Morgunblaðið - 04.08.1949, Side 10

Morgunblaðið - 04.08.1949, Side 10
r T 10 r 'T4RI! MORGVNBLAÐIÐ ****«*«*- Fimtudagur 4. ágúst 1949 Framhaldssagan 56 Kira Arqunova Eftir Ayn Raná í tiiiiiiii.iiiiiimmiimiifiimi'MiM^lllilllHmiiimi.milll „Nei, þakka þjer fyrir, Vas- ili frændi. Jeg er nýbúin að borða“. „Jæja“, sagði Irína. Varstu rekin?“ Kira kinkaði kolli. „Og Leo líka?“ Kira kinkaði kolli. „Og hvers vegna spyrð þú ekki? Jeg get svo sem vel sagt þjer það. Jú, mér var sagt að snauta. Við hverju öðru var að búast, þegar um er að ræða dóttur auðugs konungslegs loð- vörukaupmanns?“ „En .... Victor?“ Irína og Vasili Ivanovitch litu hvort á annað. „Nei“, sagði írina, „Victor var ekki rekinn“. „Það var gott, Vasili frændi. Það eru sánnárlega góðar frétt- ir“. Hún vissi, að frænda henn ar var Victor kærasta umræðu efnið, „Victor er svo gáfaður, og það gleður mig, að honum var hlíft“. „Já“, sagði Vasili Ivanovitch biturlega. „Victor er svo gáf- aður“. „Hún var í hvítum kjól með knipplingum", sagði írina, ,,og hún söng afskaplega vel .... ó, jeg meina í leikhúsinu .... ,La Traviata“ í Mikhailovsky-leik- húsinu, . .. . já. þú hefir nátt- úrlega sjeð það? Þá verður þú endilega að fara. Gömlu klass- isku rithöfundarnir .... gömlu klassisku rithöfundarnir eru.. “ ,,Já“, sagði^Vasili Ivanovitch, „gömlu klassisku rithöfundarn ir eru og verðá þéir bestu. — í þá daga voru menn menntaðir og trúaðir, og ménn voru. ... “ „Já“, sagði 'Kira. Hún átti fult í fangi með að fylgjast með samræðununa. „Já, ég verð að sjá „La Traviata". „I síðasta þættinum“, sagði Irina. „í síðasta þættinum, þegar hún .... æ, fari það til fjandans“. Hún fleygði teikni áhöldunum frá sér, svo að þau duttu á gólfið. Acía vaknaði, settist upp, og horfði undrandi í kring um sig. „£ú heyrir það, hvort sem er fyr eða síðar .... Victor er kominn í flokkinn“, Kira sat með bókina eftir Chekov, en mistt hana á gólfið. „Hvað .... hvað segirðu?“ „Hann er gehginn í flokk- inn. Sameinmgarflokk kom- múnista. Með rauða stjörnu, flokksbök, brauðmiða og með hendina ofan í bjóðpollinum, sem þegar er búið áð úthella og sem á eftir að úthella í fram- tíðinni“. „J.j, írina, hvernig fjekkí hann upptöku?11 Hún þorði ekki að líta á Vasili Ivanovitch. Hún vissi, að hún átti ekki að spyrja. Hún vissi að það sveið undan hverri spurnirfgu, eins og hníf værí stungið í opið sár^. En hún gat ekki_ annað. „Það lítur út fyrir, að hann hafi byrjað að undirbúa þettá fyrir löngu. Hann hefir valið sjer vini og þá ekki af verri endanum! Hann hefir sótt um upptöku fyrir mörgum mánuð- um .... og við vissum ekkert um það. Svo .. .*. var hann tekinn í flokkinn. Auðvitað var hann tekinn. Hann var búinn að búa svo vandlega um, að oreigasinnað hugarfar hans 1111.111111111111111.1 i.iiiiiuii.ii.iiiiiii.il. væri vottað á heppilegum stöð- um Hann var orðinn öruggur, enda þótt faðir hans hafi selt Czarnum loðfeldi“. „Vissi hann .... jeg meina, um hreinsunina....“. „Vertu nú ekki svona kjána leg. Það er ekki það. Auðvitað vissi hann það ekki fyrirfram. En hann hugsar lengra en það, að vernda námsrjett sinn í skólanum. Jú, jú, Victor, bróð- ir minn, er gáfaður. Þegar hann vill komast upp, finnur hann rjettu þrepin“. „Já“. Kira reyndi að brosa og bætti við vegna Vasili Ivano vitch: „Victor verður að ráða því sjálfur. Hann veit best hvað hann vill. Er hann .... býr hann hjer ennþá?“ „Ef jeg fengi að ráða ....“. írina stilti sig. „Já, hann býr hjer ennþá, svínið“. „írina“, sagði Vasili Ivano- vitch þreytulega. „Hann er bróðir þinn“. Kira skipti um umræðuefni, en samtalið gekk stirðlega. — Hálftíma síðar kom Victor. •— Hann var með rauða stjörnu í jakkakraganum og þóttafull- ur á svipinn. „Jæja, Victor“, sagði Kira. „Jeg heyri, að þú sjert orðinn sannur kommúnisti?“ „Mjer hefir hlotnast sá heið- ur að fá upptöku í kommúnista flokk Sovjet-ríkjanna“, sagði Victor, „og jeg ætla að benda þjer á það, að jeg læt ekki við- gangast. að farið sje niðrandi orðum um flokkinn í viðurvist minni“. „Nei, ekki það“, sagði Kira. En hún virtist ekki taka eft- ir útrjettrf hönd Victors, þegar hún var að kveðja. „Fyrst hjelt jeg að pabbi mundi reka hann“, sagði írina við hana frammi við .dyrnar. „... . en nú . ... þegar mamma er farin .... og þú veist, hvað honum hefir altaf þótt vænt um Victor .... og hann hefir auðsjáanlega ákveðið að reyna að láta eins og ekkert sje. Jeg held bara, að þetta geri alveg út af við hann.....í guðanna bænum, Kira, komdu oftar til okkar. Honum þykir svo gam- an, þegar þú kemur“. Þar sem þau áttu ekki fram- tíð fyrir sjer lengur, reyndu þau að hugsa aðeins um líðandi stund. «: Suma daga sat Leo tímum saman >með bók og yrti varla á Kiru. Og þegar hann loksins sagði eitthvað, var bros hans biturt. Hann fyrirleit sjálfan sig, veröldina og eilífðina. Dag einn, þegar hún kom heim, var hann drukkinn. Hann hallaði sjer upp að borðinu og starði á brotið glas á gólfinu. „Leo! Hvar fjekstu þetta?“ „Fjekk það lánað. Fjekk það lánað hjá okkar kæru nágranna konu, fjelaga'Marishu. Hún á altaf nóg“. ..Leo, því gerir þú þetta?“ „Því skyldi ég ekki gera hetta? Geturðu sagt mjer það? Hver í öllum heiminum getur ‘•'U't mjer, hvers vegna jeg á ekki að drekka?“ En suma daga var eins og r6 færðist aftur. yfir hamr á ný, og bros hans varð hlýlegra. — Hann beið eftir Kiru, og um leið og hún kom inn, tók hann hana í fang sjer og þrýsti henni að sjer. Þau gátu setið saman heilu kvöldin án þess að segja nokk- uð, en samveran ein og augna till|itið hvort til annars gat fengið þau til að gleyma morg undeginum og öllum ókomn- um dögum. Þau leiddust eftir götunum um bjartar vornæturnar. Him- inninn var eins og ógagnsætt gler, en á bak við hann hurfu síðustu sólargeislarnir. Hann þrýsti hönd hennar, og þegar þau voru ein á mannlausri götu, beygði hann sig niður og kysti hana. Kira gekk ákveðnum skref- um. Framtíðin fól alt of marg ar spurningar í skauti sínu. En á slíkum stundum fanst henni hún geta treyst hávaxna mann- inum við hlið hennar með hvítu mögru hendurnar og hæðnis- lega brosið. Hann gat ráðið fram úr öllum vandamálum lífsins. Og stundum kendi hún í brjósti um þá, sem gátu ekki unt sjer stundar hvíldar í leit sinni að svörum við einmitt þessum sömu spurningum. En hún var örugg. Hún vissi svar- ið. Hún hafði engar áhyggjur af framtíðinni. Leo var hennar fratíð. Leo var fölur, og hann var oft þögull. Bláu æðarnar á gagnauga hans voru orðnar eins og rákir í hvítum marm- ara. Hann hóstaði þangað til hann var kominn að því að kafna. Hann tók inn hóstameð- ul, sem virtust ekki gera neitt gagn, og neitaði að leita lækn- is. — Stundum hitti Kira Andrei. Hún hafði spurt Leo, hvort honum væri það á móti skapi. „Nei. als ekki“, hafði hann svarað, „ef hann er vinur þinn. En .... ef þjer væri sama, vildi jeg helst ekki að þú kæm- ir1 með hann heim. Jeg er ekki viss um, að jeg gæti komið kurteislega fram við .... einn þeirra.“ Hún bauð Andrei ekki heim. Hún hringdi stundum til hans á sunnudögum og brosti nið- ur í heyrnatólið; „Langar þig til að hitta mig, Andrei? Þá skulum við hittast klukkan tvö við Vetrar-skemti garðinn. Við hliðið, sem snýr niður að höfninni". Þau sátu á bekk undir stóra eik^rtrjenu, og töluðu um heim speki. Hún brosti, þegar henni datt í hug, að Andrei var sá eini, sem hún gat talað við um slíka hluti. Það var eiginlega engin á- stæða til þess, að þau hjeldu kunningsskapnum við. Og þó hittust þau alltaf við og við, og hún var gagntekin unaðslegri öryggiskennd í návist hans. — Hann hló að skrítnu, stuttu sumarkjólunum hennar og hann var altaf ánægður o§ augu hans Ijómuðu af gleði; þegar hann sá hana. Einu sinni baúð hánn henni að koma með sjer út í' sveit ög vera þar allan sunnudaginn. Hún hafði verið í borginni alt ;í>» Vofan í Triona kastala Eftir WINIFRED BEAR 8. Dag einn vogaði Ella að spyrja Rosemary, hvernig henni hefði þótt að skipta um bústað. Rosemary brosti og sagði: Ef jeg á að vera hreinskilin, þá skal jeg segja þjer, að mjer finnst betra að búa í litla húsinu. Mjer finnst annars leiðinlegt, að gamli kastalinn skuli vera farinn úr ættinni, en það verður aldrei eins skemmtilegt að eiga heima þar og í litla þægilega húsinu okkar. .Tafnvel, þó kastalinn sje endurnýjaður og settir í hann stærri gluggar.“ Ella og María komu einu sinni í heimsókn í húsið til Rosemary og drukku te hjá henni og móður hennar frú Margrjeti. Hún var öldruð kona, kyrrlát og döpur á svip, jafnvel þó hún brosti. Það var auðsjeð, að hún var góð gömul kona. Þegar kom að því, að þær færu að kveðja, stakk Rose- mary upp á því, að þær gengju sama-n út með ströndinni. ,.Mig langar til að fá mjer göngutúr í þessu indæla veðri,“ sagði hún. „Já,“ sagði móðir hennar. „Stúlkurnar hafa nógan tíma og þú ættir að ganga með þeim út ströndina, alla leið að klettunum og sýna þeim, hvernig er hægt að komast upp klettana að kastalanum.“ „Við þekkjum klettana, og höfum gengið upp stíginn í þeim,“ svaraði Ella. „En okkur langar til að ganga með Rosemary út með ströndinni.“ :Það var farið að kvölda og sólin að hníga til viðar. Það vár fjara, svo að þær gátu gengið eftir fínum gulum sand- inum. Þarna var fjöldi af öðrum eyjarskeggjum, ýmist á skemtigöngu eða að gera að veiðarfærum sínum og dytta að bátunum. Allir þekktu Rosemary, margir brostu til hennar og töluðu um það, hvað veðrið væri gott og nokkrum sinnum námu þær staðar og töluðu fáein orð við fólkið. Þær gengu fram hjá stuttum riðvöxnum fiskimanni, ra ið- um og þrútnum í andliti. Strax og Ella sá hann fjekk hún eihhverja óskiljanlega andúð á honum. Málrómurinn var harður, þegar hann sagði: „Góða kvöldið, ungfrú. Jeg vona, a§ þjer hafið það gott.“ %vo virtist sem Rosemary líkaði engu betur við hann, því að hún roðnaði og svaraði honum stuttaralega. Svo sneri hún sjer undan hið bráðasta. jurux. 17 -Fjarsýnistœki fiðluleikarins. Hppáhaldsíþróttin. Hnefaleikar eru uppáhalds- íþé’Óltin mín. Hafið þjer kannslte sjálfn: tekið þítt í hnefaleikakeppni? 5r- Nei, jeg er tannlæknir 4 -★ Tíjndi ekki aS giftast. -3sfielsen var hálf-skoskur. og ef rjptt er frá skýrt, þá tímdi harni afls ekki að giftast, þótt hann lang- 4 til þess. Eitt sinn missti hann buxnatölu og var lengi að brasa v3 að sauma hana á aftur. Þegar það hafði tekist, hrópaði hann sSltur: Sjáið þið nú bara, nú hefi jeg enn einu sinni sparað mjer konu. — ★ Nýr stjórnandi. — Jeg heyrði sagt, að það sje kfipiinn nýr stjórnandi í fyrirtækið. Já, það má segja það, for* stfórinn gifti sig í fyrri viku. M. ★ 200 ára fjarsjóður finnst. Italski vjelamaðu*nn, Luigi Botta fann nýlega mikinn fjársjóð á milli þilja i svefnherbergi sínu. Verðmæti hans er álitið að sie mörg hundruð miljóna líra virði Vjela- maðurinn á heima í einu af fá- tækrahverfum Tourinos. Hann var að gera við þilið i svefnherberginu, þegar hann kom auga á eitthvað, sem glan.paði á. Þegar hann fór betur að gæta að því, sá hann, að það var silfur- þráður. Hann tók í hann og dró þá út úr veggnum litla málmöskju. — Honum gekk nokkuð erfiðlega að opna hana, en þegar það hrfði tek- ist, varð undrun hans ekki lítil. Hún var full af verðmætum gim- steinum og gamalli silfur- i,g gull- mynt. Efst í öskjunni lá gulnaður miði. Á honum sást að fjársjóður þessi hafði verið þama í rúmlega 200 ár, en ekkert nafn var á hon- um, sem benti til, hver eigandinn hefði verið. ★ Dagbláð sem vasaklútur. Nýlega birtist í „Chigago Tri- bune“ dýrasta auglýsing, sem birst hefir í nokkru blaði. Auglýsingin náði yfir heila siðu og var prentuð á nokkurskonar ljereftsefni. Fyrir- tækið, sem auglýsti þetta vildi vekja athygli lesendanna á því, að aðeins með því að þurka prent- svertuna af blaðinu, væn hægt áð nota síður þess sem vasaklúta. — Kostnaðurinn við þetta nam hátt á þriðja hundrað þúsund pund. ! ÞÓRARINN JÖNSSON | löggiltur skjalþýðandi I enska. | Kirkjuhvoli, sfml 81655. HWnmrWHiiuiniiiniiiuiiiifuii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.