Morgunblaðið - 04.08.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1949, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLÁÐIÐ Fimtudagur 4. ágúst 1949. 1 )Frjúlsar hendur lil iramleiðslu 09 viðskifta Úivarpsræða Eggerts Kristjánssonar formanns Verslunarráðsins 1, águs) ENN Á ný er þessi dagur risinn. sem orðið hefur að há- tíðisdegi verslunarmanna Það nfer að vonum eins um þennan ■dag og aðra daga, að sjaldnast sama veðrið á sama degin- um frá ári til árs, þar skiptast é skin og skúrir, logn eða storm <ur. Það sama gildir líka um þá sf.jett, sem helgað hefir sjer dag •4 an. A þessum miklu tímum um- byltinga. sem yfir okkur alla hafa gengið á liðnum áratug- um, hefur verslunarstjettin síst af öllum farið varhluta af |>ví, hve veður er breytilegt í lofti. Það er því með misjafn- tega glöðum huga og góðum vonum. sem verslunarstjettin tiefir getað heilsað þessum degi á ári hverju. Ef skvggnst er til veðurs í dag, mundi fáum finnast útlit- ■4ð öruggt og reyndar er það engin furða. Nýlega er nærfellt € ára heimsstyrjöld gengin hjá, mesti veðurofsi, sem sagan fiekkir, og þótt niesta veðrið * tiafi liðið hjá í bili, sjást þó merki þess alls staðar. og eng- inn getur um það sagt með tfullri vissu, hvort varanlegur friður hafi fengist. Verslunarstjettin óskar að ■fá að vinna störf sín í friði á friðartímum. Sá dagur er ekki enn runnínn, að þessi ósk hafi rætst. en þar eiga hlut að máli um margt, voldugri öfl en við fáum við ráðið. Jeg sagði áðan, að enn sæj- ust merki styrjaldarfárviðris- 4'ns alls staðar. Þetta á ekki síst við um öll þau mál, sem varða verslun og viðskipti Jffömlur styrjaldaráranna Alls staðar blasa við óheilla- tiömlur, sem styrjöldin lagði á viðskipti þjóða á milli- Menn kannast við úr styrjaldarfregn um, hvernig her, sem var í vörn, reyndi að tálma sókn fiins, er leitaði á. Brýr voru eprengdar, vegir eyðilagðir og fcyggðar risavaxnar tálmanir úr steini og stáli. Höf og sund, . c áður voru frjáls til ferða friverjum sem vildi, voru nú etráð tundurduflum. Nákvæm- fega það sama gerðist í við- siíiptamálum þjóðana, þótt það væri í annari mynd. —■ Gömul viðskiptasambönd og eðlileg voru höggvin sundur, viðskipta ♦eiðirnar sjálfar tepptust, þeir eern áður voru vinir, voru nú orðnir óvinir. Margir, sem vegna legu lands síns eða stað- tiátta höfðu skipt við nágranna f/jóðina, sem nú var annaðhvort orðin að óvini eða þá haldið 4i greipum útlendra herja, urðu að leita um viðskipti eitthvað annað, jafnvel í aðra heims- élfu. Það viðskiptakerfi, sem var -éyrir styrjöldina, hrundi til ^runna. Ríkisvald hvers lands ■ffom til skjalanna og skipaði tfyrir um tilhögun viðskiptanna é stað þeirra manna, sem áður ■fcöfðu starfað í friði og byggðu íitarfsemi sína ekki í valdboði, fieldur í frjálsu samstarfi. — fítyrjöldin varð algjör, eins og f»að hefur verið nefnt, og það tfáði líka til viðskiptanna. Hin opinberu skrifstofubákn, sem <óku við völdum, þegar við- *kiptasamböndin rofnuðu, urðu því umfangsmeiri, sem lengra leið. Einstaklingurinn varð að lokum lítið annað en tannhjól í vígvjel, sem hafði það eitt hlutverk að eyðileggja. Hrunin hús og borgir eru hin sýnilegu tákn þess ófriðar, sem mótar líf okkar að svo mörgu leyti enn í dag. Eyðilögð samskipti frjálsra og vinveittra þjóða eru ekki eins sýnileg, en bau eru þó engu að síður tilfinnanleg. Ohjákvæmilegur þattur endurreisnarinnar En eins og menn taka nú að byggja hin hrundu hús á ný, þá er nú líka hafin hreyfing í þá átt að tengja þjóðirnar aft- ur til frjáls samstarfs og við- skipta. Skrifstofubákn stvrjald artímans, sem öðlaðist allt vald sitt frá herguðinum, verður ekki rifið niður á einum degi. En það er víst, að sá sannleik- ur verður alltaf fleirum og fleirum Ijósari, að einn óhjá- kvæmilegasti þátturinn i endur reisninni eftir styrjöldina er að brjóta niður hið seinvirka skrif stofubákn ríkisvaldsins. sem um margra ára skeið hefur fjötrað viðskipti þjóðanna og athafnir einstaklingsins. Víðtæk samtök hafa verið gerð í þeim tilgangi að auka framleiðslu þjóðanna. En það er ekki nóg að farmleiða, það verður líka að vera hægt að selja. — I kjölfar átakanna til meiri framleiðslu fer nú hægt og hægt viðleitni til að liðka um vörudreifinguna, losa um viðskiptahömlurnar, auka at- hafnafrelsið. Það mun koma sú stund, og e. t .v. fyrr en varir, að sú alda, sem nú er risin erlendis til að skola burtu því, sem við köllum oft með einu orði hafta fargan. — sú alda mun einnig ná til okkar. Þess vegna er okkur nauðsyp að hafa þá stað reynd í huga, að viðskiptaþjóð- ir okkar ástunda nú sem ákaf- ast að ryðja af sjer höftum stríðsáranna, og það væri sann arlega óhyggilegt, ef við fylgd- umst ekki með þeim í þessari viðleitni. — Ef við gerum það ekki, en stöndum uppi með úr- elt bákn. sem sitja yfir hlut þeirra, sem vilja og sem eiga að hafa frjálsari hendur til framleiðslu og viðskipta, þá gæti það orðið örðugt fyrir okkur að mæta þeim vanda. Keppum til meira frelsis Góðir verslunarmenn og aðrir, sem mál mitt heyra. Það er mikið talað um ófremdará- stand í viðskiptum okkar, og vissulega er þar margt, sem betur og haganlegar mætti fara. En ef vel er að gætt, mundum við geta leyst mikið af þeim vandræðum sjálfir, ef rjettsýni og almannahagur fengi að ráða, þótt margt sje þar okkur líka ósjálfrátt. Það hefir um ára- itugi verið reynt að skipta þjóð finni í tvo flokka einmitt um Iverslunarmálin, og sú viðleitni þefur borið ávöxt, — en sá ávöxtur hefur verið beiskur og óheillávænlegur. Viðskipti þró ast best í friði, og er þá alveg sama hvað þær verslanir heita, sem hlut eiga að máli. Við eigum að keppa að því að losa okkur við þær hömlur, sem óhjákvæmilega mögnuðust hjer vegna styrjaldarinnar, og keppa til meira frelsis. Jeg tók áður líkingu af styrj- aldareyðileggingunni og endur- reisnarstarfinu erlendis. í þessu sambandi dettur mjer í hug það, sem undanfarið hefur ver- |ið að gerast í Hvalfirði. hjer í nágrenni höfuðstaðarins. Á styrjaldarárunum var þar flota höfn, þar sem voru settar girð- ingar í sjó og alls konar tálm- anir. Þegar stríðinu lauk, var mest af öllu þessu, sem nú var orðið skran — skilið oftir. Þá fóru menn að hugsa um allt þetta ónýta dót, hverju nafni sem það nú nefndist, en sem var til tálmunar veiði í firðin- um. Þess vegna var hafist handa um að hreinsa það burt. Nú liggja þessar ryðguðu girð- ingar uppi á landi, alls ónýtar, en fjörðurinn er hreinn, og þar er nú hægt að stunda veiði ó- hindrað. Mjer finnst það vera nokkuð svipað, sem gera þarf við haftakerfið okkar, það þarf að hreinsa það burt, svo að viðskiptin við aðrar þjóðir og manna á milli innanlands geti farið um hreina og óhefta far- vegi. Einhuga verslunarstjett Verslunarstjettinni er þessi staðreynd augljósari nú en nokkru sinni áður, fyrir því er hún einhuga um að efla sam- tök sín, ekki aðeins hjer í höf- uðstaðnum, heldur um land alt. Hver einstaklingur innan stjettarinnar verður að gera sjer fulla grein fyrir því, sem skeð hefur á undanförnum ár- um, og sem nú er að gerast. Verslunarstjettin verður að sameinast í eina samstæða, starfandi sterka heild, þar sem hver einstaklingur getur leitað trausts og halds. Hver einasti verslunarmaður og hver einasti kaupmaður á iandinu hafa hjer sameiginlegra hags- muna að gæta í baráttunni fyr- ir bættri skipan -viðskiptamál- anna. Það ófremdarástand, sem nú ríkir, verður að hverfa. Við verðum eins og jeg sagði áðan að keppa að því að losna við haftafarganið. Baráttan fyrir því, að svo megi verða, kann að verða nokkuð hörð, en henni hlýtur að ljúka á þann veg, að almenningur fái víð- tækara frelsi, — rjett eins og við fengum nýja stjórnarskrá um þetta leyti árs fyrir 75 ár- um síðan, r Islenska landsliðið gegn ' ðönum endaniega valið Liðið fer annað kvöid — Keppir á sunnudag ÁKVEÐIÐ hefur verið, hvaða knattspyrnumenn verði í iiðif ísiendinga, í landsleiknum á móti Dönum, sem fram fer J Arósum n.k. sunnudag. Landsliðsnefnd valdi knattspyrnu- mennina á fundi sínum í fyrrakvöld ,en það sama kvöld fófl jafnframt fram síðasta knattspyrnuæfing liðsins á grasvell- inum við Leirvogsá. Landsliðið. Knattspyrnumennirnir, sem Landsliðsnefndin valdi í ís- lenska liðið, eru þessir: Herm. Hermannsson markvörður. — Bakverðir: Karl Guðmundsson og Helgi Eysteinsson. Fram- verðir eru: Sæmundur Gísla- son, Sigurður Olafsson og Oli B. Jónsson. Framherjar verða þeir: Olafur Hannesson, Rík- arður Jónson, Hörður Oskars- son, Sveinn Helgason og Ellert Sölvason. Sigurður Olafsson verður fyrirliði okkar manna á leikvelli. Varamenn liðsins verða þeir Adam Jóhannsson, markvörð- ur, Daníel Sigurðsson, Gunn- laugur Lárusson, Halldór Hall- dórsson og Hreiðar Sigurjóns- son. Fjögurra vikna æfingar. Fyrir fjórum vikum var byrj að að æfa knattspyrnumenn þessa og aðra, á prýðisgóðum grasvelli við Leirvogsá í Mos- fellssveit. Voru æfingar að öllu jöfnu annað hvert kvöld, en auk þess fór fram kensla inn- anhúss. Fritz Buchloh, þjálfari liðsins, annaðist þetta hvoru- tveggja. Liðift vel undirbúið. „Þó jeg segi sjálfur frá, þá tel jeg lið okkar vera eins vel undirbúið og frekast má verða, þegar þess er gætt að 5 lands- liðsmannanna hafa verið í Nor- egsför KR-inga og hafa ekki getað æft með landsliðinu. — En öllum ætti að vera ljóst hve nauðsynlegt er að alt liðið sje samæft“. — Eitthvað á þessa leið fórust Guðjóni Einarssyni, formanni Landsliðsnefndar, orð í stuttu samtali við Morgun- blaðið í gær. Sigrum vart. Um sigur okkar manna er vart hægt að gera ráð fyrir, þess ber að gæta, að Danir eru með allra bestu knattspyrnu- mönnum í heimi og urðu, sem kunnugt er, þriðju á Olympíu- leikunum í London í fyrrasum- ar. En piltarnir virðast vera í góðri þjálfun og baráttukjark- urinn er mikill, enda nauðsyn- legt í harða keppni sem þessa, sagði Guðjón. Dönsk blöð hafa nokkuð skrifað um þennan væntanlega landsleik. — Þau spá öll sín- um mönnum glæsilegum sigri. Leikur við S. B. U. íslenska liðið mun keppa annan leik við danska knatt- spyrnumenn. Sá leikur er við úrval knattspyrnumanna frá Sjálands- knattspyrnusamband inu, S. B. U. — Þessi leikur á að fara fram á þriðjudaginn kemur í bænum Næstved. Bú- ast má við að lið okkar verði þá eitthvað breytt frá því sertí það á að vera í landsleiknum, sagði Guðjón Einarsson að íol; um. Farið flugleiðis. Hjeðan verður farið flugleið is til Árósa með flugvjel frá Loftleiðum á morgun. Jón Sigurðsson slökkviliðsst.jóri for maður Knattspyrnusamband9 Islands, verður fararstjóri, eni auk þess verða með í þessars: knattspyrnuför þeii Jón Eiríks son og Björgvin Schram, með- limir stjórnar KSÍ, Sveinn Zoega, formaður Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur, Guðjón Ein arsson, formaður landsliðs- nefndar og Buchloh þjálfarf liðsins. Knattspyrnumennirnir, sena hafa verið með KR-ingunum £ Noregi, munu verða komnir til Arósa, þegar flugvjelin kemui' þangað. Svo sem kunnugt er verðufl millilandaleikurinn á sunnudag inn sá fyrsti er við keppurn er- lendis. Við sem heima erum, óskum okkar mönnum góðrar ferðar. Megi þeim takast að sýna góðan leik og drengi- legan. — Leikur KR viS : „Orn' var góíur EINS og Mbl. skýrðt frá I gær, vann knattspyrnuijelagicl „örn“ í Horten KR s.l. þriftju- dag. Nú hefur blaðinu borisí skeyti frá Gunnari Akselsoral um leikinn: Horten, 3. ágúst: — (irrí vann KR í gærkvöldi með 3 i 2 í ausandi rigningu og á sleip- um velli. örn skoraði fyrsta mark sití á 12. mínútu, en Ríkarður jafij aði fyrir K. R. á 42 mín., f í tii1 að hafa leikið einn með knött- inn í gegnnm vörn Norðmann-i anna. Þannig endaði fyrri hálf leikur, með jafntefli, l:í. örn skoraði á lö. mínútu a! síðari hálfleik og aftur 5 nun„ síðar. Á 36. mín. skorar svtí Hörður fyrir K R, eftir að Gunnar hafði gefið vel fyrir. Bestu menn í KR-liðiru vorul Öli B., Hörður og Ríkarður og Ólafur Hannesson i síðari hálf i leik. Leikurinn var besti leikuí: KR-inganna í Noregi, en and-< stæðingarnir eru mjög sterkir„ „örn“ er eitt besta knattspyruui fjelag Noregs. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, og KR-liðið yfirleitt gutt, en í síðari hálfleik var vörniií Ijelegri. Hermann ljek þó ágæt-< lega í markinu. Að leiknum loknum var KR-> ingunum haldið veglegt sani-i sæti. — Akselson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.