Morgunblaðið - 18.10.1949, Page 8

Morgunblaðið - 18.10.1949, Page 8
8 MOROVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. október 1949. Útg.: H.f. 'Árvakur, Reykjavík. tí J.l! Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðslp' Austurstræti 8. —• Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk. Forvitnir áhorfendur FJÖLDAHANDTÖKURNAR í Tjekkóslóvakíu undanfarna: vikur, hafa vakið hryling um gervallan heim. Sama aðferð in hefir verið notuð þar, eins og í öðrum einræðislöndum þar sem harðstjórnin tekur sjer fyrir hendur að tortími heilum stjettum manna. Erindrekar ofbeldisstjórnarinnar kveðja dyra að nætur- þeli, taka menn með valdi upp úr rúmum sínum, og fara með þá á brott. Enginn veit hvert. Heimilisfeður eru teknir frá fjölskyldum sínum og látnir hverfa fyrir fullt og allt. Eins og hafið gleypi þá, haf villimennskunnar, sem verið er að færa vestur yfir álfuna. Um ákveðna ákæru er aldrei að ræða. Fólkið er sett í fanga búðir, eða hneppt í þrældóm, af þeirri ástæðu einni, að hin ríkjandi harðstjórn vill losna við það úr mannfjelaginu. Þannig er „rjettarfar“ hinna svonefndu0,alþýðulýðvelda“, er Þjóðviljinn vegsamar dag eftir dag. Stjórn Gottwalds, einkavinar Þórodds hins siglfirska, hefir gefið í skyn, að þessar tugþúsundir, sem horfið hafa úr mannfjelaginu í Tjekkóslóvakíu, sjeu meðsekir í leynifje- lagsskap, sem hafi ætlað að steypa Gottwald af stóli. Harð- stjórarnir, sem valdir eru að mannhvörfunum, veigra sjer við því, að gefa upp þá ástæðu opinberlega. Því allir vita, að hún er hreinn uppspuni og tilbúningur. Tjekkneska leppstjórnin hefir brotið bændastjettina á bak aftur, sundrað jarðeignum hennar og fangeslað for- ystumenn hennar. Ahrif kirkjunnar eru lömuð. Gottwalds- stjórnin hefir ákært leiðtoga hennar fyrir landráð, þó þeir hafi ekkert til saka unnið, annað en það að þeir hafa bar- ist gegn guðleysi, miskunnarleysi og siðleysi , eins og þeim ber skylda til. Og úr hernum hefir öllum verið útrýmt, sem grunur leikur á, að sjeu „Títóistar“, þ. e. taki hagsmuni þjóðai sinnar fram yfir hagsmuni Moskvakommúnistanna og yfirgangsstefnu þeirra. Það eru nokkrar „eftirstöðvar“ frjálshuga manna, sem Gottwaldsstjórnin er nú að gera út af við, með þeim hand- tökum sem nú standa yfir, menn, sem kunna að kjósa held- ur að deyja Drottni sínum, en eiga að taka Moskva-hags- rnunina fram yfir hagsmuni þjóðar sinnar. Starfsaðferðir kommúnista eru allstaðar þær sömu, í baltnesku löndunum, í leppríkjunum, sem Moskvavaldið lagði síðar undir sig, og samskonar útrýming þjóðhollra manna, er nú komin af stað í austanverðu Þýskalandi. Allstaðar eru það þúsundir manna, sem utrýmt er, fyrir þá sök eina, að þeir eru hinni rússensku kúgun og ánauð andvígir, og einhver líkindi eru til, að þeir geti torveldað að einhverju leyti fullkomna andlega og líkamlega undir- okun þjóða sinna. En jafnframt tekur svo hin rússneska einræðisstjórn eða leppar hennar, einn og einn kommúnistaleiðtoganna og hengir hann með mikilli viðhöfn, til þess að sýna, að í forystu kommúnistastjórnanna fá engir að lifa stundinni lengur, ef grunur leikur á, að þeir sjeu að einhverju levti ótryggir í þjónustu sinni við hið rússneska kúgunarvald. En allri þessari villimennsku er framfvlgt, undir hinum gömlu einkunnarorðum jafnaðarstefnunnar, að hjer sje ver- ið að koma á hinu langþráða frelsi, jafnrjetti og bræðralagi. Það vantar aldrei hræsnina og blekkingarnar, sem eiga að duga fyrir það fólk, sem lítilfjörlegast er. ★ Allmargt fólk gerði sjer ferð niður í port Miðbæjarskól- ans á sunnudaginn var, til þess að fá tækifæri til að sjá með eigin augum þá íslenska menn, sem enn í dag eru haldnir því ofurmagni heimskunnar, eða þeirri gallhörðu ófyrir- leitni að telja, að íslenska þjóðin ætti af frjálsum huga að ganga erindrekum Moskvavaldsins, hinni íslensku Fimtu herdeild á hönd. — Þetta er þjóðfjelagsfyrirbrigði, sem geymist í sögunni, en verður ótrúlegt til frásagnar er tím- cu líða. Þáð er hollt fyrir reykvíska kjósendur, að sjá ræðumenn Fimtu herdeildarinnar koma fram rjett fyrir kosningar og fccimta, að íslensk þjóð gefi sig villimennskunni á vald. UíhverjL óLrifar:SV<\ £1TÖ\9l IIÍIdÍQ' ÚR DAGLEGA LÍFINU Vel svarað. ÍSLENSKUR hagfræðingur í Kaupmannah., Gunnar Björns- son, framkvæmdastjóri, hefur svarað vel fyrir íslendinga í grein, sem hann skrifaði ný- lega í ,,Aftenbladet“. Tilefni greinarinnar var frjettapistill frá íslandi, eftir danska blaðamanninn Mogens Nyholm, sem hafði ritað endi- leysu grein í sama blað um ís- land, „bílamergð og stríðs- gróða“ sönginn, sem danskir blaðamenn hafa haft svo gam- an af að raula upp aftur og aftur. « Stóry rðalaus sannleikur. í GREIN sinni rekur Gunnar Björnsson ofan í hinn danska blaðamann allar helstu missagn irnar á kurteislegan og stór- yrðalausan hátt. Þannig á að svara, þegar rangt er farið með. Annars er tími til kominn fyrir dönsku blöðin, að fara að hætta þessu nuddi við okkur íslendinga. Danskir blaðamenn eiga aðgang að sannleikanum hjer, eins og aðrir erlendir blaðamenn, en einhvern veginn hefur vaiið á flestum þeim dönsku blaðamönnum, sem hingað hafa komið eftir stríð verið það óheppilegt og þeir með þeim ósköpum gerðir, að þeir hafa ekki getað sjeð hlut- ina í rjettu ljósi og hlutlaust. • Ekki skoðun dönsku þjóðarinnar. EN ÞÓTT andað hafi köldu til okkar frá dönskum blaða- mönnum undanfarið, er hitt gleðilegt að vita, að sú skoðun, sem fram kemur hjá þeim er ekki skoðun dönsku þjóðarinn- ar yfirleitt. Það hafa þeir Is- lendingar fundið, sem ferðast hafa til Danmerkur síðustu ár- in. íslendingar hafa hvarvetna mætt hlýju og skilningi hjá dönskum almenningi og þess- vegna er ekki ástæða til að taka skrif og fleipur nokkura „Stór- Dana“ hátíðlega. • Spjehræðsla Tímamanna. TÍMA-BLAÐIÐ, málgagn óvina Reykjavíkur, virðist hafa feng- ið Víkverja „á heilan“ síðustu dagana. Kannski að þeim finn- ist of hættulegt, svona rjett fyr- ir kosningarnar, að halda áfram níði sínu um Reykjavík sjálfa og Reykvíkinga í heild og taki því „Víkverja11 sem einskonar samnefnara fyrir þennan erki- óvin sinn og ætli sjer að svala reiði sinni gegn höfuðborginni á honum. Og gaman er að spjehræðslu þessara utangarðsmanna í hags- munamálum Reykjavíkur. — Þeir halda að altaf sje verið að gera grín að sjer — stökkva upp á nef sjer að minnsta til- efni og gera sig enn hlægilegri með þvi en þeir eru. • Við viljum þá ekki. PÁLL KOLKA læknir sagði í grein sinni, sem birtist hjer í Morgunblaðinu í vikunni sem leið, að í Reykjavík væru eng- ir Framsóknarmenn, nema sem hefðu af því atvinnu. Þetta er vitanlega dagsatt. Og það er ekki nóg með það, heldur er starf þeirra flestra í því fólgið, að gera Reykjavík eitthvað ó- gagn. Framsóknarmenn hafa verið á móti hverju einu og einasta máli, sem horft hefur til fram- fara og bóta í höfuðstaðnum. Taldi Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri mörg þessara mála upp í ræðu, sem hann flutti á fjöl- mennum fundi hjer í bænum nýlega. Það er vegna þessa fjandskap ar Tímamanna í garð Reykja- víkur sem bæjarbúar vilja ekki kjósa þá í trúnaðarstöður fyrir sig, hvorki á þing eða til ann- ara íulltrúastarfa. © Einfalt mái. FYLGISLEYSI Tímamanna í Reykjavík er skiljanlegt og of- ur einfalt mál. Þetta verða þeir að gera sjer ljóst, og ef nokkur maður er í þeim, sætta sig við. Það er sama hvort frambjóð- andi þeirra í Reykjavík er í pilsi, eða buxum. Hann eða hún fær ekki nema atkvæði mála- liðsins. Það duga engar blekk- ingar. í Reykjavík er Tímamað- ur altaf óvinur Reykjavíkur, hvorhsem það er karl eða kona, með prófi eða próflaus. • Sigursælasti listinn. NÚ ER farið að styttast til kosninganna. Flestir munu vera búnir að gera upp við sig hvern ig og hverja þeir ætla að velja á þing. Fyrir Reykvíkinga er ekki vandi að velja. Þeir kjósa vit- anlega þá menn, sem þeir vita af reynslunni, að þeir geta treyst fyrir sínum málefnum. Sjálfstæðismenn hafa stjórnað þessum bæ hingað til og stjórn- að honum vel. Þetta vita allir bæjarbúar. Reykvíkingar vita hverjum þeir mega treysta fyr- ir sínum málefnum og þegar , stóri dagurinn“ kemur þurfa þeir ekki að hugsa sig um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Listi Sjálfstæðisflokksins er D-listinn. Það verður sigursæli listinri í Reykjavík — og raun- ar víðar. — MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . •■iiiimmmmiimm,,,,,,,,,,,,,,m,m iimmimiimiiJiiiiiMMiiiiiiiimimmmmiiii imimmiin Við landamæri Hanover og Prússlands er breskur vörður. Eftir Jack Smith, frjettaritara Reuters. BERLÍN — Það er konunglega riddaraliðið, sem nú gætir 56 mílna svæðis á landamærun- um milli breska og rússneska hernámssvæðisins í Þýska- landi. Fyrir styrjöldina brást það ekki, að lið þetta drægi að sjer athygli þeirra, sem komu til Lundúna- þar sem liðsmenn irnir sátu hreyfingarlausir á gljáandi bökum hesta sinna í Whitehall. o • Fólk sækir yfir landamærin. Landamærin, sem herdeild þessi á að gæta, liggja norður frá Helmstedt við vestri enda Berlínar-,,hliðsins“ um flatt og eyðilegt heiða- og skóglendi, þar sem úir og grúir af „leyni- stígum“. Þar er næturvarslan óhjákvæmileg, bæði til að stemma stigu fyrir fólkið, sem fer yfir landamærin og aftra því, að það beri vörur með sjer. Einstakur njósnaflokkur hef ir þan'nig að meðaltali hend- ur í hári 40 manna, sem ætla að laumast yfir á einni nóttu. Flest er fólk þetta í skyndi- heimsókn til frænda og vina yfir á breska hernámshlutan- um, eftir því sem það segir sjálft. En ekki skal bað bregð- ast, að það hefir meðferðis dal aða ferðatösku fulla af iðnað- arvörum frá austursvæðinu. Ætlar það vitaskuld að skipta góssi sínu fyrir matvörur, svo sem fisk, kjöt og egg. • • Verslunarvörur fólksins. Vefnaðarvara er algengasta varan, sem flutt er leynilega frá A-Þýskalandi. Maður nokk ur, sem var stöðvaður fyrir skömmu hafði þó í fórum sín- um milli 80 og 90 tylftir af gerfi-bráhárum, annar var stórtækari og hafði meðferðis hreyfanlega bruggunarstöð, sem hann vonaðist til að geta fengið matvæli í skiptum fyr- ir. — Flestir hafa ferðalangarnir víndreytil meðferðis til að hygla með þýskum lögreglu- þjónum undir stjórn Rússa, sem þeir kunna að rekast á á leiðinni. En stundum hafa rúss neskir næturverðir hendur í hári þeirra, og er þeim þá gert að afplána refsingu með því að flysja jarðepli í 2 eða 3 daga. Þá er þeim sleppt, en eru þá vitaskuld rúnir varningi sín- um. • • Landamæri Prúss- lands og Hanover. Landamæralínan er ljóst mörkuð hvítum viðvörún- arskiltum sem venjuíega eru í röð meðfram grunnum skurði eða síki. Mörkin þurfa að vera [óvefengjanleg, því að mikið vafstur mundi skapast af því, að varðflokkur sæist röngu megin markanna. Sums stað- ar eru mörkin enn greind með fornum markasteinum, sem á er letrað „KP“ annars vegar, en ,_KH“ hinsvegar. Þetta eru menjar hinna i fornu landamæra milli kon- ungsríkis Prússlands og Han- I over. | Fram á daga Viktoriu drotn (ingar var Bretakonungur einn- , ig konungur í Hanover. Ef til | vill hafa breskar liðssveitir gætt þessara sömu landmæra á löngu liðnum dögum. • • Þarna hafðist flug- herinn þýski við. Varðliðið hefir nú bæki- stöðvar sínar í grennd við Wesendorf, þaðan er hálftíma akstur til næstu borgar. Her- búðir þeirra voru upphaflega j fyrir loftflota Görings, og eru vel úr garði gerðar og búnar þægindum. Þegar herdeildin kom, var nú samt ákaflega eyðilegt þarna. Húsin voru tvístruð ?nni í þjettum b^rrskógi — þp sást bresku flughermönnunum ekki yfir þau. Þarna voru sprengjugígir, brotin hús og annar óhugháður. Naprir vindar blása þarna fjölluni ög : bætir það gráu of- Framhald á bl«- 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.