Morgunblaðið - 04.08.1949, Side 6

Morgunblaðið - 04.08.1949, Side 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Fimtudagur 4. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Moðsuðan skal gilda TÍMINN skýrir frá því í ritstjórnargrein nú fyrir helgina. að Framsóknarílokkurinn ætli að láta til skarar skríða um næstu helgi. Lengur muni flokkurinn ekki una því, ac „bjargráðatillögur“ hans verði ekki teknar til greina. Jafn- framt segir blaðið Framsóknarmenn muni leggja það til é'ð ríkisstjórnin biðjist öll lausnar, og efnt verði til kosningí í haust. Enn hefur ekkert verið opinberlega um það tilkynnt. hvernig ríkisstjórnin muni snúast við þessum úrslitakostum. Hitt virðist ljóst af þessu tímatakmarki Framsóknarmanna. að þeir sjeu ráðnir í því að rjúfa núverandi stjórnarsam- vinnu, því að naumast munu þeir í alvöru gera ráð fyrir því, að „stórfelldar ráðstafanir“ verði gerðar fyrir þann tima, úr því að þeir sjálfir hafa ekki nein úrræði — eða hafa að minnsta kosti enn ekki á þau bent — og hafa þeir þó þótst sitja inni með alla visku í þessum málum. Má því gera ráð fyrir því, að þingkosningar fari fram í haust, enda er það ef til vill heppilegast, eins og málin standa. Útskýringar Tímans á því, hvers vegna bjargráðin eru fyrst nú tekin úr moðsuðunni, eru harla vandræðalegar. Auðvitað er ekki gleymt að taka fram, að Framsóknarmenn hafi gerst aðilar að þessari ríkisstjórn til þess áð bjarga. En björgunin á að hafa gengið skrykkjótt. Um það munu allir sammála, enda hafa aldrei nein björgunarafrek verið unnin með því einu að stæra sig af leikni og björgunartækjum, ef hvorugt reynist svo fyrir hendi. En hin hugvitssama skvr- ing Tímans er sú, að allt björgunarstarfið hafi farið út um þúfur vegna þess, að meiri hluti stjórnarinpar hafi ekki viljað skerða „gróða braskaranna". Ekki gefur blaðið neina frekari skýringu á því, hvað við er átt, enda mun hún vand- fundin. Sannleikurinn er sá, sem raunar allir vita, að Framsókn- armenn hafa ætíð verið ráðþrota, er þeir hafa verið inntir eftir þeim bjargráðum, er þeir alltaf hafa verið að stæra sig af. Það er hins vegar auðskilið, að þeir vilji ekki játa, hversu þeir hafa blekkt kjósendur sína. Menn brosa góðlát- lega að þeirri skýringu, að þeir hafi ekki látið skerast í odda íyrr en nú vegna kaupgjaldsmálanna. Allir vita, að þeir vildu bíða þess, hvort síldveiði yrði góð í sumar, því að þá vonuðust þeir til að þurfa ekki að gera grein fyrir „bjarg- ráðunum“. Nú þykir þeim sýnt, eins og Tíminn segir, að grípa þurfi til róttækra aðgerða í haust til þess að tryggja hag útgerðarinnar, og þá vita þeir, að undan reikningsskilum verður ekki komist. Hjer hefur fyrir nokkrum dögum verið lítillega vikið að „bjargráðatillögunum“, eins og þær voru birtar í Tímanum. Skömmtunin var boðuð sem ævarandi nauðsyn og skömmt- unarseðlar áttu að verða verslunarvara, væntanlega til að bæta úr vöruskortinum. Byggja átti fleiri íbúðir, sem allir hafa verið sammála um. Hagnýta átti sem best afkastagetu iðnfyrirtækja og hafa sem best verðlagseftirlit, sem enginn ágreiningur hefur verið um, —- og svo leggja á nýja skatta. En segja má bjargráðamönnunum það til lofs. að þeir fundu sjálfir, hversu aum úrræðin voru, því að í niðurlaginu segir Tíminn, að svo verði að hefjast handa um róttækar ráðstaf- anir til að lækka dýrtíðina með gengislækkun eða niður- íærslu. Um framkvæmdina eru engar tillögur. Finnst fólki ekki eðlilegt að svona hugkvæmnir menn sjeu hneykslaðir á úrræðaleysi annarra? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið þeirrar skoðunar, að sem víðtækast samstarf allra þjóðhollra manna sje nauð- synlegt til þess að leysa þann vanda, sem nú er við að stríða Hinu þýðir ekki að leyna, að til þessa hafa engir viljað taka á sig fórnir til að leysa vandann. Þar má segja, að allir eigi sína sök, og Framsókn ekki síður en aðrir. Það er áreiðan- legt, að kosningaskrum og moðsuðutillögur Framsóknar- manna leysa ekki vandamál þjóðarinnar. Kosningar gætu þó orðið þjóðinni til góðs, ef hún notar það tækifæri til þess að skapa heilsteyptan þingmeirihluta. Geri hún það ekki. og verði stjórnin rofin nú, má gera ráð fyrir svipaðri stjórn- arkreppu og verið hefur oft áður. ól’ri^ar: DAGLEGA LÍFINU Hvað er að ske? HVAÐ er að ske við Tjörnina? spyrja ýmsir þessa dagana, og víst er sú spurning auðskilin. Tjörnin í miðjum höfuðstaðn um er sem sje hægt, en örugg lega að breytast í geysistóran forarpytt, — vitaskuld öllum til leiðinda, og ekki síst í góða veðrinu. Sumir telja, að vatnsleysið í Tjörninni standi í einhverju sambandi við gosbrunninn, sem nú á víst að fara að gera í henni miðri; en hvað um það, öllum yrði það vissulega kær- komið að fá einhverja „opin- bera“ skýringu á ástandinu þarna. < • Fuglarnir í vamlræðum ENGINN vafi er og á því, að hver svb sem ástæðan fyrir pyttinum nýja kann að vera, hafa fjölmargir bæjarbúar þessa dagana miklar áh.yggjur út áf fuglalífinu við Tjörnina. Endurnar og álftirnar og jafn- vel krían lika virðast vera í stökustu vandræðum vegna vatnsleysisins: endurnar hafa undanfarna tvo daga haldið til að mestu á litlu svæði á „Stóru Tiörninni" og yfirleitt forðast að koma nálægt bökkunum, bar sem leðjan er mest. Reynd ár hafa fjölmarear eyrar þeg- ar myndast í Tjörninni, og í kringum líkneskið af Þorfinni karlsefni sjest ekki deigur dropi. • Getur orðið tómlegt NÚ HAFA menn áhyggjur af því, og riettilega að telja má, hvort blessaðir fuglarnir láti „bjóða sjer upp á þetta“. Það er líka mikið vafamál, hvort nú sje heppilegasti tím- ínn til áð hefja miklar fram- kvæmdir í Tjörninni, og enn- bá meira vafamál má það telj- ast, .hvort nokkur mannvirki geta orðið það glæsileg, að þau komist nálægt bví, að veea upp 4 móti fuglalífinu á þessum uppáhaldsstað bæjarbúa. Æði tómlegt væri þarna um að lit- ast að minnsta kosti, ef fugl- arnir tækiu upp á Því að .stinga af“. Börn í berjaleit ÞEIR, sem gerðu sjer ferð upp á Oskjuhlíð síðastliðinn mánu- dag, munu margir hverjir hafa tekið eftir strákum og stelpum, sem fóru á milli steinanna og viitust rannsaka jarðveginn furðu nákvæmlega. Jeg sá til þessara ungu borgara, og þeg- ar jeg gætti betur að, kom í Ijós, að börnin voru farin að tína ber. í Öskjuhlíðinni er sem sagt nokkuð af krækibp’-j- um, og ef vel er að gáð, má nú þegar rekast á nokkur þarna, sem orðin eru að heita má fullþroskuð. Auðvitað voru það börnin, sem fyrstu fundu þetta sæl- gæti jarðarinnar svona alveg í bænum. og þau dróu ekkert af sjer við leitina, þótt vissu- lega kunni að vera skiptar skoð anir um það, hvort þau hefðu ekki átt að bíða með að tína berin í svo sem eina eða tvær vikur. • Malbik og gras í SAMBANDI við berjatínslu þessara ungu Reykvíkinga og leik þeirra innan um steinana í Öskjuhlíðinni, vaknar óneit- anlega hjá manni sú tilhugsun, hvort þeir mundu ekki margir hverjir vilja vera komnir í fót spor jafnaldra sinna upp í sveit. Þau eru að vísu orðin mörg reykvísku börnin, sem fara í sveit á sumrin, en þó hvergi nógu mörg að ýmsir telja. Það er mikill munur á malbikinu og grasinu, mikill munur á aöturykinu og fjallaloftinu. — Ætti ekki Reykjavík helst að vera barnlaus borg á sumrin, þótt vissulega sje margt gert hjer vel fyrir yngstu borgar- ana? Ráðstefnur í Reykjavík ’EYKJAVÍK er raunar vissu lega „komin á kortið“ á heims mælikvarða. Ljósustu dæmin eru ráðstefnurnar, sem nú eru haidnar hjerna. Á þriðjuclag hófst hjer fulltrúafundur Nor ræna fjelagsins, en fundarhöld in fara fram í Alþingishúsinu og mrnu' standa yfir í fjóra daga. Á mánudaesmorgun hófst svo í Reykjavík fulltrúafund- ur Sambands norrænna banka- manna, og þann fund sitja níu fulltrúar frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð, auk þriggja fulltrúa íslenskra banka manna. Reykjavík er því þessa dag- ana gestgjafi tveggja „alþjóð- legra“ ráðstefna, en það hefir vist ekki oft áður skeð í#sögu borgaiinnar. Bættar samgöngur og fleira AUÐVITAÐ eru það fyrst og fremst hinar stórbættu sam- göngur, sem orsaka það, að ís- lenska höfuðborgin vérður nú æ tíðar fyrir valinh. sem fund arstaður fyrir ráðstefnur á borð við þær, sem nefndar eru hjer á undan. En ástæðurnar eru fleiii. Reykiavík er orðin það stór borg, að hún á vandræða- laust að geta tekið á móti er- lendum fundargestum og veitt þeim jafngóð vinnuskilyrði og margar aðrar borgir. þótt stærri sjeu. Og hún á að stefna að því marki að taka sem best á móti þessum gestum, því úr því hún er „komin á kortið“ verður hún að gæta þess vand- lega að gegna stöðu sinni roeð sóma. Vinsælasta skemmtunin JEG sie það í blaðinu í dag (miðvikudag), að Trípolibíó hefir „erft“ síðustu myndina, sem Austurbæjarbíó sýndi. — Mvnd þessi heitir „Örlaga- gyðjan“ og var fyrsta myndin sem Austurbæjarbíó tók til sýningar eftir tveggja vikna lokun. Auðvitað verður að ætla, að það sje fyrst og fremst vegna skorts á myndum, að Trípoli- bíó nú byrjar að sýna sömu kvikmyndina og Austurbæjar bió er búið að leggja á hilluna. Tripolibíó gerir það varla fús- lega að hirða svona leifarnar. Þeir, sem ráða því, hve marg ar og góðar kvikmyndir fást fluttar til landsins, ættu að at- huga þetta. Bíóferðin er vin- sælasta skemmtun almennings, os það er illa að farið, ef hann fær ekki að njóta þeirrar skemmtunar í friði. MIDAl AkNARÁ OROA . . . . Höbiin ChurdiHI í Kanada er að vaxa Eftir Charles B. Lynch. frjettaritara Reuters. CHURCHILL heitir staður í Manitoba fylki í Kanada. Það er á eyðilegri suðurströnd Hud- son flóa’í norðurhluta Kanada. En þangað hefur verið lögð jámbraut frá Mið-Kanada og í Churchill var árið 1929 byrjað að byggja höfn, þar sem eru stórar korngeymsluskemmur og önnur vöruhús. Kostnaður við allar framkvæmdir hefur num- ið um 55 milljón dollurum og ætlunin var að gera nýja hand hæga hafnar- og verslunar- borg fyrir Mið-Kanada. • • HÖFNIN LOKAST AÐ VETRARLAGI EN CHURCHILL hefur alltaf verið líkust draugaborg. Skipa- leiðin til Churchill er talin opin þrjá mánuði á ári frá þv: í ágúst til október, en á öðrum tímum þekur ísbreiða allan Hudson flóa. Þetta er að vísu nægur tími til að sigla þangað hundruðum skipa, en vandræðin hafa bara verið, að skipin hafa ekki kom- ið nema of fá. Öll þau skip, sem komu til Churchill til að sækja þangað korn, höfðu enga vöruflutninga til bæjarins, svo að allur kostnaðurinn fjell em- göngu á útflutningsvöruna. • • VIÐSKIPTIN AÐ AUKAST EN FRÁ því 1945 hefur þó hcld- ur tekið að færast líf í Port Churchill og aldrei hafa við- skiptin verið meiri en á síðasta ári, samtals 160 þús. smál. með 35 flutningaskipum. Útflutn- ingur á hveiti nam 5 Vz milljón skeffa. Og í ár gera menn sjer vonir um að framtíðardraum- arnir fari að rætast að ráði. • • MEIRI INNFLUTNING ÞAÐ er gert ráð fyrir, að út verði fluttar um Port Churciiil) 15 milljón skeffa af kprni og nú er fyrir alvöru hafin bar- átta fyrir að vöruflutningar til Mið-Kanada færist yfir í Port Churchill. Sú barátta fer senni- lega að bera árangur á næst- unni. Það hefur þegar verið á- kveðið, að í ár verði flutt frá Bretlandi til Kanada um Churc- hill m. a. allmikið af glervarn- ingi, bifreiðum og bifhjólum og nýlenduvörum. Á síðasta ári nam innflutningurinn tæplega 1,000 smálestum, en verður með vissu langtum meiri á þessu ári. • • RÝMKA UM TÍMATAKMÖRKIN LEIÐIN til Churchill er talin opin milli 5. ágúst og 10. októ- ber. Utan þessa tíma telja vá- Þ'yggjendur leiðina ótrvgga sökum borgarísjaka og isþoku i mynni Hudson flóa. En fylg- Frh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.