Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1949, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1949, r™1 Frair i. Eítir Ayn Rand íiúna. Þú ferð að fitna og Kira Argunova fær ný föt og arm- bönd með gimsteinum, og seinna meir fáið þið ykkur bif- reið, og . .. . “ „Leo, ertu orðinn vitlaus?“ Stóll Kixu hentist upp að veggnum og lampinn á borð- inu hristist til. Hún stóð tein- rjett og starði á Leo. Hin þrjú horfðu undrandi á hana. „Er þetta einhver skrípaleik ur, sem þú hefir stofnað til, til að gabba mig? Eða ertu alveg gengin af göflunum?“ Leo hallaði sjer aftur á þak í stólnum horfði beint í augu bennar og sagði: ..Og síðan hvenær hefir þú tekið upp á því að tala þannig lii mín?“ ' „Leo, þetta er að ganga út í opinn dauðann. Það er miklu auðveldara að fremja sjálfs- morð á einhvern annan hátt“. „Nei, heyrðu nú, Kira Alex- androvna, jeg held að þú sjert óþarflega svartsýn“, sagði Ant onina Pavlovna. „Svona, svona. Kira Alex- androvna“, sagði Moiosov i gæluróm. „Setstu nú niður og vertu róleg. Við skulum ræða ínálið í ró og næði. Það er ó- þarfi að vera að hleypa sjer í S38ing“. „Leo, sjerðu ekki, hvað það cr, sem þau. vilja?“ hrópaði hún. Þú átt ekki að vera ann- að en hlífisskjöldur fyrir þau. Þau leggja fram peningana. En þú .... þú leggur líf þitt í söl urnar“. „Mjer þykir ágætt, að geta notað það til einhvers“. „Leo. Hlustaðu á mig. Jeg skal vera róleg. Jeg skal setj-’ ast. En hlustaðu á mig. Þú mátt, ckki loka augunum fyrir stað- reyndum. Líttu á þetta frá öll- um hliðum .... hugsaðu um það .... þú veist vel að lífið ( cr enginn barnaleikur nú á tím um. Þú mátt ekki gera það enn þá erfiðara. Þú veitst hvernig stjórnin er hjer; Það er erfitt að láta ekki merja sig til bana unair járnhæl hennar. Það get- ut ekki verið, að þú viljir bein- ltnis beina járnhælnum að þjer. Veistu ekki, að menn eru skotnir samstundis fyrir ólöglegt brask?“ „Mjer finnst Leo þegar hafa gert okkur það ljóst. að hann þarfnast ekki ráðlegginga“, sagði Antonina Pavlovna og bar vindlinginn að vörum sjer. „Kira Alexandrovna“. sagði Morosov. „Hvers vegna notar þú slík orð yfir verslunarað- ferðir, sem eru leyfilegar og næstum því löghelgar, þeg- ar......“ „Nú þegir þú“, sagði Leo við Morosov og sneri sjer síðan að Kiru. „Hlusta þú nú á mig, Kira. Jeg veit vel að þetta er skitinn og ólöglegur verslunar máti, eins og frekast er hægt að hugsa sjer hann. Og jeg veit líka vel, að jeg hætti lífi mínu. En jeg ætla líka að gera það. Skilurðu mig?“ „Þó að jeg grátbiðji þig um að gera það ekki?“ „Þú gætir ekki sagt eða gert neitt, sem gæti fengið mig til að breyta þessari ákvörðun minni. Þetta er viðbjóðslegt, alt saman og jeg veit það vel. En hvernig stendur á því að jeg neyðist til þess að grípa til þessara ráða? Nú er liðinn hálfur mánuður síðan jeg kom heim. Hefi jeg fengið nokkra vinnu? Hefi jeg fengið svo mik- ið sem loforð um vinnu? Jæja, þú segir að þeir skjóti brask- ara? Og þú vilt ekki að jeg hætti lífi mínu? .... En hvað er eiginlega þetta sem þú kall- ar lif mitt? Jeg á enga framtíð og eignast hana ekki. Jeg get ekki farið að dæmi Victors Dunajev, þó svo jeg væri pínd ur til þess með glóandi járn- töngum. Jeg legg ekki mikið í sölurnar þó að jeg hætti lífi mínu“. ! „Lev Sergeievitch“, sagði Morosov hrifinn. „Þú kannt sannarlega að koma fyrir þig orðum“. „Þið tvö getið farið“. sagði 'Leo. „Jeg hitti þig á morgun, Morosov, og þá getum við lit- ið á búðina“. ..Jeg get ekki varist því, Leo. að láta í Ijós undrun mína“, sagði Antonina Pavlovna og stóð á fætur með miklum virðu leik. „Þú sýnir ekki hið minsta þakklæti fyrir þetta tækifæri, sem jeg. . . .“ „Fyrir hvað á jeg að vera þakklátur“? sagði Leo með þjósti. „Jeg geri ykkur jafn mikinn greiða og þið mjer. — Þetta eru viðskipti og annað ekki“. „Já, einmitt. Það er einmitt það“, sagði Morosov, ,,og jeg get sannarlega metið þinn skerf, Lev Sergeievitch. Þetta er alt í stakasta lagi. ■— Jæja, Tonia, nú skulum við fara. Við göngum svo frá þessu á morg- un“. „Jæja, Lev Sergeievitch. eig um við þá ekki að takast í hend ur upp á viðskiptin? Við get- um auðvitað gert skriflega samninga, en við treystum þjer“. Leo rjetti honum höndina. með hæðnisbrosi, eins og hann hefði unnið sigur á sjálfum sjer. Morosov þrýsti hönd hans fast og lengi. Síðan gekk hann aft- ur á bak út um dyrnar og hneigði sig. Antonina Pavlovna gekk á eftir honum. án þess að líta til Kiru. Leo fylgdi þeim út í forstof una. Þegar hann kom ftur, stóð Kira enn í sömu sþorum. Aður en hún hafði snúið sjer að honum, sagði hann: „Kira, við tölum ekki meira um þetta“. „Mig langar aðeins til að segja eitt, Leo“, sagði hún lágt. „Jeg gat ekki sagt það á meðan þau voru hjerna. — Þú sagðist ekkert eiga eftir í þessu lífi. Jeg hjelt að þú ætt- ir .... mig“. „Því hafði jeg hreint ekki gleymt. Það er einmitt ein á- stæðan fyrir því að jeg geri þetta. Heldur þú að jeg vilji láta þig sjá fyrir mjer það sem j eftir er ævinnar? Heldur þú J að jeg geti sætt mig við það, að þú þvælist um með feiða- J menn og standir þess á millí yfir ósandi prímus? Antonina | Pavlovna þarf ekki að leiðbeina ferðamönnum. Hún gengur, ekki í gömlum og slitnum föt- j um, eins og þú. Og hún skúrar ekki gólf. Þú hefir als ekkí hug mynd um, hvernig lífið getur verið. Þú hefir aldrei kynst því, en nú ætla jeg að fá að sýna þjer það. Ókkur vinnst tími til þess, áður en jeg verð tekinn. Og hlustaðu nú á mig, hjartans, elsku Kira mín, þó svo jeg vissi fyrir víst, að það endaði með því, að jeg yrði skot inn, þá mundi jeg samt gera það“. Hún hallaði sjer fram á borð ið, þvi henni fannst hún varla meena að standa á fótunum. „Leo, ef jeg bæði þig vegna allrar þeirrar ástar, sem jeg ber til þín og vegna þess að þú elsk ar mig? Og ef jeg segði þjer að jeg mundi fagna hverri stundu sem jeg gengi um með ferða'mönnunum og blessa hvert gólf, sem jeg þyrfti að skúra, og alla fundi, sem jeg þarf að fara á, og öll fjelög og alla rauða fána. .... Ef þú bara vilt hætta við þetta .... mundir þú samt gera það?“ „Já“. Karp Karpovitch Morosov hitti Pavel Syerov á veitingahúsi. — Þeir sátu við borð í dimmu skoti. Morosov bað um kálsúpu og Syerov bað um te og fransk ar kökur. Svo hallaði Morosov sjer yfir boiðið og hvíslaði í gegnum reykinn, sem lagði upp af súpudiskinum: „Þetta er alt saman í stak- asta lagi, Pavlusha. Jeg hefi manninn. Talaði við hann í gær“. Pavel Syerov hjelt bollanum við varir sínar. Litlausar varir hans hreyfðust varla, svo að Morosov varð næstum því að geta sjer þess til, hvað hann Sagði. „Hver er hann?“ „Hann heitir Lev Kovalen- sky. Ungur maður. Á ekki tú- skilding og er fjandans sama þó að illa fari fyrir sjer. — Á glötunarbarminum og til í hvað sem er“. „Er hægt að treysta honum?“ „Já. Fullkomlega“. „Auðveldur viðureignar?“ „Eins og barn“. „Heldur hann sjer saman?“ „Þögull sem gröfin“. Morosov jós fullri súpuskeið ínn fyrir varir sínar. Kálræma lafði niður úr öðru munnviki hans og hann saug hana upp í sig. Svo hallaði hann sjer fram á borðið aftur. „Auk þess á hann sína for- tíð. Faðir hans var skotinn fyr- ir andbyltingasinnaða starf- semi. Ef eitthvert óhapp skyldi henda .... þá er hapn eini rjetti syndaselurinn. Yfirstjett- aimaður. Þú skilur“. „Ágætt“, hvíslaði Syerov. Hann stakk skeiðinni í súkku laði-kökuna og gult kremið vall yfir diskinn. „Hlustaðu nú á, hvað jeg segi“. hjelt hann áfram í sama lága rómnum, „Jeg vil fá minn hluta fyrirfram .... fyrir hverja sendingu. Og það má ekki bregðast- Jeg get ekki sætt mig við það“. „Jeg sver það, Pavlusha, að þú skalt fá peningana fyrir- ftam. Þú þarft als ekki. .. .“ „Og eitt enn. Jeg krefst þess að; ýtrustu varúðar sje gætt j Refsing og rjettmæt laun ÍTÖLSK ÞJÓÐSAGA 11.. Þá sagþi kóngssonurinn við móður sína: „Móðir mín, ef þú elskar mig sem son þinn, þá bið jeg þig að fara enn einu sinni á fund ókunnugu konunnar og spyrja hana hvort hún vilji verða drotning mín.“ Gamla drottningin neitaði að fara enn einu sinni í slíka sneypuför, en hann hjelt áfram að grátbiðja hana, þang- að til hún loksins sagðist skyldi gera það fyrir hann. Þá tók hann ríkiserfingjakeðjuna, sem hann bar um háls- inn og bað móður sína að flytja ókunnugu konunni að gjöf, Enn einu sinni tók Myra kurteislega á móti drottning- unni og spurði sem fyrr: „Hvað get jeg gert fyrir yður, göfuga drottning?“ Drottningin svaraði sem fyrr, að hún væri þarna kom- in til að biðja um hönd hennar handa syni sínum og til merkis um ást hans sendi hann henni ríkiserfingjakeðjuna, Myra svaraði sem fyrr, að hún væri altof lítilmótleg handa svona voldugum kóngssyni og ljet svo einn af þjón- um sínum koma inn í salinn. Hún rjetti honum keðjuna og sagði: „Okkur vantar víst hálskeðju á gráa hundinn, hjerna hef jeg verið svo heppinn að fá ágæta hundakeðju.“ Gamla drottningin varð grá af reiði og Myra sagði: „Hví verðið þjer svo reiðar, göfuga drottning. Jeg hef svona keðjur á öllum hundunum mínum'. Hún ljet færa inn tólf hunda, sem allir voru með dýr- indis gullkeðjur um hálsinn. j Og enn sneri drottningin til baka full af harmi og reiði. Myra hljóp út að glugganum, leit háðslega til kongssonar- ins og skellti glugganum harklega. j Kóngssonurinn varð nú svo veikur, að allir hjeldu, að , hann myndi deyja. En hann náði sjer, og það fyrsta sem ,hann sagði við móður sína eftir að hann var kominn á fætur var: „Móðir mín, ef þú elskar mig, þá bið jeg þig til þess að bjarga lífi mínu að ganga enn einu sinni og nú í síðasta sinn yfir í hina höllina og biðja hana um að verða drottn- ing mín. Segðu henni, að ef hún enn einu sinni sýnir mjer fyrirlitningu og skellir glugganum, þá muni jeg falla dauð- ur niður.“ IfífljLcy — Þjónn, fleiri tertur, takk. * Ekki '< siiina stað. Lilla: — Þú verður að athuga það, að pabhi finnur einnig til. þegar hann flengir þig. | Kútur: -— Já, það getur verið, en áreiðanlega ekki á sama stað og jeg. Var í yfirliði. Lilla: — Hefirðu heyrt þetta með Svendsen-hjónin? Kútur: — Nei, hvað er það. Lilla: — Svendsen neitaði að fara með frú Svendsen út í búðir að versla svo að hún fór ein. Þegar hún kom svo heim um kvöldið. eftir að hafa verið úti allan daginn fann hún hann í yfirliði i forstofunni. Hann hafði fengið reikninginn fyrir nýja hattinn hennar. Hrotur eru andstvggilegar. — Heyrðirðu hvernig Ölafur hraut í kirkjunni í gær? Það var andstyggi- legt að hlusta á það. — Já, hvort jeg heyrði það. Hann vakti mig.' Ayrvu. Kostuðu aðeins )0 krónur. Jói gamli var orðinn heymarlaus, og hafði ofan af fyrir sjer með því að selja sálmabækur. Hann var í kirkju hvem sunnudag, því að þar voru mestir möguleikarnir fyrir hann að selja bækurnar. Eitt sinn, þegar presturinn hafði lokið ræðu sinni segir hann: -— Allir, sem eiga börn, sem á að ferma, eru vinsamlega beðnir um að koma með þau næsta sunnudag. — Jói heyrði aðeins óminn af því, sem presturinn sagði, og hjelt að hann hefði verið að biðja kirkjugest- ina um að hafa með sjer sálmabækur næsta sunnudag, grípur tækifærið, stendur upp og hrópar: I — Og þið sem ekki eigið. getið fengið hjá mjer, fyrir aðeins 10 krónur. Var óþarfi aS láta sjá sig. St jórnmálamaðurinn: — Haldið þjer ekki að strákurinn minn geti fengið vinnu hjer í deildinni? Skrifstofustjórinn: — Jú, hvað get- ur hann gert? Stjórnmálamaðurínn: — Hann kann nú heldur lítið. Skrifstofustjórinn: — Það er allt i lagi, en það er óþarfi fyrir hann að mæta nokkuð. Hörður Ólafsson, málflutningsskrifstofa. § Laugaveg 10, sími 80332. 1 og 7673. E/ Loftur getur þaft ekki s— Þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.