Morgunblaðið - 04.08.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Fimludagur 4. ágúst 1949. Hver er moðurinn? í gær barst Morgunblaðinu eftir'íarandi orðsending: „í tilefni af nafnlausri grein í Morgunblaðinu 31. júlí s.l. undir fyrirsögninni „Söguburðurinn úr fjárhagsráði“, þar sem ónafn- greindur starfsmaður hjá fjár- hagsráði, er borinn þungum sök- um um trúnaðarbrot og vinnu- svik, skorum við undirritaðir starfsmenn ráðsins hjer með á ritstjóra Morgunblaðsins að birta nafn þess starfsmanns, sem við er átt, sje um einhvern okkar að ræða, ásamt nafni greinarhöf- undar, svo að viðkomandi geti hafið málsókn til skaðabóta á hendur greinarhöfundi eða rit- stjóra blaðsins fyrir atvinnuróg og ærumeiðandi ummæli, og aðr- ir starfsmenn ráðsins þurfi ekki að liggja undir slíkum áburði að nauðsynjalausu. Fjarverandi vegna sumarleyfa eru þrír starfsmenn ráðsins og munu þeir, að sjálfsögðu sjálfir taka ákvörðun um, hvað þeir gera, ef ásakanir blaðsins beinast að þeim, en við viljum ekki þola þessi ummæli og krefjumst því að fá að vita, hvort við einhvern okkar er átt. Benedikt Antonsson. Einar Ágústsson. Torfi Ásgeirsson. Bergur Sigurbjörnsson. Hallgr. Hallbjörnsson. Sigurður Þórðarson. Örn Guðmundsson. Þessi áskorun verður send öll- um dagblöðum bæjarins til birt- ingar, ef Morgunblaðið neitar að birta hana fyrir laugardag 6. ág. n.k.“ ★ Ennfremur hefir blaðinu bor ist svohljóðandi yfirlýsing frá formanni Fjárhagsráðs hr. prófessor Magnúsi Jónssyni: Vegna orðróms, sem jeg hefi orðið var við um það, að jeg stæði að grein í Morgunblað- inu síðastl. sunnudag, um sögu burð úr fjáThagsráði o. fl., vil jeg skýra frá því, að jeg á þar vitanlega engan þátt í. Þætti mjer það og óneitan- lega viðkunnanlegra, að þeir aðiljar, sem gruna einhvern starfsmann í fjárhagsráði um slíkan söguburð, skrifuðu fjár hagsráði ákveðið um það, og fengju málið athugað þar, því að ella varpa svona skrif grun á fleiri en til er ætlast, og ekk ert hefst upp úr nema illt eitt. Magnús Jónsson. ★ Að sjálfsögðu er það fjar- stæða að láta sjer til hugar koma að foTmaður Fjárhags- ráðs hafi skrifað hina um- ræddu Morgunblaðsgrein. Út af orðsendingu sjöménn inganna er rjett að benda þeim á, að einfaldasta ráðið til þess að starfsmenn ráðsins „liggi ekki undir áburði að nauðsynjalausu“ er það, að hinn seki gefi sig fram. Kunni það að dragast fyrir honum, þá geta sjömenningarn- ir haft það til leiðbeiningar, sem í umræddri grein stend- ur um þenna ma^rn að hann „njóti mikils trúnaðar hjá Framsóknarmönnum“ og sje ,,nú einn helsti tengiliðurinn milli Hermanns (Jónassonar) og „fína fólksins“. Eins og sjö menningunum kann að vera kunnugt, þá er í þessu tilfelli átt við útgefendur „Þjóðvarn- ar“ þar sem talað er um „fína fólkið.“ Ef þessir sjö taka sig til og brjóta heilann um það við hvern af starfsmönnum Fjár- hagsráðs þessi lýsing passar, þá hafa þeir upp á manninum. Og þá eru hinir lausir allra mála. Reykjavík, 3. ágúst 1949. Valtýr Stefánsson. — Meðal annara orða Fih. af bls. 6. ismenn hafnargerðarinnar í Churchill eiga nú viðræður við vátryggingarfjelög um að rýmka um tímatakmörk þessi. Eitt breskt skipafjelag Dalg- leish fjelagið í Liverpool stvð- ur þessa viðleitni. • • ENGAR SKEMMTANIR í CHURCHILL En þó það sje ef til vill hag- kvæmt að flytja vörur til Mið- Kanada gegnum Churchill, þá eru þó allir sjómenn á einu máli um að bærinn er hundleiðinleg- ur. Það er ekki nóg með, að það sje erfitt að finna skemmtislaði í Churchill, því að það er jafn- vel erfitt að fmna sjálfa borg- ina. Port Churchill er undarlegt samsafn af skúrum, kofum og hreysum og þar er ekki einu sinni til nein aðalgata. Tilkomu mestar eru kornskemmurnar. í Churchill er hvorki lög- reglustöð, slökkvistöð nje kvik- myndahús, svo að sjómennirnir verða að hafast við mestan tím- ann í sínum eigin káetum. BERLÍN — Það var tilkynnt ný- 1 lega, að Þjóðverjum á hernáms- svæði Breta væri leyft að eiga i veiðibyssur, en byssurnar verða , allar skráðar og þarf sjerstakt leyfi fyrir hverri byssu. -•timF—ítii'wferfr Jón Einarsson verkamaSur á Álafossi « 75 ára í dag HANN er fæddur 4. ágúst 1874 í Skólabænum hjer 1 Reykjavík og var hjer starfandi við ýms störf alla tíð —þai til að hann kom að Álafossi árið 1934 — og hefur hann verið þar síðan. Hann hefur starfað þar sem smiður, því hann ,er laghentur mjög — og þrátt fyrir það að hann er nú 75 ára, þá vinnur hann dag hvern, með árvekni og dugnaði. — Hann segir að starfið sje sjer mikill unaður og lifsgleði — hann segist finna, að vinnan sje sinn lífslykill. — Allir samstarfsmenn hans og vinir samgleðjast hinum dug- lega verkamanni í dag — og vona að þær stundir, sem hann á eftir að starfa með okkur, verði honum til ánægiu. Lifðu ern lengi, Jón Einars- son. — Vinur. | Vörubáll ( | óskast til kaups. — Helst \ \ lVz tonn. Tilboð sendist I ; afgr. Morgunblaðsins fyr- | \ ir klukkan 6 í kvöld — I I merkt „Vörubíll—718“. i Sólasett \ alstoppað, funkislag, — I i aðeins kr. 3500,00. Einnig \ \ eitt rúsrautt sett •— i i laufalag — útskuiður á [ j örmum. — Ódýrt. Grettis i 1 götu 69. kjallaranum kl. j j 3—7 í dag 1 Guðrún Jénsdóffir Minningarorð 1 DAG, 4. ágúst, er frú Guðrún Jónsdóttir, húsfrú í Stykkishólmi sjö- tug, glaðlynd og ákveðin kona, sem veit hvað hún vill, hefur gengið i skóla lifsins í þess orðs fylstu merk- ingu, þekkir tök þess, og hve mikið hægt er að ávinna ef rjett er á hald- ið og stefnan rjett. Heimili sitt hef- ur hún byggt upp svo að af ber, enda má fullyrða að þnð hefur sett sinn góða svip á Stykkishóln.. Verk efni frú Guðrúnar hafa eins og margra góðra húsmæðra fvrst og fremst, verið irman veggja heimilis- ins, því hefuur hún urmið. komið upp mörgum mannvænlegum börn- um og góðum börnum, konnt þeim það sem best dugir sem veganesti til velfarnaðar i lifinu, búið þcu bæði undir gleði og alvöru lífsins. Ekki munu þeir taldir, sem átt lrafa gleðirikar stundir é heimiii frú Guðrúnar og mætt hlýju he» nar, a'l- ■ úð og tryggð, því hana á hún með afbrigðum. Eins og svo margra ann- ara hefuur lif Guðrúnar ekki alltaf baðað í rósum, en hún hefuur haft lag á því, að gera gott úr öUu, horfa björtum augum fram, treys a þeim er allt skóp, fela honum allt og gefa honum dýrðina. Kom þetta sjer vel á hennar fyrstu búskaparárum, er maður hennar Skúli Skúlason, skip- stjóri, sem lengi hefur sjóinn sótt af harðfengi, varð að vera langdvöluum annarsstaðar vegna atvinnu sinnar, og varð þá Cþtðrún að vera bæði bóndinn og húsfreyjan. Sjerhlífin er hún ekki, og synd væri að segja, að hún kynni að barma sjer. Það væri styrkur landinu okkar til handa, ef það ætti nóg af konum og körlum með hugsunarhátt, diengskap og dug frú Guðrúnar, og ef sú ósk- fengi að rætast, þyrftum ^ið ekki, að líta döprum augum til framtið- arinnar. Við þessi timamót, viljum við vin- ir frú Guðrúnar árna henni allra heilla á ófarinni leið um leið og við þökkum henni fyrir vinsemd lið- inna ára. Mætti sól og suma’ verma hana alla tíma. Árni Helgason. „Radio”-símar í bifreiðar KAUPMANNAHÖFN, 3. ágúst. — Eftir því, sem blaðið Ber- linske Tidende skýrir frá, verða Danir fyrsta þjóðin til að levsa vandamálið um bílasímana. Gerir uppgötvun sú, sem er á döfinni, hverjum bifreiðar- stjóra kleift, hvar sem hann er staddur í Danmörku, að fá sam- band úr bíl sínum við hvaða símanúmer, sem er bæði innan lands og utan. Einnig geta menn fengið sam- band milli bíla, sem búnir eru þessum svo nefna ,,radío“- síma. Segir blaðið, að tæknihlið málsins sje leyst að öllu leyti, en aðeins skorti fjármuni til að koma uppgötvuninni í fram- kvæmd og gera hana að almenn um þægindum. — NTB. Trjáviðarlest Vígbjörns þeys- uggur um að halda sjer föst- eins og hann á skilið. Jeg s.kal | — Sjáðu, pabbi. Þarna kem- ist fram hjá og Markúsi tekst.um. I henda niður við beygjuna hjá ur Andi. Það er eitthvað að hjá * að ná föstu taki um einn af | — Þetta er Markús. O. Það Bjórstíflu. I Markúsi. | hlið^irstólpunum og hann er ör- verður auðvelt að afgreiða hann' I í Margif Ravn rit- höfundur á Akureyri HIN nafnkunna nors’ka skáld- kona, frú Margit Ravn frá Oslo dvelur nú hjer á Akureyri í boði Þorsteins M. Jónssonar, er hefir gefið út eftir hana nítján bækur á ístensku, en Helgi Val- týsson hefir þýtt. En alls heftir hún skrifað 22 bækur, en þær sem enn e-u ekki komnar út á íslensku mun bókaforlag Þor- steins M. Jónssonar gc.fa út áður en- iangt um líður. Nýj- ustu bækur hennar á ísænsku, sem nýlega eru komnar ut eru, Ein úr hópnum, Týncb arfur- inn. og Ingiríður í Vikurnesi. Ein úr hópnum, er saga frá stríðsárunum. Mun efm henn- ar tekið lir lífi frú Ravn sjálfrar og hennar nánustu. Sonur hennar einn var í flug- liði Norðmanna á striðsárunum og fórst flugvjelin, sem hann var i við Orkneyjar, en sjálf tók frú Ravn og öll börn hennar virkan þátt í andstöðuhreyfing- unni gegn nasistum. Frú Ravn er fædd í Álasundi 1. maí 1885. Giftist hún ung Ravn kaupmanni, en hann dó 1918. Áttu þau hjón sex börn, Tók hún þá bankaritarestarf í Oslo. er hún hjelt samfleytt í 25 ár. Hún var orðin fertug, þegar hún hóf sagnagerð sína, og fyista bók hennar, Sýslu- mannsdæturnar kom út 1925. Bcekur frú Ravn eru mjög vinsælar á öllum Norðurlönd- um og víðar. Hafa verið þýdd- ar á sænsku, ‘finnsku, dönsku, íslensku og hollensku og fyrir strið á þýsku. 1 Noregi hafa þær komið út í mörgum útgáf- um með eintakafjölda frá 10 -—17 þúsund. Ber öllmn rit- dómurum saman um að hún hafi til að bera ágæta frásagn- argáfu og hjer á íslandi eru bækur hennar mjög vinsælar af öllum æskulýð og fullorðn- um lika og hafa verið mikið keyptar. Enda eru þær hollari lestur en margt annað af nú- tiðarbókmentum. Frú Ravn er kona frið sýnum, þróttmikil og gáfuð kona. Lætur hún vel af því, sem hún heflir kyrnst af landi og þjóð, nema af vegin- um frá ReykjaHk til Akureyr- ar, er hermi þykir mjög slæmur með köflum. — H. Lýst yfir vopnahljei í Indónesíu BATAVIA, 3. ágúst. — Vopna hljeinu milli Hollendinga og Indonesa var formlega lýst yf- ir í dag. Á það að ganga í gildi á Java á miðnætti í kvöld og á Sumatra á miðnætti sunnu- dag. Tilkynt hefir verið, að harð- lega verði refsað fyrir hvers- konar skemdarstarfsemi, of- beldisverk og áióður í þágu annars hvors deiluaðila. Nefnd frá Sameinuðu þjóðunum mun skipta Indonesíu til bráða- birgða í verndarsvæði Hollend inga og Indonesa. — Reuter. Serula Júgóslövum orðsemlingu. l.ONDON: — Moskvu-útvacpið liefir sent út orðsendingu Rússa til Júgó- slavíu. þur sem þeir fara fram á, að þeir leysi úr haldi rússncska borg ara, sem þeir fullyrða, að haldið sje 1 faiigelsi í Júgóslaviu án rjettarrann sóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.