Morgunblaðið - 24.09.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1949, Blaðsíða 8
MORGVNBLAfílÐ Límgardagur '24. sejDti 1949. 3 JttwgsisiMftMfc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. * Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóE W Bandalag kommúnista og Framsóknar „LÍKUR fyrir breytingu á vinnubrögðum Alþýðuflokksins oru engar. Til þess að hrista af sjer þær afætur, sem heild- salarnir eru, verður að koma í veg fyrir að Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi meirihlutavald á Alþingi eftir kosningar.“ Hvar skyldu menn halda að þessar setningar standi. Það væri ekki ólíklegt, að þær stæðu í Þjóðviljanum, en það er ekki. Þær standa í Tímanum 26. ágúst. Blaðinu, sem stund- um kallar sig bændablað. ★ En hvað þýða þessar setningar Tímans? Vilja ekki kjos- endur gera sjer grein fyrir því? Þær þýða tvímælalaust og óumdeilanlega það, að Fram- sóknarmenn og kommúnistar verði að fá meiri hluta á Al- þingi í veturnótta-kosningunum, svo að þeir geti stjórnað saman eftir kosningar. Greinilegri getur yfirlýsingin ekki verið. Það ber líka öllum frjettum saman um það, sem borist hafa af fundum Framsóknarmanna í Reykjavík síð- ustu mánuði, að þetta er tilgangurinn. Þess vegna er heimt- að þingrof. Þess vegna eru heimtaðar haustkosningar. Þess vegna eru skammir Tímans svo æðisgengnar sem þær eru um Sjálístæðismenn og Alþýðuflokkinn. Þjóðvarnarmennirnir svokölluðu eða útibú kommúnista átti á tímabili að vera með sem sjerstakur flokkur, en nú virðast hafa tekist samningar um að sameina þá við Fram- sóknarflokkinn. Hann býður fram 8—10 spil úr þjóðvarnar laufinu. Samspilið kom líka greinilega fram í „Þjóðvörn“ nýlega, því þar var það tekið skýrt og greinilega fram „að ,.Framsóknar“flokkurinn væri sá af núverandi stjórnmála- fjokkum, sem síst mætti missa sig.“ ★ Það gefur líka auða leið, að flokkur sem úthúðar sam- starfsflokkum sínum eins geysilega eins og Tímaliðarnir gera við Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, hann getur ekki hugsað sjer samvinnu við þá eftir kosningar, enda væri þá tilgangslaust að flýta kosningum um 8 mánuði frá því sem ákveðið er í stjórnarskránni. Hjer er því ekki um að villast. Samstarf Framsóknar- manna og kommúnista eftir kosningar er ákveðið, ef þeir fá meinhluta vald, og fyrsta samningsmálið á að vera það, að útrýma frjálsri verslunarstjett. Annað svo eftir því. ★ Eina hindrunin á þessari leið gætu menn haldið, að væri nokkrir Framsóknarmenn, sem líklegir væru til borgara- legrar samvinnu. En þessu er ekki að treysta. Handjárna- vald Framsóknar er áður þekkt og það mun ekki bila, ef tækifærið býðst. Þeir tveir menn, sem óhætt var að treysta í þessu efni bjóða sig heldur ekki fram nú af hverju sem það er. Aftur á móti er Páll Zophoníasson efsti maður á lista flokksins í Norður-Múlasýslu, maðurinn sem greiðir at- kvæði eins og kommúnistar í öllum utanríkismálum og flestum deilumálum innlendum. Virðist hann eiga að vera einskonar fánaberi fyrir hið sameiginlega lið. Færi vel á, að á þann fána væri málaður svartur Karakúl hrútur til minningar um afrek Páls í land- búnaðarmálum. ★ Annars ber hjer allt að einum og sama brunni. Tíminn hefur hvað eftir annað auglýst hið væntanlega bandalag, þó undir rós sje. Þingmenn flokksins og ráðherrar hafa engu mótmælt. Það virðist þeim að skapi að aðaltilgangur kosninganna sje sá, að koma Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum sameiginlega í minnihluta á Alþingi, svo annar meirihluti, þessum flokkum andstæður geti tekið við stjóin landsins. Kjósendur vita að hverju þeir hafa að ganga. \JíLverji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU 6 í bíl í Iðnó ÞAÐ var ekki alveg fullskipað hús í Iðnó í fyrrakvöld á frum- sýningu sexmenninganna ungu, sem hafa leikið Candia eftir Shaw úti um allt land í sumar og koma svo loks með leikritið til höfuðstaðarins. En jeg spái því, að þegar það fer að spyrjast út um bæinn hvernig þau leysa hlutverk sín af hendi, þá verði ekki mörg sæti auð í Iðnó á þeim sýn ingum, sem hjer verða. • Einstakur dugnaður ÞETTA unga listafólk hefur sýnt með dugnaði sínum, að þau eru ekki neinir þurfaling- ar, sem allt ætla að heimta af öðrum. Þau vinna öll verkin sjálf. Aðalstjarnan sat í að- göngumiðasölunni fram eftir öllum degi á frumsýningardag- inn, en þeir síra Morrel og Marchbanks voru inni á leik- sviði, að negla, saga, eða sauma til þess að hafa leiksviðið til- búið fyrir kvöldið. Hinir þrír. sem óupptaldir eru voru einnig eitthvað að dunda við undirbúning leiksýn- ingarinnar. e Spottinn í leiktjaldinu ÞAÐ var ekki stórvægilegt at- vik, sem kom fyrir í Iðnó í fyrrakvöld, en nóg til þess, að sanna enn einu sinni, að tími er kominn til að flytja leik- starfsemina úr þessu gamla húsi. — Þegar draga átti tjald- ið frá fyrir annan þátt, drógst það ekki frá nema öðru megin. Þetta olli ekki verulegri trufl- un, en þó nóg til þess, að koma áheyrendum og vafalaust leik- urum út úr jafnvægi, sem snöggvast. Nú er það ekki nema spotti, sem þarf að festa, til þess að hafa .tjaldið í lagi. Ef til of mikils er ætlast, að þetta sje haft í lagi, er ekki hægt að sjá, að notast megi við hið gamla hús lengur. • Komið heim VESTUR-ÍSLENSK kona, frú Sólveig Sveinsdóttir frá Chi- cago, hefur dvalið hjer i sumar hjá ættingjum og vinum. Hún er systurdóttir síia Jóhanns Þorkelssonar og hefur dvaiið hjá Þuríði frænku sinni. — Fyrir nokkru kom Solveig með eftirfarandi grein og bað um að birt yrði í „Daglega lífinu“, ef tilskrifin þættu þess virði. Jeg er viss um að mörgum mun hlýna um hjartaræturnar við lesturinn. „Rigning, norðvestan kaldi“. Utvarpið spáði fyrir deginum og það reyndist ijett spáð. Jeg afrjeð þá þegar að láta það ekkert á mig fá hvernig veðrið var, því ekki var jeg hingað komin til að leita að sólskini. Af því hafði jeg nóg heima á mínu eigin landi. Gekk jeg því um göturnar í Reykjavík og naut til fulls þeirrar stundar er jeg hafði lengi þráð, að vera komin heim! Ganga ofar íslenskri mold; ganga um götur höfuð- borgar míns eigin lands! Hjer bjó mín þjóð. Þetta var allt mitt fólk, sem á undan mjer gekk og það sem var hinum megin á götunum. Jeg fann, með mikilli ánægju, að nú hafði jeg uppfyllt þá þrá er leynst hafði með mjer allan minn aldur. Þrá eftir nánara sambandi við minn eigin upp- runa. • Sama veðurspáin ..RIGNING, norðaustan kaldi“. Útvarpið sat við sinn keip. — Þoka og suddi huldu algjörlega „viSjsýnið frítt“, svo ekki var til neins að hugsa um ferða- lag upp í sveit. En í húsum inni, hjá vinum mínum og ættingjum, ríkti ylur og glaðværð. Kaffiborðin sett með kökum og alskonar sælgæti, líkast mest marglitu blómabeði. Ilmin af nýheitu kaffi leggur um húsin. — Til mín hefur þar engin kaldi náð, hvorki að norðaustan nje nokk uiri annarri átt. Við kaffiborð- in hef jeg sjeð heiðan himinn í bláum , blíðum augum ís- .lensks kvenfólks, og fjarlæg- ann, þýðan nið fossanna heyri jeg í hljóðfalli íslenskrar tungu af vörum íslensks karl- manns. o Sólsetrið ..RIGNING, norðaustan kaldi“. Það er sama sagan upp aftur og upp aftur hjá útvarpinu, og ekki líkleet að það breyti stefnu sinni. En svo var það eitt kvöld að eitthvað hefur sjálfsagt farið aflaga við vatnsveitu himins- ins, svo það var engin rigning. Sá .iea bá mjer ögleymanlega sjón. Sólsetur í Reykjavík! Sólina hníga til hafs á bak við Snæfellsnesjökul. Þar tóku eldur og ís saman höndum og stráðu állt vesturloftið með auð síns mikla máttar. Dýrindis o-ull! Flóð af loeandi dýrð! — Rósrauðar slæður lágu sums- staðar liett vfir gullna hafinu og marglitir geislar teygðu sig upp í dimmbláan himin. Engin tunga talar það mál er lýst getur að fullu þessari sjón. nje heldur þeim áhrifum er hún hafði á mig. Þessi dýrð — þessir geislar teygðu sig inn í sál mína. Tek jeg þá með mjer heim, geymi þá i þeirri von að þeir birti og mýki lengsta sólarlag minna eigin æfidaga. Solveig Sveinsdóttir“. jiiiHMiiiiiMiiimiiiiiimnMMiiintiiMiimMHiiiiiiiiiiMiiiiimMiiiMiniiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiinwMwiiiiiiiMMUiiimimMMiiiMimiiiMiiii MiiiMiiiii»'ii,»»itM,*ii,«ii« MEÐAL ANNARA ORÐA .... «. ..............................• Presturinn. sem sigldi 12,000 mílur með söfnuð sinn. Eftir Charles B. Lynch, frjettaritara Reuters. ST. ANN’S NOVA SCOTTA — Að tveimur árum liðnum er í ráði að efna til mikilla hátíða- halda í St. Ann’s, Nova Scotia, til minningar um skoskan prest, sem þar dvaldist fyrir hundrað árum, áður en hann fluttist með söfnuð sinn til Ástralíu og þaðan til Nýja-Sjá- lands. Æfiferill þessa prests er svo merkilegur, að stjórnarvöldun- um hefur ekki þótt annað sæma en að minnast hans á einhvern hátt, en árið 1951 er einmitt ágætlega til þess fallið, því það var þá, sem klerkur- inn lagði upp í 12,000 mílna ferðalag frá Nova Scotia til AdelaidG í Suður-Ástralíu. Þó er ekkert líklegra, en að prest- urinn hefði orðið manna fyrst- ur til að fordæma hin fyrir- huguðu hátíðahöld, væri hann enn á lífi og í fullu fjöri. — Hann mundi vafalaust ráð- leggja gestunum á hátíðahöld- unum, að hugsa minna um skemmtanir en lesa biblíuna þeim mun betur. • • ENGINN ALKRISTINN PRESTUR þessi hjet Norman McLeod. Hann var ákafur trú- maður og mikill prjedikari, og ekki hlífðj hann starfsbræðrum sínum fremur en öðrum. Hann lýsti því þannig eitt sinn yfir, að meðal prestanna væri ekki einn einasti sannkristinn mað- ur! McLeod var 37 ára gamall. þegar hann tók sig upp með söfnuð sinn og fluttist frá Skotlandi til Pictou, Nova Scotia. Þetta gerðist árið 1817, eftir að McLeod hafði lent í hörðum deilum við yfirboðara sína. Þremur árum seinna skip- aði hann áhangendum sínum að halda áfram ferðinni og flytja tií Ohio í Bandaríkjun- um. Hann hætti þó við þetta á síðustu stundu og beitti sjer í þess stað fyrir því, að söfn- uðurinn smíðaði sjer skip, sem skýrt var „Örkin“, og hjeldi á því 175 mílna leið með strönd um fram til St. Ann’s á Cape Breton eyju. • • EFTIR 31 ÁR í ST. ANN’S hjelt McLeod kyrru fyrir með safnaðarbörn- um sínum í 31 ár- Þá Jýsti hanp alt í einu yfir, að ehn yæri kominn tími til að flytja — í þetta skipti hálfa leið, í kringum jörðina. Á hátíðahöld- unum, sem fara eiga fram í St. Ann’s að tveimur árum liðnum, mun þess sjerstaklega verða minnst, að þá eru liðin 100 ár frá því að skipið ,.Mar- varet“ (250 tonn) lagði þaðan úr höfn með 136 sálir innan- borðs. Eftir 12,000 mílna sigl- inrru qo i04 dafra 'sjóferð kom ,.Mar"aret“ til Adelaide i Suð- ur-Ástralíu, 10. apríl 1852. Næsta ár hjelt hópurinn á- fram til Nýja-Sjálands. • • MINNTSMERKI í SAMBANDI idð hátíðahöld- in 1951, er meðal annars í ráði að byggja nákvæma eftirlík- ingu af skipi McLeód. Við- staddir 'ærða með°l annars for sætisráðherrar Ástralíu og Nýia-Sjáiands, auk ýmissa ætt ini’a beirra manna, sem voru í söfnuði skoska prestsins. McLeod ljest í Nýja-Sjálandi 1866. bá 86 ára að aldri.'Ætt- ingjar safnaðarbarna hans hafa reist honum veglegt minn- ismerki. Yill sameinaða Libyu TRIPOLI,, ;23. sept.: — Dr. En- rico .Cibelli; foringi óháða flokksins í Libyu hefir borið fram' kröíur um að Libyu fái fult sjélfstæði. Hann fordæmir það. að Fezzan og Cyrenaica veiði skilin frá meginhluta Libyu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.