Morgunblaðið - 11.09.1949, Side 6

Morgunblaðið - 11.09.1949, Side 6
6 MORGUNBLAfílÐ Sunnudagur 11. sept. 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. 5 Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura me8 Lesbók Ut í ævintýrið BLAÐ KOMMÚNISTA ræðst í gær á ríkisstjórnina af mikilii heiít vegna hækkunar mjólkurverðsins og fjölyrðir um þá kjaraskerðingu, sem hún hafi í för með sjer fvrir launþega í landinu. Það er 'ljett verk að vekja óánægju almennings með verðhækkun lífsnauðsynja. Ekkert er eðii- iegra en að fóik horfi rneð ugg og kvíða á kaupmátt launa sinna rýrast og hinar svokölluðu „kjarabætur“ verða að cngu í hít dýrtíðar og verðbólgu. En engum ferst það ver en einmitt kommúnistum að gagn- rýna vöxt dýrtíðarinnar. Allt frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð hafa kommúnistar sýnt allri viðleitni hennar til stöðvunar verðbólgunni, fullkominn fjandskap. Kíkisstjórnin reyndi í upphafi að stöðva kauphækkanir vegna þess að henni var ljóst að í kjölfar þeirra hlaut að sigla hækkun afurðaverðsins. Þetta tókst um skeið og verð- bólgunni var haldið niðri. En barátta kommúnista fyrir að brjóta niður verðbólguvarnirnar harðnaði stöðugt. Og það tókst. Á s. 1. vori var svo komið að ekki einu sinni hin nýkjörna stjórn Alþýðusambandsins treysti sjer til þess að standa gegn verulegum grunnkaupshækkunum. Afleið- ing þess urðu almennar kauphækkanir víðsvegar um land. Þeir, sem fyrir þessum hækkunum stóðu, vissu mæta vel að þær hlutu að verða launþegum skammgóður vermir. Kommúnistar vissu t. d. að samkvæmt lögum ber að reikna árlega út verðlagsvísitölu fyrir landbúnaðarafurðir og á- kveða verð þeirra í samræmi við hana. Hækkað kaupgjald hlaut að hafa þau áhrif á verðlagsgrundvöll landbúnaðar- ins að afurðir hans hækkuðu. Annað var óhugsandi. Komm- únistar vissu þessvegna að verðbólgan myndi á komandi hausti jeta upp verulegan hluta kauphækkananna, „kjara- bótanna“ svokölluðu. Það er þessvegna fullkominn loddara- skapur þegar þeir láta blað sitt æpa að ríkisstjórninni fyr- ir þá hækkun afurðaverðsins, sem nú er orðin. Þeir vissu um að hún var óumflýjanleg afleiðing af þeirra eigin bar- áttu fyrir opnun allra gátta fyrir nýrri verðbólguöldu. Sannleikurinn er sá að á s. 1. vori brotnuðu varnirnar gegn verðbólgunni að verulegu leyti niður. Hin lýðræðis- sinnuðu öfl í Alþýðusambandi íslands stóðust ekki yfirboð kommúnista. Þau ljetu undan síga og lögðu út í ævintýrið. Það hefur því miður ekki leitt til raunverulegra kjarabóta fyrir almenning. Dýrtíðarhjólið hefur súnist nýjan hring, verðlagið hefur elt kaupgjaldið, skarðið í íslensku krón- una hefur orðið stærra, kaupmáttur hennar hefur enn minnk- að og aðstaða íslenskra afurða á erlendum mörkuðum orð- ið ennþá erfiðari. Svo koma kommúnistar og Alþýðublaðið og segjast berj- nst gegn gengislækkun íslensks gjaldmiðils!! Sjá menn ekki í gegn um þennan loddaraleik? Sjá menn ekki að það eru verðbólgupostularnir, sem berjast ákafast fyrir gengislækk- un? En þeir ljúga því að fólkinu að þeir sjeu að berjast gegn henni. Fagerholm, forsætisráðherra finnsku jafnaðarmanna- r.tjórnarinnar, svaraði kauphækkunarkröfum kommúnista, sem efnt höfðu til pólitískra verkfalla, fyrir sömmmu á þessa leið: „Verkamenn vilja að sjálfsögðu allir fá hærri laun, en þeir sjá að verkföll eru ekki rjetta aðferðin til að ná því marki eins og ástandið er nú í landinu. Aðalatriðið er að komist verði hjá atvinnuleysi næsta vetur. Ef laun verkamanna iiækkuðu nú og þar með framfærslukostnaðurinn, þá færi ckki hjá því að atvinnuleysi væri fyrir dyrum í landinu". Fagerholm datt ekki í hug að segja verkamönnum að kauphækkun þýddi kjarabætur fyrir þá. Hann sagði þeim þvert á móti að þær hlytu að hafa hækkun framfærslu- kostnaðar og atvinnuleysi í för með sjer. Þessvegna fór svo að kommúnistar einöngruðuust í skemmdarstarfsemi sinni. Þeir vildu nefnilega skapa atvinnuleysi og örbirgð. Verka- menn vildu það ekki. Þessvegna fóru þeír að ráðum Fager- holms. En íslenskir verkamenn eiga engan Fagerhoím og engan Stafford Cripps. Þessvegna heldur verðbólgan áfram að skerða laun þeirra og þrengja hag þeirra. tar: uerjl óhrija ÚR DAGLEGA LÍFINU Gamli fiskhjallurinn [ FYRRAVOR var rifinn gam- all verbúðarhjallur í verstöð suður með sjó. Það er svo sem ekkert tiltökumál. Þeim fækkar nú óðum gömlu hjöllunum í ver búðum landsins og sjálfsagt verður ekki langt þangað til, að ekkert verður eftir af þeim, frekar en svo mörgu öðru, nema sagan. En það vildi svo til, að nýlega spurði maður, sem áhuga hefur fyrir söfnun gamalla þjóðlegra minjagripa, þá sem rifu hjall- inn, hvort þar hefði ekki verið eitthvað af gömlum sjóbúðar- munum. — Jú, það mun hafa verið, sitt af hvoru. Allskonar rusl. Þar á meðal talsvert af gömlum vosklæðum, en þessu rusli var öllu saman ekið í sjóinn, var svarið, sem hann fekk VerSmæti, sem glatast ÞAÐ er því miður ekki eins dæmi, að „ruslinu hafi verið ekið í sjóinn“, þegar gamlir hjallar hafa verið rifnir hingað og þangað um landið. Á þann hátt hefur mikið sögulegt verð- mæti og margvíslegir munir, sem nú sjást ekki lengur, glat- ast. í hugsunarleysi dettur mönn- um ekki í hug, að gömul skinn- klæði, sem ef til vill eru orðin hálf fúin, sjeu neins virði. Eða gamlar skörðóttar breddur, krókar, koppar og kirnur. En ef til vill er sumt af þess- um munum einmitt það, sem vantar til að fylla upp í skarðið í einhverju safninu. • Víða geymast góftir munir NÚ FER að verða hver síðastur að safna gömlum þjóðlegum munum, bæði til sjávar og sveita. Þó eru þeir víða til, eink um í gömlum hjöllum og skemm um. Víðast er litið á þessa muni sem ekkert gagn gera lengur, sem ónýtt rusl, en eigendur hugsa sem svo, „jeg kann ekki við að fleygja þessu strax. —1 Hann pabbi átti það, eða hannj afi notaði það, karlinn.“ En ef á að bjarga þessu verð-, ur að fá fólkið í lið með sjer. I • Marga muni vantar á söfn ALDA gengur yfir landið, um stofnun bygðasaína, sjónnn.ia- safna og svo framvegis. Er ?oil eitt um það að segia, því á þann hátt getur kynslóðin sem á nú byggir landið, sjeð hvaða erho- leika forfeðurnir áttu við að stríða, með sínum einföldu verk iærurn, liinaðarháLum, húsa- skipan o. s. írv. Þessvegna ætti hver og einn einasti maður á landinu, sem rekst a gamlan grip, að bjarga honum flá glötun. Þegar rifa á gamlan hjall eða skenrmu væri vel gert að kaila til ein~ hvern kunnáttumann, sem á- huga hefði fyrir sögulegum j gripum og leyfa honum að sjá ■ muni þá, sem finnast kunna, i „áður en ruslinu er öllu ekið í sjóinn.“ Reykjavíkursýningin Á ÖÐRUM stað hjer í blaöinu er vikið að undirbúningi Reykja víkursýningarinnar. Hún hefur verið nokkuð lengi á leiðinni. Víst eru liðin þrjú ár frá því að Jóhann Hafstein bæjarfulltrúi og alþingismaður, bar fram til - lögu um, að sýning þessi vrði haldin hjer í bænum. Þá var hugmyndin, að halda sýninguna í hinni nýju skóla- byggingu Gagnfræðaskólans í Reykjavík. En því var ekki við komið vegna þess hve skólanum sjálfum lá á að fá húsnæði. I • | Besta húsplássið jOG SVO hófst bygging Þióð- minjasafnsins og einhverjum glöggum manni kom til liuear, að þar væri rjetta húsplássið fyrir sýninguna. tíetri húsakynni var ekki hægt að hugsa sjer. Hjer skal ekki talað meira um Reykjavík- ursýninguna að sinni nema bvað allir góðir Reykvíkingar ættu rð leggjast á eitt og hjálpa til að þessi sýning verði sem giæsilegust. Að hún verður viðburður, sem bæjarmenn minnast lengi, það er jeg viss um. Hvernig gengur smjerinu að rkemmast? Á HVERJUM morgni kemur húsmóðir ein inn í verslunina til kaupmannsins síns og spyr m.a.: — Jæia, hvernig gengur smierinu að skemmast? Það, sem konan á við er þetta: Flestir eru búnir með smjörskammtinn sinn fyrir löngu og verða að kaupa dýra smiörið, sem oftast er súrt og vont í bögglunum. Herragarðs- og rjómabússmjörið, sem fæst ekki nema út á skömmtunar- miða selst ekki og liggur því undir skemmdum. Iiúsmóðurin, sem spyr um líðan smjörbirgða kaupmanns- ins síns á hverjum degi, segist vera sannfærð um, að þegar myglublettir fari að sjást á herragarðssmjörinu og rjóma- búsbögglunum, þá verði þeir seldir óskammtaðir fyrir 30 krónur kílóið. Það verður gaman, að sjá hvort hún er fornspá. Tító varpar ljósi á fa«ismann TÍTÓ er það að þakka. að mönnum er nú ljósar en áður hvað kommúnistar eiga við er þeir æpa á menn, fasisti. Það er raunverulega afar einfalt mál: I Fasisti er kommúnisti, sem hefur orðið ósáttur við annan l kommúnista! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Viðskiffi Hindusfan og Pakislan aukasf. Eftir DOUGLAS BROWN ÞAÐ eru liðin meir en tvö ár síðan Indlandi var skipt í tvennt. Skiptingu.ini rjeðu tvær trúarskoðanir. Yfirgnæfandi meirihluti Indverja er Brama- trúar en í Vestur Indlandi og nokkrum hluta Bengal búa sam tals um 60 milljónir Múhameðs trúarmenn. Múhameðstrúar- menn vildu ekki sætta sig við að búa undir meirihlutastjórn Hindúa en svo eru Bramatrúar- menn nefndir og rifu sig út úr ríkinu og stofnuðu sitt eigið ríki, Pakistan. • • EINU HAGKERFI UMBREYTT í TVÖ HAGKERFI Indlands fram að þeim tíma hafði verið skipu- lagt með það fyrir augum, að landið yrði allt eitt riki. Það olli því nokkrum glundroða í efnahagsmálum landsins, hve skiptingin varð snögg. I báð- um tilfellum var nokkuð al- gengt að Indverjar kenndu fyrri stjórn Breta yfir landinu um. • o KENNDU BRETUM UM. PAKISTAN búar voru margir þeirrar skoðunar, að Bretar hefðu komið iðnmálurrf lands- ins svo fyrir, að hjer um bil all- I ar verksmiðjur landsins væru Hindustan megin. Sömuleiðis | voru Hindustan búar gramir út í bresku stjórnina fyrir að [flestar síðari tíma áveitur hefðu ,verið Pakistan megin. I Þegar Bretar stjórnuðu Ind- landi höguðu þeir auðvitað framkvæmdum í samræmi við það, að Indland yrði allt ein viðskiptaleg heild. Verksmiðj- ur voru reistar þar sem iðnað- ur þótti hentugastur og áveitur og ræktun sömuleiðis þar sem aukin ræktur. þótti auðveld- ust. Með skiptingu landsins hlaut hin fyrri hagskipun að bila og þó einkum vegna þess, að bæði ríkin komu á háum tollmúrum og gerðu allt mögu- legt til að torvelda vi iskipti sín í milli. • e TOLLABAN!) \ T AG SKYNSAMLEG AST ^SKYNSAMLEGAST hefði ver- ið að koma á tollabandalagi ríkjanna, en svo mikill rígur var þegar frá upphafi milli ríkjanna, að þau settu á hin verstu verslunarhöft, sem urðu báðum til mikils ógagns og kostnaðar. Til dæmis hefur Hindustan keypt nokkuð af baðmull' í Egyptalandi, en Pakistan búar hafa næga baðmull og verða að flytja hana annað. • • GÆTA FJÁRMÁLA- HAGSMUNA Á ÞESSU ári er loks farið að gera tilraunir til að auka sam- skipti milli landanna. Nokkr- ar sameiginlegar efnahagsráð- stefnur hafa verið haldnar og þó langt sje að líkindum þar til algjört tollabandalag kemst á að nýju milli ríkjanna, er þó mjög farið að gæta þeirrar skoð unar meðal indverskra f jármála sjerfræðinga, að rjettara sje að láta fjármálalega hagsmuni en trúmálaríg ráða verslunarvið- skiptum. I * * AUKIN VIÐSKIPTI AAMKVÆMT síðustu verslun- iarsamningum milli landanna er 'ákveðið að Hindustan kaupi af Pakistan hráefni til strigagerð- ar (júte) og baðmull, en Pak- istan kaupi í staðinn ýmsar iðn- aðarvörur svo sem vefnaðar- vörur. Viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæður fyrir Hindustan. Aib.ióðleíít þing. i STOKKHÚLÆuR |— ÞÍng mat- vælá- ug landbúnaSpretofnunar S. Þ. hefir staðið yfir í Stokkhólmi að und- ! anförnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.