Morgunblaðið - 08.09.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1949, Blaðsíða 6
6 M O Tl C U N B L A Ð I Ð Linnntmlagur 8. sept. 1949. Grænlsndmgarnir í Reykjavík. Sýning Júiíönu Sveinsdóffur Á fallegum grasbletti suður í Tívoli mættist grænlensk æska og íslensk. Varð báðum jafn starsj'nt hvorri á aðra. Var hinu unga fóiki síoan raðað upp og ljósmyndari Mbl. tók af þeim þessa mynd. í»ví einsdæmi mun það vera, að tekin hafi verið mynd af grænlenskum og ís- lenskum börnum, hlið við hlið. Að loknu hringflugi yfir Reykjavík, var Jörgen boðið fram í stjórnklefa Catalínaflug bátsins og tók hann sjer þar sæti flugmannsins. Rjett í því var Heiicoptcrflugvjelin að setj ast á Reykjavíkurflugvöll og á það undratæki horfði Jörgen úr glugga stjórnklefans. Skemmtitækin í Tívoli vöktu mikla ánægju hinna ungu CJræn- íendinga. — í hringekjunni sátu þau Hendrik og Arkaluk „gæð- ingana" líkast því sem þau væru bestu hestamenn. Asfralíumenn sfyðja Brefa CANBERRA, 7. sept.: — Fjár- lagatrumvarp Astralíu fyrir næsta ár heíir verið lagt fram og fyigdi Chifley forsætis- og fjármálaráðherra Ástralíu því úr hlaði. Útgjöld éru talin muni nema um 600 miljón sterlings- pundum. Þar af fara 60 milj. tii iandvarna. Það vekur mikla auiygii, að 10 milj. sterlings- pund eru áætluð til gjafar L>re_tiandi. Chifley sagði, að það væri sjálfsagt að samþykkja þá gjöí til gamla móðurlandsins, tiukanlega með tilliti til þess, að ástiölsk efnahagsmál standa eða falla með breska hagkerf- inu. — Reuter. SkilyrSið íyrir a5 vðra góður kommúnisfi VARAFORSÆTISRÁB- HFRRA Sovjct-Rúslands, Kliment Voroshilov mar- skálkur, sem er góðvir.ur Stalins hefur gefið komm- únistum um allan heim línu, sem þeir eiga að fara efíir, ef þeir vilja vcra góðir kommúnistar. Skilyrðj marskálksins eru þessi: „Alþjóðlegur örciga- sinni, er sá, sem skilyrð- islaust, opinherlega cg heiðarlega — er tilhúimi að verja Sovjeí-samband- ið“. Samvinna samveld- islandanna LONDON, 5. sept.: — Attlee forsætisráðherra Breta hjelt langa ræðu í dag á þingi verka- lýðsfjelaganna bresku í Brid- lington í Hampshire. — Hann ræddi einkum efnahagsmál. — Hann ljet í ljós von sina um að fjármálaumræður Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada sem nú eru að hefjast, yrðu árang- ursríkar. Hann sagði, að aldrei fyrr hefði verið svo náin sam- vinna með bresku samveidis- þjóðunum og nú, eftir að Ind- land, Pakistan og Ceylon hafa náð fullu efnahagslegu sjálf- stæði. — Reuter. UNDANFARIÐ hefur staðið1 yfir í Listamannaskálanum hér mjög svo athyglisverð sýning og mun verða opin til næsta sunnudagskvölds, Það er mál-; verka og vefnaðarsýning' Júlí-| önu Sveinsdóttur og minnist jeg ekki að nokkur listamaður hafi áður haft sameiginlega' sýningu af þessu tvennu, mál-1 verkum og vefnaði. Jeg hefi að vísu ekki nema leikmannsvit á neinni list, en jeg fullyrði þó, að hjer er um listaverk að ræða í báðum greinunum, listaverk ;em reykvískar konur að minsta kosti ættu ekki að láta hverfa út úr landinu aftur, án þess að líta þau augum. Júlíana Sveinsdóttir er fyrir löngu orðin vel þekkt listakona, ekki síst í Danmörku, þar sem hún hefur lengi átt heima. — Danir hafa veitt henni margs- konar viðurkenningu sem mál- ara, t. d. hefur hún síðan 1940, verið í hinni föstu stjórn frjálsra listsýninga í Charlott- enborg, en í þeirri stjórn eiga sæti 12 þektir listamenn, vald- ir af listamönnunum sjálfum. Árið 1947 fekk hún Eckerberg minnispeninginn, en þau verð- laun eru veitt af Kunst-Aka- demi ráðinu danska árlega fyr- ir einhverja ákveðna mynd. — Júlíana fekk þessi verðlaun fyrir mynd frá Vestmannaeyj- um, Elliðaey, og er mynd þessi nú á sýningunni hjer. — Sama haustið, 1947, keypti einnig „Statens Museum for Kunst“, mynd af henni, en árinu áður, 1946, hafði hún fengið 10,000,00 ferðastyrk úr Tagea Brandts sjóðnum, en sá styrkur er ár- lega veittur tveimur konum, sem bera af á einhverju sviði. Þá hefur og „Ny Carlsbergfond- en“ keypt af henni nokkrar myndir, er því ekki hjer um neinn viðvaning að ræða á mál- arasviðinu, heldur viðurkenda listakonu. En þótt gaman sje að skoða málverkin hennar Júlíönu, þá varð mjer satt að segja enn þá starsýnna á vefnaðinn hennar, líklega af því að jeg hefi ekki fyrir fram gert mjer grein fyr- ir margbreytni þeirri og dá- samlegu vinnubrögðum, sem hjer eru á ferðinni. Júlíana er /fyrst og fremst málari. hún byrjaði á vefnaðinum til þess að reyna finna leið til þess að vinna fyrir sjer og geta þó helg- að málaralistinni sem ríflegast- an tíma, án þess að þurfa altaf að vera að hugsa um sölu. — Henni hefur tekist þetta, allt sem hún vefur, selst jafnóðum og gefur af sjer hógvært lífs- uppeldi. En úr því hún fór að vefa, þá skyldi það ekki vera nein miðlungsvinna, heldur skyldi sýnt, hvað hægt væri að gera úr íslenskri ull og íslensk- um sauðarlitum, því þá notar hún langmest. Hún hefur þó líka komist upp á ð 'ita sjálf úr birkilaufi og r'^ðal annars fengið þar afarfallegan lit, sem auga > málarans setur í hinar prýðilegustu, en þó óbrotnar samsetningar við sauðarlitina. Eins og áður er sagt, er þessi vefnaðarsýning mjög fjölbreyti leg, Þar eru veggteppi og gólf- teppi, værífarteppi, glugga- tjöld, dreglar, húsgagnadúkar, kjóla- og kápuefni o. fl. Ymis- legt af þessu t. d. teppín, hafa farið á sýningar víðsvegar um Evrópu á vegum „Selskabets for haandárbeidets fremme“, og hlotið hina bestu dóma og kjóla- og kápuefnln seljast í tískuverslunum í Kaupmanna- höfn og minnumst svo þess, að efniviðurinn er íslensk ull. — Jeg vildi mega þakka Júlíönu Sveinsdóttur fyrir þann hróður, sem verk hennar munu skapa íslandi og íslenskri framleiðslu, hvar sem hún fer með þau. Aðalbjörg Sigurðarclóttir. Kirkjimgskn í Höðrudal á Fjöllum AKUREYRI. 6. sept.: — Bisk- up íslands, herra Sigurgeir Sig- urðsson, vígði nýja kirkju að Möðrudal á Fjöllum ,suhnudag- inn 4. þ. m. Kirkju þessa hefur Jón bóndi Stefánsson í Möðrudal, reist og kostað að öllu leyti, enda er nú ekki nema einn bær í sókninni auk Möðrudals, en fyrr á öldum var þarna all- fjölmenn byggð. Kirkjuvígslan hófst um kl. 2 e. h. Auk biskups töluðu í kirkjunni, prófasturinn í Norð- ur-Múlaprófastsdæmi, sr. Jak- ob Einarsson, Hofi, og sóknar- presturinn ,sjera Sigurjón Jóns son. Auk þeirra aðstoðuðu fjórir prestar við vígsluna, þeir sjera Magnús Már Lárusson, sjera Pjetur Sigurgeirsson, sjera Sigmar Torfason og sr. Sveinn Víkingur. Fjöimenni var svo mikið á staðnum, að eigi rúmaðist í kirkjunni og stóðu mjög marg- ir úti fyrir henni og horfðu þaðan á það, sem fram fór. — Munu um 200 manns hafa verið þarna staddir víðsvegar að af Norður- og Austurlandi, svo sem frá Vopnafirði, Eskifirði, Jökuldal, Axarfirði, Akureyri og víðar. Var athöfnin hin virðulegasta og fór mjög vel fram. Kirkju- söng annaðist kór úr Mývatns- sveit, undir stjórn Sigfúsar Hallgrímssonar í Vogum. Kirkjan í Möðrudal mun hafa fokið árið 1926, og hefur verið kirkjulaust þar síðan, uns Jón bóndi hóf þessa kirkjusmíð, og hefur hann unnið mest að henni sjálfur. Kirkjan er steinkirkja með forkirkju og turni, einkar snot- urt hús, og hin mesta prýði á staðnum um leið og hún ber vott um einstaka fórnfýsi, á- huga, dugnað og hagleik bónd- ans í Möðrudal. H. Vald. | RAGNAR JÓNSSON, I | hæstarjettarlögmaður, | { Laugavegi 8, sími 7752. | { Lögfræðistörf og eigna- i umsÝsla. { PÚSNINGASANDUR \ frá Hvaleyri. j Skeljasandur, rauðmöl \ ög steypusandur. Sími: 9199 og 9091. { - Cnifimiinfliir TV|ajynú«:s:oH. 1111141111III lllllllllllllllllllllt III imH III dtði Atf >tUi6LL>a t MORGVNBLAÐINII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.