Morgunblaðið - 24.09.1949, Blaðsíða 12
"se’i'KTOill
MORGUNBLAÐIÐ
Laugaxdagur 24. sept 1949.
Sjötugur: Guðbergur G. Jó-
hannsson málarameistari
GUÐBERGUR er fæddur í
Hafnarfirði 24. sept. 1879. Ung-
ur fór hann til - sjós, eins og
títt var um unglinga í kaup-
túnum á þeim tímum, og var
hann á skútum allt til þess er
hann hóf málarastörf hjer í bæ
árið 1906. Mun hann því eiga
lengri feril að baki, sem málari,
én nokkur annar núlifandi mál-
ari.
Hann hefir alla tið verið hinn
mesti vinnuhe^tur eins og sagt
er, iðinn og ósjerhlífinn. Guð-
bergur ávann sjer fljótt marga
og góða viðskiftamenn. Ber þar
margt til, en þó hygg jeg að
hin prúðmannlega og einlæga
framkoma hans hafi þar miklu
ráðið.
Síðustu 30 árin hefir hann
jafnan haft marga menn í þjón-.
ustu sinni, enda hefir hann
flesta þá kosti til að bera. sem
nauðsynlegir eru til mannafor-
ráða. Guðbergur er stjórnsam-
ur og verkhygginn, úrræðagóð-
ur qg æðrulaus þó eitthvað blási
á móti. Hann er þægilegur í
viðmóti og gamansamur þegar
syo ber undir. En það sem mjer
þykir mest um vert af eigin-
leikum hans er það hve orðvar
og orðvandur hann er. Jeg man
ekkí til að hafa heyrt hann
tala ilia um nokkurn mann. Jeg
held að honum sje blátt áfram
illa við að hlusta á slíkt hjá
öðrum, enda ætíð viðbúinn að
leggja gott til málanna og snúa
talinu að öðru.
I öllum viðskiftum er Guð-
bergur hinn sanrigjarnasti og
áreiðanlegur svo af ber.
f/,. Hann er einn af stofnendum
Málarampistaráíjélags" Reykja-
víkur. Hefir hánn þar, sem ann
arsstaðar, reynst hinn besti
fjelagi, og ávalt sýnt fjelaginu
hina mestu ræktarsemi. Mörg-
um trúnaðarstörfum hefir hann
gegnt fyrir f jelagið; m. a. ver-
ið endurskoðandi réikninga
þess lengur en nökkur annar
fjelagsmaður.
Jyrir nokkrum : árum var
Guðbergur kjörinn heiðurs-
fjelagi Málarameistarafjelags-
ins, og er hann nú sá eini sem
skipar þann virðulega sess.
Heilsu Guðbergs er nú mjög
tekið að hnigna, sem ekki er
óeðlilegt, því starfsdagurinn er
orðinn ærið langur, og oft
strangur. Undanfarnar vikur
hefir hann verið við rúmið, og
>
svo er enn. Mun þetta skyggja
nokkuð á þá ánægju, sem bæði
hann, vinir hans og kunningj-
ar, hefðu haft af að hittast á
þessum merkisdegi. Veit jeg þó,
að margir munu líta inn til
hins aldna heiðursmanns en
hinir munu þó fleiri, sem hugsa
hlýtt til hans og senda honum
bestu árnaðaróskir.
Annars hefir Guðbergur tek-
ið þessu mótlæti, sem öðru, með
stakri ró og karlmennsku.
Guðbergur er kvæntur Her-
borgu Jónsdóttur frá Bústöðum,
greindri gæðakonu, sem nú ann
ast bónda sinn af alúð og um-
hyggjusemi. Þau hafa eignast
þrjú börn.
Eru tvö þeirra á lífi, Sigur-
jón málarameistari, sem dvel-
ur erlendis um þessar mundir
og Unnur, sem er gift og bú-
sett í húsi foreldra sinna. Guð-
rún dóttir þeirra dó fyrir mörg
um árum, uppkomin, mesta
efnisstúlka.
Kæri stjettarbróðir. Jeg
bakka þjer persónulega. ánægju
lega og holla viðkynningu og
óska þjer til hamingju með þitt
góða dagsverk. Og fyrir hönd
Málarameistarafjelags Reykja-
víkur færi jeg þjer þakklæti
fyrir velunnin störf, með bestu
óskum um bjart æfikvöld.
Jökull Pjetursson.
I 14 Á LFLUTNINGS \
SKBIFSTOFA
| Ein»r B. Guðmundsson, l
] Guðlaugur Þorláksson, \
Austurstræti 7.
Símar: 3202, 2002.
Skrifstofutími
tct 10—12 og 1—5.
IMMMII*IMI(lll(MIMMtllMMMMIMMII»<*l»'MM*MMIMlMM»
6. þing norðlenskra
presta og kennara
SJÖTTA ársþing norðlenskra
presta, kennara og annarra á-
hugamanna um kristna og
þjóðlega menningu, var haldið
á Húsavík 17. og 18. sept s.l.
Framsöguerindi fluttu: Jónas
Jónsson, kennari, Akureyri,
um þegnskylduvinnu, sjera
Benjamín Kristjánsson, um
gamla og nýja guðfræði, sjera
Páll Þorleifsson, um Barth-
guðfræðina. Eiríkur Sigurðs-
son, kennari, um guðspeki, og
Sigurður Gunnarson, skóla-
stjóri, Húsavík, um skógrækt-
armál. Þingið samþykkti þess-
ar ályktanir:
I.
Fundur norðlenskra presta,
kennara o.s.frv. lítur svo á að
íslensk þjóð sje nú í alvarlegri
hættu stödd varðandi uppeldi,
þegnskap, skyldurækni og við-
horf til líkamlegrar vinnu,
einkum sá hluti hennar, sem
býr í kaupstöðum, og sje þess
brýn nauðsyn, að leitað sje úr-
ræða og umbóta. Telur fund-
urinn í því sambandi tíma-
bært að endurvekja þegn-
skylduvinnumálið. Æskilegt
sje að þegnskylduvinna, sam-
ræmd nútíma viðhorfi, verði í
einhverri mynd framkvæmd í
landinu. Vill fundurinn benda
á eftirfarandi leiðir:
1) Kaupstaðir og hreppar dragi
ekki lengur að taka til um-
ræðu framkvæmd heimild-
arlaga um þegnskyldu, nr.
63, frá 27r júní 1941. Sjái
þessir aðilar sjer ekki fært
að framkvæma heimildar-
lögin, þá geri þeir tillögur
um þegnskyldulöggjöf, sem
betur henti þjóð vorri eins
og nú hagar til, t-d. að ríkið
efni til framkvæmda, svo
0
sem við ræktun og bygg-
ingu nýbýla á völdum stöð-
um með þegnskylduvinnu.
2) Þegnskyldumálið verði tengt
skólalöggjöfinni á þá leið,
að síðasta ár skólaskyld-
unnar verði notað til verk-
náms í þegnskylduanda.
Beinir fundurinn þessari á-
lyktun til menntamálaráðu-
neytisins og heitir á hin ýmsu
fjelagssamtök í landinu að
taka þegnskylduvinnumálið til
rækilegrar umræðu og álykt-
ana.
II.
Fundur presta, kennara o.s.
frv. telur skógræktina, hvor
sem er til^prýði eða nytja, mik- i
ilvæga framtíðar- og pienn-
ingarstarfsehii. Telur hann að
leggja beri mjög aukna áherslu
á skógræktarmálin í náinni
framtíð, og hvetur alla til að
leggja þeim lið.
Fundurinn mælir með þeirri
hugmynd, að gera skógrækt að
skyldunámi í skólum landsins,
enda leggi ríkið til plöntur til
gróðursetningar með hóflegu
verði.
iii.
Fundurinn lítur svo á, að
mikil þörf sje á auknu starfi
til eflingar kirkju- og kristni-
lífi í landinu, og hvetur bæði
kennimenn og leikmenn ein-
dregið til stærri átaka á þeim
vettvangi.
IV.
Fundurinn telur þá stefnu
heillavænlegasta í guðfræði,
sem öðru, að ganga ávallt og
óttalaust því á hönd, ,,sem sann
ara reynist“, samkvæmt rann-
sókn, rökum og bestu þekk-
ingu hvers tíma.
Það er von fundarins og
bæn, að jafnframt því, að hin
íslenska þjóð gerir kröfu til að
vera stjórnarfarslega frjáls,
megi hún bera giftu til að rísa
undir hinum vegsamlega vanda
^IMIMMM>lllllllllllllllllllinillllllllllUIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIMMIIIIIIIIimllllllinilllMiMIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIMIIIIIMIMIMMIIMMIIMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIHIIIIIIII(ll,'<>ll"|llll"l'"|ll",|l"IIM'l,l,'M|MIIIMMMMMIMIIIMIIIIMIIMMMMIMIIIMII £
I..
Mtrkó.r
é
Eftir Ed DoáS
k.1MMMIMIMIIMMIIIIIMU'IMtMIMIMMIMMIIIMI
IMIIIMMIIMMIIM
IMIIMMMIIIIMfMIIIMMMIMIIIIMMIIIIIIIIIIMIIMIIIIMIIIIIMIIIMMMMMlT
IHI= \ No; TWO
-RGNCHMAN ) MEH..BUV
ALONE. ONE eONE
ALAKf
— Hafði franski maðurinn
þetta men á sjer?
— Jamm! segir eskimóinn
inni í húsinu.
hann traustlega og fara með
hann niður í kjallarabyrgið Og
—Var franski maðurinn einn,
Alak?
— Nei, tveir. Hinn farinn.
Jón Kr. Lárusson
írá Amarbæli
Fæddur 6. nóv. 1878.
Dáinn 16. sept. 1949.
KVEÐJA.
Á hausti blikna blómin folde ,
blunda rótt í skauti moldar,
hefjast aftur æskufögur,
öðlast vorsins þroskak.jör.
Þó er eins og alltaf rökkvi,
orki á tungu hugans klökkv
þegar bíður besta vinar
búin skeið í hinstu för.
Eftir dvelst í mætri minning
mannsins göfgi birt við kym; g
muninn. þræðjr gengins götr,
greinir dýran æfíþátt.
Hvort sem fórstu götu gie
græðisslóðir urðir heiða.
Barstu glæsti Breiðfirðingu
byggðar þinnar merki hátí.
Fast þú sóttir sæ og' íengi,
sigldir hátt við auðnugengi,
aldrej. brugðust nappahondrm
hagleikstök við reiðun sjó.
Hættum varð ei hugur sleg! .1,
horfðir djaríur fram á ve m,
þó að risi þrautabára
þá var ekki slakað kló.
Góðum málstað vörn þu ve
vits og kapps að fullu neyt ,
ef að þreyttir orðasennu,
áttir hvassast stálið máis.
Aldrei var þín sæmd til sök
sinni ei skift við annars tölv
gjörði Ijett um leiðarvalið
lundin traust og andi frjáis.
Ráðaholiur, góður grönnum,
greiddir veginrv þurfamönnun ,
Höfðingsmaður heim að sæl "
hátt þitt drengskapsmerki be ,
Varma glæddi glaðvært sinni,
gott var að binda við þig kynr." ,
hvar sem fórstu var sem væii
vorið bjart í fylgd með þjer.
Bestu þakkir þjer eg færi,
þegið fyrir, vinur kæri,
muninn þína minning geymi;
meðan ekki þrjóta spor.
Greinast leiðir, gamli vinur,
góðar stundir, aldni hlynur.
Manndómsgöfgi gefst að launun.
guði signað eilíít vo.:.
Sunnuvegi seglum þöndum
siglir gnoð frá heimaströndurn_,
yfir hafið ystu hafa,
óskaleiðir fleyið ber.
Er á stjórnvöl örugg höndin
uppi hyllir vona iöndir..
Bjarta heima Breiðifjörður
breiðir faðminn móti þjer.
Markús Ilallgrímsson
Útflutningur hrísgrjóna.
í skýrslum bandaríska land-
búnaðarráðuneytisins er sagt frá
því, að síðari hluta ársins 1948
hafi hrísgrjónaútflutningur frá
Bandaríkjunum numið 407 þús.
smálestum.