Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 1
16 síður Jlfamtttitfrlilfrii) 36. árgangur. 196. tbl. — Þriðjudagur 30. ágúst 1949- Prentsmiðja Morgnnblaðsins Efnahagssamvinna mills þjóða mikilvæg fyrir heimsfriðinn Rjefíarhöldunum yfir von Mansfein heldur áfram Hæða Irumans forsefa Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WASHINGTON, 29. ágúst. — Truman forseti Bandaríkjanna hjelt rœðu í Fíladelfiu í dag, og fjallaði ræða hans um efna- hagsmál. Benti forsetinn á, að friður væri hið eftirsóknarverð- asta i heiminum, og til að tryggja friðinn þá er efnahagsleg sairtvinna þjóðanna og sameigið öryggi hvort tveggja jafn mikil- vægt. Kommúnistar --------------------------- ógna öryggi í , efnahagsmálum Hinar frjálsu þjóðir í heim- inum geta með samstarfi öðlast það öryggi í efnahagsmálum, sem nauðsynlegt er fyrir varan- lega velmegun þeirra og frið. En þessu efnahagsöryggi er ógnað. Því stafar hætta af þeim tilraunum kommúnista, að fá ítök í efnahags- og stjórnmál- um í heiminum með því að mis- nota óskir og þrár mannkyns- ins. Samstarf og tilhliðrunarsemi Forsetinn taldi upp fjögur atriði, sem hann sagði, að ættu að vera leiðarsteinn allra frjálsra þjóða í leit þeirra að lausn þeirra f járhagsörðugleika, er þær ætti við að stríða. 1) Öryggi í efnahagsmáium er heimsfriðnum brýn nauðsyn. 2) Markmiðið er víðtæk skipti þjóða í milli, hvort sem um er að ræða vörur eða þjón- ustu. Verður þetta að eiga sjer stað á viðskiptagrundvelli. 3) Menn hljóta ekki öryggi í efnahagsmálum í heiminum nema því aðeins að þeir leggi nokkuð á sig. Enginn getur feng ið allt, sem hann sækist eftir. Eina leiðin til að leysa örð- ugleikana er gagnkvæm tilhliðr unarsemi og samstarf. 4) Lýðræðisþjóðirnar hafa ekki í hyggju að hlutast til um innanríkismál hverrar annarr- ar. Það sem mestu varðar, er hollusta við lýðræðishugsjón- ina ásamt bættri lífsafkomu þegnanna. HAMBORG, 29. ágúst — Rjett arhöldunum yfir Manstein marskálki hjelt áfram í dag í Hamborg, en hann er sakaður um 17 mismunandi stríðsglæpi. I dag var lesinn vitnisburður pólsks Gyðings, sem sagðist hafa sjeð þýska hermenn skjóta pólska borgara á götunum í Sosnowice eftir að þeir hefði verið hraktir frá heimilum sínum. I annan stað var frá því skýrt, að fangar hefði verið látnir grafa sínar eigin grafir. Manstein var sem kunnugt er yfirmaður þýska hersins í Póllandi í september 1939. — Reuter. Frjáls verslun. BONN — Adenauer, leiðtogi kristi legra demokrata í Vestur-Þýskalandi, hefur lýst yfir, að hann muni beita sjei- fyrir myndun samsteypustjórnar, sem stefni að frjálsri verslun og frjálsri framleiðslu, án sósíalisma. Óeirðir í Franska- Scmalilandi PARÍS. 29. ágúst — 38 manns ljetu lífið og 154 særðust í ó- eirðum, sem urðu í gær í franska Sómalílandi. Oeirðirn- ar urðu milli tveggja þjóð- flokka, og virðast hafa verið trúmálalegs eðlis. Franska Sómalíland liggur austast í Afríku og er smálandsvæði um hverfis borgina Djibuti — NTB Júgóslayar íá ckki lán. PARlS — Eugene Black forseti al- þjóðabankans, lýsti því yfir í dag, að ekki kæmi til nokkurra mála. að al- þjiiðabankinn lánaði Júgóslövum 250 millj. dollara eins og farið hefoi ver- ið fram á. ... >Æ Nýr Rússaleiðangur fyrir Norðurlandi A FÖSTUDAGINN var urðu sjómenn fyrir Norð urlandi varir við að kom- inn var nýr Rússaleið- angur á síldarmiðin. — Voru bað fjogur skiþ, um 200 smálestir hvert og voru málaðir á þá geisi- stórir einkennisstafir og gátu menn lesið númerin 102 og 104 á tveimur skip unum. Skip þessi sáust fyrst við Grímsey. Það þykir einkcnnilegt, nð þessi gerskj síldveiði- leiðangur skuli koma á íslandsmið þetta seint, þcgar flest erlend og jafn vel íslensk skip eru að liætta veiðum, enda síld- veiðitíminn nærri úti fyr- ir Norðurlandi. — Menn mun reka minni til, að Rússar voru fyrstir á síld armiðin í vor og virðast einnig ætla að verða þeir síðustu af þeim í haust. BúistMð að Þýskaland taki sæti í Evrópuráði á næstunni Ólaiur Thors fram- bjóðandi Sjáif- slæSisilokksins í Gullbringu og Kjósarsýslu Ólafur Thors. SAMKVÆMT einróma ósk full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins bæði í Gullbringusýslu og Kjós- arsýslu verður Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráðherra í kjöri fyrir flokkinn í kjördæm- inu við kosningarnar 23. okt. næstkomandi. Allsherjarnefnd Evrcpu- þings ræðir málið Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. STRASSBURG, 29. ágúst. — Á næstunni verður ákveðið. hvort Vestur-Þýskalandi verður leyfð þátttaka í Evrópu- bandalaginu. Sem kunnugt er bar Winston Churchill nýlega fram tillögu um það á Evrópuþinginu og verður málið rætt á morgun af allsherjarnefnd þingsins. Líkur benda til að fallist verði á þátttöku Þýskalands, enda þykja kosningarnar í Þýskalandi fyrr í mánuðinum sýna, að Þjóðverjar viiji samstarf við aðrar lýðræðisþjóðir. ~ *'TilIaga Churchills. , I Georges Bidault, fyrrum ut- KQmmiimStar hafa llfao 'amíkisráðherra Frakklands j sem er formaður allsherjar- SÍtl fegursfa í V.-Evrépu nefndar Evrópuþingsins, skýrði j blaðamönnum frá því að á WASHINGTON, 29. ágúst — morgun myndi tillaga Winston Paul Hoffman yfirmaður við- Churchills um upptöku Þýska- reisnaráætlunarinnar sagði í land í Evrópuráðið verða rædd í blaðaviðtali í dag- að Evrópu- j nefndinni. löndin rjeðu því sjálf, hvernig viðreisnarfjeinu væri úthlut- að. Væri það efnahagssam- vinnustofnun Evrópu, er úr- skurðarvald hefði í þeim efn- um. Um V -Evrópu sagði hann, að útbreiðsla kommúnismans væri stöðvuð þar. Eins og kunnugt er hefir Hoffman verið á ferðalagi um Evrópu að undanförnu til að kynna sjer efnahagsmál þar. Er hann nýkominn heim úr því ferðalagi sínu. — Reuter. Gottwald heldur ræðu á minningardegi Tjekka Undarleg hersýning á sftir ræðunni Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PRAG, 29. ágúst. — í tilefni þess, að fimm ár eru nú liðin frá því, að Tjekkar gerðu uppreisn gegn Þjóðverjum 1944 hjelt Gottwald forseti ræðu, sem tók einn og hálfan tima, á torginu í Zvolen. Voru .mikil hátíðahöld víða um landið og fluttu kommúnistískir stjórnmálamenn ræður víðsvegar. Gengu ræð- ur þeirra einkum út á að sanna, að Vestrænu bandamennirnir hefðu ekki viljað hjálpa tjekknesku uppreisnarmönnunum. Lokaákvörðun hjá ráðherrum. Allsherjarnefndin hefur samt ekkert vald til fullnaðarákvcrð unar um upptöku Þýskalands. Eftir að málið hefur verið rætt í nefndinni getur Evrópuþing- ið lagt til að upptökubeiðnin verði samþykkt en lqkaákvörð- un er hjá ráðherranefnainni. Samþykki Frakka. Það er ekki ólíklegt, að nokk- ur meirihluti þingfulltrúa sje fylgjandi þátttöku Þjóðverja. Meðal annars hefur Henri Spaak lýst því yfir, að ekki muni líða á löngu þar til Vestr ur Þýskaland verði virkur þátt- takandi í Evrópuráðinu. Bresku fulltrúarnir eru allir hlynntir þátttöku Þýskalands og hugsast getur að Frakkar verði því fylgj andi með því skilyrði, að Saar hjeraðið fái sjerstakan fulltrúa. Sem stendur er Saar tengt Frakklandi efnahagslega. Hvaðan kemur sjóbirfingur'mn Ræða Gottwalds forseta Ræða Gottwalds forseta f jall J ^kriðdrekasveita og annarra aði einnig um sama efni, en vjelaherdeilda. Skriðdrekarnir og vörubifreiðarnar voru allt bandarískar gerðir. auk þess minntist hann nokkuð á núverandi innanlandsástand í Tjekkóslóvakíu, þar á meðal ofsóknirnar gegn kirkjunni. Bandarísk og bresk smíði Að ræðunni lokinni var hald- in hersýning, þar sem tjekk- neskar flugvjelar, allar breskar eða þýskar að smíði flugu yfir borginni. Þvínæst vaT sýning LONDON: — Sjerfræðingar reyna nú að leysa það gam’a spursmál hvert breski sjóbirt- ingurinn fer á haustin. Sjóbirt- ingurinn kemur í árnar á aust urströnd Bretlandseyja á hverju sumri, en hverfur á haustin og enginn veit hvert. Náttúrufræðingar hafa nú unn ið að því að merkja mörg hundr Bannað að taka ljósmyndir Meðan herfylkingarnar fóru J uð sjóbirtinga. Veiðimenn scin framhjá var haft strangt eftir- veiða merktu fiskana seinna fá lit með því að enginn tæki há verðlaun, ef það kemur að myndir af herfylkingunum. — gagni við staðarákvörðun. Fram Öllum gluggum á aðaltorginu að þessu hefir ekki einum ein- var lokað og víða voru lögreglu asta merktum sjóbirtingi verið menn með kíkira á verði. skilað- — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.