Morgunblaðið - 07.09.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1949, Blaðsíða 8
8 M O R G V 1S B L Á fí I Ð Miðvikudagur 7. sept. 1 949. ■.i* Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1(S00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. I i Nú er hún gamla Grýla dauð ÁR EFTIR ÁR hafa hinir svokölluðu vinstri flokkar streytst við að telja íslensku þjóðinni trú um að Sjálfstæðisílokkur- inn væri eingöngu flokkur hinna ríku í þjóðfjelaginu og að takmark hans væri það eitt að gera hina ríku ríkari, en hina fátæku fátækari. Við hverjar einustu kosningar hefur þetta verið slagorð kommúnista, krata og „milliflokksins“. Hvers vegna hafa þessir flokkar byggt baráttu sína á jafn haldlausum fullyrðingum? Vegna þess að þeir hafa álitið að þeir gætu notað Grýlu- trúna til þess að rugla dómgreind almennings. En nú er hún gamla Grýla dauð. Það er ekki lengur hægt að telja neinum einasta manni, með heilbrigða skynsemi, trú um það að Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir því, að viðhalda látækt og misrjetti i þjóðfjelaginu. Vegna hvers er það ekki hægt? Það er ekki hægt vegna þess að almenningur hefur sjeð með eigin augum, það sem hefur verið að gerast í landinu undanfarna áratugi. Það er ekki hægt að villa honum sýn um það og segja það svart, sem er hvítt. ★ Það, sem almenningur hefur sjeð, er það, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft alla forystu um þær þjóðlífsumbætur, sem mest áhrif hafa haft til bóta á líf fólksins. werji ihri^ar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Hvor er skrítnari? ÞEGAR jeg sá fólkið hópast niður að danska Grænlandsfar inu hjer í höfninni í góðviðr- inu í fyrrakvöld, til þess eins að glápa á grænlensku fjöl- skylduna, sem þar er um borð, fór jeg ósjálfrátt að velta því fyrir mjer, hvor væri nú eigin- lega skrítnari í augum hins, íslendingurinn, sem glápti eins og naut á nývirki, eða Græn- lendingurinn, sem Ijet eins og hann yrði ekki var við þetta forvitna fólk. • Ekkert vafamál Á HINU var enginn vafi hvor var kurteisari. — Það bykir ekki háttvísi — ekki einu sinni í Grænlandi —, að fólk standi eins og aular með opin munn og glent augu og góna á ó- kunnugt fólk. Nú skal það tekið fram, að sumir, sem komu þarna í for- vitnisskyni, sýndu þessum fá- sjeðu gestum okkar meiri nær- gætni. Þetta fólk gekk rólega framhjá skipinu og sá þó það, sem það vildi sjá. © Ef það væri á Grænlandsgrund ÞAÐ er ekki nema eðlilegt að menn vilji fræðast og sjá Grænlending með eigin aug- um, en það er ekki sama hvernig komið er fram. Hugsið ykkur að íslensk fjölskylda lenti í sjávarháska og hrektist til Grænlands. Þar lendir menn kæmu í hópum til að glápa, benda, flissa og láta eins og fífl, yfir þessu skrítna fólki, sem komið væri til Grænlands. Ætlf íslendingunum myndi ekki líða hel,dur illa, ef þeir yrðu hafðir þannig að sýning- armunum? ( Brjef frá Danmörku LESANDI Morgunblaðsins í Give í Danmörku skrifar ,,Dag lega lífinu“ brjef, sem mjer þótti vænt um að fá. í fvrsta lagi er það ákaflega hlýlegt j og í öðru lagi reynir brjefrit- 1 ari að benda á leið í vanda- máli, sem nokkuð var rsett hjer i dálkunum í fyrrvetur. Bijefið er einmitt tímabært nú er farið er að hausta og ef hægt er að útvega þessa ,,blæjubílskúra“, finst mjer sjálfsagt að reyna þá. Brjefið er á þessa leið: „Blæju-bílskúrar11 „Kæri Víkverji- Það hefur farið fyrir mjer eins og líklega flestum göml- um Reykvíkingum erlendis, að „Daglega lííið“ er nauðsynleg- asti þáttur Morgunblaðsins til að rifja upp fyrir rnanni minn- ingarnar. Fyrir meira en ári las jeg í oft um vanhirðu og vöntun á húsakynnum fyrir bifreiðar heima og mundi eftir auglýs- ingu, sem jeg hafði rekist á í Berlingatíðindum, er mjer þótti snilldarleg lausn á málinu, a. m.k. þegar annað fæst ekki. Tæplega vafi á því að mikinn gjaldeyri og viðgerðarkostnað mættj spara með „blæjuskúr“, ef svo mætti kalla, enda lítur blæjan mjög vel út fæst t.d. í aluminíum- eða silfurlit“. • „Ljett eins og fótatak kisu“ BRJEFRITARI sendir með brjefinu auglýsingu um þessa blæjuskúra. Það eru venjuleg- ar ábreiður, sem eru þannig sniðnar, að þær falla vel yfir bíl, og skýla honum alveg. Menn sem telja má að hafi vit á meðferð bifreiða fullyrða að þessar blæjur geti verið fullt eins góðar og bílskúrar og verja vagnana algjörlega gegn veðri. „Og þær eru ljettar eins og fótatak kisu“, segir í auglýs- ingunni. Það mætti að minsta kosti reyna þetta, því tugir þúsunda í verðmætum fara til spillis í vetur vegna bílskúraskorts. Morgunblaðið á Jamaica ANNAÐ brjef, sem einni.g er frá lesenda Morgunblaðsins, i kemur lengra að, eða alla leið frá Jamaica. Þar býr ung, ís- jlensk kona, sem gift er ensk- um manni. Frúin heitir Mrs. G.E. Craven, en kunningjar hennar í bænum þekkja hana undjr. nafninu Ragna Fossberg. Frúin skrifar m.a. á þessa leið: ■ „Því lengra sem jeg fer að heiman því betur les jeg Morg unblaðið, og hjer les jeg það frá upphafi til enda, bæði til , skemmtunar og fróðleiks“. Það er gaman .að heyra. Sjálfstæðismenn höfðu forystuna um að stríðsgróðinn væri hagnýttur til eflingar atvinnulífi landsmanna. Það var fyrir frumkvæði og undir forystu formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, sem framleiðendur til lands. og sjávar tóku höndum saman við verkamenn og aðra launþega um stór- fellda eflingu atvmnulífsins. Áfleiðing þeirrar staðreyndar er sú. að íslendingar eiga nú atvinnutæki, sem eru trygging þess að hjer geta allir haft næga og góða atvinnu, ef þjóðin aðeins lætur ekki sökkva þeim í fen verðbólgu og öngþveitis. Tímar fyrirstríðsáranna, þegar Framsókn og Alþýðuflokk- urinn, skipulögðu hallæri í landinu, atvinnuleysi og bág- indi, þurfa þess vegna ekki að endurtaka sig, nema að þjóðin beinlínis vilji það. En hún vill það ekki. ★ Jafnhliða því að Sjálfstæðisflokkurinn og forystumenn hans tryggðu landsmönnum hinar miklu atvinnulífsumbæt- ur hafa stórfellda’.' breytingar gerst á öðrum sviðum þjóð- lífsins. I uppeldis- cg menntamálum, heilbrigðismálum, hús- næðismálum o. s. frv. hafa stór spor verið stígin fram á við. En þær umbætur eru bein afleiðing uppbyggingar at- vinnulífsins, enda eini grundvöllurinn, sem þær geta stað- :ð á í framtíðinni. Það getur heldur engum dulist að undanfarin ár hafa lífs- kjör almennings á íslandi bæði verið að batna almennt og jafnast. Fátæktin hefur verið á undanhaldi fyrir bættri lífs- afkomu og menningarlífi fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu í þessari merki- iegu þróun. Á Alþingi og í ríkisstjórn hefur flokkurinn beitt sjer fyrir alhliða umbótum. Út í athafnalííinu hefur fjöldi fylgismanna hans og leiðtoga staðið fyrir uppbyggingu at- vinnulífsins á einstökum stöðum og í einstökum hjeruðum. ★ Það er ekki hægt að dylja þessa staðreynd fyrir almenn- ingi á íslandi. Þessvegna er það gjörsamlega þýðingarlaust fyrir kommúnista, Framsókn og Alþýðuflokkinn að hefja upp Grýlusöng sinn enn einu sinni. Grýlutrúin er dauð. En með henni mun fleira fara sömu leiðina. Þeir flokkar, sem byggt hafa málflutning sinn á henni, hafa einnig lifað sitt fegursta. Þeirra hlutskipti er hrörnun og gleymska. Sjálfstæðisflokkurinn mun hinsvegar eflast að fylgi og halda áfram baráttu sinni fyrir þróttmiklu og rjettlátu þjóð- fjelagi á íslandi. Þjóðfjelagi, þar sem framtak einstaklings- ins fær að njóta sín en hóflegt ríkisvald gætir þess þó að hagsmuna heildarjnnar sje gætt. Éf þessari stefnu verður fylgt munu lífskjör almennings á íslandi halda áfram að batna og verða jafnari og þau þurfa að verða það. MEÐAL ANNARA ORÐA .... I IMIIIIII•IIIIIMIIMMI■M■llll••■l■lllllllllllll■l■■•■■ll•••llllll•lll■■ll•••l•l•IMI■ll•l•MM■IM•■lll■IMI•l••llllll•lllllllll•l•l•llm|Æ Rannsókn á afkomu grískra verkamanna. Eftir S.E. Modiano, frjcttaritara Reuters. AÞENA — Samkvæmt rann- sókn, sem nýlega var fram- kvæmd í Grikklandi, verja grískir verkamenn nú tveimur þriðju hlutum launa sinna til kaupa á matvælum. Meðalút- gjöld fjölskyldu í borgum Grikklands nema á degi hverj- um 29,775 drachmum, en þessi tala breytist lítið eitt á milli landshluta. Ransókn þessi á framfærslu- kostnaði gríska verkamannsins var framkvæmd undir umsjón verkalýðsmáladeildar Mars- halláætlunarinnar. • • NIÐURSTÖÐUR AÐALNIÐURSTÖÐUR rann- sóknarinnar eru á þessa leið: Um 66% af tekjum meðal- fjölskyldu er varið til kaupa á matvælum. Rúmlega 11% fer í fargjöld með strætisvögn- um og öðrum farartækjum, til kaupa á tóbaki, sælgæti og dag blöðum. Tæplega 9% launanna er var ið í fafnað, 5,9% til kaupa á eldsneyti, 4% í húsaleigu, 2,4% í hreinlætisvörur, 1,6% til læknishjálpar og um 1% til ýmiskonar heimilistækja. Hyer fjölskyldumeðlimur greiðir að meðaltali 3,716 drachmur í fæði á dag. • • FIMM HUNDRUÐ FJÖLSKYLDUR NIÐURSTÖÐUTÖLUR rann- sóknaiinnár fengust á þann hátt, að fylgst var með frdm- færslukostnaði 500 fjölskyldna i ■ Aþenu, Pereus, Haraklion, Patras, Salonika og Volos. fjölskyldum þessum störfuðu meðlimirnir alls í 48 atvinnu- greinum. Hjer er einungis um „verkamannafjölskyldur“ að læða, þar sem launin geta breyst frá degi til dags. Rann- sóknin nær ekki til „fastra starfsmanna“ og skrifstofu- manna. • o LÁG LEIGA í FJÖLSKYLDUNUM fimm hundruð voru það alls 676 menn, sem unnu fyrir kaupi, eða með öðrum orðum 1,35 að meðaltali á hverja fjölskyldu. Meðaleyðsla hverrar fjölskyldu fyrir fatnaði nam 2,281 dra- chmu á dag. Hver fjölskylda varði daglega 692 drachmum í hreinlætisvörur og 592 í lækn- ishjálp. Flestir verkamannanna njóta opinberrar aðstoðar við öflun ódýrrar læknishjálpar. Húsaleiga er ákaflega lág og stjórnarvöldin gæta þess vand- lega, að hún hækki ekki. Við þetta bætist svo það, að ó- keypis húsnæði er víða hægt að fá, enda þótt það sje oftast ákaflega ljelegt. ,,Af þessum 50 fjölskyldum“, segir í skýrsl- unni til Marshallhjálparinnar, „greiddu 163 enga húsaleigu, 201 bjó í leiguhúsnæði og 136 áttu eigin heimili11. • • MISJAFNT HÚSNÆÐI í SKYRSLUNNI kemur enn- fremur í Ijós, að um 40% af íjolskyldunum búa í síæmu húsnæði, 25% i góðu og 35% í miðlúngs eða sæmilegum h'ús um! Yfirleitt reyndist' húsnæði íþessara fjölskyldna vera ákai lega mismunandi. Þar sem sumar fjölskyldurnar höfðu rafmagn og hita, nægileg hús- gögn og lúm handa hverjum meðlimi, voru aðrar i hálfgerð um hellisskútum eða kjallara- íbúðum, þar sem fólkið varð að sofa á gólfinu. Heilbrigðismálunum hjá meirihluta fjölskyldnanna, seg- ir í lok skýrslunnar, „var illa komið“. Malan heldur fast við kynþátíakúgun Suður-Afríku HÖFÐABORG, 6. sept.: — Dr. Malan, forsætisráðherra Suður Afríku, flutti ræðu í morgun á ársþingi þjóðflokksins ■ í Transvaal. Lýsti hann yfir, að stjórn sín væri staðráðin í að beita sjer fyrir því, að þeir kyn 'þættir, sem byggja Suður-Af- ríku, blönduðust ekki. — Með þetta fyrir augum yrðu allir borgarar skyldaðir til að bera á sjer vegabrjef þar sem skráð væri, hvort eigandinn væri Ev- rópumaður, innfæddur, Hindúi eða kynblendingur.' Malan hældist um af því að stjórhin Jrefði komið i veg fyrir að Hindúar ættu áfram fulltrúa á þingi :Suður-Afriku. — Næst niuhdi' hún svö banna það, að kvnblendingar úr Höfðaborgar f-ylkiy fengju að eiga sína eigin -bingfulltrúa. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.