Morgunblaðið - 03.12.1949, Page 8

Morgunblaðið - 03.12.1949, Page 8
8 WOffí.L B L A Ð I Ð Laugardagur 3. des. 1949 ( S f' Otg.; H.í. Árvakur, Reykjavík B'ramkv.atj.: Sigíús Jórissvu Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarxn.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar• Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsíngar og afgreiðsla- Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskríftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, fcr. 15.00 utanlands I lausasölu 10 aura eintakiO, 71 «ura með Leabeát Rödd skáldsins RÆÐA SÚ, sem Tómas Guðmundsson skáld flutti í sam- sæti stúdenta 30. nóvember s. 1. hefur vakið mikla athygli cg verið almennt fagnað af öllum frjálslyndum mönnum. Hinsvegar eru kommúnistar mjög sneypulegir á svip eftir hana. Tómas Guðmundsson ræddi mjög hreinskilnislega, hversu herfilega hugtakið akademiskt frelsi væri misnotað af mönnum, sem væru svamir fjandmenn alls frelsis og byrj- uðu allar sínar bænir á „Faðir vor, þú sem ert í Moskva“. Hann hæddi napurlega hinar hræsnisfullu yfirlýsingar kommúnista um hollustu þeirra við íslenskt þjóðerni og sjálfstæði. Þessi einarða lýsing eins gáfaðasta menntamanns þjóðar- innar á yfirdrepsskap og falsi kommúnista er íslending- um holl og tímabær hugvekja. Það var sjerstaklega vel við- eigandi að hún skyldi vera haldin á vegum stúdenta. ís- lenskir menntamenn hafa jafnan staðið fremstir í fylkingu í baráttu þjóðar sinnar fyrir auknu frelsi. Meðan þjóð þeirra var fátæk og menntunarsnauð voru það efnalitlir stúdentar og menntamenn í Kaupmannahöfn, sem hófu merki frelsis- ins og lögðu grundvöllinn að endurheimt sjálfstæðisins. Kommúnistar hafa hjer á íslandi eins og annarsstaðar lagt á það mikið kapp ða vinna fylgi menntamanna með þeim árangri að töluverður hópur ístöðulítilla manna hefur glæpst á skrumi þeirra. Höfuðeinkenni kommúnistiskra mennta- manna er bjánalegt yfirlæti og gáfnahroki. En þessir vesa- lings menn gæta þess ekki að menntun og kommúnismi eru algerar andstæður. Kommúnisminn miðar að því að byrgja ljós bekkingar og sannrar menntunar. Hann boðar blinda trú á páfadóm einræðisherra í fjarlægu landi. Þeir menntamenn, sem þessa trú hafa tekið eru þessvegna eumkvunarverðir fyrir vanþroska sinn. Ræða Tómasar Guð- mundssonar skálds var þeim og öðrum kommúnistum ágæt leiðbeining út úr myrkviði hjátrúar þeirra. Próíkosning Sjálfstæðismanna KJÖRNEFND Sjálfstæðisfjelaganna hjer í Reykjavík hef- ur ákveðið að prófkosning skuli fram fara um val manna á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara 29. janúar n. k. Er þessi kosning þegar hafin og mun standa yfir til mánudagskvölds. Allir með- limir Sjálfstæðisfjelaganna í bænum eiga rjett á að taka þátt í henni og hafa þeim verið send kjörgögn heim til sín. Ófjelagsbundið Sjálfstæðisfólk getur hinsvegar einnig tekið þátt í kosningunni með því að koma á skrifstofu flokks- ins og fá þar kjörgögn. Það er ástæða til þess að fagna ákvörðun kjörnefndarinn- s.r. Með henni er mjög frjálslegur og lýðræðislegur háttur hafður á um val manna á frámboðslista flokksins. Við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, sem fóru fram í ársbyrjun 1946 var einnig efnt til prófkosningar, sem gafst mjög vel. Má vænta þess að svo reynist einnig nú. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur tekið upp þessa aðferð vegna þess að hann vill að fylgismenn hans hafi sem almennust áhrif á það, hvaða mönnum verður falið það trúnaðarstarf að stjórna málefn- um höfuðborgarinnar. Hann treystir á þroska fólksins og hikar ekki við að fela ákvörðunarvaldið um skipun bæjar- stjórnarlista síns hinum mörgu þúsundum Reykvíkinga, sem skipa sjer undir merki sjálfstæðisstefnunnar. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri skoraði á Reykvíkinga í ræðu, sem hann flutti í landsmálafjelaginu Verði fyrir skömmu að tryggja sigur Sjálfstæðisflokksins og þar með gæfu og gengi Reykjavíkur, í bæjarstjórnarkosningunum, sem framundan eru. Undir þau ummæli hans mun meiri- hluti bæjarbúa áreiðanlega taka. tÁhuerjL ábrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Silkihanskalaus gagnrýnf GLCGGUR maður, Snæbjörn Jónsson, skjalaþýðandi, hefur sent hugleiðingar um póstþjón ustuna í tilefni af skrifum um hana hjer í dálkunum og svör- um póststjórnarinnar. — Gagn rýnir hann póstþjónustuna — og tekur ekki á málunum með neinum silkihönskum. — Höf- undurinn nefnir dæmi, sem hann sjálfur hefur orðið fyrir. Póstþjónustan er almennings þjónusta, borin upp af ríkinu og almannafje. Þegnar lands- ins eiga heimtingu á, að hún sje í eins góðu lagi og frekast er unt. Þessvegna hefur hún verið gagnrýnd hjer í blaðinu. • Deilt á fyrirkomu- lagið — ekki einstaklinga ÞAÐ er ekki deilt á einstak- linga, enda viðurkent, að póst- menn eiga ekki sök á ófremd- arástandinu, hver og einn. — Þessvegna er það heldur ekki svaravert, þegar einn og einn vindbelgur þenur sig út og heldur, að til hans hafi verið talað, er rætt var um póstþjón ustuna í heild (Sbr. skrif spek ingsins á Keflavíkurflugvelli). En hjer fer á eftir fyrrihluti af hugleiðingum Snæbjarnar: • Aðalpósthús — aðeins kytra ,,EF nefna ætti einhverja eina stofun, — sem allir eru óánægð ir með, þá er það póstþjónust- an okkar. Hún má heita með endemum. enda eru starfsliði hennar í þessum bæ búin svo hrakleg og fráleit vinnuskil- yrði, sem mest má verða. Hjer er vitaskMd aðalpósthús lands ins, ólánskytra, sem með ná- grannaþjóðunum mundi vart þykja boðleg fimm þúsunda bæ — I stað þess að Reykjavík er 55 þús. bær, þaninn yfir svæði, sem jafnast mun á. við marga 2Ö0 þúsunda borg. • Möglað í barminn „EN þessi stórskammarlegi að- búnaður hrekkur þá skamt til rjettlætingar allri þeirri háð- ung, sem íslensk póstþjónusta er og h,efur ætíð verið. Um hana má, segja að hver maður mögli, en vitaskuld aðallega niður í barminn. Opinberlega sjást varla aðrar aðfinslur en þær, sem „Víkverji" stöku sinnum birtir, öllum til þakk- ar, nema ef vera skyldi að þá, sem sökina eiga, skorti vits- muni til að minnast þess, að sá er vinur, sem til vamms segir. • Gagnlegar upplýsingar „UMKVARTANIR hans hafa leitt til þess, að í dag, 30. nóv., fær almenningur nokkrar gagn legar upplýsingar í Mbl. Þær hefðu gjarna mátt koma án þess að vera þannig togaðar út með töngum. Virðist, sem ekki hefði verið. úr vegi, eða væri enn úr vegi, að festa slíkt og þvílíkt upp innan á veggjum pósthússins. • . * ■ ■'tt " -SEarr Hið einstaka kvittanagjald „BURÐARGJÖLD öll hafa ný- lega verið hækkuð svo gífur- lega (og gifurlega há voru þau samt áður), að menn munu nú varla nota póstinn fram yfir það, sem allra brýnasta nauð- syn krefur. Starf póstmanna hlýtur að ljettast. Borið er við fjárhagslegri nauðsyn, og þarf ekki að efa að rjett sje. En ekki stafa kröggurnar af því, að pósthúsið vanræki að ,næla‘, eins og það er kallað. Þannig er kvittanagjald þess sennilega einstætt í víðri veröld. Hjer verður að greiða gjald til þess að fá kvittun fyrir móttöku ábyrgðarbrjefs, en annarsstaðar er ófrávíkjan- leg skylda að gefa slíka kvitt- un. Og þegar við greiðum reikn ing fyrir símskeyti er við höf- um sent, þá er okkur refsað fyrir skilvísina með sjerstöku kvittunargjaldi. Á hvaða sið- menningarstigi skyldu þeir menn standa, sem slíkar kröf- ur gera? • Flennistóru frímerkin „NÚNA þegar breytingin mikla var gerð á burðargjöldunum, hlýtur fjöldi manna að hafa átt meiri eða minni birgðir af frímerkjum, sem mjög óþægi- legt er að nota lengur, einkum vegna flennistærðar þeirra. — Svo er t.d. um 12-aura frí- merkin, sem nú henta hvergi. Jeg fór í morgun með mínar birgðir á pósthúsið og ætlaði að fá þeim skift fyrir önnur. Jú, gengið gat það, en 10% skatt átti jeg þá að greiða. — Það afþakkaði jeg og mun klastra frímerkjunum á brjef mín. En'af því að þetta mun þykja afkáraleg sjón erlendis, mun jeg, sjálfs mín vegna, skýra ástæðuna fyrir viðtak- endum. Annars mun nú fleirum en mjer ganga erfiðlega að sjá sanngirnina í þessari skatt- lagningu (en í skat.tlagningum; er nú yfir höfuð hætt að hugsa um sanngirni), þegar komið er með hrein frímerki og jafnvel, í heilum, ósnertum örkum“. Síðari hluti af gagnrýni Snæ- björns birtist á morgun. » Er nú nýja brumið farið af? FYRSTU dagana, sem umferð- arljósin loguðu fóru flestir eft- ir þeim og alt virtist ætla að ganga að óskum. Menn voru farnir að vona, að þessi nauð- synlegu tæki kæmu að gagni. Margir glöddust er það var tilkynt, áð lögreglan myndi miskunnarlaust sekta þá, sem brytu reglurnar og stofnuðu umferðinni í stórhættu með því að hlýða ekki ljósmerkj- unum. — Hæstu sekt, var sagt, verða þeir að greiða, sem brjóta reglurnar. En það er eins og athygli al- mennings og lögreglunnar sje farin að slógvast. Eins og oft vill verða þegar nýja brumið er farið af hlutunum. • Margföld brot í GÆR og í fyrradag — í hættulegasta færi, sem komið hefur á götunum á vetrinum — hafa menn getað sjeð, bæði fótgangandi óg akandi, brjóta umferðarreglurnar. — Aka og ganga gegn rauðu ljósi. Ef ljósin eiga að vera áfram, öllum til hagræðis og öryggis þá verður lögreglan að gæta þess, að reglunum sje fylgt skil yrðislaust. Ef það ei/ekki gert, þá eru umferðarljósin ekki aðeins vita gagnslaus, heldur blátt áfram hættijleg. nmvtninffnB MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . IMIIIIIIIIIIMIMMIMMIMU(*M||IUIIMtaMMU|l«IMUMiilll|i||||||||lll Herraþjóðin og leppríkið. illllllllllllllMIIIIIIIMMMMIIIIMIinilllllllllMIIIIIIIMnuÍ Frá frjettaritara Reuters. BELGRAD. — í blaði júgó- slavneska flughersins, „Cuvari Neba“, hafa að undanförnu birst frásagnir af slæmri meðferð á þeim júgóslavneskum flugmönn um og hermönnum, sem sendir hafa verið til náms í Sovjet- ríkjunum. Kvarta menn þessir yfir því, að þeir hafi mætt ó- kurteisi og fyrirlitningu og orð- ið þess varir, að njósnað var um einkalíf þeirra, auk þess sem þeim var bannað að tala sitt eigið tungumál, meðan þeir voru við nám í rússnesku skól- unum. í greinunum kemur fram, að flugmenriirnir hafi átt þessari framkomu að mæta jafnvel áð- ur en til átakanna kom á milli Tito og Kreml. En þegar þau hófust, versnaði framkoma Rúss anna um allan helming. SLÆMAR MÓTTÖKUR Í EINNI greininni í nfangreindu málgagni flughersins. júgóslav- neska er skýrt frá því, að „mik- ill fjöldi“ herforingja og ó- breyttra hermanna frá Júgó- slavíu hafi farið til framhalds- náms í Sovjetríkjunum að ó- friðnum loknum. Síðan segir orðrjett: „Þegar hermenn okk- ar komu til Sovjetríkjanna, urðu þeir fyrir sárum vonbrigð- um. Móttökurnar voru ólíkar því, sem þeir höfðu búist við í forysturiki sósíalismans.“ Hermennirnir, sem fyrstir fóru, kvörtuðu meðal annars yfir því, að þeir hefðu ekki jafnan rjett á við sovjetnem- endur, auk þess sem þeim var bannað að syngja þjóðsöngva og hlusta á útvarpið í Belgrad. PÓLITÍSKA LÖGREGLAN JÚGÓSLAVNESKU nemend- urnir skýra ennfremur svo frá,' að kennarar herskólanna rúss- nesku, sem þeir voru sendir á< hafi reynt að gera sem minnst úr menningu Júgóslava og af- rekum þeirra í stríðinu. Auk; þess, segir í einni greininni,; „hafði NKVD (pólitíska lög- reglan) nákvæmar gætur á júgóslavnesku nemendunum. —í Rússneska leyniþjónustan beitti og öllum brögðum til að fá þá í þjónustu sína og til að svíkja föðurland sitt.“ • • RÚSSNESKIR SÖNGVAR EINN þeirra júgóslavnesku flug manna, sem dvöldust í Sovjet- ríkjunum, segir svo frá: Þetta gekk svo langt, að 1945 var oákuð bannað að syngja skæruliðasöngva Júgó- slava, en skipað í staðinn að syngja i einungis rússneska Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.