Morgunblaðið - 04.08.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1949, Blaðsíða 1
Merkilegur leiðangur lil Suðurheimskaulslandanna undirbúinn í Bandaríkjunum Ætlunin er að kortleggja óþekkt lands- svæði, sem er á stærð við alla Evrópu Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. NEW YORK, 3. ágúst. -— Ráðagerðir eru uppi um það í Banda- ríkjunum, að gera út stóran leiðangur til suðurheimskautsland- anna á vetri komanda. Ætlunin er að gera landabrjef af lands- svæðum, sem eru mönnum áður ókunn að mestu. BYRD STJÓRNAR Hernaðarsjerfræðingur New York Times, Hanson Baldwin, skýrði frá því í dag, að ráðgert væri að gera út leiðangur til suðurskautsins á næsta ári. — Fyrir leiðangrinum. verður hinn reyndi heimskautakönnuður Richard Byrd aðmíráll. A STÆRÐ VIÐ EVRÓPU Búist er við, að uni 3500 manns og 8 skip verði send í ferð þessa. Hugmynríin er að gert verði landabrjef af óþekktu landsvæði, sem svipað er Evrópu að stærð. Ef allt fer sem ætlað er, þá munu fyrstu leiðangursskipin leggja af stað í októþermánuði. Mun leiðangur þessi standa við um fjögurra mánaða skeið í suðurheimskautslöndunum og koma til Bandaríkjanna í apríl- mánuði 1950. K<isningar í A-Þyskahn.di. BERLlN —. Samkvæmt heimild- '■ um frá kommúriistum ciga ,,frjáls- ar“ kösriíngar að fara fram á her- námssvæði Rússa i Þýskaiandi > haust, eða nánar tiitekið einhvem tíma á timabilinu 15. sept. til 31. desember. Eíðar næturárásir á konur í Kaupmannahöfn KAUPMANNAHÖFN, 3. ágúst: — Næturárásir á kvenfólk í Kaupmannahöfn hafa færst mjög í vöxt að undanförnu, og má heita að engin nótt líði svo, að einhver kona verði ekki fyrir árás. Síðastliðna nótt varð ung stúlka fyrir árás í Amager, en er henni tókst að hrópa á hjálp, lagði árásarmaðurinn á flótta og komst undan. Lögreglan í Kaupmannahöfn lítur mjög alvarlegum augum á þessa atburði, og til mála hefir komið að fjölga talsvert lögregluliði borgarinnar. - NTB. McEloy hcrnámsstjóri. FRANKFURT: — Nýlesca »om Mc Cloy hernámsstjóri Bandarít iaima í Þýskalandi til Frankfurt, 1 fylgd með hernámsstjóranum var kona hans og 2 börn þeirra. Komu þau til Eng- lands fljúgandi frá Bandaríkjunum, en þangað sótti McClóy þau. IVIikill fögnuður við komu ,Amethyst4 til Hong Kong Tilraunir skipstjórans lil að semja við kom- múnista báru engan árangur Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HONG KONG, 3. ágúst — Breska freigátan „Amethyst“ kom til Hong Kong í morgun og var tekið þar með miklum fagn- í ðarlátum. Geysistór bátafloti fylgdi skipinu inn á höfnina, en þar tóku á móti því landstjórinn í Hong Kong og yfirmenn hers og flota þar. Ellefu fundir. John Kenan, skipstjóri á „Amethyst" ræddi við frjetta- menn í dag. Skýrði hann þeim svo frá, að hann hefði afráðið að reyna að komast niður eft- ir Yangtse, er honum þótti sýnt, að enginn árangur mundi verða af viðræðum sínum við yfirvöld kommúnista, þar sem skipið lá. Hann átti alls við þá ellefu viðræðufundi, sem sum- ir hverjir stóðu yfir í fimm til sex klukkustundir. Skipstjórinn kvað siglinguna niður eftir fljótinu hafa verið hina erfiðustu, en bætti því við, að hamingjan hefði reynst jer hliðholl. Hússar óttast rannsókn á þrælahaldskerfi slnu Sýrumorðin í Englandi SÝRUMORÐIN svonefndu í Englandi hafa vakið feikna at- liygli um altan heim. Fertugur maður, Haig að nafni, myrti {> manns og leysti líkin upp í sýrum. Rjettarhöld yfir morð- ingjanum, sem var dæmdur til dauða, fóru fram fyrir skömmu og hjer sjest er opinberi ákærandinn, hinn kunni Sir Hartlev Shawcross, keinur til dómhússins. Hernaðarleiðtogar Breta og Bandaríkjamanna ræðasl við Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reutcr. I.ONDON, 3. ágúst. — Yfirmenn bandarísku hervarnanna ræddu í dag við háttsetta starfsbræður sína í London. Á morgun (fimmtudag) munu þeir svo eiga viðræður við yfii'menn herj- anna í Noregi og Danmörku, en að því loknu halda til Parisar til viðræðufunda við hernaðarleiðtoga Frakka, Belgíumanna. Ilollendinga og Portúgala. „Nýlendustefna Titos marskálks" LONDON, 3. ágóst: — í dag var útvarpað frá Moskva, nýjum ásökun- um Kominform á hendur Júgóslavíu. Las útvarps- fyrirlesarinn kafla úr grein, með fyrirsögninni: „Nýlendustefna Titos hef ir mistekist í Albaníu“. I greininni er meðal annars komist svo að orði: „Tito og klíka hans hafa árum saman reynt að gera Albaníu að nýlendu, alveg eins og Mussolini reyndi á sínum tíma“. — Reuter. Viðræður þessar og ferðalag bandarísku herforingjanna um Evrópu snúast, eins og kunn- ugt er, um hervarnir Vestur- Evrópu og þá hernaðarlegu samvinnu, sem ákveðin var með Atlantshafsbandalaginu. Mótmælaganga boðuð í sambandi við för herfor- ingjanna bandarísku til París- ar, hefir lögreglan þar í borg bannað mótmælagöngu, sem kommúnistar höfðu boðað á föstudag gegn „hernaðarnefnd inni“. í ráði var meðal annars, að þátttakendur mótmælagöng unnar „sýndu friðarvilja sinn“ fyrir utan bandaríska sendi- ráðið í París. Pólland næst. RÖM —■ Talsmaður frá Vatikan- inu hefir sagt, að Kominform hafx nýlega afróðið að kaþólska kirkjan í Póllandi skuli verða næsta skot- mark kommúnistaárásanna. Vilja hindra afskifti S.þ. Tíu tniljónir ríkisþræla, segja Brelar Einkaskeyti frá Reuter. GENF, 3. ágúst — Efnahags- og fjelagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna, sem nú situr á fund um í Genf, hjeit í dag áfram að ræða ásakanir Breta um þrælahald í Sovjetríkjunum. Hafa þeir fullyrt — og lagt fram ýms sönnunargögn máli sínu til stuðnings — að rúss- nesku stjórnarvöldin hafi yfir tíu milljónir ríkisþræla í haldi. Bretar krefja Rússa svars Á fundinum í dag, krafðist Corley Smith, aðalfulltrúi Breta, þess af Rússum, að þeir svöruðu því afdráttarlaust, hvort þeir vildu fallast á, að nefnd frá Sameinuðu þjóðun- um fengi að ferðast til Rúss- lands og rannsaka bresku á- kæruna um þrælahaldið. — Ef rússneska kommúnistastjórnin þyrði að leyfa þetta, sagði Smith, mundu bresku stjórnar völdin fúslega leyfa sömu nefnd að rannsaka rússneskar fullyrðingar um ómannúðlega meðferð á föngum í Bretlandi og nýlendum þess. Rússar ánægðir með kerfið Amazasp Arutiunian, full- trúi Rússa, svaraði Smith í 90 mínútna langri ræðu. — Lýsti hann yfir því, að hvergi í heim inum væri að finna mannúð- legri hegningai'löggjöf en í Sovétríkjunum, en hún miðaði „fyrst og fremst að því að „end urfræða“ afbrotamenn og gera þeim kleift að taka þátt í end- urreisn lands vors“. Arutiunian gerði það að tillögu sinni, að skipuð yrði alþjóðleg nefnd verkalýðsfulltrúa til að rann- saka nauðungarvinnu alsstaðar í heiminum. Bandaríkin Bandaríski fulltrúinn í efna- hags og fjelagsmálaráðinu tal- aði næstur og fór fram á, að skipuð yrði rannsóknarnefnd, sem í ættu sæti fulltr. úr ráðmu og meðlimir alþjóðlega verka- lýðssambandsins. Engin ákvörð un um nefndarskipun var hins vegar tekin, áður en fundi var slitið í kvöld. Á fundinum í dag lagði Corley Smith meðal annars fram ljósmyndir af öllum til- skipunum, sem rússneska stjórn in hefir gefið út um nauðungar vinnu frá 1933 til 1940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.