Morgunblaðið - 18.12.1949, Side 6

Morgunblaðið - 18.12.1949, Side 6
m 6 uokgunblaðib Sunnudagur 18. des. 1949. „Góð bók er endingarbesta skemtunin og varanleg eign, ef ve! er með farið" — segir Gunnar Einarsson, prenfsmiðjustjóri Isafoldar. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA er eitt elsta bókaútgáfufyrir- tæki hjer á landi. Nú um skeið hefir hún og verið það stærsta og umfangsmesta. Árlega hefir hún gefið út milli 50 og 70 bækur að undanförnu, af þeim er þó töluvert skólabóka, sem tkki verða eign almennings. Blaðið hitti Gunnar Einars- son, prentsmiðjustjóra ísafold- ar, að máli og bað hann að segja dálítið frá helstu bókun- um, sem koma út á vegum fyr- irtækisins þetta ár. Uppseldar bækur. Undanfarin fjögur ár hefir komið út eitt bindi árlega af bókinni ,,Dalalíf“ eftir Guð- rúnu frá Lundi. Hefir hvert bindi selst upp á örskömmum tíma. IV. og seinasta bindið kom út nú fyrir skömmu og er það einnig uppselt. Á næsta ári mun koma út lítil bók eftir Guðrúnu. „Afdalabarn“. Sú saga birtist í Nýja kvennablað- inu fyrir nokkrum árum. „Útnesjamenn“ eftir Jón Thorarensen seldist upp á fá- ars komi út á næstu árum, þótt óvíst sje, hver ritar hana. Eiðurinn, eftir Þorstein Er- lingsson, kom út nú rjett fyr- ir jólin, er þetta IV. útgáfa. Fyrri útgáfur af Eiðnum hafa allar selst á skömmum tíma, enda er Þorsteinn eitt vinsæl- asta ljóðskáld okkar, og ljóð hans fáguð og hefluð. Til skreytingar þessari útgáfu voru gerðir borðar yfir kvæðin — Teiknaði þá Ragnhildur Odds- döttir. Borðarnir eru teiknaðir í samræmi við efnið. af Skál- holtskirkju hinni gömlu og fornu kirkjuskrauti ýmis kon- ar. Þá er að koma út heildarút- gáfa af verkum Kristínar Sig- fúsdóttur. Er hún ein besta al- þýðuskáldkona okkar. Sögur hennar og kvæði eru fíngerð og tekin úr íslensku þjóðlífi. Bindi þessa ritsafns verða 3 alls. Kom I. birrdið nú fyrir jólin, en síð- ari bindin 2 munu koma á næsta ári. Endurminningar. Þá er vert að geta endur- um vikum, og var hún þó prent minninga þriggja manna. Ut er uð tvisvar. Aðrar bækur. SÖGUR ísafoldar hafa nú kom- ið út í 3 ár (ein bók á ári) fyr- ir jólin. Eru sögur þessar vin- sælar, enda er efni þeirra kunn- ugt úr ísafold, Iðunni og fleiri gömlum ritum, sem Björn heit- inn Jónsson stóð að. í þau 3 bindi, sem út eru komin, hefir Sigurður Nordal valið efni. Fyrir næstu jól, 1950, munu koma IV. bindi, sem Ól- aíur Björnsson, sonarsonur Björns, velur í, og V. bindið verður synishorn af greinum Björns, því að ritháttur hans verður ekki sýndur til fulls, nema sýnishorn sje gefið af blaðagreinum hans frá ýmsum tímum. Koma sögurnar því út 2 næstu ár og er þeim þar með lokið. Á þessu ári komu út Ferða- minningar Sveinbjarnar Egils- sonar í 2 bindum. Þar var allt, sem Sveinbjörn hafði skrifað saman komið, ferðaminningar, sjóferðasögur og greinar hans komin Ævisaga Breiðfirðings, eftir Jón Kr. Lárusson og Á sjó og landi eftir Ásmund Helgason frá Bjargi, en þessir menn Ijetust báðir á þessu ári. Þriðja bókin er Á hvalveiði- stöðvum, eftir Magnús Gísla- son. Ævisaga Breiðfirðings er ber orð og hreinskilin frásögn al- þýðumanns um kjör hans og annarra alþýðumanna á sjó og landi og viðskipti við nágrann- ana og mun þessi bók verða talin merkileg heimild og til hennar vitnað, þegar tímar iíða. Getið skal hjer einnar þýddr ar bókar, en það er Elisabet Englandsdrottning, eftir ensk- an sagnfræðing, sem heitir John E. Nail. Hann er prófessor í'sögu Englands við Lundúna- háskóla og talinn einn besti sagnfra^ðingurinn í hópi yngri Englendinga. Gefur sagan glöggt yfirlit yfir tímabil Elísa- bétar drottningar og lýsir henni vel. Loks hlýðir að geta þess, að í Ægi, en hann var ritstjóri bessl um Þessar mundir er að koma blaðs og þaulkunnur sjóferð- um og siglingamálum. Heildarútgáfa af verkum Bólu-Hjálmars. — Þó að merki legt sje, þá hefir ekki fyrr en nú komið út heildarútgáfa af verkum Bólu-Hjálmars, * en hann gnæfir hæst af íslenskum alþýðuskáldum og kvæði hans hafa lifsð á vörum þjóðarinn- ar líklegy betur en flestra ann- arra skálda hennar. Ritsafn þetta er í 5 bindum. Tvö fyrstu bindin eiu kvæðin. III. bindið Göngu-Hrólfsrímur, IV. bindið ýmsar aðrar rímur. í V. bind- inu eru sagnaþættir hans, en þeir voru áður minnst kunnir. Bera þeir þó einkenni snilldar hans í óbundnu máli ekki síð- ur en kvæðin í bundnu máli. Öll eru bindin 5 komin út. Lík- legt er, að ævisaga Bólu-Hjálm- út ný bók eftir Stefán Jónsson, sem hefir orðið mjög vinsæll, fyrst af hinum alþunnu Gutta- vísum, sem flugu um landið þvert og endilangt, slðar-af bók inni Hjalti litli. Þessi nýja unglingabók heitir ,,Margt getur skemmtilegt skeð“. ★ Gunnar er manna vísastur um bækur og bókaútgáfu, og er því gaman að heyra hann segja lítillega frá þeim málum aimennt. Tímans vegna getur það þó ekki orðið eins mikið og æskilegt væri, en Gunnar hefir góð orð um, að veita áheyrn seinna í betra tómi. Hvað um útgáfú á næstá ári? Undanfarín ár hefir verið allmikil bókasala hjer á landi enda er hvorttveggja, að þjóð- in er yfirleitt lestrarfús og þyk- ir gaman að eiga bækur og svo hitt, að íátt hefir verið um hentugar gjafir af öðru tagi. Jeg geri hins vegar ráð fvrir því, að eins og nú standa sak- ir, þá muni bókaútgáfan drag- ast saman á næsta ári og það allverulega. Tvö seinustu ár var innflutn- ingur pappírs til bóka að rrrikl- um mun minni en þörf vir 'á vegna bókaútgáfunnar, en birgðir, sem prentsmiðjurnar áttu fyrir, eru nú að mestu og víða að Öllu gengnar til þurrð- ar. Er því ólíklegt, að tök verði á þeim innflutningi á bóka- pappír á næsta ári, að hægt verði að halda í horfinu um líka bókaútgáfu og verið hefir. Má því búast við, að á næsta ári komí bæði út færri bækur og eins '■ verði upplög þeirra minni en tíðkast hefir. Bókasala óvenju mikil seinni hluta ársins. — Hvernig hefir bókasalan gengið þetta ár? — Fram eftir árinu var bóka- sala töluvert minni en í fyrra, en síðustu mánuðir hafa nokk- uð dregið á. — Hvað heldurðu,' að valdi því, að bókasalan hefir aukist meira seinustu mánuðina en á sama tíma í fyrra? — Jeg held, að framan af ár- inu hafi menn yfirleitt verið farnir að gera sjer grein fyrir því, að þjóðin þurfti að halda betur á fjármunum sínum en gert hefir verið undanfarin ár og þess vegna dregið við sig sumt af því, sem var ekki bráð- nauðsynlegt og þá heldur vilj- að leggja eitthvað til hliðar. En umtalið um gengisfellingu og verðgildisskerðingu peninganna hefir orðið háværara, er leið á árið og þeir, sem gera sjer ljóst, að peningarnir rýrna með degi hverjum í höndum þeirra, sjá líka, að lítil stoð er að safna sparifje og vilja þá heldur kaupa það, sem þeir hafa á- nægju af. Góð bók er endingar- besta skemmtunin og varanleg eign, ef vel er með farið. Þjóðlegur fróðleikur vinsælastur. — Hvaða bækur eru vinsæl- astar? — Af öllum bókum, sem gefnar eru út hjer á landi, eru þær vinsælastar, sem flytja þjóðlegan fróðleik. Af erlend- um bókum hafa verið vinsæl- astar undanfarið ævisögur skrif aðar í ljettum stíl. Glappaskot, að ganga í Bernarsambandið. — Er það rjett, að þýddar amerískar bækur, hafi aukist á markaðinum að undanförnu? — íslendingar gerðu glappa- skot, þegar þeir genguþ Bern- arsambandið. All-lengi vóru einstakir menn að klifa á því, að íslendingar gengiiþetta sarp Frh'. á bls. 12. Gideon fjeSi NOKKRIR verslunarmenn irjer í bæ boða til almennrar sam- komu með fjölbreyttri dagskrá í húsi K.F.U.M. og K. sunnu- daginn 18. desember. Fjelagið var upphaflega stofnað í .-<;m- bandi við fyrstu komu hins mikla áhugamanns, Kristins Guðnasonar frá Kalifoiníu, hingað til lands. En tilefni sam komunnar er það, að loks rú er fjelagið að hefja starfsemi sína út á við. Fyrsta Gideonfjelagið stofn- uðu nokkrir sölumenn í Banda- ríkjunum fyrir fimmtiu árum. Töldu þeir sig hafa orðið þess áskynja á ferðum sinum að ferðamenn væru einatt, öðrum mönnum fremur, móttækilegir og þurfandi fyrir leiðsögn Guðs orðs, og að of lítið værr að því gert að halda áð kaupsý.-.lu- mönnum þeim auðæfum, rem mölur og ryð fá eigi graruiað. Með stofnun Gideonfjelagsins er gerð tilraun til að ráða bót á því. —r— Höfuðtilgangur þess skyldi vera sá, er nafnið bend- ir til. Gideon, dómari í ísrael, lagði fús allt í sölur til að þókn- ast Guði. Fyrsta verkefnið, er fjelagið tók sjer fyrir hendur, var að sjá hverju einasta gestaher- bergi í Bandaríkjunum fyrir Biblíu, gistihúsunum að kostn- aðarlausu. Meðlimir fjelagsins voru upp haflega tólf. En hefur þoim fjölgað? Og hverju hafa beir áorkað? Meðlimum fjölgaði brátt og eru þeir nú hátt á sautjánda þúsund. Ferðamenn í Bar.da- ríkjunum eru orðnir því óvan- ir að koma í gistihús, þar sem ekki eru Gideonbiblíur í hverju herbergi. Og þær má sjá víðar. Mikið á fjórðu milljón eintaka hefur verið dreift í gistihús, sjúkrahús, skóla, fangelsi og aðrar opinberar stofnanir. Tíu milljónir Nýjatestamenti með Davíðssálmum voru gefin her- mönnum á stríðsárunum og fjórar milljónir eintaka gefnar börnum og unglipgum í skól- um. Auk alls þessa hefur fje- lagið sent sjötíu þúsund Biblíur til útlanda og sjeð um dieif- ingu þeirra þar. Kristnir kaupsýslumenn á Norðurlöndum mynduðu snemma samtök með sams til- gangi og Gideonfjelagið, þótt undir öðru nafni væri, (Res- ande Köpmans Kristilige För- ening, í Svíþjóð. Kristelig For- ening for Handelsrejsende, í Danmörku. Handelsreisendes kristelige Forbund, í Noregi). Nýverið hefur verið hafinn undirbúningur að alþjóðasam- bandi allra þessara samtaka undir sameiginl. heiti — Gide- on. Þá hafa einnig Gideonfjeiög verið stofnuð í Finnlandi, Hól- landi, Englandi og ' ;Sar. — Gideonfjelagið í lenska er enn fámennt, meðlimir innan við þrjátíu. Á samkomunni í K.F.U.M. húsinu á sunnudags- kvöldið gefa þier almennmgi kost á að styrkja starfsemi sina með frjálsum framlögum. Þar verða sýndar fimm hundruð ís- lenskar Biblíur í fögru bandi. Auk þess hefur fjelagið keypt allmprgar Biblíur á cnsku. — Verður hinlim fýrstu af'þess- |um Biblíum úthlutað til gisti- húsa þegar eftir helgina. Fjelagið gerir sjer von um að verða þess fljótlega megnugt að geta keypt nokkur þúsund Biblíur og Nýjatestamenti til dreifingar í sjúkrahús, fangelsi, skóla og skip. Þakkir ÞEGAR heimili okkar, - ásamt allri búslóð, brann til kaldrá kola hinn 4. okt. s.l., bárust okkur strax og einnig Síðar, viðsvegar að, margar og rausn- arlegar gjafir, svo spm pening- ar, margskonar fatnaður og búsáhöld. Þótt við finnum vel að ekki er hægt að þakka með orðum einum alla hina ómetanlegu hjálp gefendanna til að endur^- nýja heimili okkar,- viljum við samt hjermeð tjá þeim öllum þakklæti okkar og virðingu, • Fyrst og fremst-viljum við þakka Elíasi Ingimarssyni, verksmiðjustjóra og frú hans og húsráðendum á Árbakka ög Eyjakoti, sem veittu heímili;sr fólki okkar húsaskjól og prýðir lega aðhlynningu um lengri tíma. Við þökkum syeitungúm okkar fljóta og drengilega hjálp og öllum öðrum Húnvetn ingumýsvo og Skagfirðingum, fólki, búsettu í Reykjavík og á Akureyri og víðsvegar annars staðar á landinu. Ollu þessu góða fólki, bæði einstaklingum og f jelögum, nær og fjær, sendum við hugheilar kveðjur og hjartans þakklæti fyrir höfðinglegar gjafir og hlýjan bróðurhug. Við óskum því allra heilla og biðjum guð að blessa framtíð bess. Kambakoti, 5. des. 1949. Sveinfríður Jónsdóttir Ólafur Ólafsson. viku I SIÐUSTU viku lönduðu 10 íslenskir togarar ísvörðum fiski á markað í Bretlandi. — Nam heildarsalan hjá togurum þess- um rúmlega 1,8 milj. kr., en i þeir lönduðu samtals um 2000 I smálestum af fiski. | Sölur togaranna eru ekki hag stæðar fremur en fyrri daginn, að sölu Hafnarfjarðartogarans Röðuls undanskyldri, sem los- aði 11 þús. sterlingspund. Hinar í sölurnar eru frá um 4200 pund í rúml. 8900 sterlingspund. I Togararnir eru þessir: Sur- prise um 279 tonn fyrir 3439 sterlingspund, ísborg 205 tonn, fyrir 4220 pund, Egill rauði 275 tonn fyrir 7684, Akurey 277 tonn fyrir 8974 pund, Sval bakur 260 tonn fyrir 8217 pund, Skúli Magnússon 247 tonn fyrir I 8322 pund, Karlsefni 273 tonn fyrir 8694 pund, Röðull 278 tonn fyrir 11107 pund; Elliði 230 tonn fyrir 4542 pund og Jón Þorláksson fyrir rúmlega 5000 sterlingspund og var það síðasta ísfisksala hjá ísl. togara í Bretlandi fyrir jól, því ekk- ert skip er nú á leið til Bret- lahds með fisk. Vestur á Halamiðum eru nú um 18 togarar að veiðum og í höfn milli 10 og 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.