Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAfíl Ð Sunnudagur 6. nóv. 1949 1 lÁhuerji áhripar: Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jonssuu Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundssom Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla- Austurstræti 8. — Sími 1600. , Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakiö, eui» n Þungádeila en rökstudd FYRIR NOKKRU ritaði Friðrik Einarsson læknir tvær greinar hjer í blaðið um ástandið 1 sjúkrahúsa- og heilbrigð- ismálum þjóðarinnar og þá fyrst og fremst höfuðborgar- húa. Deildi læknirinn þar harðlega á heilbrigðisstjórnina, einkum landlækni, fyrir margra ára dugleysi og áhugaleysi um aukningu sjúkrahúsakosts landsmanna og nefndi fjölda dæma um það öngþveiti, sem ríkir í þessum málum. Það er óhætt að fullyrða, að bæði ásakanir læknisins á hendur heilbrigðisstjórninni, og lýsing hans á sjúkrahúsa- skortinum, hefir við fyllstu rök að styðjast. Sætir það raunar furðu, hve landlækni og heilbrigðisstjórninni hefur liðist sinnuleysi sitt um úrbætur á sjúkrahúsaskorti lands- manna. Ádeila Friðriks Einarssonar læknis í greinum hans hjer í blaðinu er því fyllilega tímubær og hefur væntan- lega þau áhrif að hrista upp í þeirri lognmollu og fram- kvæmdaleysi, sem þjóðin býr við á þessu sviði. Öllum almenningi í landinu er fyrir löngu ljóst, hversu sukning sjúkrahúsnæðis hefur setið á hakanum. Erfiðleik- ernir á því að fá sjúkrahúsvist hafa bitnað á hundruðum og þúsundum landsmanna á undanförnum árum. Geðveiki- sjúklingar hafa orðið að hafast við í heimahúsum, hegning- arhúsum og á gamalmennahælum. Getur engum dulist, hversu gjörsamlega fráleitt slíkt fyrirkomulag er. Bitnar það ekki aðeins á því ógæfusama fólki, sem haldið er slík- um sjúkleika, heldur aðstandendum þess og sambýlisfólki. En slíkt á sjér ekki aðeins stað hjer í Reykjavík, heldur víðsvegar um land, í sveitum og kaupstöðum. Skorturinn á geðveíkrasjúkrahúsum er e. t. v. eitt hrapalegasta dæmið um vanræksluna á sviði heilbrigðismálanna. Fyrir nokkru hefur verið hafist handa um nokkrar úrbætur í þessu efni. En allir, sem til þekkja vita að þær ná altof skammt. En skorturinn á almennum sjúkrahúsum er einnig til- finnanlegur, bæði hjer í Reykjavík og út um land. Bæði Friðrik Einarsson og Páll Kolka, hjeraðslæknir á Blöndu- ósi, sem einnig hefur ritað um þessi mál hjer í blaðið, hafa staðhæft að fjöldi manna deyi árlega hjer á landi vegna skorts á sjúkrahúsum. Okkur íslendinga vantar margt, okkur skortir margskon- ar nauðsynlegar stofnanir, en höfum takmarkaða fjárhags- lega möguleika til þess að koma þeim upp á skömmum tíma. En það verður ekki afsakað, að á hinu mikla fram- kvæmdatímabil'i undanfarinna ára, skuli sjúkrahúsmálin hafa orðið jafn hrapalega út undan og raun ber vitni um. Það er þjóðarskömrn. Það er ennþá síður afsakanlegt að á þessu tímabili skuli aðalframkvæmdarstjóri heilbrigðis- málanna, landlæknirinn, hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en að taka upp röggsamlega baráttu fyrir umbót- um í þessum málum. Verst er þó það að þessi embættis- maður skuli ekki aðeins hafa vanrækt forystuhlutverk sitt, beldur beinlínis þvælst fyrir jákvæðum framkvæmdum. Alþingi ber sinn hluta ábyrgðarinnar af aðgerðaleysinu í þessum málum. 'Það hefur að vísu samþykkt lög, sem á- skilja sjúkrahúsum og hjeraðshælum ríflegan fjárstuðning. En við þau hefur ekki verið staðið og þegar bent var á ákveð- inn tekjustofn til sjúkrahúsabygginga, varð meirihluti þing- manna fyrir því óhappi að „týna höfðinu“ ef svo mætti að orði komast. Þessvegna situr við það sama, sjúkrarúmun- um fjölgar ekki, sjúklingarnir liggja í biðröðum á heimil- um sínum eða er fylgt þaðan út í kirkjugarðinn. Borgarstjórinn í Reykjavík ritaði heilbrigðisstjórninni brjef fyrir ári síðan og óskaði lögmælts stuðnings ríkisvalds- ins við framkvæmdir í heilbrigðismálum höfuðborgarinn- ar, bæjarspítala, heilsuverndarstöð, sem byrjað er á, far- sóttar- og sóttvarnarhús, hjúkrunarheimili og lækninga- stöð. Síðan hefur bæjarsjóður lagt fram 2 milj. kr. til þess- ara stofnana og ákveðið að leggja sömu upphæð fram ár- lega. Tryggingarstofnun ríkisins heíur heitið 12 milj. kr. láni til þeirra en frá heilbrigðismálaráðherranum Eysteini Jónssyni hefur ekki einu sinni borist svar við málaleitan borgárstjórans. Þannig standa þessi mál hjer. Það verður að hefja sókn í sjúkrahúsmálum landsmanna. Þjóðarhagur og þjóðarsómi kreíst þess. UR DAGLEGA LIFINU Símarabb. NÚ ER orðið nokkuð síðan að við höfum haft símaspjall, en það er sannarlega ekki vanþörf á því, að minna við og við á, að símatækið, —■ þótt dýr sje leigan —■ veitir mönnum ekki nein sjerrjettindi til að ónáða náungann í tíma og ótíma. Og loks má aðeins hnippa í bless- aoar dúfurnar, sem hafa þann starfa að svara í síma og hringja upp fyrir æðstu menn fyrir- tækjanna, sem flestir hafa þó betri tíma til að gera það sjálf- ir en stúlkurnar. í tíma og ótíma. ÞÁ ER ÞAÐ fyrst næturó- næði og upphringingar í matar- tímum, sem eru verstu ósiðir. Það fyrsta stafar oftast nær af því að ölvað fólk fær síma- dellu og kemur sjaldnar fyrir en hitt, að menn sjeu ónáðað- ir í matar- og hvíldartíma sín- um. Sumir eru farnir að taka upp þann sið, að láta segja, ef spurt er eftir manni á meðan verið er að borða, að hann sje upp- tekinn og geti ekki komið í símann. Það er ekkert að því. e „Samtal við yður“. SÍMASTÚLKUR bæjarins hafa breyst til stórbóta síðustu ' ár- in og það er nú hrein undan- tekning, ef stúlka svarar ókurt- eislega eða hryssingslega, eins og áður átti sjer oft stað. En nú er það aðeins eitt, sem þær geta ekki vanið sig af og það er þessi setning: „Augnablik, samtal við yð- ur“. Jeg þekki nokkra menn, sem eru að sprþiga af geðvonsku er þeir heyra þessa setningu. Og verst er að venjulega er stúik- an farin úr símanum, áður en maður getur spurt, það sem mann langar til, en það er „hvcr íjárinn það sje, sem vilji tala“, svo ekki sje tekið sterkara til orða,. eins og^ílcstir myndu þó gera. Heiðarlegar undan- tekningar. ÞETTA ER almenn regla, sem hjer er lýst að framan. En til eru nokkrar undantekning- ar, þó ekki fleiri en svo að telja má þær á fingrum sjer. Það er t. d. kurteisa stúlkan í 1000, sem altaf er gaman að tala við, jafnvel þótt það væri einhver leiðindanáungi, sem hún kynnir. Stúlkan á borgarstjóraskrif- stofunni, að minnsta kosti sú sem oftast svarar í 1200, er fyr- irmynd. Fleiri mæ.ttu bætast í hópinn og Fegrunarfjelagið ætti að veita verðlaun fyrir bestu síma- þjónustuna í bænum, því það eykur fegurð lífsins, að fólkið umgangist hvort annað á glað- legan hátt, eins og hitt skemm- ir og spillir. • Flóðljós á safnahúsinu. í FYRRA VAR jeg stundum að leggja til, að sett yrði það sem jeg leyfði mjer að kalla flóðljós (Floodlights) í helstu byggingar í bænum, við hátíð- leg tækifæri. Slíkt myndi mjög setja sinn svip á bæinn það kvöldið og ekki veitti af að hafa ljósu blettina, sem flesta í skammdeginu. Nú geta menn sjeð sýnishorn af þessu ljósaflóði. Því hefir verið beint á Þjóðminjasafnið nýja í sambandi við Reykja- víkursýninguna. Sterkara Ijós. ÞÓ FINNST MJÉR, að óþarfi hefði verið áð reisa þessa rosa- staura til að koma ljósahjálm- unum fyrir á, en vafalaust hafa fagmenn, sem betur vita, fjall- að um þetta atriði. Jeg minn- ist þess, að erlendis eru ekki nótaðir slíkir staurar, enda ekki til prýði. Þá eru ljósin varla nógu björt á jaín stóra byggingu og safnahúsið nýja er. En það er vafalaust tæknilegt atriði. Gam an væri að fá þenna útbún- að við fleiri stórbyggingar í bænum, þótt ekkl væri að stað- aldri notao. o Bæjarjólatrje. í VETUR fyrir jólin vil jeg að bæjarbúar fái jólatrje, sem verður einskonar bæjarjólatrje, Og það verði ekki sett upp síð- ast á aðfangada^, heldur verði það sett upp þegar á jólaföst- unni og látið loga á því fram til nýárs. Jeg er ekki svo viss um, að það eigi að vera á Austurvelli. Sennilega yrði Lækjartorg betri staður og ekki síst eftir að Lækjargatan nýja er tilbú- in. Skreyiingar búðarglugga. ÞETTA ER kannski ekki heppi- legur tími til að minnast á hið gamla áhugamál um skreyt- ingu verslunarglugga. Kaup- mönnum finnst sjálfsagt, að þeir hafi lítið að skreyta með. En samt vil jeg minna á þetta mál og hvetja kaupmenn til að skreyta vel hjá sjer fyrir jólin og eftir föngum. Og loks má minna á þá til- lögu, að t. d. Verslunarráðið veitti verðlaun fyrir besta eða bestu gluggana. 11111111111111 I = MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . M «IðynihreyfiiKi ilaríandi i Belnín Eftir Eric Kennedy, frjettaritara Reuters. BRÚSSEL — Það er engum vafa undirorpið, að í Belgíu er við líði leynihreyfing, sem fjandsdmleg er þjóðinni og þjóðskipulaginu. Þeir, sem telj ast til þessarar væntanlegu fimmtu herdeildar. mætti kalla þegnleysingja. Það eru þeir, sem voru rangstæðir í sein- ustu styrjöld, og óskuðu eins- kis framar en Þjóðverjar sigr- uðu þá. HAFA SETIÐ I FANGABÚÐUM ÞESSIR þegnleysingjar eru fylginautar hins landflótta Belgíumanns, rexistans Leon Degrelle. Þeir tóku sjer vopn í hönd til að berjast með óvin- unum. og jafnvel æskumenn tóku sjer stöðu í fylkingum S.S. Þessir menn hafa að mestu alið aldur sinn í fangabúðum víðsvegar um landið síðan styrjöldinni lauk. Nú hafa þeir margir hverjir verið látnir lausir. Herrjettur fjallaði um mál þessara vafa- gemlinga á sínum tíma og dæmdi þá venjulega í 5 til 15 ára fangelsi. Að jafnaði eru þessir helsingjar þó leystir úr haldi, er þeir hafa afplánað einn þriðja dæmdrar refsingar eða jafnvel minna. UPPEI,DIÐ, SEM MISTÓKST EMBÆTTISMENN, sem um þessi mál fjalla, viðurkenna nú, að hin víðtæka uppeldis- áætlun, sem átti að ’breyta hug arfari þegnleysingjanna í fangabúðunum, hafi misst marks. Þegar þeir eru látnir lausir, flokkast þeir saman á ný. Fjölskyldúr og vinir þeirra, sem enn eru í fanga- búðum — en þeir afplána flestir æfilangt fangelsi •— taka sjer stöðu í þessum flokk um. Þetta fólk telur leynisam- tökin vera þau öfl, sem að end ingu muni leysa feður þess, bræður og eiginmenn úr haldi. Margir Belgíumenn hyggja, að leynistarfsemi þessi mundi deyja eðlilegum dauða, ef öll- um hömlum og dómum væri ljett af þegnleysingjunum. •— Þeir vilja að stjórnin taki upp þá stefnu að „gleyma og fyrir- gefa“. e e GLATA RJETTINDIJNUM ÞEGNLEYSINGJARNIR hafa í raun og veru glatað mörgum af þegnrjettindum sínum. — Starfsmenn hins opinbera, sem fengu á sig dóm þegnleysingj- ans, voru ekki einungis sviptir Jatvinnunni, en líka rjetti til |eítirlauna og svo framvegis. Nú getur heldur enginn (fengið atvinnu hjá einkafyrir- tækjum í Belgíu, nema hann geti sýnt „þegnskírteini", skjal, sem yfirvöldin gefa út, þar sem sannað er um hegðun hlutað- eigandi á stríðsárunum. » ® EKKI Á GÓÐU VON FORMÆLENDUR vægðarstefn unnar í garð þegnleysingjanna segja sem svo, að enginn furða sje, þótt þeir skipi sjer nú saman í flokka, sem sjeu gram ir og fjandsamlegir í garð Belgíu og gegn þeim, sem unnu að ósigri nasista. Þeim helst nú uppi að gefa út eigin blöð og ritlingar frá þeim ganga manna á milli. Einn þeirra birti nýlega hatramlega árás á Belgíumenn og bandamenn þeirra. Aftur á móti lofar blað- ið þá Belgíumenn, sem voru í S.S.-sveitunum og börðust þannig fyrir Þýskaland. 9 9 ILLA INNRÆTTIR MARGT er það, sem þessir þegnleysingjar taka sjer fyrir hendur öðrum til bölvunar og sjer til framdráttar. Eitt til- tæki þeirrá verður nefnt hjer. Þeir hafa skipulagðar sveitir, sem hafa því . hlutverki að gegna, ,að skapa ónæði og upp- lausn ó hátíðum þjóðarinnar út um landið. Að náttarþeli afskræma þeir iðulega minnis- merki, sem reist hafa verið í minningu fallinna Belgíu- manna og bandamanna þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.