Morgunblaðið - 22.11.1949, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. nóv. 1949. j
Bom í virkiim degi
eftir Ása Gruda Skard.
Valborg Sigurðardóttir
þýddi. — Bókaútgáfan
Norðri. Akureyri 1949,
204 bls.
JAFNAN eru fá rit á íslenska
bókamarkaðinum, sem fjalla
vim uppeldismál, allra síst rit,
sem eru í senn vísindaleg og
aðgengileg fyrir almenning. —
Þessi bók sajneinar í ríkum
mæli báða þessa kosti og er
því að henni mikill fengur. —
Höfundur hennar, frú Ása
Skard, er dócent við háskól-
ann í Oslo, og er hún kunn um
oll Norðurlönd af rannsóknum
sínum og ritum um uppeldis-
leg og sálfræðileg efni.
í þessu riti. sem hlotið hefur
miklar vinsældir á Norðurlönd
um, rekur frú Skard í megin-
dráttum sálræna þróun barns-
ins frá fæðingu fram á ungl-
ingsár með hliðsjón af helstu
uppeldisvandamálum, sem for-
eldrar eiga við að glíma. —
Bókin er rituð í þeim anda.
sem jeg felli mig vel við, og
er jeg sammála höfundi um
öll þau atriði, sem máli skipta.
Leiðbeiningar um uppeldi eru
ekki settar fram sem ósveig-
anlegar reglur, en þeim mun
skýrar kemur fram, að flestar
reglur í uppeldisfræði eru ein-
ungis til hliðsjónar, því að þær
verður að semja að sjereðli og
þroska barrisins á hverju ald-
ursskeiði þess. Á þetta leggur
frú Skard hvarvetna mikla á-
herslu. Allur einstrenginshátt-
ur og' dauð reglufesta er fjarri
henni. Venjumyndun og nám
verða t.d. ávallt að fara fram
I samræmi við þroska og ein-
staklingseðli hvers barns. Með
því að þvínga barnið til að
temja sjer venjur, sem það hef
ur ekki enn þroska til að til-
einka sjer, má vinna því lang-
varandi tjón, sem verður síðan
tilefni til ýmissa örðugra upp-
eldisvandamála. Sama máli
gegnir um nám. Þar borgar sig
ekki heldur að, hrista of
snemma eplatrjeð. — Barnið
verður að fá að lifa í sem
fyllstu samræmi við þarfir sín
ar og hneigðir á hverju ald-
ursskeiði. Þó hneigist frú
Skard ekki að þeim öfgum,
sem slundum hefur skotið upp
meðal nútímauppeldisfræð-
inga, að veita barninu ótak-
markað frelsi og láta í öllu
undan duttlungum þess, því að
með því móti er hætt við, að
það verði hinn versti harð-
stjóri. Uppeidi barnsins hefur
það langmið framundan, að
það verði siðferðilegur persónu
leiki og fullgildur þegn í þjóð-
fjelaginu. sem heimtar ekki
oinungis rjett sinn, heldur virð
ir einnig rjett annarra. — En
þessi aðlögun barnsins að
mönnum og menningu gerist
smám saman •• og ekki þrauta-
laust og mistakalaust, hvorki
fyrir barnið sjálft nje upp-
alendur þess. Árekstrarnir eru
margir og margvíslegir. Til
þess að stuðla að þvf að barnið
nái þessu markmiði, verða for-
eldrarnir fremur að beita við
það lipurð og auðsýna því
jástúð en beygja það til skilyrð-
islausrar hlýðni við reglur. —
Hinn fagri meginþráður í allri
bókinni er þessi: Auðsýnið
barninu framar öilu skilnings-
ríka ástúð. Hvert það barn,
sem fer á mis við nægilega
ástúð í uppvextinum, hefur
verið svipt hinu dýrmætasta,
sem uppalendur þess hefðu
getað látið því í tje.
Það er furða, hve miklu
efni höfundi tekst að koma fyr
ir í ekki stærri bók, en þó er
hún svo ljóst og alþýðlega rit-
uð, að af ber, gersamlega laus
við útþynningar og málaleng-
ingar. En einmitt vegna þess,
hve bókin er í senn efnismikil
og ljós, l.eynir hún á sjer, ef
svo má segja, og er ástæða til
að vara menn við að lesa hana
í flaustri, leggja hana svo á
hilluna með þeirri sannfær-
ingu að þykjast vita allt, sem
í henni stendur. Hún þarf að
lesast oft og lesast með gaum-
gæfni. Auk þess, sem ritið á
erindi til foreldra og alls al-
mennings er það ágætlega fall-
ið til kennslu í húsmæðra- og
kvennaskólum og bætir þar úr
brýnni þörf, því að naumast
var áður til hentug kennslu-
bók við hæfi slíkra nemenda.
Frk. Valborg Sigurðardóttir
hefur lagt mikla alúð við þýð-
inguna. Málið er vandað, en
þó alþýðlegt, orðaval smekk-
legt, hvergi seilst eftir torskild
um orðum. Á hún þakkir skild
ar fyrir að hafa veitt almenn-
ingi kost á því að gera þessa
merku bók að andlegri eign
sinni.
Nokkrar myndir prýða ritið
og er útgáfa þess öll hin snotr-
asta.
Símon Jóli. Agústsson.
Cl
325. <lagu,' ársins.
Maríumessa.
Ylir byrjar.
ÁrdegisflæSi kl. 6,40.
Síðdegisflæði kl. 19,03.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
INæturvörður er i Ingólfs Apóteki
simi 1330.
Næturakstur annast Litla bílstöð
in, sími 1380.
□ Edda 59491122 7—1
I.O.O.F. Rb.st.I.Bþ.9811228i/2 O.
Afmæli
70 ára er i dag frii Sigríður Ölafs
dóttir, Lækjargötu 8, Hafnarfirði.
Hjónaefni
S.l. laugardag opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Ruth Heiden frá Lúbecb
og Gestur Jónsson, Hæli, Gnúpverja-
hreppi.
S.l. sunnudag opinberuðu trúlofun
sina Hafdis Guðlaugsdóttir, hár-
1 greiðsludama, Þrastargötu 3, og
1 Ragnar Vignir, ljósmyndari, Sam-
tún 40.
Brúðkaup
Laugardaginn 19. þ.m. voru gefin
saman i hjónaband af sr. Jakob Jóns
syni, ungfrú Guðrún Fjóla Sigurðar-
dóttir, I.undi. Fljótum, Skagafjarðar-
sýslu og Gunlaugur E. Hannesson,
Litla-VTatnshorni, Dalasýslu.
Heillaráð.
Leigjendaíjelagið vill
fylgjas! með úlfilufun
Búsfaðavegshúsanna
LEIGJENDAFJELAG Revkja-
víkur boðaði til almenns fund-
ar meðal leigjenda í bænum
16. þ. m. í Breiðfirðingabúð. Á
fundinum flutti formaður fjel-
agsins Kristján Hjaltason, er-
I .
indi, er útvarpsráð hafði synj-
að um flutning á, um húsnæðis
málin í Reykjavík.
Ennfremur flutti Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri þar erindi.
Allmiklar umræður urðu á
eftir og var komið víða við.
Fjelagið hefir beitt sjer fyrir
og unnið að skráningu og lýs-
ingu leiguíbúða í bænum. Auk
þess hefir það samið nýtt frum-
varp til húsaleigulaga, sem
lagt hefir verið fram á Alþingi.
A fundi þessum var auk
þess samþykkt eftirfarandi til-
laga varðandi bæjarhúsin við
Bústaðaveg:
. „Almennur fundur leigjenda
í Reykjavík, haldinn í Breið-
firðingabúð 16. nóvember 1949,
skorar á Bæjarstjórn Reykja-
víkur að hún veiti stjórn Leigj
endafjelags Reykjavíkur, að-
stöðu til að fylgjast með út-
hlutun bæjarhúsanna við Bú-
staðaveg og ennfremur að fylgj
ast með notkun þeirra íbúða er
losna við þessar ráðstafanir“.
FLJÖTSMURT BRAUÐ. — Skerið nokkrar h veitibraijðssneiðal?
í sömu stærð og spægipylsusneiðar. Steikið þær ofurlítið. Smyrj-
ið þær og sctjið á þær spægipylsu, og yfir hana grænar baunir,
eða tómatsneiðar með niðurskornum kartöflum og sinnepi. Eitt-
hvað af þessu er til í hverjum elilhússkóp, þótt hann við fy^rstu
sýn virðist herfilega tómur.
Alþingi í dag
Járnbrautarslys.
BERLÍN, 21. nóv. I Fimnrmanns
fórust í járnbrautarslysi á rúss-
neska hernámssvæðinu í Þýska-
landi í gærkvöldi.
Efri dcild:
1. Frv. til 1. um viðauka við I. nr.
100 29. des 1948, um dýrtiðarráðs-
stafanir vegna atvinnuveganna.
2. Frv. til 1. um breyt. á vegalög-
um, nr. 34 22. april 1947.
NeSri dcild:
1. Frv: til 1. um breyt. á lögum nr.
85 15. des. 1948, um aðstoð til síld-
arútvegsmanna. er sildveiðar stund-
uðu sumarið 1948.
2. Frv. til 1. um öryggisráðstafan-
ir á vinnustöðyum.
3. Frv. til 1. um togarakaup rik-
isins.
4. Frv. til 1. um breyt á 1. nr. 3
14. febr. 1949 um samkomudag reglu
legs Alþingis 1949.
5. Frv. til 1. um viðauka við 1. nr.
15 8. mars 1948, um innflutning bú-
fjár.
6. Frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 35
1. apríl 1948, um sementsverksmiðju.
7. Frv. til 1. um breyt. á i. nr. 100
1948 um dýrtíðarráðstafanir vegna
atvinnuveganna.
Æska Reykjavíkur
I ineir en 20 ár hefur Heim-
dullur verið hrjóstfylking og bar-
áitufjelag hinnar þjóðræknu, sjálf-
stæðu o£ frjálslyndu æsku Reykja-
víkur. Ganjiið í Heiindall o<s styðjið
nieð því þá stjórnmálastefnu, seni
ein er þess megnug að tryjifija
filæsilega fraintíð íslensku þjóðar-
Austfirðingafjelagið
í Reykjavík
heldur aðalfund sinn í Tjarnar-
café annað kvöld kl. 8,30. —- Dansað
að ioknum aðalfundarstörfum.
Við hlutaveltu,
sem haldin var fyrir Njarðvikur-
• kirkju 19. nóv., komu eftirtalin happ-
: drættisnúmer upp, sem enn hefur
ekki verið vitjað: 258 — 645 — 1833.
Munirnir eru geymdir hjá Sigurgeir
Guðmundssyni, Akurgerði, Innri-
í Njarðvík.
!
Nöfn málaflutnings-
mannanna
tveggja, er voru sækjenduy og verj
endur í málinu Tollstjóriim í Reykja
vik f.h. ríkissjóðs gegn Steindóri Ein-
arssyni, misrituðust þannig, að í 'stáð
Ih'rnuiniis Jónsson er var sœkjandi
stóð Hermann Jónasson ..og i stað
Signrgeirs Sigurjónssonar, stóð Sig
urgeir Sigurðsson.
Flugferðir
Loftleiðir h.f.
j í gíer var flogið til Vestmanna-
eyja, Akureyrar, Isafjarðar, Hólma-
I vikur. Ennfremur var farið í sjúkra-
flug til Skálmafjarðar.
1 dag er óætlað að fljúga til Vest-
mannaeyja, Akureyrar, Isafjarðar,
Patreksfjarðar og Blönduóss.
Geysir er væntanlegur frá New
York árdegis í dag.
Áheit til kapellu
háskóls
j Hildur Blöndal kr. 35,00, dr. Sig-
fús Blöndal kr. 100,00, — Ka:rar þakk
ir, Ásmundur Guðmundsson.
i
Fi*ú Jóhanna
Hróbjartsdóttir
Reynimel 28. Reykjavík.
Afmæliskveðja.
Ljóssins faðir lýsi þjer;
blessi þig og þina niðja.
þess að vonum óska og biðja
allir vinir eins og her.
Barna lón þú hefir iiiotið.
helstu g.i'fu þar með notið,
sem að faist í heimi hjer.
Ávöxt góðrar æsku berðu,
uppskeruna þegar sjerðu
leiðin fyrr en lokuð er.
Yfir þína æfidaga
árdagsljóma sa'r vor Saga.
Þetta gjörla vitum vjer.
V. Jak.
Hlutavelta Ármanns
Dregið var i happdrætti hlutavelt-
unnar á sunnudagskvöld og komu upp
þessi númer: i 134 Flugfar til út-
landa. 8236 Islendingasögurnar 15
hindi. 12216 Ottomanskápur. 31831
Málverk. 22040 Lituð ijiismynd (Ak-
ureyri). 25440 Frakki. 7742 Værðar-
voð. 8700 F’rakkaefni. 27205 tslend-
ingasögur (13 bindi). 2 3 464 Værðar-
voð. 16383 Riddarasögur. 30943 Skíði
25946 Skiðastafir. 988 Ritverk Jóns
: Thóroddsen. 14172 Bókasafn banda
börnum. 11312 Værðarvoð. .30602 tJt-
skorinn askur. 25600 Lituð ljósmynd.
4221 Drengjafrakki. 22652 Kastspil.
Vinninganna sje vitjað í Körfugerð
ina, Bankastræti, sem allra fyrst.
SMpafrjettir
Eimskip:
| Brúarfoss fór frá Gautaborg 19.
nóv. til Re.ykjavikur. Dettifoss fór frá
Rotterdam 19. nóv. kom til Hull í
gærmorgun. Fjallfoss er í Reykjavik.
Goðafoss kom .til Akureyrar 19. nóv.
frá Húsfiyik. Lagarfoss fór frá Reykja
vik 19. nó.v. tii Hamborgar, Póllnnds
og Kaupmannahafnar. Selfoss fór frá
Hamhorg í gærkvöíd'tii Leith. Tröila
foss kom til New York 19. nóv. frá
Reykjavík. Vatnajökull fór frá Kéíla-
vík 14. nóv. til London.
E. & Z.:
Foldin er í Reykjavík. Lingestroom
er í Faereyjum.
Ríkisskip •
Hekla er á Akureyri. Esja for frá
Reykjavík i kvöld vestur um iand í
hringferð. Herðubreið fer frá Reykja-i
vík i kvöld austur um land til Vopna-
fjarðar. Skjaldbreið var i St.vkkis-
hólmi í ga;r ó vesturleið. Þyrili er |
Réykjavik. Hermóður var á Hólma-:
vik í gær á norðurleið. Helgi fer frá
Reykjavík i kvöld til Vestmannaeyja,
Akraborg fór frá Reykjavík í gær-
kvöld til Skagastrandar, Sauðárkróks,
Hofsóss og Hriseyjar.
Til bóndans í Goðdal
Önefnd 100, G. E. og J. J. 200„
Til Strandakirkju.
Z 1,500
Til Hallgrímskirkju
í Saurbæ
Z 1.500.
Erlendar útvarpsstöðvar
SvíþjóS. Bylgjulengdir: 1588 og
28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15
Auk þess m. a.: Kl. 15,25 Jazzs
fyrirlestur. Ki. 17,30 Stærsti yrkishóp
urinn, fyrirlestur. Kl. 17,50 „Liile
Bror“ Söderiundh syngur og leikur á
gítar. Kl. 19,25 Hljómleikar.
Danmörk. Bylgjuleng*dir: 1250 og
31,51 m. — Frjettir kl. 17,45 og
kl. 21,00.
Auk þess m. a.: Kl. 17,20 Leikrit
eftir André Gide. Kl. 18.30 Johnnnes
Brahms. Kl. 19,15 Gömul dansmúsik.
Útvarpið:
8,30 Morgunútvarp. — 9,10 Veður-
fregnir. 12,10—13.13 Hádegisútvarp,
15,30—16,30 Miðdegisútvarp. —-
(15,55 Veðurfreguir). 18,25 Veðurj
fregnir. 18,30 Dönskukennsla; II. —.
19,00 Enskukennsia; I. 19.25 Ibng-
frjettir. — Tónleikar. 19,45 'Auglýs-
ingar. 20,00 Frje.ttir. 20,20 Tónleik-i
ar: Kvartett í C-dúr (K 465) eftir
Mozart (piötur). 20.45 Erindi: Um
Clemenceau; síðara erindi (dr. Simori
Jóh. Ágústsson). 21.10 Tónleikar
(plötur). 21,20 Gömul brjef: Úr brjef
um Árna Magnússonar (Jakob Bene-
diktsson magister). 21,45 Tónleikars
„Ástardúettinn" úr óperunni „Tristan
og Isolde“ eftir Wagner (plötur),
22,00 Frjettir og veðúrfregnir. 22,i(j
Vinsad lög (plötur), 22,30 Dagsktár-
lok..
iiimmiiniiiu
imimmmiiii
BERGUR JÓNSSON
Mál/lntniii gsskrifstofa
: Laugaveg 65, sími 5833. 1
*iiiiinimiiimmmiMriiiliimiiMiiiimmiiiiiiiii.imirH
/