Morgunblaðið - 07.12.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1949, Blaðsíða 2
2 * O R GV H Bl. A Ð i B Miðvikudagur 7. des. 1949. - Ríkisstjórnin undirbýr lausn vandamálanna Frh. af bls. 1 • persónurjettarih'ái, eignarrjettarmál, yfirfjárráðs- *nál, íög um kosningar til Al-, fi.ngis og kjördæmaskipting, eitósjón með framkvæmd al- l> Lttgi.skosninga, ríkisborgara- cjeftfur, útgáfa Stjórnartíðinda og Lögbh’tingablaðs, húsameist- ari rikisins, verslunarmál, sem ekki eru í úrskurði þessum fal- in öðrum ráðherrum, þar undir ■versluaarskólar. Menntamál, |i -r uridir skólar, sem ekki eru ejerstaklega undan teknir. Út- varpsmál og viðtækjaverslun. Eimaverndarmál. Menntamála c'ié. Leikhúsa- og kvikmynda- *i íl. Kirkjumál. Ennfremur ut- anríkismál. Káðherra Björn Ólafsson. — Undir hann heyra f jármál ríkis- ÍR3, þar undir skattamál, tolla- * .il og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verslun er rekin til að afla rík- > „ijöði tekna. Undirskrift rík- i,, .ikuldabrjefa, fjárlög, fjár- aukalög og reikningsskil ríkis- sjóðs, hin umboðslega endur- skoðun, embættisveð. Eftirlit »i. ið ir.nheimtumönnum ríkis- tns, íaun embættismanna, eftir- laun, lífeyrir embættismanna og ekkna þeirra, peningamál, fj • ndir peningaslátta. Yfir- f • tt fer þessi ráðherra með öil f?y.u mál, er varða fjárhag rík- l-.i.as eða landsins í heild, nema |i su eftir eðli sínu eða sjer- Sl'jku ákvæði heyri undir ann- au. ráðherra. Hagstofan. Við- slriptamál, þar undir innflutn- irigsverslun og utanríkisversl- uu, örutur en verslun með siáv- arafurðir. Bankar, sparisjóðir, gjaldeyrismál og- verðlagsmál ( dýrtíðarráðstafanir). fíáðherra Jóhann Þ. Jósefsson. Unáir hann heyra sjávarútvegs ca.íl, þar undir Fiskif jelagið og liiiikiraálanefnd, síldarútvegs- ru.il (síldarverksmiðjur, síldar- tútvegsnefnd), utanríkisverslun rið sjávarafurðir. Landssmiðj- are. IHælitækja- og vogaráhalda Ciiíl. Skipagöngur. Atvinna við sigíir. gar. Stýrimannaskólinn. íífctpaskoðun ríkisins. Mæling og skrásetning skipa. Vitamál. Kafnarmál. Iðnaðarmál, þar tiadir iðnskólar, iðnaðarnám, iðr.fjelög. Eftirlit með verk- smiðjum og vjelum. Einkarjett- aA“yfi. Veðurstofan. Ríkisprent smiðjar.. Heilbrigðismál, þar á cr.rjil sjúkrahús og heilsuhæli. Ermfremur flugmál, þar undir fli-igvaílarekstur. SSáðherra Jón Pálmason. — fjníirhann heyra landbúnaðar- tnM, þar undir ræktunarmál, fi / . á meðal skógræktarmál og sai'i-igræðslamál, búnaðarfjelög, fcur.aðarskólar, garðyrkjuskól-) a>, hásmæðraskólar í sveitum, dyi i [ækningamál, þjóðjarða- triií,. Búnaðarbanki íslands. —J Euniremur rafmagnsmál, þar á meðal rafmagnsveitur ríkisins og í afmagnseftirlit. Vatnamál, fc •/ uadir sjerleyfi til vatnsorku rs.ifkunar, jarðboranir eftir ^ fceitu vatni og gufu. Námurekst- ur. Kaupfjelög og samvinnu-. fjelog'. Atvinnudeild háskólans. R annsóknarráð ríkisins. Vega- ( nál. Póstj-, síma- og Ioftskeyta- j rnúl. P.áðherrafundi skal halda. um nýmæli í lögum og mikilvæg l stjii r.armál. Svo skal og ráð- ÓLAFUR THORS forsætisráðherra flytur ræðu sína á Alþingi. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon). herrafundi halda, ef einhver ráðherra æskir að bera þar upp mál. Með úrskurði þessum er úr gildi felldur forsetaúrskurður frá 4. febrúar 1947, um skipun og. skipting starfa ráðherra o. fl., svo og forsetaúrskurður frá 28. febrúar 1947, um breyting á þeim úrskurði. Gjört í Reykjavík, 6. desember 1949. Sveinn Björnsson. Ólafur Thors. •k í umræðum þeim, er fóru fram fyrir alþingiskosningarn- ar í október s.l., gerði Sjálf- stæðisflokkurinn grein fyrir því, með hverjum hætti hann teldi hyggilegast að vinna bug á þeim örðugleikum, sem nú steðja að í þjóðlífi íslendinga, og þá einkum í atvinnu- og fjármálum. Þess var að vísu getið af flokksins hálfu, að ekki væri unnt að fullyrða, að hann rjeði fremur en aðrir yfir alveg óyggjandi úrræðum til lausnar þessum vanda, en á það var lögð höfuðáhersla, að skilyrði þess, að úrræði flokksins yrðu fram- kvæmd, væri, að hann fengi rr.eirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn vildi sem víðtækast samstarf. Flokkurinn fjekk ekki þenn- an meirihluta. Og þar sem eng- inn annar flokkur öðlaðist held ur meirihluta á Alþingi, ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að beita sjer fyrir sem víðtækustu sam- starfi þeirra flokka er stóðu að fyrv. stjórn, um stjórn lar.ds- ins og löggjöf. Taldi flokkurinn þó óvænlega horfa um frið milli flokka, og eru auk þess að sjálfsögðu löngu ljósir annmark ar slíks samstarís. . I samræmi við þessa ákvörð- un og eftir umboði forseta ís- i * ‘ i if !?■*' lands gerði Sjálfstæðisflokkur- inn tilraun til myndunar meiri- hluta stjórnar og tók einnig vel umleitunum Framsóknarflokks ins meSan stóð ,á tilraunum hans til stjórnarmyndunar. Eftir að sannprófað var, að í bili var ekki auðið að mynda meirihluta stjórn, beindi for- seti íslands þeirri beiðni til mín að jeg myndaði innanþings- stjórn, enda þótt hún hefði ekki fyrirfram tryggðan stuðning meirihluta Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn ræddi málið á tveimur fundum, 25. og 26. fyrra mánaðar. Leit flokk- urinn svo á, að athuguðu máli, að með því að hann er stærsti flokkur þings og þjóðar, bæri honum ótvíræð skylda til þess að verða við framangreindum tilmælum forseta íslands, úr því ( að eigi hafði reynst auðið að mynda meirihlutastjórn. Til- kynnti jeg því forseta íslands, laugard. 26. f. m., að jeg, í sam- ræmi við vilja flokksins, tæki að mjer að mynda stjórn, svo sem forseti hafði farið fram á. Var ætlunin að leggja ráðherra- listann fyrir forseta til skipunar ráðuneytis fyrrihluta síðustu viku. En þennan dag að kvöldi lagðist jeg í lungnabólgu, og hefur því þessi dráttur orðið á stjórnarmynduninni. Nýtur aðeins stuðnings Sjálfstæðismanna. Stjórn sú, sem nú sest að völd um, hefur ekki tryggt sjer hlut leysi nje stuðning neinna þing- manna utan Sjálfstæðisflokks- ins. Hún er því viðbúin van- trausti hvenær sem er. En á meðan hún fer með völdin mun hún leitast við að leysa þann vanda, er liggur fyrir, með þeirri samvinnu við þingið, sem nauðsynleg er og kostur er á. jEnda er það ljóst, að svo sem ÍAlþingi nú er skipað, verður úrlausn þeirra mála, sem log- gjafar þarf um, en flokka grein ir á um, ekki náð, nema með samningum þeirra í milli. Vandamál útvegsins. Það mál, sem nú þarfnast skjótastrar úrlausnar, er, með hverjum hætti verði greitt fyrir því af hálfu Alþingis og ríkis- stjórnar, að útgerðin þurfi ekki að stöðvast nú um áramót. En svo sem kunnugt er, hefur allt frá því 1946 þurft að leysa þann vanda með löggjöf. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lýst yfir því, að hann teldi þau úrræði, sem beitt hefur verið, ekki vera til frambúðar. Þótt menn greini mjög á -um, hvernig til fram- búðar skuli ráða fram úr þess- um málum, eru allir, eða flestir, sammála um, að úrlausn fáist ekki, nema gerðar sjeu margar samfelldar ráðstafanir, sem verulegs undirbúnings þarfnast, og verða því ekki framkvæmd- ar án nokkurs aðdraganda. Næg ir um það að vísa til yfirlýsinga flokkanna fyrir kosningar. Til bráðabirgða verður því senni- lega nú um áramótin að fara troðnar slóðir, jafnframt því sem þegar í stað verður að hef ja undirbúning lausnar, sem var- anlegri geti orðið, og er þar fyrst að telja samþykkt greiðslu hallalausra fjárlaga. VíStækara samstarf. Svo sem afstöðu ríkisstjórn- arinnar til Alþingis er háttað, telur hún á þessu stigi að öðru leyti ekki ástæðu til að fjölyrða um fyrirætlanir sínar. Þær munu koma fram í málum þeim, er ríkisstjórnin leggur fyrir Al- þingi og daglegum stjórnarhátt- um, og gefst Alþingi þá að sjálfsögðu færi á að kveða á um traust sitt eða vantraust á stjórninni. En sú skoðun Sjálf- stæðisflokksins er óbreytt, að úr því honum tókst ekki að ná þinglegum meirihluta við kosn- ingarnar, þá sje farsælast að koma á sem víðtækustu sam- starfi milli áðurgreindra flokka um stjórn landsins og löggjöf. Að þessu mun stjórnin vinna, og sjálfur finn jeg ástæðu til að taka það sjerstaklega fram, að slíkt samstarf er á engan hátt háð forsæti mínu eða þátt- töku í væntanlegri ríkisstjórn. ★ Afstaða Framsóknar. Er forsætisráðherra hafði lok ið máli sínu tók til máls Her- mann Jónasson, formaður Fram sóknarflokksins. Lýsti hann því yfir, að Fram- sóknarflokkurinn myndi hvorki styðja þessa stjórn nje veita henni hlutleysi. Væri það vegna þess, að Sjálf stæðisflokkurinn hefði ekki vilj að styðja ,,umbótatillögur“ Framsóknar. Annars var ræða Hermanns mestmegnis skætingur og fúk- yrði í garð Sjálfstæðisflokks- ins og forseta íslands og stakk í stúf vir5 hina virðulegu at- liöfn í þinginu. Aframhaltlancli samstarf lýðræðisflokkanna í utanríkismálunum. Næstur tók til máls Stefán Jóhann Stefánsson fyrrverandi forsætisráðíherra, formaður Al- þýðufl.okksins. Kvaðst hann vilja taka það fram, að Alþýðuflokkurinn hvorki styddi nje veitti stjórn- inni hlutleysi, en hann mundi eins og hingað til miða afstöðu sína við málefnin. Flokkurinn mundi styðja þau mál, er hann. áliti þjóðinni til heilla, en berj- ast gegn þeim, er hann áliti stefnt gegn hagsmunum al- mennings. Endaði Stefán Jóh. Stefáns- son ræðu sína með því að segja að hann vænti þess fastlega, að áfram mætti haldast samstarf lýðræðisflokkanna í utanríkis-, öryggis- og' sjálfstæðismálum þjóðarinnar. | .Kommúnistar andvígir Einar Olgeirsson, formaður kommúnistaflokksins, tók því næst til máls. Lýsti hann yfir því, að Soc- ialistaflokkurinn væri andvígur stjórninni. Hún væri á ábyrgð Alþýðuflokksins og vissrar klíku í Framsóknarflokknum, |sem komið hefðu í veg fyrir aðrar stjórnarmyndanir. Sagði E. O., að flokkur sinn myndi fylgja vantrausti á stjórn ina, ef Alþýðufl. eða Framsókn bæru það fram. L2 þeir gerðu það ekki, þá myndi kommún- istaflokkurinn kanna fylgi rík- isstjórnarinnar í þinginu þeg- ar honum þætti henta. Þar með var þessum umræð- um lokið. Á þingbekkjum var hvert' sæti sltipað og áheyrendapallar þingsins troðfullir. Fiskiþingi lokið ! ■Davið Ólafsson end- : urkjörinn fiskimála- isijóri FISKIÞINGINU var slitið I gær með hófi fulltrúa og gesta í Oddfellow-húsinu. í lok þingsins fóru fram kosn ingar í stjórn Fiskifjelagsins. Fiskimálastjóri var einróma kjörinn Davíð Ólafsson. Vara- fiskimálastjóri Hafsteinn Berg þórsson. Aðalmenn í stjórn Fiskifje- lagsins voru kjörnir: Pjetur Ottesen, Ingvar Vil- hjálmsson, Emil Jónsson og Þorvarður Björnsson. Varamenn: Margeir Jónsson Keflavík, Ól. B. Björnsson, Akranesi, Jón Axel Pjetursson, Reykjavík og Arngr. F. Bjarna son, Isafirði. í stjórn Bjargráðasjóð var kjörinn Þorsteinn Þorsteinsson Þórshamri, aðalmaður, og Arn- ór Guðmundsson skrifstofustj. varamaður. Fiskiþingið hefir gert sam- þykktir um flest hagsmunamál útvegsins. Hefir þeirra flestra verið getið jafnótt hjer í blað- inu; hinar verða birtar næstu daga. Margir. fultrúanna munU strax halda heimleiðis, en aðr- ir taka þátt í fulltrúafundi Landssambands íslenskra út- vegsmanna, sem hefjast á 8, þ. m. — ► ^ 8 ■•* *•* - "•**'» ‘ '■ »1 > ’lt, V V. T. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.