Morgunblaðið - 08.01.1950, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. janúar 1950,
Guðrún Jónasson.
Ragnar Lárusson.
Friðrik Einarsson.
Auður Auðuns.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Guðmundur Ásbjörnsson.
Jóhann Hafstein.
Sigurður Sigurðsson.
Ólafur Björnsson.
Gunnar Thoroddsen.
Frambjóðeridur Sjálfstæðisflokksins
Kristján Jóh. Kristjánsson.
Daníel Gísiason.
Bjarni Benediktsson.
Ólafur Pálsson.
Stefán Hannesson.
' 1. Gunnar Thoroddsen borg-
arstjóri. tók við borgarstjóra-
■embættinu snemma á árinu
1947. þegar Bjarni Benedikts-
sön Ijet af því starfi, er hann
gerðist utanrikisráðherra í fyrv.
r’kisstjórn.
Forstaða hans fyrir bæjar-
rr.áiefnum Reykjavíkur hefur
rr.ótast, sem kunnugt er, af á-
i jga hans, prúðmensku og fyr-
rrhyggju. og nýtur hann dag-
vaxanai trausts meðal almenn-
ings í bænum. Öðru fremur hef
ur vakið athygli manna hin
■trausta forusta hans í fjármál-
um bæjarins.
Gunnar var fyrst kosinn í
bæjarstjórn í janúar 1938. Var
1' ann 9. maður á lista Sjálf-
■tæðisflokksins. En bæjarfull-
trúar flokksins voru 9 það kjör
tímabil.
2. Frú Auður Auðuns lögfræð
ingur hefur átt sæti í bæjar-
títjórn síðasta kjörtímabil. Hef-
ii.: hún verið varamaður í bæj-
arráði og 2. varaforseti bæjar-
stjórnar. Hún hefur m. a. ver-
ið iögfræðilegur ráðunautur
Maeðrastyrksnefndar síðan árið ,
1940. Auður nýtur almenns
trausts og vinsælda, enda hefur
bún vakandi áhuga á fjelags-
ögýmannúðarmálum.
3. Guðmundur Ásbjörnsson
fcrseti bæjárstjórnar' hefúf att
sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur
lengur en nokkur annar mað-
ur, eða síðan árið 1918. Forseti
bæjarstjórnar hefur hann verið,
hátt í aldarfjórðung, eða síðan
í janúar 1926. Margoft hefur
hann gegnt borgarstjórastörf-
um. Hann hefur því meiri og
fjölþættari reynslu og þekkingu
á málefnum bæjarins, en nokk-
ur annar maður.
Hann hefur átt sæti í bæjar-
ráði frá stofnun þess árið 1932,
og eins í framfærslunefnd. auk
fjölda annara nefnda og trún-
aðarstarfa í sambandi við stjórn
bæjarmálefna og annarar starf
semi í bænum, sem of langt
yrði hjer upp að telja.
4. Jóhann Hafstein lögfræð-
ingur, hinn ötuli framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur átt sæti í bæjarstjórn síðast.a
kjörtímabil. Hann hefur átt sæti
í bæjarráði. Ennfremur í heil-
brigðis- og heilsuverndarstöðv-
arnefnd. En auk þess hefur
hann unnið mikið að íþrótta-
málum, verið m. a. formaður
Laugardalsnefndar, og formað-
ur í stjórn íþróttavalla bæjar-
ins. Hann var upphafsmaður
þess, að Reykjavíkursýningin
var haldin í haust og átti sæti
í stjórn hennar, en verkefni
hennara er m. a. að undirbúa,
að komið verði upp borgarsafni.
J'óhánn Var uþph’afsíhaður áð’
því, að Reykjavíkurbær, ásamt
útgerðarmönnum og Síldarverk
smiðjum ríkisins, kæmi upp
fljótandi síldarverksmiðju, til
vinnslu á Faxasíld. Kemur það
framtak hans að notum, þegar
það tekst að handsama þann
aflafeng.
5. Sigurður Siffurðsson berkla
yfirlæknir hefur átt sæti í bæj-
arstjórn síðasta kjörtímabil.
Hann hefur m. a. verið formað-
ur sjúkrahússnefndar, og sjer-
staklega látið til sín taka heilsu
verndarmál bæjarins, en hann
er formaður nefndar þeirrar,
er undirbúið hefur byggingu
heilsuverndarstöðvarinnar. —
Mun það mála sannast, að bæj-
arbúar sjeu á einu máli um, að
ekki sje vel á áhugasamari,
fjölfróðari og hæfari manni, en
Sigurði til þess að hafa forystu
í þeim málum.
Störf Sigurðar í heilbrigðis-
málum eru mikil og merk, svo
sem í berkiavörnum, þar sem
árangur hans hefur vakið at-
hygli fagmanna og heilsuvernd
arstofnana víðsvegar um heim.
6. Hallgrímur Benediktsson
stórkaupmaður átti fyrst sæti í
bæjarstjórn Reykjavíkur árin
1926—30. Og aftur var hann
kosinn árið 1946. Hefur hann
átt þar sæti síðasta kjörtímabil.
Hann hefur verið varaforseti
og Varatriaður í bæjarráði.
Sem einn af öndvegismönn-
um hinnar ungu íslensku versl-
unarstjettar, var hann lengi
formaður Verslunarráðsins, og
sem fulltrúi frjálsrar verslunar,
og hins frjálsa framtaks hefur
hann unnið sín mikilvægu störf
í bæjarstjórninni, sanngjarn,
gætinn og tillögugóður í hverju
máli.
7. Guðmundur H. Guðmunds
son, húsgagnasmíðameistari, er
einn af aðalmönnum sanitaka
iðnaðarmanna í Reykjavik. —
Hann er formaður Iðnaðar-
mannafjelags Reykjavíkur og
hefur verið það undanfarin ár.
Hann er formaður Iðnráðs
Reykjavíkur, gjaldkeri Lands-
sambands iðnaðarmanna síðan
1939. Hann er í stjórn Sogs-
virkjunarinnar. — Mörg fleiri
störf hefur hann haft með hönd
um, og unnið þau öll með ein-
stakri kostgæfni og skyldu-
rækni.
8. Pjetur Sigurðsson stýri-
maður, er valinn á listann sem
fulltrúi sjómannastjettarinuar.
Hann er sonur hins alkunna,
vinsæla skipstjóra Sigurðar
Pjeturssonar. Snemma hneigð-
ist hugur hans til sjómensku.
Eftir að hafa aflað sjer stað-
góðrar undirstöðuþekkingar,
gekk hann á sjóliðsforingja-
skóla í Danmörku, Aflaði hann
sjer víðtækrar þekkingar um
alt er að sjómannafræðum lýt-
ur. Hefur síðan verið í þjón-
ustu ríkisins, við sjómælingar
ög fleira. Hann er kennari við
Stýrimannaskólann. — Væntir
sjómannastjettin sjer mikils af
þessum unga efnilega manni.
9. Birgir Kjaran, er ungur
maður og vel mentaður hag-<
fræðingur. Að afloknu námi var
hann í fyrstu skrifstofustjóri
hjá H. f. Shell. En gerðist síðan
forstjóri fyrir Bókfellsútgáf-
unni og hefur rekið þá starf-
semi með mesta myndarbrag,
Sakir óvenjulegrar glöggskygni
hans hefur ríkisstjórnin hvað
eftir annað sókst eftir aðstoð
hans í hagfræðilegum efnum.
Hann er fulltrúi íslends í und-
irbúningsstarfi að efnahagslegri
samvinnu Norðurlanda qg er
ráðunautur ríkisstjórnarinnar
við rannsókn á möguleikum til
tollabandalags Evrópuríkjanna.
Hefur hann fyrir landsins hönd
sótt ýmsar ráðstefnur erlendia
um þessi efni. Hann er maður
ötull, skarpskygn og tillögu-
góður í besta lagi.
10. Sveinbjörn Ilanncsson
verkstjóri, hefur verið vara-
fulltrúi í bæjarstjórninni síð-
asta kjörtímabil. Hann er for-
maður Óðins, Málfundafjelagá
Sjálfstæðisverkamanna og sjó-
manna og átti um skeið sæti í
stjórn Verkamannafjelagsíng
Frh. á bls. 3 j