Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 2
M O RGU N B L AÐ I Ð Þriðjudagur 30. ágúst 1949.1 ommúnistar staðnir að ósannind um út af lieflavíkurflugvelli UNDANFARIN misseri hefur Þaö verið einn helsti þáttur- iim í áróðri kommúnista, að ,sakast um ýmiskonar misferli á Keflavíkurflugvelli. Smá- leturshöfundarnir í Tímanum, þeir, sem ganga erinda Her- manns Jónassonar, hafa held- ur ekki látið sitt eftir liggja. Þéir hafa með ýmiskonar dvlgj- «rn reynt að styðja sögubut’ð íihma opinberu kommúnista. Kógburður kommúnista Yfirleitt hefur söguburður þessi verið á þá leið, að á hon- um hefur ekki verið hægt að henda reiður. Ekki vantar þó, að nógu sterklega hafi verið tek ið til orða um ásakanirnar. Það, sem á hefur skort, er, að rök væri færð fyrir ákær- unum. Þess hefur yfirleitt ver- ið vandlega gætt að tilgreina ekkert einstakt atvik svo náið, áð hægt væri að rannsaka það og kanna til hlítar, hvort nokk- uð tilefni væri ásökunarinnar.. Söguburðurinn allur hefur sem sje tniklu fremur borið með sjer blæ rógsins heldur en frá- ragna af sönnum atburðum. Dæmin tvö í örfáum tilfellum hafa kommúnistar þó skriðið út úr hýði sínu og nefnt svo ákveðin dæmi misferlis á Keflavíkur- ílugvelli, að unnt hefur verið að rannsaka þau til hlítar. Þessi dæmi eru raunar enn ekki ncma tvö. Annað er söguburðurinn um klámmyndirnar, sem kommún- isiar höfðu með atbeina hrekk- lausra manna dreift út mánuð- urn saman. Hitt dæmið er ásökunin á flugvallastjóra ríkisins út af húsbyggingu hans í Klepps- holti. Eftir að fyrirskipuð hafði ver ið rjettarrannsókn út af hin- um gtfurlegu ásökunum Þjóð- viljans um „dularfulla húsbygg ingu“ flugvallastjóra, gugnaði blaðið og sagði þetta allt ,.mis- akilning“. „Misskilningur“ Þjóðviljans Út af fyrir sig getur það auð- vitað ætíð hent, að missagnir komist í blöð. Oneitanlega er þó ,,viðkunnanlegra“, að áður en svo gífurlegar ásakanir eru fluttar fram, eins og hjer voru bornar fram gegn flugvalla- stjóranum, þá sje kannað, hvort áreiðanlega sje rjett með farið. Þjóðviljinn var ekki að hafa fyrir slíku. Það er ekki hans venja. I augum ritfinna Þjóð- viljans liggur „misskilningur- inn“ að þessu sinni í því, að "þeir skyldu nefna svo ákveðið dæmi, að hægt var að hafa hend ur í hári þeirra. Munurinn er sá eir.n, að þarna var svo á- kveðið tekið til orða, að róg- bcrarnir gátu ekki komist und- an. Sjálfsagt vara þeir sig á slíku fyrst um sinn. Iimræíið óbreytt Ilin fátæklega upp-prentun þeirra þessa dagana á gömlum Húsbygg ingin „duiarfulla'" og myndaskoðun Æskulýðs- fylkingarinnar rógsögum um verslunarstjett- ina í heild og ónafngreinda heildsala bendir til þess, að þeir ætli að gæta þess, að brenna sig ekki á sama soðinu og þeir gerðu um flugvallastjórann. Enginn skyldi halda að inn- rætið hefði breyst. Þeir hverfa aðeins aftur til hinna öruggari starfsaðferða og bera fram svo almennar ásakanir, að enginn einstakur geti krafist rannsókn- ar til að kveða niður lýgina. Ef kommúnistar væru fáan- legir til þess að hverfa frá rógi sínum eftir, að þeir eru sannir að sök, mundu þeir hafa breytt til eftir ófarir sínar út af klám- myndunum. Ófögur iðja á skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar Almenningur í bænum hefur að vísu lengi haft grun um, að unglingar yrðu síst fyrir holl- um áhrifum á fundum æsku- lýðsfylkingarinnar.. Fáa mundi þó hafa grunað, að starfsemi hennar væri svo auðyirðileg sem í ljós kom við rjettarrann- sóknina út af klámmyndasög- unni. Þá sannaðist, að á skrif- stofu þessarar fjelegu „fylking- ar“, er tímanum eytt til að skoða viðbjóðslegar saur'lífis- myndir. Segja má, að öðrum komi ekki við, hvað iðkað sje á slík- um einkaskrifstofum fjelags- samtaka. Vera kann, að sú iðja, sem stunduð var á skrifstofu æskulýðsfylkingarinnar við sýningu mynda þessara sje ekki beinlínis refsiverð. Um það getur Morgunblaðið ekki dæmt, þótt hitt sje augljóst, að fram- hald starfseminnar, þegar haf- in var stórfeld framleiðsla myndanna til sölu á meðal ó- þroskaðra unglinga, brjóti í bága við landslög. Óhugur í foreldrunum Handhafar ákæruvaldsins og dómstólarnir skera úr hinni lög fræðilegu hlið þessa máls. En foreldrarnir í bænum og raUn- ar einnig allir óspiltir ungling- ar, hafa vaknað til umhugs- unar um, hversu varhugaverð sje þátttaka í þeim fjelagsskap, þar sem klámmyndaskoðun hef ur við rjettarrannsókn sannast að vera eitt helsta viðfangs- efnið. Ef þeir forustumenn æsku- lýðsfylkingarinnai, sem beittu sjer fyrir þessari iðju á skrif- stofu hennar, hefðu haft það J áhugamál, að stöðva ólifnað á ( Keflavíkurflugvelli, hefðu þeir ( að sjálfsögðu þegar í stað látið þær myndir, er þeir vildu láta ^ menn halda, að frá Keflavikur ( flugvelli væru upprunnar, ganga tú lögreglunnar, svo hún gæti skorist í málið. Sá háttur var ekki á hafður. Kommúnistar leitast við að afvegaleiða æskulýðinn Það var að vonum, því for- ystumennirnir vissu ofur vel, hvernig myndirnar voru til komnar. Þær voru fluttar inn frá útlöndum og áttu ekkert skylt við Keflavíkurflugvöll. Þessari staðreynd skeyttu hin- ir áköfu æskulýðsforingjar ekki. Áhugamál þeirra var það eitt, að fá afvegaleiddan æsku- lýð, til að gotta sjer yfir þess- um óþverramyndum og trúa því, að þær sýndu ástandið á Keflavíkurflugvelli. Sjálfsagt á sjer þar stað ým- islegt það, sem miður fer. Ráð- ið til að hindra það er að benda á ákveðin dæmi, svo hægt sje að koma í veg fyrir, að slíkt sje endurtekið, og refsa þeim, sem sekir reynast. Ef kommúnistar hafa hugboð um, að ósiðlegar myndir hafi verið teknar á Keflavíkurflugvelli, og vilja koma í veg fyrir að slíkt sje endurtekið, er ráðið það, að benda yfirvöldunum á, hvern- ig upp á slíkum myndum verði haft, en ekki hitt, að útvega sjer myndir af erlendum upp- runa og tel'ja síðan auðtrúa unglingum trú um að þetta sjeu Keflavíkurmyndir. Þvílík vinnu brögð dæma sig sjálf og sanna, að áhugaefnið er það að spilla góðri sambúð milli Islendinga og Bandaríkjamanna, en ekki hitt að fá úr því bætt, sem áfátt kann að vera. Slefburður kommúnista augljós Hvorugt þessara mála, ályg- arnar á flugvallarstjóra eða klámmyndaósóminn, er ef til vill sjerstaklega stórt mál út af fyrir sig. Engu að síður eru þau bæði merkileg sem próf steinn á baráttuaðferðir komm- únista. Þama eru ákveðin dæmi um söguburð kommún- ista, svo ákveðin, að í þau er hægt að höggva. Þegar það er gert leysast ákærur þeirra upp og breytast í áfellisdóm yfir rógberunum sjálfum. Það er engin furða, þótt fleiri og fleiri af þeim, sem fram að þessu hafa fylgt kommúnistum út af því, að þeir eru óánægðir með ýmislegt í núverandi fyrir- komulagi, sjái nú að sjer og 1 snúi við þeim baki. Óánægja og jaðfinningar eru eðlilegar og nauðsynlegar til þess að knýja fram umbætur. En ef þær verða til þess að efla þá til áhrifa, sem ekki eru trausts verðir, hefnir það sín fyrr en varir á þeim, er sýndu misendismönn- unum trúnað. íslendingar munu ekki ljá sig til fylgis við slíka afhjúp- aða loddara og. misendismenn, sem kommúnista. Kommúnist- ar munu hjer á landi fá alveg samskonar útreið og þeir hafa hlotið í öðrum frjálsum lýðræð- islöndum að undanförnu. V-ísIenskur prestur í heimsókn VESTUR-ÍSUENSKI Metodista presturinn, Sveinbjörn Ólafs- son frá Minneapolis í Minne- sotafylki, fer hjeðan af landi burt á sunnudagsmorgun. ■ Hjer hefir hann dvalið um mánaðartíma. Er það í fyrsta sinn eftir 38 ára fjarveru, en hann fór hjeðan af landi burt 13 ára gamall- Sveinbjörn er Akurnesingur. Bróðir hans er Einar Ólafsson kaupmaður á Akranesi, sem líka var lengi vestan hafs. Fyrri sunnudag flutti sjera Sveinbjörn prjedikun í Akraneskirkju og hlýddu marg ir á. Einnig talaði hann á sam- komu sem KFUM hjelt fyrir hann í fyrrakvöld. Hann og sjera Friðrik eru miklir vinir, frá því er Sveinbjörn var hjer undir handleiðslu sjera Frið- riks, sem unglingur, áður en hann fór vestur. (slenskur stúden! fær sænskan náms- sfyrk SÆNSKA ríkisstjórnin hefur skýrt frá því, að hún muni veita íslenskum stúdentum styrk til háskólanáms í Sví- þjóð næsta vetur eins og að undanförnu. Nemur styrkur- inn 3000 sænskum krónum, auk 300 sænskra króna í ferðastyrk. í samræmi við tillögu há- skólaráðs, hefur menntamála- ráðuneytið mælt með því, að Andrjes Ásmundsson hljóti styrkinn til náms í læknisfræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. (Frá menntamálaráðu- neytinu). Viðskipti Austurríkis og Israels. jVÍN — Fyrir skömmu hófust í Vín undirbúningsumræður um verslunarmál milli ísraels og Austurríkis. Fulltrúar utanríkis- og verslunarráðuneytisins og full trúar ísraels hafa komið sjer saman um, að endanlegar samn- ingaumleitanir hefjist í Vínar- borg í september. • • ’P Staksteinar • • Hermann og samvinnan við kommúnista HERMANN Jónasson hefur oft undanfarið deilt á Sjálf- stæðismenn fyrir að hafa haft samvinnu við kommún- ista um ríkisstjórn, jafnvel í hreppsnefndum og bæjar- stjórnum Þessu er því til að svara að samvinnan við kommúnista um ríkisstjórn ' var hafin meðan þeir ennþá sátu í ríkisstjórnum margra lýðræðislanda Evrópu. Þeg- ar tímar liðu og kommúnist- ar á íslandi sýndu hið rjetta andlit sitt hrökluðust þeir út úr stjórninni og eru nú algerir utangarðsmenn í ís- lensku þjóðlífi. Um bæjar- stjórnarsamvinnuna við kommúnista er það að segja að í flestum bæjarstjórnum og hreppsnefndum á íslandi vinna menn úr öllum póli- tískum flokkum saman að ópólitískum málum og hags- munamálum byggðarlaga sinna. Þar gætir yfirleitt ekki stjórnmálaágreinings. Vatnsveitur, raforka og hafn arbætur eru yfirleitt ekki ; pólitísk mál. Þess vegna getur venjulegt fólk í öllum stjórnmálaflokkum unnið saman að framgangi þeirra. : Samferðamaður í utanríkismálum AF þessu sjest, hversu raka- i laus ádeila Hermanns er á Sjálfstæðisflokkinn fyrir samvinnu við kommúnista. En hvernig er mjelið í hans eigin poka? Það er nú Ijóti grauturinn, i Hermann hefur nefnilega gerst ber að því að hlaupa yfir á snæri fimmtuherdeild arinnar í afstöðinni til þeirra mála, sem síst mætti ætla \ að foringi „milliflokks" ætti samleið með þeim í. Þessi mál eru utanríkismálin. —- : Haustið 1946 greiddi Her- mann, ásamt nokkrum flokks mönnum sínum, atkvæði 1 ’ j gegn Keflavikursamningn- : um, sem tryggði brottför alls ' erlends her frá íslandi- Vor- j ið 1949 lýsti hann sig svo j mótfallinn þátttöku íslands í samvinnu lýðræðisþjóðanna j til eflingar friði og öryggi í ; heiminum en sat samt hjá ■ við annan mann. í báðum j þessum málum var Her- 1 mann samferðamaður komm ' únista. Þakklæti Brynjólfs FYRIR þetta er flokkur Brynjólfs Bjarnasonar mjög þakklátur Hermanni. Þess -t vegna lætur blað kommún- ista daglega í ljós von sína i um að Strandamenn kjósi j hann. — Nú er bara eftir 1 að vita hvað bændur og út- j vegsmenn norður þar vilja ! gera fyrir bænastað Bryn- jólfs!! En þess mun einsdæmi a6 formaður flokks, sem telur sig lýðræðissinnaðan „milli- * flokk“, skuli hafa gerst svo ' eindreginn stuðningsmaður I hinnar kommúnistisku ut- t anríkisstefnu, sem í öllu er ! miðuð við hagsmuni Rússa. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.