Morgunblaðið - 11.09.1949, Síða 3

Morgunblaðið - 11.09.1949, Síða 3
Sunnudagur 11. sept. 1949. M O RC VNBLAÐI9 S FYRIR og um miðja síðustu öld bieiddast í Austur-Húnavatns var starf Fjölnismanna og Jóns sýslu, er hin gamla Geitaskarðs Sigurðssonar farið að bera á- ’ ætt, komin af Jóni sýslumanni vöxt, Það var vakningatími í Einarssyni og Kristínu Gott- þjóðlifinu. í stað vílsins væntingarinnar og ráðaleysis ör- j skálksdóttur biskups, sem kall ins, sem einkendi 18. öldina, var lifnuð trú á landið og þjóð- aður hefir verið hinn grimmi. Raunhyggja og hagsýni, stór- hugur, stórbokkaskapur og ó- ina. Norður í Húnavatnssýslu! fyrirleitni, ef því er að skipta, stofnuðu bændur í Svínavatns- hefir lengi gengið þar í ættir. og Bólstaðarhlíðarhreppum, Hjeraðið gaf þessum eiginleik- fyrsta hreppabúnaðarfjelag um gott svigrúm, því að það landsins, skrifuðu ritgerðir um j hefir upp á margar stórar og bættar búskaparaðferðir, héldu i góðar landkostajarðir að bjóða, umræðufundi og skiptust á , auk þess sem vetiarríki er þar reynslu í ýmsu, sem við kom minna en í öðrum hjeruðum starfi þeirra. Þeir byrjuðu jafn norðanlands. Það var því eðli- vel að gefa út prentað búnaðar legt að trúin á plóginn vakn- rit, Húnvetning, en það fyrir- aði í þessu hjeraði og' eirtnig í tæki lamaðist við fjárkláðann landkostahjeruðunum sunnan og niðurskurðinn, sem af hon- heiða. um leiddi. Ari síðar en Hún- j vetningar stofnuðu Árnesingar Vakning ; Þingeyjarsýslu. fyrsta búnaðarfjelag, sitt iyrsra Dunaoarijerag, í Gnúpverjal reppi. Þessi fjelög' fengu ný landbúnaðaráhöld frá Noregi og hófu jarðabætur. — Trúin á plóginn var vöknuð, trúin á ræktun í stað rányrkju, á aukna framleiðslu með bætt um vinnuaðferðum og betri fræðslu um búnaðarmál. Þessir húnventsku bændur komu sjer líka upp lestrarfjelagi og safni þarflegra bóka, jafnvel er- lendra. Þeir hófu fjársöfnun til þess að koma upp fyrirmyndar búi í sveit sendu unga inenn utan til búnaðarnáms, á meðal þeirra Torfa, sem síðar varð búnaðarskólastjóri í Ólafsdal. Skagfirðingar og Húnvetningar í fjelagi stofnuðu Bændaskól- ann á Hólum og Kvennaskóli Húnvetninga var stofnaður til þess að auka menntun hús- mæðranna. Um opinbera styrki var auðvitað ekki að ræða, á- hugamenn lögðu fram for- göngu sína og mikla vinnu án endurgjalds, knúðir fram af þeirri sannfæringu, að framtíð sveitanna, og reyndar landsins j als, væri bundin við plóginn. Búnaðarfræðsla. Hin ógurlegu harðindi ár eft ir ár 1881—7 gerðu það að veikum, að minna varð úr ýms um framkvæmdum, en annars hefði orðið. Þó höfðu búnaðar- fjelögin á mínum bernskuárum eftir aldamótin í þjónustu sinni fast ráðna menn, sem dvöldust um tíma á bæjunum, unnu með heimamönnum að jarðabót um og kendu þeim til þeirra verka. Einstaka ungur bónda- sonur fór til Noregs til búnaðar náms. Einn þeirra kom aftur með plóg og að honum söfnuð ust ungir menn, sem lærðu plægingu og tömdu hesta sína til dráttar. Þessi plægingaflokk ur fór einnig um sveitirnar og hóf stórtækari ræktun, en áður hafði tíðkast. Því hefir verið lítill gaumur gefinn, hve íslensk hjeruð hafa mótað íbúa sína á mismunandi hátt, auk þess sem ættgengir eiginleikar eru frábrugðnir eft í Suður-Þingeyjarsýslu varð einnig um þessar mundir mikil vakning, en hún mótaðist á alt annan hátt. Það hjerað er eitt hið sumatfegursta á landinu, en þar er mjög mikið vetrarríki, land víða eldbrunnið og þröngt um til ræktunar. Auk þess áttu Þingeyingar oft við að búa versta verslunarhætti lands- manna, einokunarkaupmönnun um fanst það oft ekki borga sig aö sigla skipum sínum til Húsa víkur. Valdsmenn þeirra þóttu oft harðdrægir, og má hafa vald ið því lítil greiðslugeta gjald- endanna. Það gáfaða fólk, sem þarna byggir land, iljaða sjer á löngum harðindavetrum við arinelda sagna og ljóða, sem þroskaði hjá því oiðsins list, bæði í bundnu máli og lausu. Það skóp sjer draumaheima, þar sem engir ranglátir kaup- menn eða harðdræg yfirvöld sætu yfir hlut þess. Það varð því einkennilega ginkeypt fyrir öllum eilendum fræðikenning- um, sem lofuðu því nýrri para- dís á þessari syndum spilltu | j jörð yfirgangsmanna og arð- . ræningja, og þegar Ameríku- ■ ferðirnar hófust, þá gerðu ýms ir af þeirra ágætustu leiðtogum i sig ekki ánægða með Norður- ' Ameríku, heldur ljetu sig dreyma um íslenskt landnám í Brasílíu, þar sem aldrei væri snjór, karlarnir gætu týnt upp í sig rúsínur af trjánum og kon- urnar sótt baunirnar í kaffið sitt rjett út fyrir túngarðinn. Verslunarfjélög bænda. Ilúnvetningar og bændur í ýmsum öðrum hjeruðum tofn uðu sín verslunarfjelög. sem pöntuðu vörurnar í heildversl- un og skiptu bændurnir þeim með sjer sjálfir, stundum í fjör unni, án þess að kaupa til þess vinnu utan heimilis. Þeir gerðu það eiginlega af illri nauðsyn að tefja sig við þetta frá bú- störfunum, vegna þess að kaup- mennirnir ýmist höfðu ekki vörur til eða þá, sem oftar var, að þeim þóttu þær of dýrar, enda var samkeppni lítil eða engin. Verslun þessi var í ir sveitum. Það kyn, sem er út- þeirra augum ambátt, sem átti að suður í Rochdale á Englandi aður maður það í erleiidri bók, að þjóna landbúnaðinum. En norður í Þingeyjarsýslú las gáf hefðu fátækir vefarar, sem dag- lega þurftu að kaupa sér í mat- inn í búðinni, sett sjer upp búð sjálfir og fengið við það ódýrari mat. Við þessa frjett opnaðist Þingeyingum nýr heim ur, sem þeir höfðu áður aðeins sjeð óljóst í draumum sínum, nýr og betri heimur, þar sem öll verslun og iðnaður yæri eign neytendanna sjálfra. Fjelags verslunin átti ekki fyrst og fremst að vera öryggisráðstöf- un til þess að halda vöruverð- inu í skefjum, með því að neyða óháðu verslunarstjettina til að sætta si'g við álíka hagnað og nam laun- um þeirra manna, er unnu við fjelagsverslunina, heldur varð hún takmark í sjálfu sjer, fagn aðarerindi, sem boðaði lausn allra efnahagsvandamája. Sam- vinna neytendanna um inn- kaup á öllu því, sem þeir þurftu í sig og á, varð því þjóðfjelags leg dyggð, einstaklingsrekstur í verslun, iðnaði eða meirihátt- ar framleiðslu brask og arðrán, m. ö. o. þjóðfj elagslegur glæp- ur. Trúin á pundarann var kom inn í líf þingeysku bændanna. Samkepitin sigrar selstöðii- verslunina. Húnvetnska stefnan, að draga auð úr skauti náttúrunn ar með bættum framleiðsluað- ferðum, og þingeyska stefnan, að leggja aðaláhersluna á fyrir komulag vörudreifingarinnar, þrifust frarnan af hlið við hlið, án þess að verulega hallaðist á Pöntunarfjelögin og kaupfjelög in náðu á hverjum stað yfir takmarkað svæði, þar sem hver þekkti annan og hægt var að haga rekstri þeirra eftir óskum I og þörfum fjelagsmannanna. •— Þau keyptu vörur sínar þar sem ódýrast verð fjekkst og seldu afurðir sínar þeim, sem hæst bauð. Þetta hefir líka löngum talinn góður búmannssiður. — Öllum kostnaði var stilt í hóf, arðinum að mestu skift milli fjelagsmannanna og rann hann þvi inn i atvinnurekstur þeirra, sveitabúskapinn. Selstöðuversl anirnar stóðust ekki þá sam- keppni og hurfu úr sögunni. — Það er umhugsunarefni til sam- anburðar, að eftir að yfirstjórn kaupfjelaganna er kominn úr höndum bændanna sjálfra og til Reykjavíkur í hendur al- valdra forustumanna og eins stjórnmálaflokks, hefir sann- kallaður ofvöxtur hlaupið í einkaverslunina á ný. Á það má benda, að íslenskir bændur hafa alltaf kunnað að leysa með samvinnu ýms verk- efni, sem voru einstaklingnum ofviða- Hvert upprekstrarfjelag hefir haft samvinnu um fjall- skil og hver hreppur um fá- tækraframfæri síðan á fyrstu öldum landsbyggðarinnar. — Á þá innlendu fyrirmynd hef- ir sjaldan verið minst, þótt merkileg sje. Þegar fram liðu stundir, varð örlagaþrungin breyting’ á hlut- fallinu milli plógsins og pund- arans. Það var farið að boða neytendaverslunina sem póli- tískt ^agnaðarerindi, einkum eftir að Framsóknarflokkurinn kom til sögunnar. Það hefir ver ið regla þess flokks að stela úr sjálfs sin hendi öllum þeim fyrirtækjum og fjelagssamtök- um þar sem mönnum hans hef- ir verið trúað fyrir stjórn að meiri hluta, og nota þau í flokks þarfir. Hjer var líka til nokk- urs að slægjast, því að pundar- inn gat gefið skjótan gróða til að gramsa í, en langur tími líð- ur þangað til hin plægða jörð skilar fullum arði. Á búnaðar- fjelögunum var því lítið að græða flokkslega sjeð, og fáar feitar stöður í boði hjá þeim. Samtakaorku og ýmsum dugleg ustu starfskröftum bændastjett arinnar var einbeint að versl- unarmálunum, en að sama skapi visnaði búnaðarfjelags skapurinn, þangað til hann var lítið meira en nafnið, er Jarð- ræktarlögin gengu í gildi og styrkur til jarðabóta var feng- inn fjelögunum í hendur. — Fyrirmyndarinnar var leitað til verksmiðjuverkamanna í ensk- um bæ, þar sem hver þurfti að kaupa sjer daglega í matinn, af því að enginn þeirra fram- leiddi mat, en ekki til dönsku bændanna, sem þó stóðu fremst í samvinnu um vöndun og sölu framleiðsluvöru sinnar og höfðu með því hafið sig upp í það að verða ein mest metna bændastjett í heimi. Neytenda- samtökin voru sífelt sett á odd inn, í og með til að vinna póli- tískt fylgi í kaupstöðunum, en framleiðslusamtökin sátu yfir- leitt á hakanum. Sá markaður, sem var tryggastur og bestur, innanlandsmarkaðurinn, var ekki notaður betur en það, að fyrir 20—30 árum urðu menn í Vestmannaeyjum oft að kaupa íslenskt saltkjöt frá Noregi, þangað sem það hafði verið selt með lægra verði en innan- lands. Á þessu hefir að vísu orðið breyting til batnaðar, en þó er það ekki mjög víða enn, sem bændur eiga hraðfrystihús fyrir sláturfjárafurðir sínar. Framleiðslan á hakanum. Hagnýting ullarinnar er enn á því stigi, að í sumum bestu sauðfjárhjeruðum landsins fá menn ekki innlent fataefni í verslunum bændanna sjálfra. Þúsundir gólfteppa eru lika flutt inn í landið, enda þótt ís- lensk ull sje hið ákjósanlegasta teppaefni. Veit jeg það af reynslu, því að gólfteppin á heimili mínu, eru hnýtt eða ofin úr íslenskri ull. Mjólkurbúin, sem upp hafa komist á síðari árurn, komu of seint til þess að ýta undir ræktun túna og aukn ingu kúastofnsins í tæka tíð, svo að ekki þyrfti að flytja inn erlent smjör eða efni í smjör- • líki. Forustumenn Framsóknar- flokksins meta það altaf meira að reyna að sölsa sem mestu af innflutningsversluninni í sínar hendur en að efla framleiðsluna og nauðsynlega samvinnu um hagnýtingu hennar og sölu. Því er komið sem komið er, að á ■ örlagatímum er stjórnarsam- vinnu, sem að vísu var ljeleg og óheil, slitið til þess að ná á sitt vald fleiri skömmtunarseðl um, þessum vottorðum um van- megna framleiðslu. Þjóðin er komin á það niðurlægingarstig að vera bitbein gráðugra versl- unarhagsmuna. Framsókn og verslunararðurinn. Undir forystu Framsóknar- flokksins hafa miljónir af þeim verslunararði bænda, sem þeim er ekki greiddur út, verið not- aðar til þess að byggja bæði þarfar og óþarfar verslunar- og skrifstofubyggingar, kaupa lóð- ir og hús i Reykjavík og jafnvel að koma upp hvíldarheimili uppi hjá Hreðavatni handa þeim Framsóknarmönnum, sem eru orðnir uppgefnir í baráttu sinni fyrir hag bændastjettar- innar. Það er undarlegt ein- kenni á þeirri manntegund, sem þykist sjálfkjörin til að vera leiðtogar bænda, að þeir mega engan sjóð hafa á milli handa án þess að vilja byggja fýrir hann stórhýsi í Reykjavík. Bún- aðarbankinn, sem sagður er oft- ast nær tómur, ef þar þarf að fá lán til að byggja fyrir f jós, reis- ir miljónahöll í Miðbænum. Aft ur á móti er hann svo hugulsam ur við sveitamenn að setja upp útibú inni á Hverfisgötu, auð- vitað með nægu starfsmanna- liði, svo að bændur, sem koma norðan eða austan af landi, þurfi ekki að ómaka sig niður í Miðbæinn til þess að fá neit- un við lánbeiðnum sínum. Það hefur verið eitt af aðaláhuga- efnum Búnaðarþings að byggja miljónabyggingu í Reykjavík og er því skiljanlegt. hvers vegna búnaðarfjelög hrepp- anna máttu ekki fá nokkurn hluta Búnaðarmálasjóðs til ráð- stöfunar, en eins og kunnugt er, hafa Tímamenn ekki reiðst neinu jafn mikið og þeirri til- lögu Jóns á Akri. Mörgum Framsóknarbændum fannst það líka óheyrileg ofdirfska, ef þeir ættu bæði að borga fje í sjóð- inn og ráðstafa honum að ein- hverju leyti. Hið síðarnefnda gat ekki heyrt undir aðra en háttsetta skrifstofumenn í Bún- aðarfjelagi íslands. En þeir sömu menn voru líka sammála foringjunum um það, að embætt ismaður í Rvik væri sjálfstæðari til að ákveða verð á afurðum bænda en tuttugu og fjórir menn úr þeirra eigin hóp und- ir formennsku þess manns, sem mest hefur gert til þess að rann saka hagfræðilegan grundvöll sveitabúskaparins. Þegar mað- ur sjer slíka húsbóndahollustu, þá dettur manni ósjálfrátl í Framh. á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.