Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. nóv. 1949. HORGLNBLAtflÐ Fylgið hrynur af komm- Kirk] únistum 1 Finnlandi Eítir THOMAS OARRIS, frjettaritara Reuters. HELSINGFORS — Ríkisstjórn íinnsku sósialdemókratanna hef ir unnið kommúnist.unum þann stæista álitshnekki, síðan styrj- öldinni lauk, eftir að þeir nú fóru með sigur af hólmi í bar- áttu við „fjelagslausan verka- íyð". Kommúnistum hefir ver- ið unnið þetta álitstjón, enda þótt Rússar hafi herstöðvar, jpaðan sem finnska höfuðborgin er i skotfæri. Verklöll og brottrekstur. Allsherjarverkföll. sem Stommúnistar boðnðu til fóru út um búfur. Látið var í veðri vaka, að þeim væri stefnt gegn þeirri r.tefnu stjcrnarinnar, að halcla launum föstum, en í rami og sannleika var til þeirra Stofnað til að steypa stjórninni af stóh. Verkalýðssambandið er undir stjórn 7 sósíaldemókrata og 5 kommúnista. Það hefir ávallt stutt stjórnína og hefir nú frem wr styi kst en sundrast eins og kommúnistar hðfðu til stofnað og æth:ð sjer. Þegar verkföllin voru í al- gleymir.gi, þá var við því bú- ið, að þau yllu stöðvun á hin- um óhjákvæmilegu skaðabóta- greiðsli m, sem inna á af hendi til Rú.ssiands. Verkalýðssam- iöandið. rak þá verkalýðssam- tökin 7, sem stóðu fyrir verk- tollunum undir handarjaðri kommúnista. Naut sambandið stuðnings stjórnarinnar um þessa. áðstöfun. SamLökin sjö tilkynntu, að þau m indu stofna verkalýðs- .sambav: d út af fyrir sig. Áður sökuðu þau samt stjórnina um, að hún ræki erindi atvinnu- rekenda, að hún hefði látið xnyrða 2 verkamenn, sem ljetu Mfið i árekstrum við lögregl- una og að hafa stofnað í hættu sambandinu við Svvjetríkin. Ætluöu að stofna nýtt samband. Kommúnistar sögðu, að nýja sambandið mundi keppa við initt — þar væri athvarf verka- Jiýðsins. Þar eð verkalýðssambandið ssamkvæmt finnskum lögum ssker úr því, hvort um sje að iræða löglegt eða ólöglegt verk- úall, þá var við því búið, að stjórnin yrði að horfast í augu við tvennskonar skýrgreiningu á því, hvað væri löglegt — aðra k'rá sósíaldemókrötum og hina k’rá kommúnistum. Svo virtist því sem stjórnin yrði að afnema kaupfestinguna og loía kaupi — og þá einnig' verðlagi — að hækka og lækka að vild. Svo hlaut að fara, þeg- ar engum væri kleift að greina jinilli löglegra verkfalla eða rstöðvunar, sem væri einungis 'torot á samningum verkamanna og vinnuveitenda. Þetta hefði aukið onn á verð- bólguna, sem þegar hefir rýrt gildi finnska marksins um (300% frá styrjaldqtrlokum. Fór lit um þúfur. En hin kommúnistisku verka lýðssamtök hafa nú komist að raun um, að þau hafa ekki nægan stuðning hjá verkalýðs- fjelögunum til að þau geti stofnað verkalýðssamband út af fyrir sig. Mörg fjelög þessara samtaka kommúnista hafa sagt þeim, að þau mundu ganga úr sínum eig- in samtökum og hverfa vfir í verkalýðssambandið, sem nú er, heldur cn að verða aðilar að verkalýðssambandi kommún- ista. Jafnvel hefir verið ágrein- ingur með sjálfum kommúnista forsprökkimum. Sumir hafa meira að segja sagt )af sjer trúnaðarstöðunum eða íarið yf- ir til sós’aldemókrata. Þeir lýstu því yfir, að 7 verka lýðssamtök gætu ekki stofnað verkalýðssamband og smæð slíks fjelagsskapar ein út af fyrir sig væri alvarlegur álits- hnekkir fyrir þjóðlega demó- kratafiokkinn. Þessi flokkur er bræðingur kommúnistar og vinstri arms sócía1ista Fann beið geysilegt tjón í kosningum þeim, sem fóru fram á seinasta ári. Þá tapaði hann 13 sætum af 51 í þinginu og beið þann mesta ósigur, sem nokkur stjórnmála- flokkur hefir beðið, síðan land- ið varð fuilvalda ríki. Að öllu þessu athuguðu hafa verkalýðssamtökin 7 „komið aftur skríðandi á knjánum til sambandsins“ svo að orð stjórn arblaðanna sjeu nefnd, og beð- ið um að verða tekin í sátt aft- ur. Tekin í sátt. Sambandið hefir engan vegin farið duit með þessa bón, og hefir lýst því yfir, að samtök- in verði tekin upp í sambandið aftur, ef þau takast á hendur að hlíta verkfailsreglum þess dyggilega. Einnig hefir sam- bandið heimtað, að þau inntu af hendi vangoldnar greiðsiur. Samtökin 7 uppfylltu þessi skilyrði og eru nú komin aftur í sambandið til reynslu. Skýra þau svo frá, að þau hafi orðið að venda kvæðinu í kross til að varðveita „einingu verka- lýðsins". Álits og fylgishnekkir. Gönuskeið þeirra heíir ekki einungis skert virðingu þeirra, en einnig valdið nokkrum óróa í hópi þeirra sjálfra. Verkföllin voru langdregin. Fjelagssjóðir hrukku ekki til styrktar verkfallsmönnum, og þeir urðu að bíða í löngum auðnuley'sishölum úti í kaldri veðráttu norðursins til að fá ókeypis sápu hjá hiálparstofn- unum fyrir almenning. Sparifje margra verkfalls- manna gekk til þurrðar vegna matvælakaupa handa f jöiskyld- um þeirra. Þeg'ar þeir svo hófu vinnu að nýju, voru launin ó- breytt, en sparif je : allt þrotið. Rcyna. að naiiðiendá. HarðskeVttustu kommúnist- arnir reyndu þrautalendingu til að bjarga því sem bjargað varð, en það varð-ekki til ann- ars en gera illt verra. Hertta Kuusinen, formaður þingflokks kommúnista — konan, sem er þjálfuð í Moskvu — reyndi þessa leið. Meiðyrðamál henn- ar gegn stjórnarblaðinu „Sosial Demokraatti“ ætlar að fara út um þúfur, en blöð andstæðing- anna, eða aðstandendur þeirra brosa íbyggnir. Forsetinn, dr. Juho Passikivi var beðinn ásjár. Fjelt.g blaða- manna“ bað hann að vernda blaðamenn fr .,skelfingu“ er þeir inna störf sín af hendi. Þessi málaleitan verðiir ekki tekin til greina af því er frjetst hefir. Þetta fjelag telur aðeins 50 blaðamenn, alla frá blöðum kommúnista. Það staðhæfir, að sumir fjelagsmannanna hafi verið teknir fastir ólöglega meðan átökin milli lögreglu og uppvöðsluseggja áttu sjer stað, en í þeim biðu 2 verkfalls- menn bana. Hinsvegar heldur dómsmála- ráðuneytið til streitu ákærum um friðarspjöll á hendur sum- um þessara blaðamanna. Verkfallsfjclögin lögsótt. Loks hafa sum vinnuveit- endafjelögin hagnýtt þá laga- heimild að lögsækja kommún- istasamtökin fyrir samnings- rof. Til að mynda hafa sam- tök timburverkamanna fengið 2 stefnur og er farið fram á 2.000.000 marka skaðabætur í hvorri. Þessi málshöfðun og fleiri kynnu að gera samtökin gjald- þrota, ef þeim væri haldið til streitu. En gert er ráð fyrir að vinnuveitendur láti sjer nægja að fá spjöllin viðurkennd eða þeir muni draga stefnur sín ar til baka nú, þegar samtök- in 7 eru aftur komin í sam- bandið. Enn verður Finnland að greiða Rússlandi skaðabætur í 2 ár. Þessari skyldu hefir þeg- ar verið gengt í 6 ár, og verður ekki gengið í grafgötur um, að þær feikilegu upphæðir, sem iinna verður af hendi ganga nærri ofnahag landsins, enda þótt erlend lán og tilslakanir Rússa, sem þeir gerðu í þann mun er kosningarnar fóru í garð, kæmu til. Viðreisn landsins í efnahags- málum er líka meira komin und ir aðstæðunum innanlands en í mörgum öðrum löndum. Kem- ur það til af því, að Finnland er hvorki nógu nærri Rússlandi stjórnmálalega til að geta feng- ið hjálp þaðan, nje nægilega fjarri til að fá Marshallhjálp. Iðnaðurinn er nú aftur í fuli- um gangi, og ólíklegt virðist, að verkamennirnir fari aftur eftir skipunum um ólög'leg verk föll í náinni framtíð. Stjórnin hefir lýst yfir, að verkföllin hafi kostað landið 3.000.000 marka vegna fram- leiðslutaps, og verkamennina um 643.000.000 marka í launa- tapi. Enginn fjekk laun sín hækk- uð, þegar fráskildir eru nokkr- ! ir timburflotamenn í Kemi. En 770.000 vinnudagar töpuðust i i verkfallinu. MARGT hefir verið rætt og rit að um Skálholt nú á síðari tim- um og niðurníðsluna þar og er líklega ilt að bera í bæti- fláka fyrir það, þó margar sög- ur hafi þaðan komið helst til ótrúlegar. Nú virðist allmikill undir- búningur til umbóta í Skálholti, fyrst bændaskólinn væntanlegi sem þó er engin umbót á sjálf- um staðnum, þar sem hann verður ekki heima á Skálholti. Margir prestar o. fl. vilja láta gera kirkju eða kapellu í Skál- holti til minningar um hina fornu frægð Skálholtsstaðar og er það alveg rjett, enda myndi þar verða messufært svona fýrst um sinn að sumrinu með (ferðafólki, ef sá siður á að haldast, að þjóðin fái bíla og bensín eins og hana iýstir, þrátt fyrir það þó að nokkuð margt vanti sem í raun og veru er ómögulegt án að vera. Það hef- ir ekki verið talað um annað, en byggingar og því um líkt í endurreisn Skálhoits, cn engin hefir nefnt kirkjugarðinn í Skáiholti, sem mikil nauðsyn væri að Iaga og myndi kosta mjög lítið. Hinsvegar má öllum vera ljóst, að það kostar mikið, að endurreisa alt í Skálholti, svo sem verðugt væri og myndi fæstir eftir telja samanborið við margt annað. En við íslending- ar erum orðnir svo mikil yfir- borðsþjóð, að slíkt getur tæp- lega gengið til lengdai. Hægt væri að benda á margt í því sambandi, en verður ekki gert hjer frekar. Fyrir allmörgum áriun var jeg staddur við jarðarför í Skái holti. Var þá verið að jarðsetja þau hjónin Ingigerði Hjartar- dóttur frá Eystri-Kirkjubæ og Berg Jónsson frá Skáiholti, en þau höfðu búið á Helgastöðum og svo á Hurðarbaki og dóu þar með viku millibili í önd- verðum júlí. Mjer þótti flest ljótt í Skál- holti, nema útsýni yfir Hvítá á milli Vörðufells og Hestfjalls, sem að kvöldlagi er mjög fallegt þegar sólskin er. Þá var ekki niðurníddra í Skálholti, held- ur en víða.annarsstaðar, en þar virtist margt erfitt, t. d vatns- ból illnýtandi og vegleysa svo mikil frá ferjustaðnum á Iðu, að hestar lágu svo í mýrinni, að sífelt varð að fara af baki og reyndar hið mesta forað. Þá virtist vera mjög erfitt, að stunda þar sauðfjeð, því geysi- langt var til fjárhúsanna í svo- kallað Skálholtsnes. En kirkjan var lítil og óásjá- leg og þá var ekkert hljóðfæri í kirkjunni. Leiðinlegastur var þó kirkjugarðurinn og senni- lega óskcmtilegasti grafreitur- inn á íslandi. Gröfin var mjög ljót, því út úr grafarveggjun- um hjengu ýmist stórir eða litl- ir steinai' og seitlaði leirvatn allavega umhverfis steinana niður í gröfina. I grafarbotninum var svo unt 10 þuml. Ijúpt vatn. Því var það, að einn líkmanna, Sæmund ur frá Eiríksbakka gamall og góður nágranni hinna dántt hjóna, var að hlaða garða úr grjóti, þversum yfir gröfina, á meðan venð var í kirkjunni, tíl þess að láta kisturnar sitja á þeim, því honum sem öðrum þótti leiðinlegt að láta kisturn- ar niður í vatnselginn. Nú er landslagi svo háttað þarna, a:3 nokkur gil eru á milli holtsins og kirkjugarðsins sem hallar austur í mýrina og er mikhv lægra þar austan við. Þessvegm er góður möguleiki til, að gerv þama lokræsi í svo sem tveggja metra dýpt og myndi þá þett'V undirborðsvatn hverfa úí kirkjugarðinum. Jeg vil leggjv til, að þetta eða því um líkí yrði framkvæmt, áður en haf- ist er handa með byggingar o,; aðrar nauðsynlegar umbætur í. Skálholti, því öllum sem hlut eiga að máli hlýtur mjög a i sárna sá umbúnaður sem nán- ustu vinir og vandamenn hljótn við slíkar aðstæður. Kunnugt fólk sagði, að sunnan og suð- vestan við kirkjuna væri litið vatn í gröfunum, en norðan og norðvestan við kirkjuna væri altaf þessi vatnselgur. , B. G. Stúlka með bam á 3ja ári ósk- ar eftir Ráðskonustöðu eða góðri vist. Sjerlierbergi áskil ið. Þfcir sem vildu sirina þessu gjiiri svo vel og sendi nöfn sin og heiniilisfang á afgr. Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „Barn- góð — 517“. BEST AÐ AVGLtSA ’ MOPCr MHI AfílNfJ Kappsamur Ungur stúdent með verslunarmentun er atvinnuþurfi. Hefir staðgóða þekkingu á stórútgerð vegna atvinnu hjer og í Englandi. Ágætlega tal- og ritfær í ensku. Erlend og innlend meðmæli fyrir hendi. Tilboð merkt „Ötull — 525“ sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag. 3’ Niðursoðnar Orænnr feniilr fyrirliggjandi. éJcjcj.ert tjcínááon, &T* (Lo. L.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.