Morgunblaðið - 24.09.1949, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1949, Blaðsíða 4
tftORGV ISBLABIB Laugardagur 24. sept. 1949. ] jóhann ECarl Hjálmarsson ÞANN 6. áept. síðastliðinn, ljest ’ að heimili sínu Bakka í Bjarn- arfirði Jóhann Karl Hjálmars- son, bóndi og póstur. Hann var fæddur að Kambi í Arneshreppi 25. júlí 1887, og eins og fjöldi alþýðumanna þess tíma var hann borinn til þeirra erfiðu lífskjara, sem þálifandi kynslóð varð við að búa, og í uppvext- inum lærði hann að skynja það, að því aðeins var möguleiki til ájálfsbjargar, að tengt væri sam an afl huga og handa og vel unnið hvern dag. Á þessum sannindum byggði hann sitt pefistarf allt til hinstu stundar. Mjer eru minnug þau fyrstu kynni, sem jeg hafði af Jóhanni sál. Hann var þá heimiii. maður að Gjögri í Arneshreppi. og stundaði þar, sem aðrir íbúar þorpsins, sjómennsku sem aðal- atvinnu. Einn dag árla, lenti lítil áraskekta í vörinni heima á Kaldrananesi. Á land gekk hvatlegur maður meðalhár, og með honum lítill bjarthærður drengur. Þetta var Jóhann Karl og elsti sonur hans Ólafur, þá 10 ára gamall. Leiðin frá Gjögri í Kaldrananes er talin allt að 3 stunda ferð á ganggóðum vjel- bát, leiðin víða skerjótt og erf- itt um landtöku. Jeg var ungur þá og skynjaði lítt þau lífsins rök, sem að því hníga, að heim- ilisfaðirinn leggur upp svo lang an veg frá konu og ungum börn um til aðdrátta fyrir heimilið, og hafa ekki fullkomnari far- kost. Þessi rök eru mjer ljósari nú. Síðan þetta atvik gerðist eru nú liðin nær 30 ár, og á því árabili hefur kynning okkar Jó- hanns sál orðið mikil. Hann hefur um langt árabil verið ná- granni minn og oft starfsmað- ur á heimili foreldra minna. í gegnum þá kynningu hef jeg fengið þekkingu á högum hans og háttum, og staðfestingu á áhrifum hinna fyrstu kynna. — Þrautseigja, samviskusemi og dugnaður í starfi voru eigindir «em hann átti í ríkum mæli. Lífssaga hans er baráttusaga al- þýðumannsins, saga þeirrar kynslóðar, sem nú er aþ hverfa frá störfum í hinum afskektu byggðum þessa lands, þeirri kynslóð sem aðeins á efri ár- um hefur komist í snertingu við þau lífsþægindi, sem framtíðin gerir kröfu til og væntanlega fær við að búa. Sagan er í fám orðum þessi: Erfiðar ferðir um torkleifa fjallvegi til að leita læknis og lífsbjargar. Á útlíð- andi vetrum að skilja við kon- una og barnahópinn, oft við lítla björg í búi, mcðan leitað var til fanga — vestur að Djúpi eða í aðrar verstöðvar, og var afkoma heimilisins þá undir því komin hversu gjafmildur Ægir yrði. En Jóhann háði ekki sína lífsglímu .einn, við hlið hans -stóð eiginkonan hans Ragnheið- ur Benjamínsdóttir. Hún var hans tryggi starfsfjelagi og lífs- Jtr'J-nautur. Þegar hann varð að vera langdvölum frá heimilinu, þá varðveitti hún barnahópýin, dýrmætustu eign þeirra beggja. og þegar lífið gaf þeim tækifæri til samdvalar, þá voru störfin unnin í sameiningu, og sam- eiginlega stefnt að því marki að ot^aab ó h ' vera sjálfum sjer nóg. Um nokk ! urt árabil, eftir að aðstaðan breyttist og Jóhann var orðinn bóndi á Bakka var hann land- póstur í norðurhluta Stranda- sýslu; hjelt hann póstsstarfinu til dauðadags. i Þau hjónin, Jóhann og Ragn- heiður, hafa aldrei átt gnægð gulls, og skila þjóð sinni ekki arfi sem metinn verður að pen- ingagildi, en þau hafa alið henni börn, sem eru nýtir þegnar. — Litla snotra heimilið þeirra á Bakka ber vitni þeirri sam- heldni og heimilisrækt sem ríkt hefur innan fjölskyldunnar. — Jóhann varð ekki gamall mað- ur, en þó varð starfsdagur hans langur, því árla var risið og | seint að sest. Nú eru leiðarlok. ! Það er komið haúst. Björkin í I hlíðum Bjarnarfjarðar fellir i senn bliknað laufið. Mildur and ! varinn þýtur í sefinu. Það er eins og mjúkir angurblíðir tón- ar berist yfir dalinn. Það er þakkargjörð frá lífgrösum vall- arins til þeirra sem landið erja. I Það eru saknaðarljóð byggðar- ! innar til sonarins horfna. í guðs friði. Þorsteinn Matthíasson. Handknatfieiks- 267. elagur ársins. Árdegisflæfíi kl. 7,25. Síðdegisflæði kl. 19,45. Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er i Lyfjabúðinni Iðunni. simi 7911. Næturakstur annast B.S.R. sími 1720. Yíessur á morgun Dómkirkjan. Messað kl. 11, sjera Jón Auðuns. Hallgrímskirkja. Messað kl. 11 f.h. Sr. Sigurjón Arnason. Laugarnrsprcstakall. Messa kl. 11 árd. Sr. Garðar Svavarsson. Nesprestakali. Mess.að í Kapellu Háskólans kl. 2. Sr. Jón Thorarensen. Llliheimilið. Messað kl. 10 árd. Sjera Sigurbjörn Gíslason. Kaþólska kirkjan. Hámessa kl. 10 Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa kl. 2. Sr. Kristinn Stefánsson. Brautarholtskiikja. Messa kl. 14. Sjera Hálfdán Helgason. i ÍJtskálaprestaKall: Me soiir í Kefla I vik kl. 2 siðdegís. I— Njarðvíkurkirkja kl. 5. — Sr. Eiríkur S. Brynjólfsson. Grindavík. Messa kl. 2 e.h.. — Sóknarpresturinn. Kálfatjörn. Messa ki. 2. Sr. Garð- ar Þprsteinsson. Haustfermingarbörn í Nesprestakalli komi til viðtals í Melaskóla n.k. þnðjudag kl. 4 siðd. — Sr. Jón Thorarensen. Afmæli 50 ára er í dag frú Vilhelmina Baldvinsdóttir, Túni, Innri-Njarðvík. 75 ára er í dag ekkjan Guðbjörg Þórðardóttir, Bergstaðastræti 63. Hjónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hulda Sigurðardóttir, Hverfis götu 25, .Hafnarfirði og Ari Kristjáns son, Miklubraut 60, Reykjavik. Útvarpið: arfjarðar HANDKNATTLEIKS-meist- aramót Hafnarfjarðar var háð s.l. sunnudag í Engidal við Hafnarfjörð. Þátttakendur voru Hafnarfjarðarfjelögin, F. H. og Haukar, og kepptu tveir flokk- ar kvenna og karla frá hvoru i f jelagi. J Úrslit mótsins urðu þau, að | Haukar unnu kvenflokkana | báða. Meistaraflokk kvenna unnu þeir með 3:0, en annan flokk með 2:0. Báða karlflokkanna vann F. H. Meistaraflokkinn vann fje- lagið með 17:6, en annan flokk með 9:7. j Leikir kvenflokkanna voru báðir mjög lítilfjöríegir, og sýndu áþreifanlega hve hand- knattleik kvenna í Hafnarfirði hefir hrakað síðastliðin ár. — Leikur karlfl. F. H. var aftur á móti hinn áferðarfallegasti og tæknislega mjög góður, en leik ur Hauka einhæfur og þungur og mun ljeleg æfing aðallega valda því. Fyrir þá scm sjálfir mála íbúð- irnar. Það er ofl mjög þýðingar- mikiS við málningu á gluggakist- um og hurSum að sljetta vel með sandpappír undir og ekki nóg meS þaS. ÞaS verSur !íka aS fara yfir flötinn með sandpappír mi.li yfir- ferSa, þá verSur flöturinn aS lok- um spegilsljettur. En gæta verSur að þurka allt ryk af með deiguin klút áSur en málaS er. Brúðkaup Hvirfilbyiur í Japan TOKYO, 24. sept.: — Hvirfil- bylur kom í dag yfir Mið-Jap- an. Olli hann miklum skemd- um. í kjölfar hans kom stór- kostlegt skýfall og mældist úr- koman í dag 400 mm á nokkr- um stöðum. Stafaði af því mik- il flóð, svo fólk hefir orðið að flýja hús sín. — NTB. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af sjera Jakob .Tónssyni, ungfrú Erna Benediktsdóttir. Granaskjóli 7, og Karl Ragnarsjon, Leifsgötu 8. Heimili brúðhjónunna verður að Barmahlið 34. í dag verða gefín saman í hjóna- band i Landakotskirkju frk. Ölöf Kol- beins Axelsdóttir, Laugateig 33 og Donald L. McLafferty St. Paul, Minnesota U. S. 4. í dag verða gefin saman í hjóna- band af sjera Bjarna Jónssyni, ung- frú Kristín Kjaran (Ingvars Kjaran skipstjóra) og Ólafur Ingibjörnsson (Jónssonai sjálfseignarbónda, Flanka stöðum). Heimili ungu hjónanna verð ur Tjarnargata 10 D. 1 dag verða gefin saman i hjóna- band ungfrú Soffía Jónsdóttir, Njáls- götu 13 a. og Eric Ohlsson, Svíþjóð. Vigslan fer fram á Herrgárden Storebro, Sviþjfíð og verður heimili ungu hjónanna fyrst um sinn þar. í dag verða gefin saman í hjóna- band áf sjera Birni Magnússyni, ung- frú Soffía J. Kristbjörnsdóttir, Berg- staðastræt: 6 C og Ólafur Stephensen stud. med. dent. Hringbraut 54. Heim ili ungu hjónanna verður á Hring- braut 54. Kvennaskólinn í Reykjavík Námsmeyjar skólans komi til við- tals í skólanum á þriðjudaginn kem- ui'. 2V. sept. 1. og 2. bekkur kl. 10 og 3. og 4. bekkur kl, 2. Sjálfstæðiskvennafjelagið glugga Versl. Jóns Björnssonar í Bankastræti. Sýning þessi hefir vakið mjög mikla eftirtekt vegfarenda og | virðist þar vera um góða framleiðslu ! að ræða. I ‘ Orðsending til Sjálfstæðismanna | Athugið nú þegar, hvort þið eruð { á kjörskrá. ICærufrestur er útiunninn . 2. október. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu sími 7100. 8,30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 | Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-i útvarp. 15,30—16,25 Miðdegisútvarp^ — 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veður- fiegnir. 19,30 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20.00 I rjettir. 20,30 Utvarpstríóið: Einleik- ur og trió. 20,45 Leikrit: „Laugardags kvöld“ eftir Vilhelm Moberg (Leik sljóri: Þorsteinn ö. Stephensen), 21,25 Tónleikar: Lög úr söngleikj urn. eftir Victor Herbert (plötur). 22.00 Frjettir og veðurfregnir. 22,05 Dans- lög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Erlendar útvarps- stöðvar Bretland. Til Evrópulanda. Bylgja Iendgir: 16—19—25—31—49 m. — Frjettir og friettayfirlit: KI 11—13 —14—15,45—16— 17,15 —18—20— 23—24—01. Auk þess m. a.: Kl. 14,45 Terenœ Casey leikur á bíóorgel. Kl. 17,30 Getraunakeppni. Kl. 22,00 Danslög. Victor Silvester og hljómsveit h'ans h ikur. Kl. 00,10 Rússnesk óperulógs hljómsveit leikur. Noregur. Bylgjulengdir 11,54 452 m. og stuttbylgjur 16—19—23 —31.22—41—49 m. — Frjettir kl 07,35—12.00—13—18.05— 19,00 — 21.10 og 01. Auk þess m. a.: Kl. 16,40 Torolv Skage syngur norsk lög. Kl. 20.10 ■ Útvarpshljómsveitin leikur. Danmörk. B.ylgjulengdir 1250 og 131,51 m. — Frjettir kl. 17.45 03 kl. 21.00. Auk þess m. a.: Kl. 17,00 Duke Ellington og hljómsveit hans, plöt- ui, Kl. 19,00 Utvarpshljómsveitin. i Kl. 19,40 Upplestur, Rasmus Christ- iensen leikari. Kl. 20,00 Skemmtilög, liljómsveit leikur. ) Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1388 05 128,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15. Auk þess m. a.: Kl. 13,30 Upples:: ur, Áke Falk. Kl. 17,10 Tónlist at plötum. Kl. 19,05 September-revyan, Kl. 19,45 Gömul danslög. Fækkar í sveitum Bandaríkjanna. Við ársbyrjun bjuggu 27 milj. manns á sveitabýlum í Banda- ríkjunum en það er 9 prc. minna en við manntalið 1940. „Hvöt“ mun halda fund i Sjálfstæðishúsinu á mánudaginn kemur. Fundurinn hefst kl. 8,30. Er þess vænst að kon- ur fjölmenni á fuudinn. Fjelag íslenskra rithöfunda heldur fund á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. i Iðnó uppi. Gengið inn frá Vonarstræti. Áriðandi mál eru á dagskrá. Gluggasýning Nú sem stendur hefir H.f. Nær- fataefna- og Prjónlesverksmiðjan sýn ingu á framleiðsiu sin.ii í sýningar- Til bóndans í Goðdal N. N. 40, II. J. I. H. 500, áheit 50, áheit 20. Flugvjelarnar. ■Ijoftleiðir: I 1 gær var flogið til Blönduóss og Hellisands J I dag verður flogið til Vestmanna- eyja (2 ferðir), Akimreyrar, Isafjarð ar, Patreksfjarðar og Klausturs. I Geysir fór til Kaupmannahafnar og Prestwick kl. 8,00 í gær, væntanlegur jtil baka kl. 18,00 í dag. Geysir fer til New York i kvöld. Hekla fer kl. 8,00 í fyrramálið til London. væntan- leg til baka kl. 22,30 annað kvöld, Flugfjelag fslands: 1 1 dag verður flogið til Akureyrar, | (2 ferðir), Vestmannaeyja. Blöndu- óss, Isafjarðar og Koflavíkur. I gær var flogið til Akureyrar (2 ferðit) og Vestmannaeyja. Gullfaxi kom frá Prestwick í gær- kveldi og fór aftur á miðnætt? til Osló. Flugvjelin fer væntanlega til Kaupmannahafnar um kl. 15,00 í dag. | Skipafrjettir Eimskip; I Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss er á leið frá Kaupmannahöfn til Gd'ynia og Finnlands. Fjallfoss er í Kaupmannahöfn. Goðafoss er á leið íiá Reykjavík til Vestmannaeyja, Isa- fjarðar og New York. Lagarfoss er í London. Selfoss er a Siglufirði. Trölla foss er í Reykjavík Vatnajökull er í Reykjavík. E. & Z.: J Foldin er í Reykjavík. Lingestroom er í Amsterdam. ! , Ríkisskip: ! Hekla er í Álaborg. Esja var á Ak- ureyri í gær á vesturleið. Herðubreið var á Breiðdalsvík i gær á norður- leið. Skjaldbreið fór í gærkvöldi frá | Reykjavík til Húnaflóa-, Skagafjarðar ' og Eyjaíjarðarhafna. Þyrill er í Reykjavík. Eimskipafjelag Keykjavíkur: Katla er i Keflavik. - Staksleinar (Framh. af bis. 2) kosning hans í haust sje tryggari en nokkru sinni fyr. Jóhann Þ. Jósefsson hefur verið þingmaður Vestmann- eyinga síðan árið 1924, eða i rúman aldarfjórðung. Hanr; hefur tekið þátt í hinurr; merkilegu fjelagssamtökum Vestmanneyinga um útvegs- mál sín, sem að mörgu leyti eru til fyrirmyndar. Hanr hefur ennfremur haft forustu um fjölmargar umbætur. sem unnar hafa verið síðastl áratugi í þessari þróttmestu verstöð landsins. Jafnhliðt hefur Jóhann Þ. Jósefsson verið áhrifamikill þingmað ur, sem látið hefur sig alþjóð armál miklu skifta. Hann mun áreiðanlega saka lítt, þótt ritsóðar kommún- ista og Tímamanna varpi að honum skarni. Þorðu ekki að sýna Helga Það hefur vakið nokkra at- hygli, að Tíminn skýrði í gær frá framboði Framsóknar i Vestmannaeyjum án þess að birta mynd af frambjóðand- anum. Mun hann vera eini frambjóðandi flokksins, sem ekki er birt mynd af, með lýsingu framboðs hans. Er álitið, að Tíminn þori ekki að sýna andlit þessa forvígis- manns flokks síns og baráttu manns fyrir bættu sið- ferði í viðskiftamálum. En Vestmannaeyingar þekkja bæði andlitið og siðferðið!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.