Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 6
: ' MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1949. ÍÞRÓTTIR Fimm íslendingar voldir gegn Svíum í norrænu lundskeppninu Island á alla kepp- endurna í 200 m. hi ■ ■ Orn Ciausen lekur þátl í Norður- landameistaramótinu í lugþraut wunuoún sjest njer vinna 200 m. hlaupið í norrænu landskeppninni í Stokkhólmi 1947. ÖRN CLAUSEN. — Myndin er tekin á Bislet í Oslo, þar sem hann varð annar í tugþrautar- keppninni við U.S.A. I g*#fi J, , ; ' 1 GUÐMUNDUR LARUSSON FlMM íslenskir íþróttamenr voru valdir til þess að taka þátt í liði Norðurlandanna fjög- urra í frjálsiþróttakeppninni við Sviþjóð. Frjálsiþróttasambandi íslands barst skeyti um bað í gærdag. íslendingarnir eru þess ir og lteppa í eftirtöldum grein- um. 100 m. hlaup: — Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur Clau- sen. 200 m. hlaup: — Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clau- sen og Guðmundur Lárusson. 400 m. hlaup: — Guðmund ur Lárusson. Kúluvarp: — Gunnar Huse by. Langstökk: — Torfi Bryn- geirsson. 4x100 m. boðhlaup: — Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur Clauscn. 4x400 m. boðhlaup: — Guð mundur Lárusson. Stangarstökk: — Torfi er þar varamaður. Hástökk: — Skúli Guð- mundsson er varamaður. Auk þess tekur Örn Clau- sen þátt í Norðurlandameist- aramótinu í tugþraut, sem fram fer í Stokkhólmi samtím is norrænu landskeppninni. Þannig að sex íslendingar verða meðal keppenda á Stadion í Stokkhóimi 9.—11. sept. Valið í 400 m. hlaupið Við höfðum vænst þess að fá að minnsta kosti sex menn í keppnina við Svía, það er að segja, auk þeirra, sem að ofan eru taldir, Ásmund Bjarnason í 400 m. hl. Hann hljóp á 49,7 sek. á meistaramótinu, þótt hann að vísu tæki ekki þátt í úrslitunum. Finninn Holmberg, sem var valinn í 400 m. hlaupið ásamt Guðmundi Lárussyni og Norðmanninum H. Johansen. hljóp á 49,9 sek. á finnska meistaramótinu. Það skal við- urkent — þar sem tíminn er svo líkur og Ásmundur og Holm berger hlaupa ekki saman — að erfitt er að fullyrða um, hvor þeirra sje betri. En fyrst Ásmundur var ekki valinn í 400 m. hlaupið, hefði að minnsta kosti átt að velja hann í 4x400 m. boðhlaupið. Svo var þó ekki gert. Skúli gat ekki verið með. Þá álít jeg heldur ekki rjett að ganga fram hjá Torfa í stangarstökkinu. En þar sem „kandidatarnir“ voru svo líkir, •og Torfi keppir í langstökkinu, er auðveldara að verja það. Skúli Guðmundsson var ekki valinn í hástökkið, þar sem hann tilkynnti fyrirfram, að hann myndi ekki tímans vegna geta keppt. — Örn Clausen var heldur ekki valinn í 110 m. grindahlaup, en þar hafði hann mikla möguleiká til sig- urs. — Hann keppir i tug- þrautinni Sama daginn og grindahlaupið fer fram. Hlutur íslands. En þó við álítum, að okkur bæri fleiri menn i þessa keppni, er framlag Islands það mikið að næsta undravert má heita af jafn lítilli þjóð. í 200 m. hlaupinu á ísland t. d. alla keppendurna við Svíþjóð. Þetta er árangurinn af markvissri i- þróttastarfsemi og ekki síst skilningi íþróttamannanna sjálfra á, hvað þeir þurfa á sig að leggja, til þess að ná þeim árangri, sem þeir hafa gert. Að- búnaðurinn hefir einnig verið stórbættur, og nú til dæmis er af fullum krafti hafin vinna við eitt mesta íþróttamannvirki, sem reist verður hjer á landi, leikvanginn í Laugardalnum. Þetta hefir heldur ekki lítið að segja. Fjöldinn á iþróttavellin- um sýnir einnig, hvé áhuginn er orðinn mikill meðal almenn- ings. Þetta hefir örfandi áhrif á íþróttaæskuna, sem vakið hef ir athygli annarra þjóða, og ís- land má vera stolt af. —Þorbjörn. SKÚLI GUÐMUNDSSON stekkur 1,88 m. á meistaramótinu. Annað ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands Lárus Halldórsson endurkosinn form. FRÍ ANNAÐ ársþing Frjálsíþrótta- sambands íslands var haldið hjer í Tteykjavík um fyrri helgi. Formaður sambandsins, Lárus Halldórsson, setti þingið, en þingforsetar voru kosnir Sigurpáll Jónsson og Brynjólf- ur Ingólfsson. Ritarar voru kosnir Óskar Guðmundsson og Jón Guðmundsson. í skýrslu formanns kom greinilega í ljós, að starfsemi FRÍ er orðin allumfangsmikil. I sambandinu eru nú 17 hjer- aðssambönd og sjerráð. Á þinginu voru rædd ýms mál efni er varða frjálsíþróttastarf- semina og starf FRÍ. Þá voru og gerðar nokkrar breytingar á lögum sambandsins, sem m. a. miða að því að fjölga fúll- trúum á ársþinginu. Lárus Halldórsson var endur kosinn formaður FRÍ, en aðrir í stjórn voru kosnir: — Sigur- páll Jónsson, GuðmundUr Sig- urjónsson, Brynjólfur Ingólfs- son og Sigurður S. Ólafsson. í varastjórn voru kosnir: Garðar S. Gislason, Þorbjörn Guð- mundsson og Árni Kjartansson. — Áður en stjórnarkosning hófst, baðst Jóh. Bernhard, vara formaður sambandsins, eindreg ið undan endurkosningu vegna anna. Páll Jónsson meist- ari í fimmfarþraut FIMMTARÞlfAUT meistara- mótsins fór fram s.l. laugardag. íslandsmeistari þar varð Páll Jónsson KR með 2708 stigum. Annar varð Stefán Sörensson, IR, með 2646 st., 3. Sveinn Björnsson, KR, 2554 st., 4. Hall- dór Sigurgeirsson, Á, 2396 st., 5. Gunnlaugur Ingason, Á, 2394 st. og 6. Sigurður Friðfinnsson, FH, 2375 st. Afrek Páls voru sem hjer segir: Langst. 6,24 m., spjót 41,43 m., 200 m. 24,3 sek., krgl. 36,49 m. og 1500 m. 4.57,6 min. Afrek Stefáns: Langst. 6,52, spjót 44,90 m., 200 m. 23,3 sek., krgl. 29,92 m. og 1500 m. 5. mín. Afrek Sveins: Langst. 6,24, spjót 35,15 m., 200 m. 23,0, krgl. 28,29 m. og 1500 m. 4.52,4 mín. FINinujvh.jh eui»VíiijU„-UN á verðlaunapallinum eftir 100 ni. hlaupið í norrænu lands- keppninni 1947, þar scm hann varð annar. GUNNAR HUSEBY, Evrópu- meistari og Norðurlandamet- hafi í kúluvarpi. ÁSMUNDUR BJARNASON TORFI BRYNGEIRSSON, íslandsmethafi í stangarstökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.