Morgunblaðið - 22.11.1949, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.11.1949, Qupperneq 2
2 W O R G V /V B L A Ð l Ð ? Þriðjudagur 22. nóv. 1949. ] Þátttako íslands í Evrópuráði Nýja Sogsvirkjunin Ríkisstjórnin leggur fram tillögu um það á Alþingi í GÆR var lagt fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um þátttöku íslands í Evrópuráðinu. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að veita ríkisstjórninni heimild til að gerast þátttakandi fyrir íslands hönd í Evrópuráðinu og takast á hendur þær skyldur, sem samkvæmt stofnskrá ráðsins eru samfara þátttöku í því. í athugasemdum fyrir tillög-® — unni segir svo: Fyrir atbeina ýmissa einka- samtaka í nokkrum löndum Vestur-Evrópu var eftir stríð- ið komið á fót milliríkjanefnd til þess að vinna að nánari sam vinnu og einingu Evrópuríkj- anna. Þessi samtök beittu sjer meðal annars fyrir ráðstefnu þeirri, sem haldin var í Haag í maímánuði 1948 (The Con- gress of Europa), þar sem gund völlurinn var lagður að stofn- un þeirri, Evrópuráðinu, sem framangreindur sáttmáli fjallar um. Fyrir atbeina ríkisstjórna Brysselríkjanna svo nefndu, þ. e. Bretlands, Belgíu, Frakk- lands, Hollands og Luxemborg- ar, var unnið áfram að undir- búningi málsins, og síðan bætt- ust Danmörk, írland, Ítalía, Noregur og Svíþjóð í hópinn. I byrjun maímúnaðar náðist fullt samkomulag um stofnun Evrópuráðsins og hinn 5. maí var stofnskrá þess undirskrifuð í London af utanríkisráðherr- um þessara tíu ríkja. tlinn 11. ágúst s.l. barst utan ríkisráðherra svo hljóðandi sim skeyti frá Evrópuráðinu, sem þá var nýkomið saman til fyrsta fundar síns í Strassborg: „Á fyrsta fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins var einróma sam þykkt að bjóða íslandi að taka þátt í störfum ráðsins, og var samþykkt, að ísland skyldi eiga þrjá fulltrúa á allsherjarþingi ráðsins. Jafnframt því að til- kynna þetta, veitist ráðinu sú ánægja að bjóða íslandi til þátt- töku'“ Þessu boði var strax svar að, og tilkynnti utanríkisráð- herra, að ríkisstjórn íslands mundi leggja málið fyrir Al- þingi til ákvörðunar, þegar það kæmi saman síðar á árinu. Jafn framt var tekið fram, að ríkis- stjórnin mundi mæla með því við Alþingi, að það samþykkti þátttöku íslands í Evrópuráð- inu. Með skírskotun til þess er mál þetta nú lagt fyrir Alþingi. Ríkisstjórnin álitur, að ísland eigi ekki að sitja hjá í því sam- starfi, sem hjer er hafið í því skyni að efla einingu Evrópu- rikjanna, enda má segja, að þátt taka sem þessi sje í beinu fram- haldi af því samstarfi, sem skapast hefur fyrir atbeina Efnahagssamvinnustofnunar- innar og annarra samtaka, sem VesturrEvrópuríkin og þ. á m. ísland hafa gerst aðilar að. Hvert þátttökuríki á rjett á að hafa einn fulltrúa í ráðherra nefndinni, og fer hver fulltrúi rnetf eitt atkvæði. ÖIl ríkin eru b' í iafnrjetthá i þessari nefnd . n tiilits til stærðar eðn fó'.ks- f.tölda. A ráðgjafarþinginfu fer f ulhrúatalan hins .tæró og fólksfjölda hvers ríkis, og eiga stórveldin þar rjett á að hafa 18 fulltrúa, en þau smæstu og fámennustu, eins og ísland og Luxemborg, eiga rjett á 3 fulltrúum. í ráðherranefndinni er til þess ætlast að utanríkis- ráðherra mæti helst sjálfur eða annar ráðherra úr sömu ríkis- stjórn, og er það beinlínis tekið fram í stofnskránni, en ríkis- stjórn hvers lands ákveður hins vegar, hvaða fulltrúar verði sendir á ráðgjafarþingið, og mun það vera tilætlunin, að þeir sjeu yfirleitt valdir úr hópi þingmanna. Um kostnað af þátttöku í Evrópuráðinu er það að segja, að hvert ríki ber allan kostnað af fulltrúum sínum í ráðherra- nefnd og ráðgjafarþingi. Ráð- herranefndin ákveður sjálf, hversu oft á ári fundir skuli haldnir, en ráðgjafarþingið l.eld ur fund einu sinni á ári. Um framlag íslands til -Evrópuráðsins er hins vegar ekki hægt að gera neina áætlun að svo stöddu, því að ekki liggja fyrir um það upplýsingar í skjölum málsins, en jafnvel þótt vitað væri um áætlaðan árs- kostnað af ráðinu, er ekkert og verður ekkert ákveðið um hlut- deild íslands í þeim kostnaði fyrr en eftir að Island hefur gerst þátttakandi í því. Að s’álf sögðu verður að því stefnt að reyna að halda þeim kostnaði í skefjum svo sem unnt er. Síidveiði við Garðskaga AÐFARANÓTT sunnudagsins fann síldarleitaskipið Fanney, mikla síld um 18 sjóm. N-V-N af Garðskaga. Var síldartorfa þessi mjög stór. Þessa nótt voru þarna tveir eða þrír reknetabát- ar, sem fengu góðan afla, en aðrir reknetabátar, er voru með net sín á öðrum miðum, fengu lítinn sem engan afla. — Á sunnudaginn var mikil hvala- vaða á þessum slóðum og bar mest á háhyrningi. Aðfaranótt mánudagsins, var reknetabátaflotinn litið eitt sunnar en Fanney hafði fundið síldina nóttina áður, og þar fengu bátarnir ágætan afla, eða frá 80 til 220 tunnur, sem var mestur afli á bát eftir þá nótt og var Keilir frá Akranesi afla- hæstur. í gærkvöldi voru reknetabát- arnir á þessum slóðum á ný með net sín, og auk þess nokkrir bátar, sem byrjuðu veiðar nú á ný, eftir að hafa hætt rekneta- veiðum. Síldin sem veiðst hefur þarna er mjög feit, en ekki stór. VARSJÁ — Einn af sendifulltrú- um júgóslavnesku stjórnarinnar í Á SUNNUDAGINN vildi það slys til hjer í Miðbænum, að bíll ók á barnavagn og eyði- lagðist hann, en barnið mcidd- ist lítilsháttar. Þetta gerðist hjá Ingólfs Apóteki, þar sem Aðalstræti og Vesturgata mætast Rannsókn slyssins hefur ekki farið fram, en bíllinn, sem ók á vagninn, R-1799, var á leið vestur í bæ- inn og mun ekki hafa verið ekið hratt, því bilstjórinn stöðxaði bílinn um leið og hann varð árekstursins var. Konan sem ók vagninum, Guðrún Guðjónsdóttir, Fram- nesveg 25, er móðir barnsins, sem er eins árs gamall dreng- ’ir. Áreksturinn var svo harður, að barnavagninn gjöreyðilagð- ist og ýmislegt sem í honum var, hjá barninu brotnaði. Sængurfötin biörguðu barninu frá því að slasast mikið, en til frekara örvgeis var farið með bað'í sjúkrahús. Mun þar hafa komið í ljós, að það hafi togn- að. Móðir barnsins sýndi mikla stillingu er slysið bar að. 5tjérnsrfrum¥örp og fleira f GÆR voru lögð fram mörg stjórnarfrumvörp, sem ýmist eru staðfesting á bráðabirgða- lögum eða frumvörp sem lögð voru fyrir síðasta þing, en náðu ekki fram að ganga. Hjer skal getið þeirra helstu: Frv. um meðferð opinberra mála. Frv. um öryggisráðstafanir á vinnustöðvum. Frv. um breytingu á lögum um sementsverksmiðju (í stað 15 milj. kr. lán komi 30 milj. kr.). — Frv. um togarakaup ríkisins. Iðnaðarmálastjóri Gísli Jónsson flytur í Efri deild frv. um iðnaðarmála- stjóra og framleiðsluráð. Þetta frv. var borið fram á þingi 1947 af G. J., en var þá fellt. Lán handa Flateyjarhreppi í sameinuðu þingi hefir Gísli Jónsson lagt fram svohljóðandi tillögu: Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast fyr ir hönd ríkissjóðs allt að 75 þýs. kr. viðbótarlán, er Flat- eyjarhreppur hefir í hyggju að taka til þess að fullgera hrað- frystihús og fiskiðjuver í Flat- ey á Breiðafirði. Lílil alvinna við skógar- högg í Koregi OSLO,' 21. nóv. — Skýrt er frá því hjer í Oslo, að atvinnu- leysi hjá skógarhöggsmönnum sje nú meira en nokkru sinni fyrr, síðan landið var hrifið úr hers höndum. Kveður allramt að þessu. í norðurhjeruðunum oru um 2000 atvinnuleysingj- vegar eftir póllandi var nýiega í'angelsaðuv ar, sem flestii eru vanir skóg- I og sakaður um njósnir 1 arhöggsmenn. — NTB. Frh. af bls. 1. ' verður lagður traustur grund- völlur að starfi þessarar þýð- ingarmiklu atvinnugreinar. Kostar 74 millj. lír. { Kostnaðurinn við hina nýju , virkjun er nú áætlaður 74 millj. i kr. Er hún því mesta mannvirki, sem ráðist hefur verið í hjer á landi. Um helmingur kostnað- arins er erlendur. Er gert ráð fyrir að hann fáist greiddur af Marshallfje. Bæjarsjóður Reykjavíkur hef ur þegar veitt 3 millj. kr. til hinnar nýju virkjunar en ríkis- sjóður engan eyri. Hefur Reykjavíkurbær til þessa dags borið einn allan kostnað við raforkuframkvæmd ir sínar. Þróun raforkumálanna Fyrsta raforkustöðin fyrir Reykjavík var reist árið 1921 við Elliðaárnar Framleiðsla hennar er nú rúm 3000 kilo- vött. Næsta sporið í raforkumál- um bæjarins er stigið árið 1937. Þá er vatnsaflsstöðin við Ljósafoss tekin í notkun. Orku framleiðsla hennav er 8800 kilavött. Þriðja framkvæmdin er við- bótarvirkjun við Ljósafoss, sem tekin er í notkun árið 1944. — Framleiðsla hennar er 5800 kilowött. Fjórða raforkuframkvæmdin er svo bygging eimturbinu- stöðvarinnar við Elliðaár árið 1948. Það orkuver framleiðir um 8000 kilowött raforku. Samtals framlei'ða núver- andi raforkuver Reykjavík- ur þannig 25—26 þús. kilo- wött raforku. En eins og áður er sagt mun hin nýja vatnsaflstöð við Sogið fram- leiða um 30,000 kilowött, Verður af því auðsætt, hversu gífurlega orkuaukn- ingu hún hefur í för með sjer. Notkunin eykst ótrúlega ört Not.kun rafmagns í Reykja- vík hefur á undanförnum árum aukist ótrúlega ört. Sjest það best ef eftirfarandi tölur eru athugaðar: Árið 1922 er orkuvinnslan 3 milj. kilowattstunda á ári, árið 1936 8 milj. kwst, árið 1938 17 milj. kwst, árið 1942 55 milj. kwst, árið 1945 73 milj. kwst., og árið 1948 110 milj. kilowattstunda á ári. Rafmagnsnotkunin hefur þannig aukist margfallt meira en sem svarar fólks- fjölguninni. En vegna þess að notkunin hefur aukist meira en nokkurn óraði fyr ir hefur stundum orðið nokk ur rafmagnsskortur. En und urbúningi nýrra virkjana hefur jafnan verið haldið á- fram með fullum hraða. Ötul forysta Sjálfstæðis- flokksins Um þessar miklu raforku- framkvæmdir hefur Sjálf- stæðisflokkurinn í bæjar- stjórn Reykjavíkur haft alla forystu. Oft hefur hann þó átt við ramman reip að draga og jafnvel fulla and- stöðu sumra andstæðing- anna. Frægust er þó fram- koma Framsóknarflokksins á Alþingi árið 1931. Bæjar- stjórnin hafði þá sótt um ríkisábyrgð fyrir Iáni til fyrstu Sogsvirkjunarinnar. Þá rauf ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins þingið og var ein þingrofsástæðan sú, að koma yrði í vcg fyrir aðra eins fjárglæfra og virkj un Sogsins!! Nú, þegar liðnir eru nær tveir áratugir frá þessum atburði, og Reykjavík, fjöldS kauptúna og nokkrar sveitir Suðurlands, hafa fcngið raf- orku frá Soginu, koma þess ir menn og þvkjast jafnaxa hafa verið skeleggir stuðn- ingsmenn raforkumálannal Hvílík hræsni og yfirdreps- skapur. En þannig hefur framkoma Framsóknar oft- ast verið þegar hagsmuna- mál almennings í Reykjavík hafa verið annarsvegar. i • Sameign ríkis og bæjar Þegar lögin um virkjun Sogs ins voru sett áskildi ríkið sjer rjett til þess að gerast meðeig- andi að henni síðar. Þar, sem þessi nýja Sogsvirkjun, sem nú er verið að hefja, verður ekki aðeins fyrir Reykjavík heldur einnig fyrir nágrannasveitir, kauptún og áburðarverk- smiðju, þótti rjett að ríkissjóð- ur gerðist nú meðeigandi Reykjavíkur að orkuverinu. — Fyrst um sinn verða eignahlut- föllin þau að bærinn á 85% af fyrirtækinu en ríkissjóður 15%. Sjerstök stjórn hefur verið kosin fyrir það og er Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri for- maður hennar. i j Eykur lífsþægindi og framfarir Engum dvlst að raforkart er grundvöllur marghátt- aðra lífsþæginda á heimilum manna. En á henni veltur einnig atvinnuafkoma ís- lensks almennings í vaxandi mæli. íslenskur iðnaður er í vexti, ekki aðeins sá iðnað- ur, sem framleiðir margs- konar vörur til notkunar inn anlands heldur einnig sú grein hans, er framleiðir út flutningsafurðir, fiskiðnaður inn, sem rekinn er í svo að segja einasta kauptúni og kaupstað landsins. Hin þróttmikla forysta Sjálfstæðismanna í Reykja- vík um raforkuframkvæmd- ir hefur þessvegna gífurlega þýðingu fyrir afkomu og allt líf fólksins, sem nýtur þeirra. Á Alþingi hefur Sjálfstæ$ . isflokkurinn fyrstur teki$ upp baráttu fyrir því að all- ir íslendingar, í sveit og vifí sjó, fái aðstöðu til þess aS njóta þeirra Iífsþæginda, sem raforkan skapar. Jóu heitinn Þorláksson hóf þá baráttu árið 1929. Síðan heC ur flokkur hans haldið hennl áfram. Fyrir aðgerðir hans ræðst nú Reykjavík í glæsi- legasta mannvirki, sem byggt hefur verið á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.