Morgunblaðið - 30.11.1949, Page 11

Morgunblaðið - 30.11.1949, Page 11
Miðvikudagur 30. nóv. 1949 MORGUyBLABlÐ 1U ^^\\\\\\\\\\\\'' \1 JLI ' ‘ VNV\S\ VVV'V W&.ss>í/////////////,,. SJÚKRAHÚS Á SELFOSSI Hjer birtist síðari grein júðvíks . D. Norðdals um sjúkrahússtörf á Suðurlandi. í fyrri grein var greint frá hinni brýnu þörf slíkrar byggingar hjer í hjeraði sem og annarstaðar, þar sem Sjúkrahús eru ekki til. Er þess að vænta að Árnes- ingar lesi með athygli grein- ar þessar í trausti þess, að þeir að því loknu, láti sjer skiljast að framkvæmdin er auðveld, aðeins ef allir leggj ast á eitt málinu til fram- dráttar. Er ekki að efa, að svo verði og er vel, að um- ræður eru nú hafnar um þetta mesta nauðsynja og framfaramál okkar Árnes- inga. Vil jeg færa hjeraðslæknin- um þakkir fyrir greið og glögg svör, er hann gerði að beiðni stjórnar S. U. S. í Ár- nessýslu varðandi þessa mál. Gunnar Sigurðsson. í FYRRI grein minni um þetta mál, sýndi jeg fram á hver lífsnauðsyn það er, að myndarlegt sjúkrahús rísi hið bráðasta af grunni hjer aust- anfjalls. Jeg færði og nokkur rök að því, að það yrði hvergi ijafn vel sett og hjer á Selfossi, svo að segja mætti að enginn annar staður kæmi í rauninni til álita. Jeg hygg að þess megi vænta að svo sje komið, að allur al- menningur og ráðsmenn hans, hafi nú áttað sig á því, til fulls, að eigi verður lengur undan því komist að sinna þeirri nauð syn að hefjast handa um sjúkra húsbyggingu þessa. í»að verk- efni er því hendi næst, að gera sjer grein fyrir hversu stórt sjúkrahúsið þurfi að vera — það er, með öðrum orðum, að ákveða tölu sjúkrarúma. Eins og hjer hagar til verður það þó eigi gert fyrr en afráðið hefur verið, hversu stór sjúkrahús- svæðið skuli vera. Jeg geri ráð fyrir að um það geti orðið eitt- hvað skiftar skoðanir. Fátt er svo augljóst og sjálfsagt, að eigi sje um það deilt okkar á meðal. Sjersjónarmið úr ýms- um áttum virðast einatt eiga hægan leik með að koma ár sinni fyrir borð, góðum málum til andófs og tafar. Þrátt fyrir mjög aukna og foætta vegagerð síðarí árin, verða samgöngur milli suður- landsundirlendisins og Reykjá- Víkur meira eða minna örð- Ugar á vetri hverjum. Því má altaf við því búast. að sjúkra- flutningar þessa leið verði oft itorveldir og raunar ósjaldan ógjörlegir með öllu. Það virðist því öldungis augljóst, að stærð sjúkrahússins hjer, ætti við það að miðast að því yrði kleift að Eftir Lúðvík D. Norðda bæta úr nauðsyn alls þessa svæðis. Æskilegast væri; án efa að það yrði einnig þess um- komið að skjóta skjólshúsi yfir sjúklinga úr Vestur-Skaftafells sýslu, þegar svo ber undir. Sje við þetta miðað verður naum- ast hægt að komast af með færri sjúkrarúm en 40^—45. En að svo komnu máli er ekkert um það vitað hvort að umrædd ar sveitir austan Þjórsár æskja þess að standa að sjúkrahúss- byggingu með Árnesingum. — Að óreyndu verður þó eigi um það efast, að þær sjái sjer hag í því, og skilji að oft muni það að höndum bera, að þær eigi ekki annars völ en leita sjúk- lingum sínum línkar á sjúkra- húsi sjer. En enda þótt svo færi — gegn von og líkum — að sveitunum austan Þjórsár auðn aðist ekki að átta sig í tíma, og vildu því ekki hrinda sjúkra húsmálinu fram, tengdum hönd um við okkur vestan ár, þá geta Árnesingar ekki látið þá af- stöðu þeirra tefja eða hindra framgang málsins. Það er svo brýnt, að lausn þess almenningi nokkurra mála að leyfa sjer- svo dýrmæt, að ekki kemur til sjónarmiðum og sinnuleysi að spilla því, eða svæfa. Verði stærð sjúkrahússins miðuð við Árnessýslu eina. þarf það að taka 30—35 rúm. Stærra mætti það vera, en minna með engu móti. Að sjálfsögðu verð- ur ráðinn að því sjerstakur yf- irlæknir, sjermentaður í hand- læknisfræði. Auðvitað stundar og hjeraðslæknirinn sjúklinga þar, óg aðstoðaryfirlæknirinn, eftir því sem þörf gerist hverju sinnii. Þess er ekki að vænta, að unt sje, á þessu stigi málsins, að leggja fram örugga kostnaðar- áætlun um sjúkrahússbygging- una. Eigi að síður tel jeg rjett að nefna nú þegar áætlunar- upphæð, sem jeg hygg, að ekki muni fara víðsfjarri sanni. Svo vel vill til, að jeg hefi sæmi- lega örugga vitneskju við að styðjast. Á jeg þar við sjúkra- húsið í Keflavík. Smiði þess mun nú vera lokið að kalla. Því er ætlað a ðrúma 21 sjúk- ling, eða ríflega það, að því er hjeraðslæknirinn þar tjáði mjer. Síðar hefi jeg heyrt, að það muni geti tekið 26—28 sjúklinga. — Hjeraðslæknirinn skýrði mjer og frá því, að upp- runalega hafi verið áætlað að það mundi kosta um 750 þús. króna, en nærri mundi láta, að það kostaði um 1 miljón króna, án innbús og áhalda. Sje við þetta miðað, ætti að mega gera ráð fyrir að sjúkrahús með 30 1,2- —35 rúmum kosti um milj. kr. — Einhverjir kunna nú að segja að þetta sje allmikið fje, og ill— kleift fram að leggja. Fyrir nokkrum árum hefði það vísast verið sannmæli, en nú fer því víðs fjarri að svo sje. Það er þvert á móti smáræði eitt, þeg ar tekið er tillit til hinnar gíf- urlegu peningaveltu þjóðarinn- ar, og einstaklinga hennar flestra. Þessi upphæð mun og engum þeim í augum vaxa, sem gerir sjer það ómak að lesa málið niður í kjölinn. Sýslubúum mun vissulega reynast það leikur einn, að inna af höndum sinn hluta greiðsl- unnar. Væntanlega hefir og ríkissjóðurinn einhver ráð með sitt framlag, enda þótt það eigi að nema /5 hlutum byggingar- kostnaðarins, að minnsta kosti. Skal jeg nú færa að því rök að sýslubúum hljóti að reynast næsta auðvelt að láta sinn hluta fjárins af hendi rakna. Vissulega er það svo sára-auð- velt að fullvíst er að enginn þarf nærri sjer að taka, eða láta sinn hlut eftir liggja, getu leysis vegna. Af upphæð þeirri sem telja má'að sjúkrahúsið kosti, þurfa Árnesingar að greiða 3/5 hluta eða 0,72—0,90 milj. kr. Þessi upphæð verður þó tiltölulega mun lægri, ef fleiri sýslur standa að bygg- ingunni, enda þótt hún verði þá hofð þeim mun stærri. Sje nú þessari fjárhæð jafnað nið ur á alla gjaldendur í sýslunni, og þeim hverjum um sig leyft að greiða tillag sitt á 4 árum, — ef þeir óska, — með jöfnum greiðslum, þá yrði ársframlag hvers gjaldenda 75—90 krónur, eða því sem næst. Hvern myndi muna um þessar krónur? Eng ann, — alls engann. Það tel jeg mig bæran um að fullyrða hik- laust. Enginn þarf af því að firrtast, þó á það sje bent, að þessi upphæð nemur ekki meira en því, sem einn maður, — eða kona — eyðir mánaðarlega vindlinga. Og þeir eru óteljandi sem það gera. Yrði þessi fjár- öflunarháttur á hafður, gæti sýslan átt sjúkrahúsið skuld- laust þegar það væri fullbyggt, án þess þó að menn hefðu minnstu vitund til þess fund- 1,5 að húsgögnum og áhöldum hverskonar. Láta mun nærri að sú upphæð sem verja þarf í þessu skyni, muni nema alt að 15 þúsund krónum á sjúkra- rúm hvert. Jeg hygg að það sje svo varlega reiknað að eigi komi til mála að sú áætlunar- upphæð reynist of lág. Það fje sem til þessara nauðsynja þarf, nemur því um 450—525 þús. kr. — Mjer ókunnugt hvort að venjan er sú að ríkissjóður leggi eitthvað að mörkum í þessu skyni. Vel má vera að svo sje ekki, enda þótt það væri í. Þesskonar óhöpp vofa allt af yfir á meðan ekki er úr bætí. Því er það óviðunandi fásinna og ófremd að hefjast ekki' handa í þessu máli þegar í stað. Margar aðrar frarn- kvæmdir, sem í sjálfu sjer kunna að vera góðar og giidar, þola bið. En þessi framkvænrrt þolir hana ekki. Öllum er betta mál jafn skylt, enda veit eng- inn, óðar en líður, hver verður til þess kvaddur næst, að íær;v, fórnir. Því er það rjettmætt #6' mæla fram lögeggjan til allra góðra manna og viturra. Jeg hefi áður að því vikið, að sjálfsagt sje að sjúkrahúsið standi hjer á Selfossi og hvergi annarsstaðar. Selfoss er íyrir orðinn ,,höfuðsstaður“ fyllilega sanngjarnt. En hvað löngu sem nú um það kann að vera, t þykir mjer vissast að gera ráð st-ærra svæðis. Hann er að 1 Arnessýslu, og þó raunar mun fyrir að hjeraðsbúar sjálfir verði einir að leggja fram allt það fje, sem til áhalda og alls annars útbúnaðar þarf. Þessi aukakostnaður myndi valda því að árlegt framlag hvers gjaldanda hækkaði um svo sem j 50 krónur. Það er nú allt og mörgu leyti miðstöð þeirra sýsla og sveita allra, sem -til greina geta komið- sem -aðstaKel andur og aðnjótendur sjúkra- hússins. Hjer eru ýmsar þær stofnanir, sem íbúar alls Suður- landsundirlendisins sækja til og skifta við, sv osem mjólkur- 'bú og banki og sitthvað fleira sumt. Raunar er engan vegmn j víst að hækkunin þyrfti að ^unar. Hjeðan hvíslast vegirn- iir ut um allar þessar víðlendu byggðir og þeir er haldið fæ.t- þyrfti verða svona mikil, því að í á- ætlun minni hefi jeg ekki gert ráð fyrir styrkjum frá ýmsum fjelögum, svo sem sýslusjóði, verkamannafjelögum, ung- mennafjelögum og auðvitað kvefnjelögum, sem kunn eru að því, allsstaðar þar sem þeim er stjórnað af viti og mann- dómi, að setja sjúkrahúsmálin efst á stefnuskrá sína. — Mjer er kunnugt um að sum þessara fjelagssamtaka eru þegar tekin að safna sjóðum í því skyni að styrkja sjúkrahússbygging una. Jeg er þess fullviss að gjafafje streymir að úr ýmsum áttum þegar skriður er kom- inn á framkvæmdir. Að þessu athuguðu hlýtur öll um skynibornum mönnum að vera það öldungis augljóst, að öll þau fjárframlög, sem menn þurfa á sig að leggja til þess að koma upp myndarlegu sjúkrahúsi, og búa það bestu tækjum í hv.ívetna, verða hverj um manni, ekki einungis vel viðráðanleg, heldur svo nauða- ljettbær, að enginn mun þunga af þeim finna. Þvert á móti munu menn finna til þess fagn- aðar sem það veitir hverjum góðum manni að stuðla að fram gangi nauðsynlegs menningar- ið að þeir hafi á sig lagt nokkur mais, og stofnunar sem verða teljandi aukagjöld. | mun mörgum til líknar og lífs- Nú er að vísu það að játa, bjargar. að ekki er allt fengið sem til Þeir sem kunna að láta sjer þarf, þó að sjúkrahúsið sje af fátt um þetta mál finnast, - grunni risið og fullsmíðað. — J ef þeir þá eru einhverjir — All-miklu þarf til að kosta öðru ættu að hugleiða hve tíð hin en því að koma sjálfu húsinu hörmulegu óhöpp hafa verið, upp. Búa verður það sem best sem sjúkrahússleysið er orsök um, vegna mjólkurflutning- anna, á meðan kleift er, og kalla má að það reynist allt af kleift hjer í byggðum niðri. Enn er þess að geta að Selfoss er ört vaxandi þorp, og cf til þess kemur að starfsskilyrði skapist nokkursstaðar hjer aust an fjalls, fyrir sjerfi'óða lækna, þá verður það hjer á Seifossi, en annarsstaðar hvergi. Ef-til vill lætur sjer einhver i hug koma, að Hveragerði gæti kom- ið til greina sem sjúkrahús- staður, vegna hins mikla og auð fengna jarðhita, sem þar er. Svo er þó eigi, því að enda þótt jarðhitinn sje metinn svo sem vert er, verður þess að gæta að hann er það eina, sem Hvera- gerði hefir upp á að bjóða íram yfir Selfoss. Skortir mikið á atJ sá kostur vegi upp á móti öll- um hinum, sem Selfoss hefir um fram, og þvi hagræði öllu, sem flestum myndi að þvi að hafa sjúkrahúsið hjer. Ekki er að efa að við aust- sveitungar megum fulltreyr.ta liðsinni landlæknis við frarn- kvæmd þesas nauðsynjamála. Er vonandi að gifta okkar encl- ist til þess að við látum ekki flokkadrætti og sundurþykki hjer heima verða dragbýt a það. Við væntum þess að Al- þingi það er nú situr taki a málinu með visku og vihsemd, og afgreiði það með víðsýni og rausnarbrag ,áður en það lýkur störfum að þessu sinni. Selfossi, 19. nóv. 1949. Lúðvík D. Norðdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.