Morgunblaðið - 04.01.1950, Blaðsíða 11
i Miðvikudagur 4. jan. 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
lí
Iðnaðurinn 1949
Frh. af bls. 10..
innflutningur á garni til vefn-
aðar á þessu ári.
Nærfataverksmiðjurnar fjór-
ar unnu úr garni þessu, ein
sokkaverksmiðja, er framleiddi
karlmannasokka, svo og dúka-
verksmiðja á Akureyri. Dúka-
verksmiðjan framleiddi á árinu
81.280 metra af baðmullardúk,
þ. á. m. fóðurefni, milliskyrtu-
efni, sængurfataefní, hand-
klæði, smáborðdúka, efni í
dömublússur, telpukjóla o. fl.
Þó var aðeins unnið á einni
vakt í verksmiðjunni, og ekki
nema hluta af árinu. Þá má til
nyjungar teljast, að fyrirtæki í
Reykjavík, Nærfataefna- og
þrjónlesverksmiðjan h.f. hóf
framleiðslu á karlmannasokk-
um. Hefur verksm. á að skipa
um 10 rafknúnum sokkavjel-
um er geta framleitt 30—40
tylftir á dag, miðað við átta
Stunda vakt.
Vegna efnivöruskorts var þó
frekar um sýnishorn en fram
leiðslu að ræða á árinu, miðað
við þarfir laRdsmanna á þessu
sviði.
Nærfataverksm. Amaro á
Akureyri jók vjelakost sinn
verulega á árinu og getur ofið
efni í og framleitt herrafatnað,
sem er ný framleiðslufara hjá
þeirri verksmiðju.
Fjöldaframleiðsla á karl-
mannafötum, frökkum og kven
kjólum. — Viðskiptayfirvöldin
gerðu merkilega tilraun á þessu
ári, með því að koma á fót hjer-
lendis fjöldaframleiðslu á karl-
mannafötum, frökkum og kven
kjólum, á þann hátt að veita
nokkrum fyrirtækjum all veru-
íeg leyfi til þess að vjelar og
húsnæði nýttust að fullu, með
það fyrir augum, að stórlækka
verð á vörum þessum. Var nokk
uð liðið á árið, þegar endanlega
var gengið frá máli þessu, en
eigi er ástæða til að ætla annað
en að tilraunin hafi heppnast
vel, og munu framleiðendurnir
hafa kappkostað að stilla sölu-
verði varanna mjög í hóf. Má
því vænta þess, að á næsta ári
verði horfið inn á sömu braut-
ir, á miklu fleiri sviðum.
4) Leðurvöruverksmiðjur
áttu ekki eins örðugt upp-
'dráttar nú og s.l. ár„ að því er
isnertir veitingu gjaldeyris- og
innflutningsleyfa fyrir efnivör-
um. Framleidd vöru á árinu um
90 þús. pör af leðurskóm (þ. e.
a. s. skömmtuðum skóm). Inni-
Bkóframleiðslan var einnig tölu
vert meiri en áður. Til nýjunga
hjá vfrksmiðjum í þessum iðn-
aði má nefna það, að Skóverk-
smiðja J. S. Kvaran á Akureyri,
hóf á árinu framleiðslu á karl-
mannaskóm, en verksmiðjan
hefur eigi framleitt þess konar
skó fyrr, og Skóverksm. Þór h.f.
í Reykjavík, jók framleiðslu
sína að miklum mun og fram-
leiddi m. a. nýja tegund af gæru
fóðruðum kvenstígvjelum, að
mestu úr innlendu efni.
5) Lakk- og
málningaverksmiðjurnar
tvær unn'u svipað og s.l. ár,
en þó mun framleiðslan háfa
verið heldur meiri þetta ár.
*
6) Umbúðaverksmiðjumar
störfuðu eins og að undan-
förnu, einkum að því að fram-
1 leiða umbúðir undir sjávaraf-
urðir. Ný verksm., Stálumbúð-
ir h.f., tók til starfa í þessari
grein á árinu.
Blikur eru á lofti um það,
og ekki örgrannt um að þess
hafi gætt á árinu, að lýsisút-
flutningur í stáltunnum sje
þverrandi, en tekinn upp sá
háttur að flytja út fljótandi lýsi
í tankskipum.
7) Byggingaiðnaður
Fyrstu 3 mánuði ársins var
lítið byggt. Tíðarfar óhagstætt
og fjárfestingarleyfin komu
seint. Eftir að vinna hófst við
nýbyggingar hafa handverks-
menn í byggingaiðnaði haft ær-
ið nóg að starfa. Til samanburð
ar við fyrri ár, má þess geta,
að fjárfesting á árinu, samkv.
útgefnum leyfum, nam alls 360
millj. kr., á móti 327 millj. á
árinu ’48. Að sjálfsögðu var eígi
byggt fyrir öll þessi leyfi á ár-
inu, vegna þess að flestum
byggingum er ekki lokið og
sumar harla skammt á veg
komnar, svo að netto fjárfestr
ing til áramóta mun hafa numið
228,8 millj. kr.
Sjerstök ástæða er til að
minnast þeirrar nýjungar á
sviði byggingarframkvæmda,
að Byggingafjelagið Brú h.f. og
Byggingafjelagið Stoð h.f.
sömdu á þessu ári við Reykja-
víkurbæ um byggingar 30
íbúðarhúsa með 120 íbúð-
um. Húsin eru öll af sömu gerð.
Er þetta fyrsti vísir að fjölda-
framleiðslu á íbúðarhúsum
hjer á landi og benda fyrrgreind
ir samningar til þess að húsin
verði töluvert ódýrari með þess
um hætti en ella.
8) Veiðarfæraverksmiðjur.
Þar hefur þróunin gengið
hrapallega aftur á bak á þessu
ári, þrátt fyrir það að mjög
fullkomin verksm. starfar
landinu, sem framleiðir veiðar-
færi úr óunnum hampi.
Styrkleiki þessara veiðar-
færa er síst minni en útlendra
veiðarfæra, og verðið eigi
hærra. Þó hefur óvenjulega
mikið verið flutt til landsins af
tilbúnum veiðarfærum, er or-
saka það, að ef slíku heldur
fram, sem verið hefur þetta ár,
verður mjög tvísýnt um áfram-
hald þessa iðnaðar í landinu
Mættu menn þó minnast þess,
auk framangreindra staðreynda
að framleiðsla innlendra veiðar
færaverksmiðja bjargaði útgerð
nini algjörlega á stríðsárunum
þegar tilbúin veiðarfæri voru
ófáanleg erlendis frá.
9) Trjeiðnaður
Húsgagnaframleiðsla. — Efn
isskortur hefur mjög háð hús
gagnaverkstæðum. Gjaldeyris-
og innflutningsleyfi fyrir efni-
vöru komu fyrst í júlímánuði
Ekki hefur ennþá fengist yfir-
færsla á neinum þessum leyf
um í bönkunum. Sala á hús
gögnum var eigi jafn ör á þessu
ári og áður, og mun þverrandi
kaupgeta almennings hafa átt
þátt í því. Munu nokkur dæmi
þess, að húsgagnaframleiðend
ur sjeu farnir að verða við ósk-
um fólks um að selja húsgögnin
með afborgunum.
Skipasmíðastöðvar. — Hjá
þeim var óvenju lítil starfsemi
enda er afkoma þeirra að sjálf■
sögðu nátengd afkomu sjávar-
útvegsins. Engin nýsmíði önn-
ur en sú, að lokið var við smíði
þeirra báta, sem byrjað hafði
verið á árinu áður. Aðalstarfið
voru því skipaviðgerðir. Nokk-
uð bar á efnisvöntun, einkan-
lega eik. Starfsemi sumra skipa
smíðastöðva lá niðri með öllu
nokkurn hluta ársins.
10) Málmiðnaður
Ofnasmiðjur framleiddu eigi
minna en s.l. ár, þó að stöðvun
yrði fyrri hluta ársins vegna
efnisvöruskorts. Vegna ryð-
myndunar í ofnum á hitaveitu-
svæðinu var vaxandi eftirspurn
hjá Ofnasmiðjunni h.f. í Reykja
vík, eftir svonefndum hitakút-
um eða millihiturum, sem verk-
smiðjan byrjaði að framleiða í
tilraunaskyni fyrir 10 árum sið
an. Notkun hitakúta er í því
fólgin að venjulegt miðstöðv-
arvatn er látið renna um mið
stöðvarkerfið, eftir að það hefur
verið upphitað af. hveravatni í
hitakútnum. — Töluverð fram-
leiðsla. var á stálvöskum, eink
um síðari hluta ársins.
Raftækjaverksmiðjan í Hafn
arfirði framleiddi meira af
Rafha-eldavjelum en nokkru
sinni fyrr, eða alls 2,400 stk
Verksmiðjan hóf framleiðslu
kæliskápa á árinu og er byrjað
að afgreiða þá til kaupenda. 10
sinnum fleiri pantanir liggja
fyrir en efni leyfir.
Vjelsmiðjurnar eiga við vax-
andi örðugleika að stríða vegna
síhækkandi kaupgjalds og sam-
keppni við útlenda vinnu. —
Nokkuð hefur einnig orðið vart
efnisskorts, . en yfirfærslur á
gjaldeyrisleyfum hafa þó geng-
ið sæmilega. Lánsfjárskortur
veldur rekstri vjelsmiðjanna
miklum örðugleikum. Greiðslu-
skortur útgerðarfyrirtækja fer
vaxandi og veldur það vjel-
smiðjunum talsverðum óþæg-
indum.
Fimm stærstu vjelsmiðjurnar
í Reykjavík tóku að sjer smíði
10 olíutanka fyrir olíufjelögin,
og er það stærsta verk vjel-
smiðjanna á árinu. Ljet yfir-
verkfræðingurinn, útlendur
maður, er sá um verkið, svo
um mælt, að það væri skoðun
sín að verkið hefði verið mjög
vel af hendi leyst og á jafn
skömmum tíma og þó að það
hefði verið unnið af sambæri-
legum fyrirtækjum erlendis.
Vjelsmiðjan Hjeðinn h.f. hóf
tilraunir á þessu ári um smíði
þvottavjela og hafa þær heppn
a^ mjög vel, en efnisskortur
hamlar áframhaldandi fram-
leiðslu.
— „Samvinnan í Reykjavík"
Frh. af bls. 6
komin út yfir þau takmörk og
tilgang, sem bændurnir upphaf
lega hugsuðu sjer, hlýtur sú
spurning að vakna hjá ýmsum
hvort bændurnir hafi notið arðs
ins, sem kaupfjelögin og SÍS
telja í tugum milljóna eða hvort
líklegt sje, að hann hverfi nokk
urn tíma heim 1 búin til þeirra.
Hitt er vitanlegt, að ríkissjóð-
ur og bæjarfjelög hafa farið
mikils á mis, og bændur og all-
ur almenningur, þar sem áhrifa
samvinnufjelagslaganna gætir,
hafa orðið að bera þyngri skatta
vegna þess, að kaupmönnum
hefir víða verið útrýmt eða af
starfsemi þeirra dregið. Hins-
vegar er það máske enn alvar-
legra hve verslunin er nú orð-
in einhæf og slæm út um land-
ið (hvað sem líður núverandi
haftaástandi). Bændur og al-
menningur verður að sætta sig
við það, sem kaupfjelögin
rjetta að þeim nema þeir tak-
ist á hendur langar og dýrar
ferðir til Reykjavíkur, þar sem
meira úrval er fáanlegt. Getur
landsins og í einu orði sagt, hafa
skapað sjer hina ákjósanleg-
ustu aðstöðu til þess að stand-
ast friðsamlega samkeppni við
kaupmenn. Þau ættu meira aö
segja að sjá sjer fært að drsg^*
úr blaðakostinum og senda
málaliðið heim í sveitirnar nreíK
maklegri þökk fyrir rógburð-
inn. Með því mundu samvinnu- -
fjelögin sýna best velvild sina
til höfuðstaðarins og þá væj>
þar helst viðskipta von.
Samvinnufjelögin hafa átt
því láni að fagna að eiga ýrnaa
mikilhæfa forstjóra og starís--
menn, sem sjá ekki síður - n -
kaupmenn, hver voði er fyxir-
dyrum, ef sundrungar- og óírið -
aröfl leika lausum hala innan
stjettarinnar og leitast við að
draga hana í pólitíska dilka. ■—-
Þessum mönnum er helst 'nð-
treysta til þess að sýna mann-
dóm og sanngirni með þ\h v#
reka samvinnuverslanirnar
framvegis • á sama grundveiii
sem' aðrar ‘ verslanir, án sjer-
rjettinda.
Verslunin er fjöregg þjóðar-
ekki hjer verið að ræða um j innar. í þjóðf jelaginu getur hun
eina orsök þess, að fólkið þyrp-
ist nú úr sveitunum til Reykja-
víkur?
Ástandið í Reykjavík vill H.
J. bæta með því að örva alþýð-
una til þess að vinna serh minst,
en þó fyrir sem hæstu kaupi
án þess að greitt yrði nokkuð
að ráði af verslunarhagnaði til
almennra þarfa, sem hlyti að
verða, ef kaupfjelögin næðu
meiri fótfestu. Með öðrum orð-
um, hann ætlast til, að Reyk-
víkingar kyssi á rauða vönd-
inn, eftir að hann hefir verið
notaður til þess að berja þá til
hlýðni.
Breyta samvinnufjelögin
um stefnu?
Því miður virðist ekki vera
að vænta mikilla rjettarbótá
eða sanngirni í verslunarmálun
um úr herbúðum vinstri flokk-
anna. Frekar má gjóra sjer von
um, að sarnvinnufjelögin brjóti
ísinn og afsali sjer sjerrjettind-
um. Þau hafa nú eftir eigin
upplýsingum tugi milljóna í
sjóðum og mikinn hluta þjóð-
arinnar í viðskiþtum. Þau hafa
komið sjer upp miklum húsa-
og skipakosti, hafa góðan að-
gang að peningastofnunum
Iðnaðarsýning í Reykjavík
Að lokum verður eigi skilist
svo við ársyfirlitið 1949, að ekki
sje getið Iðnaðardeildarinnar á
Reykjavíkursýningunni. — Þar
sýndu 60 iðnaðarfyrirtæki fram
leiðsluvörur sínar. Þó að vörur
þær, sem þar voru sýndar, sjeu
því miður ekki nema að litlu
leyti fáanlegar á markaðnum
eins og sakir standa, stafar það
ekki af öðru en vöntun á efni-
vöru. Hins vegar tókst fram
leiðendum að sanna það, með
sýningarvörunum, á hve mörg-
um sviðum íslenskur iðnaður
hefur haslað sjer völl hin síðari
árin og hve vandaðar vörur
hægt er að framleiða á íslandi.
ekki unnið sitt hlutverk svo-vel'
sje, nema að hún sje frjáls og
að allir fái að njóta sinna kraíta
og framtaks með þjóðarheill-ci?ý
takmarki. Misrjetti veldur óá-
nægju, sundrung og tortryggni, •
sem er fjötur um fót, þegar
þjóðarnauðsyn krefst sameigin
legra átaka.
Þótt Reykjavíkurbær standi'
ennþá sem klettur úr hafinu og
veiti flóttafólkinu úr sveitinni
móttöku, er ástæða til að ótt-
ast, að aurarnir, sem það
flytur með sjer, ef einhverjir
eru, gangi fljótt til þurrðar, ef
atvinnan skyldi bregðast. Hvar
fær það þá húsaskjól i austan-
néeðingunum?
Fæstir íslendingar þola til -
lengdar að framtak þeirra og
frelsi sje heft, atvinna þeiria
eyðilögð og mannorðinu spillt.
Ef vel á að fara, þarf eðlilegt
athafnafrelsi að eiga friðlard á
íslandi. Það er kominn tími til
stefnubreytingar eftir áratuga
umbrot í tilgangslausum höít-
um og böndum.
Hjer er um verkefni að ræða
fyrir sanngjarna og óhlutdræga
fjelagsfræðinga, en hamingjan
forði okkur frá óhlutvöndum
fjelagsglópum.
HUSINiÆÐI
ca. 200 ferm. 'næð í nýju húsi (í hjarta bæ^arins) er
til leigu. ■—- Tilboði sje skilað á afgr. Mbl. fyrir sunnu-
dag n. k. merkt „Leiga — 397“.
Bíll til sölu
Amerískur einkabíll til sölu.
Upplýsingar í síma 81525.
Vestmannaeyjaferðir
Vörumóttaka daglega hjá afgreiðslu Laxfoss.