Morgunblaðið - 07.09.1949, Side 1
16 síður
í
' i
!i
36. árgangur.
203. tl)l. — Miðvikutlagur 7. september 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tólf skotnir til bono
í bnndnrískri borg
Vopnaður uppgjaiahermaður brjáb
ast og veldur þessu blóðbaði.
Einkaskcyti til Mbl. frá Reuter.
CAMDEN, NEW JERSEY, 6. sept. — 28 ára gamall upp-
gjafahermaður varð snogglega brjálaður hjer á götu í dag og'
;;kaut tólf manns til bana, þar af tvö börn. Fjórir menn aðrir
særðust. Þessi fyrverandi hermaður heitir Howard Unruh, og
lögreglumaður lýsir honum fyrir frjettamönnum sem „rólynd-
um og vel klæddum“ manni. Unruh var handtekinn eftir að
lögreglan hafði skotið táragasi inn í herbergi, sem hann hafði
búið um sig í.
Leynilögreglumaður skýrð."
frjettamönnum síðar svo frá
þessum atburði:
Dcilt um lóð.
Heimili Unruhs var við hlið-
ina á lyfjabúð, sem maður að
nafni Maurice Cohen átti.
Unruh og Cohen höfðu að und-
anförnu átt í deilu um lóðar-
rjettindi.
í dag gekk Unruh inn í lyfja-
búð nágranna síns, fór þar upp
á loft og skaut móður Cohens,
63 ára gamla, til bana í rúmi
sínu.
Cohen og kona hans falla.
Rose, kona Cohens, heyrði
skotið og lokaði tólf ára gaml-
an son sinn inni í fataskáp.
Unruh leitaði hana uppi og
skaut hana í stiganum.
Að þessu loknu gekk hann
út úr húsinu en Cohen korr
-------------------------------
hlaupandi á eftir. Unruh sneri
sjer við og skaut. Cohen komst
að garðhliði sínu og hneig þar
dauður til jarðar.
Starfsmaður hjá vátrygging-
arfyrirtæki, sem nálgaðist lyfja
búðina, fjell næst fyrir byssu
uppgjafahermannsins. Að því
loknu gekk Unruh út á götu.
Hinn rólegasti.
í rakarstofu skaut hann til
bana mann, sem var að láta
klippa sig'. Skömmu síðar nam
bifreið staðar við umferðarljós.
Unruh skaut þrisvar sinnum
og þrjár konur hnigu dauðar
niður.
Að lokum gekk hann hinn
rólegasti til baka til heimilis
síns, þar sem lögreglunni tókst
að handtaka hann, eftir að
skifst hafði verið á nokkrum
skotum.
Fregnir um uppreisn
í Yunnnn-iyiki virðust
úr luusu lofti gripnur
Landstjóri fyikisins kominn íil Chungking til
viðræðna við Chiang Kai Shek
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
HONG KONG, 6. sept. — Lu Han hershöfðingi, landstjóri
Yunnan-fylkis, sem fullyrt var um helgina að hefði gengið
kommúnistum á hönd, kom flugleiðis til Chungking í dag til
viðræðna við Chiang Kai Shek. Frjettastofa kínversku stjórn-
t.rinnar skýrði frá þessu í kvöld, og gat þess um leið að koma
hershöfðingjans hefði komið mörgum á óvænt.
Allt rneð kyrrum
kjörum.
Frjettastofan neitar því, að
her Lu Han hafi gert byltingu
í Kunming, höfuðborg fylkis-
ins. Hefur frjettastofan það eft-
ir einum af talsmönnum stjórn
arinnar, að allt sje með kyrrum
kjörum í borginni. Umferðar-
banni hefur verið komið á um
Frh. á bls. 12
LONDON, 6. sept.: — Skógar-
eldur, sem geisað hefir á einni
af Tylftareyjum, hefir nú eytt
um 20 fermílna skóglendi.
Nokkur þoip eru í bráðri
hættu en ekki hefir ennþá tek-
ist að ráða niðurlögum eldsins.
Kommar hafa hvarvetna reynt
að tefja fyrir endurreisninni
Hundrað þúsund Bandaríkja-
menn við heræfingar
Monfgomery marskálkur viðsfaddur æfing-
arnar, sem sfanda eiga yfir í fíu daga
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
FRANKFURT, 6. sept. — í dag hófust á bandaríska her-
1otaal|)jóðasðm-
tiik verkamanna
ti! áróðurs
Samþykktir breska
alþýðusambandsins
námssvæðinu umfangsmeiri heræfingar en Bandaríkjaher hefur Einkaskeyti til Mbl
efnt til í Þýskalandi frá því stríðinu lauk. Er í ráði, að þær fr£ Reuter.
standi yfir í tíu daga, en í þeim taka þátt yfir 100 þús. her-
menn.
---------------------------—®
Jón Pálmason
frambjóSandi
Sjátfstæðisflokksins
í A.-Húnavafnssýslu
SAMTÖK Sjálfstæðismanna
í Austur-Húnavatnssýslu hafa
ákveðið að Jón Pálmason for-
seti Sameinaðs Alþingis verði
í kjöri í sýslunni við næstu
kosningar fyrir hönd Sjálfstæð-
isflokksins.
Merkileg flugvjela-
Gestur Bandaríkjamanna
Montgomery marskálkur, sem
er yfirmaður herráðs meðlima-
landa Brusselbandalagsins, —
lagði í dag af stað frá Stras-
bourg til Meins, og mun hann
verða viðstaddur heræfingarn-
ar í boði Bandaríkjamanna.
I
Sameiginlegar æfingar
Fimmtánda þessa mánaðar
ætla Bandaríkjamenn og Frakk
ar svo að efna til sameigin-
legra æfinga í Austurríki. Þær
eiga að standa yfir í rúmlega
viku.
Varð að gefasi upp
á sundinu
LONDON, 6. sept.: — Seytján
ára gömul bandarísk stúlka
varð í dag að gefast upp við að
synda yfir Ermarsund, er hún
átti sex mílur ófarnar að Eng-
landsströnd.
Stúlkan hafði þá verið á
sundi í 10 Vz klukkustund.
Sex Egyptar eru nú í „boð-
sundi“ yfir Ermarsund. Ætla
þeir að reyna að hnekkja meti,
sem jafn margir Frakkar settu
á þessari vegalengd fyrir nokkr
um árum. Þeir syntu yfir sund-
ið á 12x/2 klukkustund. Reuter
BRIDLINGTON, Yorks-
hire, 6. sept. — Ársþing
breska alþýðusambandsins
samþykkti í dag með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða
að 1) fallast á úrsögn sam-
bandsins úr alþjóðlegu verka-
lýðssamtökunum og stofnun
nýs, óháðs alþjóðasambands,
og 2) að styðja miðstjórn al-
þýðusambandsins* breska í
viðleitni hennar til að koma
kommúnistum úr öllum á-
hrifaembættum innan verka-
lýðshreyfingarinnar í Bret-
landi. Samþykktir þessar voru
gerðar eftir að Arthur Deak-
in, fyrverandi formaður al-
þjóðlegu verkalýðssamtak-
ana og Vincent Tewson, aðal-
ritari breska alþýðusambands
ins, höfðu flutt harðorðar ræð
ur, þar sem þeir sýndu fram
á moldvörpustarfsemi hinna
svokölluðu „verkalýðsleið-
toga“ kommúnista.
Óheiðarlcgir menn
Arthur Deakin skýrði þing-
fulltrúum frá því í ræðu sinni,
að kommúnistar hefðu frá upp
hafi stefnt að því að nota al-
þjóðasamtök verkamanna til út
breiðslu kommúnismans. „Við
gerðumst meðlimir í alþjóða-
sambandinu með heiðarlegar
fyrirætlanir í huga, en við átt-
um ekki við heiðarlega menn
að skifta“, sagði hann.
Frh. á 4. síðu
Tito marskálkur býst
ekki við nýju stríði
sýning í Bretlandi
LONDON, 6. sept.: — Á flug-
vjelasýningu sem hefst í Bret-
landi á morgun, miðvikudag,
verða meðal annars sýndar
þrjár tegundir þrýstiloftsflug-
vjela sem ekki hafa verið sýnd
ar opinberlega til þessa og mik
il leynd hefir hvílt yfir.
Meðal flugvjela þessara er
fyrsta þrýstiloftsknúða
sprengjuflugvjelin, sem Bretar
eignast. Er fullyrt, að hún kom
ist jafn hratt, ef ekki hraðar,
en þær orustuflugvjelar, sem
hafa þrýstiloftshreyfla.
• ■— Reuter.
Einkaskeyti frá Reuter.
NEW YORK. 6. sept. — „New
York Times“, birti í dag við-
tal, sem Cyrus Sulzberger,
frjetíaritari blaðsins í Belg-
rad, hefur átt við Tito mar-
skálk. I viðtalinu sagði Tito
frjettamanninum meðal ann-
ars, að hann b.vggist ekki við
því, að ný styrjöld brvtist út.
Sulzberger segir, að Tito
hafi sagt cftirfarandi: „Jeg
vildi gjarna vekja athygli á
því, að það er ástæðulaust fyr-
ir fólk erlendis, að vera kvíð-
andi eða óttaslegið, að minsta
kosti á meðan við erum það
ekki sjálfir. Mjer kemur ekki
til hugar að ætla, að nokkur
þjóð vilji endurtekningu
þeirra alþjóðlegu átaka, senv
nú er að heita má nýlokið. —
Aflciðingar síðustu styrjaldar
eru can of nærtækar“.