Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1949. Kosningur til sombandsþings ástralíu fura fram 10. desember Eftir frjettaritara Reuters. MELBOURNE — Ástralski verklýðsflokkurinn hefir verið fastur í stjórnarsessinum síðan hann tók við af hinni völtu og sundurþykku samsteypustjórn í október 1941. í dag bíður flokkurinn kosninganna til sam bandsþingsins, er fram fara 10. des., með von um sigur, en hann treystir þó engan veginn á þann sigur að því er stjórn- málafrjettaritarar hjer herma. Þjóðnýtingin' veldur áhyggjum. Fyrir sex mánuðum voru stuðningsmenn stjórnarinnar öruggir. Enn vona þeir að vísu, að stjórnin muni vinna, en þeir viðurltenna, að mjótt muni verða á mununum. Þeir segja sem svo, að þjóð- nýtingaráætlun stjórnarinnar kunni að fæla „óráðna kjós- endur“ frá, en þeir hafa stund- um áður ráðið niðurstöðu kosn- inganna í Ástralíu. Stjórnmálamenn í Canberra segja, að áberandi einkenni nú- verandi þings, hafi verið við- urkenning leiðtoga sósíalist- anna á því, að þjóðnýtingar- áætlunin sje ekki aðgengileg í augum manna. Þessir menn telja það skipta miklu máli, að þingmenn úr verkamanna- flokknum hafa viðurkennt, að þeir hafi fengið mörg brjef frá kjósendum, þar sem þeir eru beðnir að skýra afstöðu sína til þjóðnýtingar. Kunnugir skýra svo frá, að þeir hafi undanfarnar vikur sjeð glöggan vott þess, að stjórn málamenn úr verkamanna- flokknum sjeu að reyna að draga úr vafasömustu afleið- ingum þjóðnýtingarinnar. Þeir segja, að gleggsta vott þess, að verkamannaflokkurinn sje með böggum hildar vegna þjóðnýt- ingaráætlunarinnar, megi finna í stefnu forsætisráðherrans í bankamálum, sem kom nýlega fram í boðskap hans til mið- stjórnar ástralska verkamanna flokksins. Sósíalistar óánægðir. Þeir benda einnig á, að hin- ar almennu umræður um fjár- lögin, sem fóru fram ekki alls fyrir löngu, hafi einkennst af endurteknum tilraunum sósíal- ista til að gera lýðum ljóst, að þjóðnýtingin eins og verka- mannaflokkurinn framkvæmi hana væri ekkert annað en að sóa fje í ekki neitt, án þess að særa nokkurn. Skoðanakönnun og spár. Varlega skyldu menn tréysta á áreiðanleik skoðanakönnun- ar. í því sambandi nægir að nefna; hve hrapalega amerísku Gallup stofnuninni brást boga- listin fyrir seinasta forsetakjör í Bandaríkjunum. Eftir sólar- merkjum skoðanakönnunarinn- ar að dæma ætti hægrisinnuð samsteypustjórn frjálslynda flokksins og bændaflokksins að eiga nokkru fylgi að fagna, og eiga skammt í land. Seinasta skoðanakönnunin æpið, að verka- annailokkurinn I v e 1E i fór fram seinni hluta septem- ber eftir að fjárlögin höfðu ver- ið afgreidd, en fyrr en gengið var feilt. Hún spáir samsteypu- stjórn 46% atkvæða, að sósíal- istar fái 43% og óháðir 2%. Níu af hundraði vissu ekki, hvernig þeir mundu- greiða at- kvæði. Þeir, sem fyrir atkvæða greiðslunni stóðu, skýrðu frá því, að úrslit kosninganna mundu vera komin undir því, hvernig þetta brot snerist. At- kvæðagreiðslan benti til þess, að flokkar stjórnarandstöðunn- ar, frjálslyndir og landsfl hafi þá haldið því atkvæðamagni, j sem þeir unnu á erfiðustu dög- um kolaverkfallsins. En hún sannaði einnig, að hin öruggu tök, sem stjórnin beitti í verk- fallinu og hinar markvísu ráð- stafanir, sem hún beitti gegn kommum og sporgöngumönnum þeirra, er að verkfallinu stóðu, hafi aflað stjórninni fylgis. Margir þeir, sem blendnir höfðu áður verið í trúnni urðu þá á bandi hennar. Hundraðshluti hinna ,óráðnu‘ lækkaði úr 12 af hundraði í júlí og niður í 9 af hundraði í september. Þessi 3% bættust við hundraðshluta verkamanna flokksins. Veðmálastarfsemi er nú haf- in um úrslitin í kosningunum í Canberra, og það er athyglis- vert, að veðmálin markast af þeirri stefnu, sem ráðin varð af skoðanakönnuninni. Fyrir sex mánuðum var jafn- vel veðjað 2 á móti einum gegn stjórnarandstöðunni. Nú er svo komið, að sumir bjóða veðmál að jöfnu. Áhrif gengisfellingarinnar. Á yfirborðinu virðist svo sem fylgjendur stjórnar og stjórnarandstöðu hafi tekið gengisfellingunni svo sem ekk- ert væri. Gjörhugulir menn 1 beggja flokka telja þó, að held- I .... , 1 ur mum stjornm en stjornar- j andstaðan hafa gott af gengis- fellingunni við kosningarnar, ef hún breytir þá nokkru um á annað borð. Kunnugir eru þeirrar skoð- unar, að sú ráðstöfun stjórnar- innar að láta hlutfallið milli sterlingspundsins og ástralska pundsins vera óhaggað, hafi verið gert af stjórnmálalegum jhyggindum fyrst og fremst. Þar eð ástralska pundið er einhver 'stöðugasti gjaldeyrir í heimin- um. Ef stjórnin hefði aukið verð gildi ástralska pundsins gagn- vart sterlingspundinu, hefði það svipt stjórninni hvcr^u ein- asta þingsæti, sem hún hefir nú fyrir sveitakjördæmin, Bænd- urnir mundu ekki greiða þeirri stjórn atkvæði, sem skæri nið- ur tekjur þeirra frá arðsam- asta markaðslandinu. Togstreita leiðtoganna. Menzies leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Chiflev forsætisráð- herra og leiðtogi bændaflokks- ins, A. W. Fadden, munu halda aðalkosningaræður sínar um miðjan nóvember. í þessum ræð um sínum afmarka þeir stefnu sína og flokka sinna í þeim kosningum, sem í hönd fara nú. Þeir Chifley og Menzies hafa báðir óvenjulega mikilla per- sónulegra hagsmuna að gæta í sambandi við úrslit þessara kosninga. Menn í Canberra telja, að Chifley mundi ekki taka að sjer að vera fyrir stjórn arandstöðunni, ef flokkur hans tapaði. I annan stað ganga menn ekki að því gruflandi, að Menzies yrði að láta af forystu í frjálslynda flokknum, ef hann byði ósigur við kosning- arnar. Leynileg merki eru þjófum óhallkvæm LONDON, 5. nóv. Þeim þjóf- um, sem lagt hafa fyrir sig þjófnað á bílhlössum, hefir far- ið fækkandi að undanförnu. — Ein ástæða þess er sú, að marg- ir þeir, sem hylmað hafa yfir með þeim og tekið við þýfinu, hafa verið handteknir. Onnur er hinsvegar sú, að miklar fram farir hafa orðið á þv! að merkja vörur með leynimerkjum, svo að hægt sje að þekkja þær. All- ir vindlingapakkar hafa þann- ig á sjer leynimerki. — Þessi merki hafa oft hjápað til að rekja slóðina til þjófsins. Einnig klæðnaður ber á sjer merki, sem sjerfræðingar í iðn- inni einir bera kennsl á. Ut- varpsviðtæki, úr, klukkur, hljóðfæri eru tölusett. Allt gerir þetta hættulegt, að taka við stolnum munum, og hylmararnir hirða ekki um að stofna sjer í hættu. Þjóísnautar telja, að þjófunum einu beri hættan. •— Reuter. FOÐURLYSI Sel gott fóðurlýsi. Í^emL. f-^eteróen, l^eulía uíL Símar: 1570 og 3598. HandknaKleiksmóf ;Breska knaHspfrnan Ueykjavíkur heldur áfram í kvöid HANDKNATTLEIKSMÓT Reykjavíkur heldur áfram í kvöld kl. 8 í íþróttahúsinu við Hálogaland. Þá keppa: Víkingur og Fram, KR og SBR og ÍR og Val ur. Leikur Vals og ÍR er í raun og veru úrslitaleikur mótsins, því að ef Valur vinnur, er fje- lagið nær öruggt með að vinna Reykjavíkurmeistaratitilinn að þessu sinni. Eftir þessa þrjá leiki móts- ins fer fram leikur á milli Aft- ureldingar, í Kjós og sameigin- legs liðs FH og Haukum í Hafn- arfirði. Þessi leikur fer fram vegna' valsins á þeim mönnum, sem æfa eiga undir heimsmeist- ara keppnina. Á föstudaginn fóru leikar þannig, að ÍR vann SBR með 23:2, Ármann vann Fram með 16:7 og Valur vann Víking með ENSKA knattspyrnan er tví- þætti, annarsvegar er keppnin um bikarinn, en hinsvegar er hin svokallaða lígukeppni (le- ague), sem er tvöföld stiga- keppni. Bikarkeppnin er nokkuð sjerstæð útsláttarkeppni og koma fjelögin inn í hana á ó- líkum tímum, I. og II. deild ekki fyrr en í 3. umferð. Lígukeppnin er nú 10 vikna gömul. Jafnvel þó nú sje lokið þriðjungi leikjanna. getur röð- in innan deildanna alveg snú- ist við, áður en lýkur. Strax er farið að segja fyrir um hvaða fjelög falla niður og komast ! upp. Brátt fara tjekkaheftin að koma fram til að reyna að bjarga heiðri fjelagsins með nýjum kaupum. I Það er eftirtektarvert, að j efsta liðið í I. deild, Wolver- hampton Wanderers, kostaði ekki nema 300 £, en það neðsta, Birmingham City, kost aði 60—-70,000 £! 7:6. — Erlendar frjelflr LONDON, 5. nóv.: — Wolver- hampton Wanderers tapaði í dag í 1. deild bresku „lígunn- ar“ fyrir Stoke, og f jell við það úr fyrsta í annað sæti. Þetta er fyrsti leikurinn, sem fjelag- ið tapar í þessara keppni. Það er Liverpool, sem komst upp fyrir Wolves, eftir að hafa sigrað Manchester City. Manchester United er í þriðja sæti, einu stigi neðar en Wol- ves, en þar næst kemur Arsen- al. — Reuter. (Sjá grein S. G., hjer í dálkunum í dag). LONDON, 5. nóv.: — Freddie Mills breski heimsmeistarinn í ljettþungavigt hefuv samþykkt að verja titil sinn í keppni við ameríska ljettþungavigfarhnefa leikarann Joey Maxim, Keppnin fer fram í London 24. janúar næsta 'ár á Earls Court leikvanginum. — Reuter RÓM, 5. nóv. — ítalskir knatt- spyrnumenn í fyrstu deild hót- uðu að gera verkfall, ef tala er- lendra knattspyrnumanna hjá hverju fjelagi yrði leyfð meiri en nú er, en eins og sakir standa má hvert fjelag hafa þriá útendinga í liði sínu. ítalska knattspyrnusamband- inu hafði borist beiðni um þetta. Sambandið ákvað í dag á fundi sínum, að athuguðu tnáli, að leyfa ekki fleiri útlendingum en þremur að leika raeð hverju liði. Itölsku knattsp " " ”nennirnr irnir samþykktu þega” að hætta við verkfallið. — Reuter. IIAMBORG, 5. nóv.: — Hein Ten Hoff, þrítugur þýskur þungavigtar-hnefaleikari varði í dag titil sinn sem Þýskalands- meistari í keppni við Adolf Kleinholdermann. « Ten Iloff sló andstæðing sinn roíhögg í 4. lotu. — Reuter. Aðeins eitt fjelag er enn taplaust, Liverpool, en Wol- verhamton tkókst að komast hjá ósigri 12 fyrstu leikina. í 13. leiknum tapaði það fyrir Manchester United með 3:0, en var þá án tveggja lands- liðsmanna, inarkvarðarins og framvarðar, sem jafnframt er fyrirliði enska landsliðsins, Wright að nafni. „Markaðs- verð“ hans er nú talið nema 40,000 £! Röðin í I. deild er nú (14 leikir) Wolverhamton, hand- hafar bikarsins, 22 stig, Liver- pool 21 st., Manchester Utd. og Arsenal 19 st. og Englands- meistararnir, Portsmouth, með 16 st. Neðst er Birmingham með 6 st. og Stoke með 10 stig. í II. deild er Lundúnafjelag- ið Tottenham Hotspur efst með 24 stig, Sheffield Wednesday og Hull með 20, Barnsley með 17. Lestina reka Coventry (9), Brentford og Plymouth (10) og kunningjar okkar, Queen’s Park Rangers með 11 stig. Hull var í III. deild í fyrrá og virðist á góðri leið með að bregða sjer yfir í I. deild á einu ári. Framkvæmdastjóri og aðalleikmaður liðsins er hinn þekkti innherji Englands síðastliðin 15 ár, H. Carter. í III. deild(S) er Norting- ham Cóunty efst með 23 stig. en miðframherji þess fjelags er Lawton, frægasti miðfram- herji veraldarinnar síðastlið- inn áratug. í norðurhluta III. deildar er Doncaster efst með 23 stig (15 leiki). í 4. sæti er Mansíield Town (20 st.), en framkvæmdastjóri þess fjelags er F. Steels, sem 1946 var þjálfari K.R. og íslenska lands- liðsins. í 8. sæti er svo Lincoln City með 17 stig. í Skotlandi er annarri bik- arkeppninni lokið með sigri East Fife, sló Rangers út í und anúrslitum. í október sigraði Skotland írland með 8:2 og England Wales (4:1). S. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.