Morgunblaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 1
16 síður
37. árgangur.
2. tbl. — Miðvikudagur 4. janúar 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsms
Framboðslisti Sjálfstæðismanna við bæjar-
stjórnarkosningarnar i iteykjavik lagðurfram
Breskir hermenn yfirgeia Grikkland.
FYRIR SKÖMMU kölluðu Bretar herlið sitt í Grikklandi heim, en breskt herlið hafði verið
þar í landi frá óíriðarlokum. Hjer á myndinni sjest þegar breskir hermenn eru að kveðja í
Aþenu.
. n^ar
Finnsku kommnrnir tnkn nndir
óróðurinn gegn eigin lundi
Óhróðrinum er aðallega
beint gegn Paasikivi
Þrír neita að
hverfa heim
LONDON 3. jan. — Talsmaður
tjekkneska sendiráðsins hjer í
London skýrði frá því í dag, að
þrír starfsmenn við ræðismanns'
skrifstofu Tjekka þar í borg
hefðu ákveðið að dveljast á-
fram í Brctlandi, er þeim barst
skipun um að hverfa heim.
Talsmaðurinn neitaði því, að
sjö tjekkneskir embættismenn
í London hefðu sagt af sjer.
—Reuter.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter og NTB.
HELSINGFORS, 3. janúar — Eins og búist var við, hlupu finnsk-
ir kommúnistar í dag upp til handa og fóta, til þess að taka þátt
> hinni nýju áróðursherferð Sovjetríkjanna á hendur stjórnar-
völdunum í Finnlandi. Saka Rússar finnsku stjórnina'nú um að
skjóta skjólshúsi yfir stríðsglæpamenn og annan lýð — og
kommúnistarnir finnsku vilja vitaskuld fá að gelta með.
LONDON — Yfir 15,000 karlar
og konur gengu í heimavarna-
liðið í Englandi og Wales síð-
ustu tvær vikurnar í nóvember.
Oliuskip
og iprennin
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
FRANKFURT, 3. janúar — Í frjettatilkynningu, sem
kommúnistaflokkur Vestur-Þýskalands birti í dag, er
því slegið föstu, að „friðarást“ hafi valdið því, að Sovjct-
ríkin gripu ekki til atomvopna gegn Þýskalandi Hitlers.
Samtímis þessu, segir og í frjettatilkynningunni, hikaði
„valdagráðugt ríki ekki við að varpa fyrstu atomsprengj-
unni á Japan.“
Vestur-þýskir kommúnistar bæta því við, að Rússar
hafi raunar verið búnir að komast yfir lcyndardóm at-
omvopnanna þegar árið 1940. — Reuter.
^Forsetakosningarnar
Stjórnmálamenn efast ekki
um, að hinni nýju áróðursher-
ferð sje fyrst og fremst beint
gegn dr. Juho Paasikivi, Finn-
landsforseta, en hann er fram-
bjóðandi sósíaldemokrata, í-
haldsmanna, frjálslyndra og
sænska þjóðflokksins við for-
setakosningarnar 15. þessa
mánaðar. í dag ráðast finnsku
kommúnistablöðin á Paasikivi
og saka hann um ýmiskonar
misgerðir, ekki síst í garð
„vinaþjóðarinnar“, Rússa.
„Óhæfur forseti“
Kommúnistablaftð „Yyoekan
san Sanomat“ segir í morgun:
„Páasikivi hefur ekki einungis
reynst óhæfur forseti, heldur
hefur hann einnig sýnt það svo
ekki verður um vilst, að hann
Frh. á bls. 12.
Prófkosningin látin ráða.
um 15 efstu sætin, með
einni undantekningu
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisfjelaganna í Reykja-
vík, sem haldinn var í Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldi, sam-
þykkti endanlega framboðslista Sjálfstæðismanna við bæj-
arstjórnarkosningarnar einróma. Formaður kjörnefndar,
Guðmundur Benediktsson, gerði í upphafi fundarins grein
íyrir tillögum kjörnefndarinnar um skipun framboðslistans.
Kjörnefndin hefði orðið við mjög ákveðnum óskum, sem
fram hefðu komið innan fulltrúaráðsins, um að láta fara
fram almenna prófkosningu um val manna á listann. Þátt-
taka í prófkasningunni hefði verið mjög mikil og skorið
mjög greinilega úr um skipun í efri sæti listans. Tveir af
þeim, sem í próíkosningunni voru fyrir ofan níunda sæti,
voru þó ófáanlegir til þess að vera í kjöri að þessu sinni
svo ofarlega ó listanum og færðu fyrir því fullgildar ástæður,
þeir Bjarni Benediktsson ráðherra, og Friðrik Ólafsson skóla-
stjóri. Þótti þá rjett, að við þetta færðust næstu menn upp,
en af því leiddi, að sjómenn mundu ekki hafa átt fulltrúa
fyrir ofan níunda sæti, eins og prófkosningin hafði þó bent
til með vali Friðriks Ólafssonar. Bauðst þá Birgir Kjaran
til þess að skipa níunda sæti, þannig að fulltrúi sjómanna
skipaði áttunda sæti, en með því var tryggt, að fulltrúar
bæði sjómanna og iðnaðarmanna væru fyrir ofan níunda
sæti. Þessi tilfærsla var sú eina undantekning frá því, að
baldið væri við úrslit prófkosningarinnar í 15 efstu sætunum,
eftir að Bjarni og Friðrik voru báðir frá gengnir.
Fulltrúaráðsfundurinn var tillögunum, en fundurinn skar
mjög einhuga um listann. — þó ákveðið úr því við atkvæða
Miklar umræður urðu þó á greiðslu, að menn óskuðu held
fundinum, sem aðallega sner- ur að borgarstjórinn skipaði
ust um það, hvort borgarstjóri fyrsta sæti.
ætti að vera í fyrsta eða átt- | Listinn verður þannig skip-
unda sæti. Komu fram ýms aður:
sjónarmið til stuðnings báðum i
1. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri.
2. Auður Auðuns, frú, lögfræðingur.
3. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar.
4. Jóhann Hafstein, framkv.stj. Sjálfstæðisflokksins.
5. Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir.
6. Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður.
7. Guðm. Helgi Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari.
8. Pjetur Sigurðsson, stýrimaður.
9. Birgir Kjaran, hagfræðingur.
10. Sveinbjörn Hannesson, verkstjóri.
11. Ólafur Björnsson, prófessor.
12. Guðrún Guðlaugsdóttir, frú.
13. Guðrún Jónasson, frú.
14. Ragnar Lárusson, fulltrúi.
15. Friðrik Einarsson, læknir.
16. Jón Thorarensen, sóknarprestur.
17. Böðvar Steinþórsson, matsveinn.
18. Jónína Guðmundsdóttir, frú.
19. Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari.
20. Einar Ólafsson, bóndi.
21. Kristjáu Jóh. Kristjánsson, forstjóri.
22. Paníel Gíslason, verslunarmaður.
23. Bjarni Benediktsson, ráðherra.
24. Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi.
25. Stefán Hannesson, vörubílstjóri.
26. Guðmundur H. Guðmundsson, sjómaður.
27. Agnar Guðmundsson, verkamaður.
28. Ásgeir Þorsteinsson, verkfræðingur.
29. Halldór Hansen, yfirlæknir.
30. Ólafur Thors, forsætisráðherra. Frh. á bls. 2.