Menn skilja það betur oe bet- ur að mannkynið þarf að læra að leysa deilumáJ sín á prakt- ískan og friðsaman hátt. Sáttmálinn opnaði samningaleiðir Ef til vill er það of djúpt tek- ið í árinni, heldur ráðherrann áfram, að komið sje nú að enda lokum ,,kalda stríðsins“ og það laginu að þakka. En hitt er hægt að fullyrða, að hin eindregna og a linenna ætlast til, að sú endurreisn eengi ört, eins og menn hafa líka ekki verið sammála um hve þátttaka 1 ýðræðisþjóðanna í At- I mikið ætti að byggja af sjúkra- lantshafsbandalaginu hefur orð húsum, skólum og þess konar ið lil þess, að komið er eins konar vopnahlje í hinu ,,kalda stríði“, er gerir það að verkum, að samningar geta haldið ófram um deilumálin. stofnunum, á meðan væri ver- ið að vinna að endurreisn og þróun framleiðslunnar. Allir voru að sjálfsögðu sam- mála um, að ekki væri hægt að Uppbætur þriðjungur útgjaldanna Um fjármálin sagði ráðherr-* ann m. a.: Síðustu fjárlög námu 2,300 miljónum króna. Af útgjöldun- um fóru 700 miljónir í verð- uppbætur, eða tæpur þriðjung- ur. Fjárlög þau, sem nýlega voru samin fyrir næsta ár, hljóða upp á rúmlega 2,50ð miljónir. Verðuppbæturnar verða svipaðar næsta ár, því verðlagssamningur, sem gerður befur verið við bændur, rennur fyrst út í júlí 1950. Honum verður ekki breytt fyrr en, nýtt samkomulag er fengið. En það- eru uppbæturnar, sem gera mesta skattabyrði. Landbúnaðarframleiðslar: var á síðasta ári 85—90% af því, sem hún var fyrir stríð. Það fer því eftir tíðarfari og upp- skeru, hvort landbúnaðarfram- leiðslan verður meiri eða minni en meðalframleiðslan var íyrir styrjöldina. Tekjur af útflutningi ásamt tekjum af siglingum erlendis og ferðamönnum, voru á síðasta ári um 2 miljarðar. Er það svipað og var fyrir styrjöld. í sumum greinum er útflutningurinn þó minni en fyrir stríð, en i öðr- um greinum meiri svo sem af heimilisiðnaði Skipastóll okkar á að vera orðinn sá sami og hann var fyrir stríð, að ári liðnu. Marshall - aðstoðin kom sjer vel Er ráðherrann var spurður um, hvernig MarshaJlaðstoðinni hafi verið tekið meðal Norð- manna, sagði hann, að allir flokkar væru henni að sjálf- sögðu fegnir nema kommún- istar, þvi þeir skærust úr leik í því sem öðru. Marshallaðstoð- in hefur numið 600 miljónum kr. síðasta árið og því, að sjálf- sögðu kornið að góðu gagni. M. a. til þess að fá til landsins efni vörur, er hefð uaukið atvinnu í ýmsum greinum og komið í veg fyrir atvinnuleysi. — Að sjálfsögðu tekur slík aðstoð enda. Norðmenn kærðu sig ekki um að þurfa á slíkri aðstoð að halda til lengdar, sagði ráðherr- ann. Þess vegna hefur verið gerð fjögra ára áætlun um auk- inn útflutning, sem á að geta gefið þjóðinni sem svarar þess- um gjaldeyristekjum innan fárra ára. En í því sem öðru, beittu kommúnistar sjer gegn umhótum í landinu. Er ráðherrann var að því spurður, hvernig fylgi komm- únista væri háttað í Noregi, sagði hann, að það færi ört minkandi. Þetta kom m. a. greinilega í ljós á þingi verka- lýðsfjelaganna nýlega, þar sem saman voru komnir um 300 full trúar. En futltrúar kommún- ista voru aðeins 16. Þareð samningaleiðirnar eru | komast hjá skömtun á ýmiskon- opnar, þá eru líka leiðir til þess, j ar nauðsynjavörum fyrst í stað, að samtök Sameinuðu þjóðanna ' höftum og eftirliti með verðlagi geti haldið áfram að vinna að . í ýmsum greinum. En menn .heimsfriði, og geti fengið þann styrkleika, sem nauðsynlegur er ^til þess, að friðarhugyónir. geti orðið að veruleika, og öryggi skapast fyrir frelsi smáþjóða, eins og okkar. hefur greint á um það, hve víð- tækar hömlur væru nauðsyn- legar i atvinnu- og viðskifta- lífinu, eða hver nauðsyn bæri til þess fvrir þjóðf|elagið, að takmarka kauphækkanir. Slóvenar í Austurríki. BELGRAD — Júgóslavnesk. blöð segja frá stofnun nýs stjórn- málaflokks meðal Slóvena í Karnthen í Austurríki, vill hann sameiningu við Júgóslavíu jafn- framt því, sem hann verður and vígur kommúnistum og austur- rísku stjórninni í væntanlegum kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.