Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1949. Guðrún Þórðardótiir, Hoftúni GUÐRUN ÞORÐARDOTTIR, húsfreyja að Hoftúni í Stokks- eyrarhreppi verður áttræð á morgun, mánudag. Hún er fædd afr Brattsholti 1 sama hreppi þann 7. nóvember 1369 Hún er dóttir Þórðar Pálssonar, óðals- bónda; hreppstjóra og gull- smiðs í Brattholti og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Var Þórour andlegur hagleiks maður, sem kunni góð skil á dag legum viðfangsefnum og leysti sjerhvert verk vel af hendi Meðal annars var hann svo góð- ur skrifari, að þáverandi sýslu- maður Árnesinga hafði á þvi orð hve brjef og skýrslur Þórð- ar hreppstjóra væru stílhreinai og snyrtilegar. Guðrún kona Þó;ðar var stór-gáfuð kona, sem bar öll aðalsmerki þess, að höfundur tilverunnar hefði aus- ið yfir hana af nægtabrunni andlegra verðmæta langt fram yfir allan almenning. Guðrún húsfreyja að Hoftúni fæddist upp með sínum fo.reldr- um að Brattsholti. Komst hún vel á fót. Varð hún kona fríð sýnum, tigin, há og grönn, svo sem Suðurlandabúar hugsuðu sjer hofgyðjur Seifs, bein sem hvönn frá hvirili að tá, og hárprúð sem Freyja í Garði Ásanna. Guðrún fjekk hið besta uppeldi. Var henni kennd öll speki íslands, sem þá var títt að kenna stórbændadætrum. En sú speki var aðallega í því fólg in, að hún var efld til þess að verða bóndakona. Jafnvel stór- bændur landsins höfðu þá ekki meiri metnað fyrir dætur sín- ar, en efla þær til þeirrar stöðu. Þetta er vel skiljanlegt. Þjóðin var þá bændaþjóð, dreifð um allt landið, og lá leið fólksins þá beint að því starfi. Eigi verð ur Guðrúnar getið hjer framar án þess að minnast á eiginmann hennar. Svo var líf þeirra sam- ofið og samtvinnað frá æsku- árum til elli. Á sjöunda tugi nítjándu aldarinnar fæddist að Seli.í Stokkseyrarhreppi dreng ur. Var hann vatni ausinn og heitinn Gísli. Foreldrar hans voru hjónin Margrjet Gísladótt ir og Páll Jónsson búandi að Seli í Stokkseyrarhreppi. Var Gíslí, ásamt bræðrum sínum, fæddur með hörpuna í hönd- unum, því Selsbræðurnir voru allir fæddir tónlistamenn og tónskáld, svo sem væru þeir kjörsynir Appolons, enda voru þeir sjálfkjörnir hirðmeistarar í hofum hans. En auk þéssa voru Selbræðurnir fjölþættir gáfu og athafnamenn, geðríkir menn og hjeraðsríkir, sem gerðu miklar kröfur til sjálfs sín, og vildu láta gott af sjer eiða, enda ruddust þeir fram í krafti vits og metnaðar til dáða og drengskapar sjálfum sjer og öðrum til gagns. Selsbræðurn- ir voru margir, en hefðu þó þurft að vera miklu fleiri, því slíka menn vantar þjóðfjelagið okkar á Öllum öldum. Gísli fæddist upp með foi eldrum sín- um á Seli í hinum stóra bræðra hóp. Mun hafa verið mikil vin- átta á milli Sels og Brattsho’ Var það títt hjer að meiri-hátf- ar bændur semdu sig saman og bynd.ust órofa vináttu-bör.d- um. Þau munu hafa kynnst ung Guðrún og Gísli. Þau hafa án efa deilt ástum sínum ung, áð- Áttræð Guðrún Þórðardóttir ur en nokkur vissi. og ef til vill áður en þau vissu sjálf. Get jeg mjer til að ungur hafi Gísli oft mænt augum sínum heim að Brattsholti. Þar vissi hann af gullhærðu heimasætunni með enni valkirjunnar. Þá get jeg' mjer til að ung hafi Guðrún oft heyrt, með innri eyrum sín- um, hljóðfærasláttmn á Seli, og þá máske hvað best, þegar enginn lifandi maður heyrði hann. Tíminn leið og í fyllingu tímans deildu þau Guðrún og Gísli ástum sínum opinberlega, og gengu að eigast. Byrjuðu þau búskap í Kakkarhjáleigu, sem nú heitir Hoftún. Jörðin var þá eins og hvert annað kot- greni. Húsin færð út af torfi og grjóti, reft yfir og torfþak. Túnið karga þýft, sumar þúf- urnar alda gamlar, máske frá landnámstíð. Ut frá túninu voru sinumýrar, rotnar og rýrar, og seintekinn gróði af því að reita þær. Ungu hjónin hófust handa. Þau sváfu á nóttunni, en vöktu á daginn. Þau skiptu með sjer verkum. Guðrún hóf stjórn inn angarðs, en Gísli utan. Mátti ekki á milli sjá hvort betur dugði, því Guðrún var manni sínum samhent og samtaka eins og segullinn er stálinu. Var öll- um húsum jarðarinnar jafnað við jörð og önnur fullkomnari byggð. Þúfunum í túriinu var hrundið niður í ytstu myrkur, svo þær skutu ekki upp kolli framar, vallargörðum var spyrnt langt út í mýrar, allt þurkað og sljettað innangarðs, svo úr var blómlegur og víður töðuvöllur. Settu húsbændurnir að Hof- ;úni stefnu eftir áttavita 'bú- fræðinnar og stýrðu um ára- tugi með sömu festu, ráðdeild jg þrautseigju. Þannig stýrir Guðrún enn í dag. Gerðust þau Tuðrún og Gísli, fyrirmyndar hjón um búsýslu rausn og hátt prýði, sem í engu geigaði. Eins )g gefur að skilja hlóðust opin- jer störf á Gísla í Hoftúni. Meðal þeirra starfa var, að íann var organisti í Stokkseyr- arkirkju um 30 ára skeið. Gísli var maður heiðarlegur fram í hvern fingurgóm, ráð- ríkur nokkuð, en ráðdeildar- samur og reglusamur svo að af bar. Trúa mátti Gísla fyrir gulli og gimsteinum. Enga kvittun þurfti af honum að taka, því hann var úr gamla skólanum. Hann skrifaði kvittanirnar hjá sjálfum sjer og stóð skil á hverju því pundi, sem honum var trpað fyrir, með hæfileg- um vöxtum á rjettum tíma. Varð heimili Guðrúnar og Gísla hin mesta sveitarprýði, sem margt mátti af læra. Stóð það þannig um áratugi, og stendur enn. Sat Guðrún húsfreyja í Hoftúni ávallt hússins borð með ráðdeild, hógværð og glaðværð og þannig situr hún þau enn. Á þennan hátt hefur Guðrún í Hoftúni gert sig verðuga þess sæmdarrjettar, sem sjerhverri heiðurs húsfreyju ber. Guðrún og Gísla varð þriggja barna auðið. Voru börn þeirra: Páll, Þóra og Margrjet. Þau komust öll upp. Dó Páll ókvæntur. Þóra giftist frænda sínum, Bjarna Sturlaugssyni, af Bergsætt. Varð sambúð þeirra stutt, og eru bæði fyrir löngu látin. Einn son ljetu þau eftir sig, Bjarn- þór að nafni. Mann sinn misti Guðrún árið*1942. Býr hún enn búi sínu með Margrjeti dóttur sinni, og Bjarnþór dóttursyni sínum. Guðrún húsfreyja í Hof- túni er enn sjáleg kona, bein- vaxin og sómir sjer hið besta. Frændur hennar og vinir þakka henni liðnar stundir, og óska henni til hamingju með afmælis daginn og ókomin ár. P. Jak. Dugleg og snyrtileg miðaldra kona, óskast strax til ræstinga í veitingasölum okkar. Uppl. í eldhúsinu á morgun (mánudag) kl. 10—12 f. h. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ í REYKJAVÍK íbúðarhæð og ]h kjallari í timburhúsi er til sölu. Húsið stendur á eignarlóð í Vesturbænum. — Á hæðinni eru 2 herbergi með eldhúsi og 1 herbergi með eldhúsi. — Sjer inngangur fyrir hvora íbúð. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON, hrl. Austurstræti 14 iiinnr 'tisl í VEGNA greinar, sem birtist í nauðsynlegt kynni að vera í „Morgunblaðinu“ þ. 26. okt.,í‘;þessu skyni. Póst- og símamála um loftskeytastengurnar á Mel unum, þykir flugráði rjett að taka fram eftirfarandi: Með brjefi dags. 13. sept. 1947, þ.e.a.s. fyrir rúmum tveim árum, vakti flugráð máls á því við póst- og símamálastjórn- ina, hve nauðsynlegt væri fyrir öryggi loftferða, að loftskeyta- stengurnar á Mflunum væru fjarlægðar Brjefið var' svo- hljóðandi „Svo sem yður mun kunn- ugt, herra póst- og símamála- stjóri, hefur um alllangt skeið verið rætt um nauðsyn þess, að fjarlægja loftskeytasteng- urnar á Melunum vegna þeirr ar gífurlegu hættu, sem þær skapa flugvjelum, er fljúga í nágrenni Reykjavíkurflugvall- arins. Á fundi fluðráðsins hinn 9. sept. s.l. var mál þetta rætt og um það gerð svohljóðandi bók- un: ,,5. Formanni falið að rita póst- og símamálastjórninni brjef með beiðni um að loft- skeytastengurnar á Melunum verði teknar niður hið fyrsta, vegna þeirrar miklu hættu, sem þær skapa flugvjelum, sem fljúga til og frá Reykjavíkur- flugvelli“. Með tilvísun til þessarar samþykktar flugráðsins leyfi jeg mjer að fara þess á leit við yður, hr. póst- og símamála- stjóri, að þjer takið óskir flug- ráðsins til vinsamlegrar athug unar hið allra fyrsta, þar eð hjer er um að ræða mjög að- kallandi öryggismál. Agnar Kofoed-Hansen, form. fluðráðs“. Með brjefi, dags. 22. sept. 1947, svaraði póst- og símamála stjórn á eftirfarandi hátt: „Með heiðruðu brjefi flug- ráðsins, dags. 13. þ.m. er farið fram á, „að loftskeytasteng- urnar á Melunum verði teknar niður“. Að tilefni þessarar málaleit- unar vill póst- og símamála- stjórnin benda á þetta: stjórnin er þó ekki sem stend- úr, undir það búin að gera ná- kvæma kostnaðaráætlun um framkvæmd þessa. G. J. Hlíðdal /G. Briem“. Þ. 9. október 1947 sendi flug ráð póst- og símamálastjórn eftirfarandi brjef: „Svar yðar hr. póst- og símamálastjóri við brjefi flug- ráðsins, dags. 13. f. m., varð- andi þá málaleitun flugráðs, að loftskeytastengurnar á Melun- um verði fjarlægðar, var lagt fram á fundi flugráðs hinn 6. þ.-m. og um það gert eftirfar- andi bókun: „6. Lagt fram brjef póst- og símamálastjóra, dags. 22. sept. ’47, varðandi flutning loft- skeytastanganna á Melunum. Formanni falið að óska nánari upplýsinga hjá póst- og síma- málastjóra“. Með tilvísun til ofanritaðs, leyfi jeg mjer að fara þess á leit við yður, hr. póst- og síma- málastjóri, að þjer látið flug- ráði í tje nánari upplýsingar um kostnað þann, er flutning- ur þessi myndi hafa í för með sjer. Agnar Kofoed-Hansen, form. flugráðs“. Við brjefi þessu barst flug- ráði ekkert svar.. . í nóvember 1948 barst flug- í’áði brjef frá Fjelagi íslenskra atvinnuílugmanna, dags. 2. nóv- 1948, þar sem fjelagið fer fram á, að flugráð hlutist til um, að loftskeytastengurnar verði teknar niður, og er það eina brjefið, sem flugráði hef- ur borist frá Fjelagi íslenskra atvinnuflugmanna um málefni þetta. Flugráð beindi þá epn þeim tilmælum með brjefi dags. 22. nóv. 1948, og ítrekar þessi urnmæli með brjefi dags. í 10. júní 1949. Þann 22. júní 1949 barst flugráði brjef frá póst- og síma málastjórn um málefni þetta, og segir þar m.a.: ,,.... póst- og símamála- , , *stjórnin leitaði, strax og mál ,Að loftskeytastengurnar a , ,, . ... _ * þetta kom til umræðu, tilboða Melunum verði teknar niður“ þýðir hið sama sem að flytja Loftskeytastöðina burtu, en rekstur hennar er ógerlegt að leggja niður þar sem hún er aðal-strandastöð landsins. Hins vegar er hugsanlegt að flytja hana burtu úr bænum, en það er talsvert mikil og kostnaðar- söm ráðstöfun, sem einnig fylgja víðtækari breytingar og naumast verðui framkvæmd án lengri undirbúnings og nauð synlegrar fjáröflunar. Er því hjer með spurst fyrir um, hvort flugmálin sjeu reiðubúin til að leggja fram það fjármagn, sem frá ýmsum stærri smiðjum í Reykjavík um flutning á stöng unum, ef til kæmi, en þær voru ófáanlegar til að gefa tilboð eða sinna málinu yfirleitt. — Flutningur stangannja er þó ekki nema nokkur hluti flutn- ings loftskeytastöðvarinnar, en á flutningi hennar eru því mið ur mjög mikil og mörg vand- kvæði önnur og hafa verið gerðar um það rnál ýmsar und- irbúningsathuganir og roæling- ar á útgeislun senda á Vatns- ondahæð og Rjúpnahæð'*. Agnar Koefod-Hansen. iivenstúdentar að noröan, sunnan og úr Verslunarskólanum, munið hóf Kvenstúdentafjelagsins í Breiðfirðingabúð miðvikudag- inn 9 þ. m kl. 7 síðdegis. STJÓRNIN. AUGLYSIING K R (ÍULLS 1 G 11.1) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.