Morgunblaðið - 06.01.1950, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.01.1950, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. janúar 1950. Sigurður Björnsson írá Veðramóii: Björn og Tíminn Tíminn og Björn Fyrst að sóðinn flár í lund fór með ljóð að geipa, skal jeg óðan yfir hund orða flóði steypa. Svo sagði Sveinn, Elivoga, til skoltahagyrðings, sem kastað hafði kesknivísu til Sveins. jEinhvern veginn vildi það þannig til að þetta var það fyrsta, sem mjer kom í hug, þegar jeg hafði lesið greinar- kcirn, illa hugsað og illa sagt, effir Björn Guðmundsson í Típianum 20. þ. m. og stefnt er;til mín. Jeg þekti þennan mann nqkkuð fyrir mörgum árum, norður í Skagafirði og var hann þá þegar kéndtir við Tímann, Enda var hann þá og alltaf síð- an hans þjónustubundinn andi. Sá var háttur Björns í þann tírha, að setja sig aldrei úr færi tiL að reyna að narta eitthvað í jmig eða rjettara, eins og stúndum er sagt, að hafa úti síú horn til að hniþpa í mig bæði á öllum fjelagsfundum og fléiri mannafundum þar sem þyí varð við komið Þessu lauk svlo okkar í milli, að menn báru þáð upp í sjer norður þar, að jeg væri búinn að drepa Björn af mjer pólitískt sjeð. Ríkidæmi: ,’Eítt af ádeilum Björns á mig á þessum áru.m var þáð, að jeg væri svo ríkur, að þess vegna væri ilt við mig að eiga. Auð- vitað var það í hans munni hreint skammaryrði. Við böðl- uoumst þá báðir við búskap nórður þar, hann niðri í mið- sVeit, en jeg í mesta harðinda- plássi upp til fjalla. Hver rík- afi væri, eða rjettara hver fá- tsékari væri. gerði jeg aldrei upp. Að öðru leyti en því, eins og jeg sagði honum eitt sinn á fundi, að jeg væri ríkari af börnum, því þá átti jeg þau fimm á palli. Alltaf að tana: Nú segir Bjern, að jeg hafi alt af verið að tapa, og lætur í það skína, að einkum sje það í af- stöðu minni til Framsóknar- flokksins. Annar var tónninn í Birni, meðan hann var norður þar, eða sá að sök mín væri ein af mörgum sú, að jeg stæði mjög í vegi fyrir gengi þeirra Tíma- manna í Skagafirði. Enda fór það svo, að hann hröklaðist það an burtu fullur vonleysis um sitt pólitíska gengi þar í sveit. A grænni grein: Nú finnst Birni, eða svo er á honum að heyra, að hann sje á grænni grein, þar sem hann er orðinn innsti koppur í búri í Grænmetisverslun ríkisins og virðist telja það mikinn sigur og góðan, fyrír sig sem Tíma- mann, að hann hafi verið dubb- aður upp í þessa aðstöðu og tel- ur sig nú sigurvegara, en mig sigraðan þar eð jeg er utangátta við grænmetið og öll þau gæði, sem því fylgja. Hann um það. V. Stóríbúðaskatturnnn: Þegar Björn byrjar á nefndri grein sinni, lætur hann það verða sitt fyrsta verk, að setja fram nokkra lýsingu á mjer persónulega og kynni sín af mjer, án þess það komi nokkuð við grein mína, fyrir stuttu í Morgunblaðinu um frumvarp þeirra Framsóknarmanna um stóríbúðaskatt. Ekki er langt komið máli hans, þegar hann byrjar á ósannindunum. Hann kallar Yeðramót mitt, ættaróð- al. Það sanna er ,að enginn í minni ætt hefir átt Veðramót fyr en jeg keypti jörðina af Landssjóði. Þannig er áfram- hald greinarinnar, alt missagn- ir og rakalaust slúður, þar sem eitt rekur sig á annars horn. Framsóknarmenn: Björn heldur því írain. að jeg beri einhverja sjerstaka óvild til Framsóknarmanna. Þetta er eitt af því ósanna, því jeg á margá góða vini í þeim flokki. En pólitík þeirra hefi' jeg aldrei getað viðurkennt, enda ekki gott að átta sig á henni, þar sem engin stefna er til, því þeir eru allt í senn öllum íhaldssamari öllum róttækari og öllum illviljaðri í garð þeirra manna, sem hafa einhverja framtakssemi og dugnað, ef þeir ekki fylgja þeim sem hreinir blindingjar (í pólitík, Þeir þykjast samvinnumenn alveg 100% en eru þó margir kaupmenn og heildsalar, bíla- og húsabraskarar í stórum hóp- um. En allt þetta nefna þeir fordæmanlegar ódygðir í fari annara flokka manna. Sjerrjettindi: Eitt af þessum kjánalegu á- deilum Björns er sú, að jeg sje í grein minni um stóríbúða- 1 skatt, að verja mín sjerrjett- indi. Sannleikurinn er sá, að jeg hefi engin sjerrjettindi að verja. Jeg er aðeins að verja almenn mannrjettindi, svo sem heimilishelgi og heimilisfrið ásamt skýlausum eignarrjetti, Þetta eru engin sjerrjettindi fyrir mig. þetta er almennur þegnrjettur í okkar þjoðfjelagi, löghelgaður og lögverndaður í okkar stjórnarskrá. — Hvað myndi Björn segja, e’f einhver væri atvinnulaus, heimtaði að Björn væri rekinn út úr græn- m^tisversl., en sá, sem kröfuna gerði, tekinn í hans stað og þetta yrði gert án þess að nokkuð væri hægt að finna að -störfum Björns, en með fuilri reynslu eða þekkingu á hinum mann- inum, að hann reyndist í öllu illa. Rannveig og Björn: Það er furðuleg tramhleypni af Birni að ætla sjer að ganga fram fyrir fröken Rannveigu, þykjast henni færari til að verja hana fyrir einhverju ill- mæli, sem jeg hefi kastað til hennar í Morgunblaðsgrein fyr- ir síðustu alþingiskosningar. Þetta er nú hrein flónska. í fyrsta lagi af því, að jeg hefi . í nefndri giein engum illmælum ! kastað til frökenarinnar. í öðru lagi, af því, að ef svo hefði verið, hversu miklu færari . hefði hún ekki sjálf verið til þess að bera af sjer. Nei. Astæð an hjá Birni er ekki önnur en þessi hneigð hans til að reyna að ófrægja mig í vitund þeirra sem Tímann lesa, það er þessi merkilegi naglaskapur í hugsun og athöfn, sem svo oft má sjá í dálkum Tímans. Ótraustir fætur: Björn segir, að jeg hljóti að standa ótraustum fótum í minni sjálfsvitund í andmælum gegn stóríbúðaskattinum. Jeg held nú hitt, að Björn standi ótraustum fótum í sínum skyn- heimi, það lítill hann er, þegar hann gerir svona ályktanir. — Hvaða orsaka samband þarf að vera milli starfs míns og af- stöðu minnar til annarar eins endaleysu í frumvarpsformi eins og stóríbúðaskatts frum- varpsins. Eins og frjálshuga menn geti ekki og megi ekki taka ákveðna afstöðu til al- mennra mála, hver svo sem staða þeirra er eða atvinna. Fátæklingar: Björn heldur því fram, að jeg sem framfærslufulltrúi hljóti að taka afstöðu með þeim fá- tæku í ölluto málum og það geri jeg oft. — Hann skal ekki halda, að jeg ætli mjer þá leið færa að núa mjer upp við alla fátæklinga, með því að segja, að þeirra mál staður sje æfinlega rjettur og málstaður hinna, sem betur mega sín, æfinlega rangur. — Þess utan kemur þessi hugs- anagrautur Björn þessu máli ekkert við því frumvarpið vinnur á engan hátt fyrir þá fátæku, eins og jeg sannaði í grein minni. Hverjir haía bygt yfir flesta: Þrátt fyrir allt það, sem bær og ríki og fjelagasamtök hafa bygt á síðustu árum, eru það þó húseigendurnir. einstakling- arnir, sem hafa bygt yfir flesta, Þeir hafa með sinni fyrirhyggju dugnaði og einstaklingsfram- taki bjargað þúsundum manna frá húsnæðisvandræðum, með því að byggja, ekki einungis yfir sig, heldur yfir mikinn fjölda annnara manna. Svo gala þeir hæst um þessi mál, sem aldrei hafa lagt neitt á sig eða sína til að bæta úr vand- ræðum annara, hvorki í hús- næðismálum eða öðru, en æpa til hinna, að þeir verði að gera meira og meira, jafnvel hleypa inn í sínar eigin íbúðir ó- þekktu vandræðafólki. Þetta er háttur allra lýðskrumara æfin- lega á öllum tímum. Látast vera vinir þeirra sem einhverja aðstoð þurfa og í þessu tilfelli heimta að aðrir leggi allt sitt, í sölurnar til úrbóta, standi af öllu svo sein heimilishelgi, heim ilisfriði, eign sinni og öðru því, sem þeir með dugnaði, drengi- legri baráttu, sparsemi sinni og ráðdeid hafa skapað sjer. — Sjálfir vilja þessir herrar engu fórna, en reyna með löngum skrifum og hávaða ræðum, að sannfæra fólkið um að þeir sjeu vinirnir sem það megi treysta sjer til brautargengis. Hry ð juverkamenn: Björn segir, að jeg hafi gefið mig falan til fylgis við frum- varpið með því að segja, að minna en 90—100 ferm. megi ekki ætla tveim. Ef jeg vissi til að einhverjir hryðjuverkamenn ætluðu í hefndarskyni eða af hreinni þrælmensku að hand- höggva einhvern af mínum sam borgurum og jeg mótmælti harð lega þessum verknaði, en þætti þó uggvænt um að mjer t.ækist a ðafstýra því og af þeim ástæð urh krefðist þess, að þeir Ijetu sjer nægja að taka vinstri hend ina, þá myndi Björn segja með sama hugsanagangi, að jeg væri fylgjandi hryðjuverkinu, þann- ig er allur hans hogsanagraut- ur. — Enga tilraun: Enga tilraun gerir Björn til að andmæla rökum mínum gegn stóríbúðaskattinum held- ur veður elginn aðeins um mig persónulega og skal jeg játa, að rjettast hefði verið af mjer að gegna honum engu, en vegna þess, að hann hefur áður í Tím- anum, tvisvar eða þrisvar sent mjer svipaða pistla, sem þenn- an, síðan hann kom hingað og jeg ekki gegnt honum neinu, nenti jeg ekki að þegja við þessu. Hitt læt jeg hann vita, sem hann ætti að vita, að jeg er löngu orðinn leiður á öllu hans naglalega narti í mig. bæði fyrr og síðar og læt því hjer með lokið orðaskiftum við hann í bráð. Rvík, 27. des 1949. Sig. A. Björnsson, frá Veðramóti. PENINGAR Öruggt iðnfyrirtæki vantar fje til aukins reksturs. Góðir vextir fúslega greiddir. Tilboð merkt: „Góðir vextir“ — 0428, leggist inn í afgr. blaðsins fyrir 10. þ. mán. IBUÐ Góð kjallaraíbúð til leigu í vor í hlíðarhverfinu. Fyrir- framgreiðsla nauðsynleg. Tilboð merkt: „Hlíð — 445“ sendist afgr. Mbl. fyrir 10. þ. m. Háskólanutii tæmisf arfur HINN 6. júlí 1949 andaðist Guðmundur Thorsteinsson, Bjarnarstíg 12, níræður að aldri. Hann var fæddur í Fífu- hvammi 24. mars 1859; voru foreldrar hans Þorsteinn .bóndi Þorsteinsson og Guðrún Guð- mundsdóttir. en hún var systir Þorláks alþingsmanns í Fífu- hvammi. Foreldrar Guðmundar fluttust að Heiðarbæ í Þing- vallasveit, og þar ólst Guð- mundur upp og tók síðar við búi. En árið 1888 fluttist hann með konu sinni, Vigdísi Þor- leifsdóttur frá Efri-Brú í Gríms nesi, til Kanada og gerðist þar bóndi. Efnaðist hann skjótt, enda var hann hinn mesti bú- höldur, en er heilsu hans tók að hnigna, seldi hann eignir sínar og fluttist til Reykjavík- ur árið 1903. Ekki festi kona hans yndi hjer og fóru þau vest ur aftur 2 árum síðar. En Guð- mundur þoldi ekki loítslagið vestra og hvarf hingað t.il lands um 1912, en kona hans varð eftir og skildu þau síðan að lögum. Átti hann síðan heima hjer í bæ, lengst af á Njáls- götu 40. Guðmundur var - löngum heilsuveill og fyrir 22 árum gerði hann erfðaskrá sína, þá nálega sjötugur, og arfleiddi Háskóla íslands að öllum eig- um sínum, að frátalinni dán- argjöf til ráðskonu sinnar, er staðið hafði fyrir búi hans og stundað hann í veikindum hans. Var hún hjá honum meðan hann lifði. Á gamlársdag af- hentu skiftaforstjórar búsins, þeir Ólafur prófessor Lárusson og Einar B. Guðmundsson hrm. háskólanum arfinn, og var hann kr 154.278.81, þegar dán- argjöfin og erfðafjárskattur voru greitt Samkvæmt erfaskránni skal af þessu fje stofne sjóð, sem r.efnist „Gjafasjóður Guðmund- ar Thorsteinssonar". Tilgangur sjóðsins er: 1. Að styrkja efnilega, fátæka stúdenta, sem stunda læknis- fræði, lögfræði eða verkfræði, við háskólann 2. Að styrkja vísindalegar rannsóknir eða vísindastarf- semi, einkum þá, er varðar lög- fræðileg efni, íslensk náttúru- vísindi og heilbrigðismál. 3. Að styrkja útgáfu vísinda- legra rita og vel saminna alþýð- legra fræðibóka. Háskólaráð hefur á hendi stjórn sjóðsins og setur honum skipulagsskrá. •—»wiimwnimnfinMninninim. n»w«niWMinmiwtmrr RAGINAR JÓNSSO'N, hœstarjettarlögmaður. Laupaveg 8, sími 7752. f.ögfræðislörf og eignainnsýsla Gæfa fylgir trulofunar liringunum frá SIGURÞÓR Hufnarstræt: 4 Keyk javik Vfargor gerftír Si-ndir (fegn póstkröfu hvcrt ú land sein er. — Senrfffl nákvavmt mál —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.