Morgunblaðið - 08.01.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1950, Blaðsíða 16
VEÐL'RÚTLITIÐ. FAXAFLÓI: REYKJAVÍKURBRJF.F er á Hsegan austan síðdegis. Gign- tng._______________________________ r a n n bivi btð 6. tbl. — Sunnudagur 8. janúar 1949. Sjálfsfæðismenn vilja irundvallar sfefnubreytingu Skaffránsflokkarnir áframhaldandi folia- og skaftakúgun KOMMÚNISTAR, Alþýðuflokkurinn og Fraxnsókn, flokk arrtir, sem undanfarin ár hafa stöðugt heimtað hærri skatta og álögur á almenning, með þeim árangri að skattar og tollar eru nú að sliga þjóðina, reka nú upp óp mikið og segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um bráðabirgðaráðstafanir til þess að koma útgerðinni af stað, krafist stórfelldra skátta og tolla á almenning. I>etta er ósvífin blekking. Frumvarp rikisstjórnarinnar leggur fj-rst og fremst til að ríkissjóður ábyrgist afurðaverð bátaútvegsins og hraðfrystihúsanna til fyrsta mars. Til þess að standa undir þeim útgjöldum, sem sú ábyrgð kann að skapa ríkinu er lagt til að notaðar verði tekjur af leyfisgjöldum samkv. 30. gr. dýrtíðarlaganna, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, þó með þeirri undantekningu að slík gjöid falli niður af heimilisvjelum. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ekki lagt til að þessi gjöld, sem fyrrverandi rikisstjórn lagði á og bæði Framsókn og Alþýðuflokkurinn sam- þykkti, hækki um einn eyri. Þar er heldur ekki gert ráð fyrir að söluskatturinn, sem þessir flokkar cinnig samþykktu á síðasta þingi, hækki á því tímabili, sem ríkisstjórnin ætlast til að þessar bváðabirgðaráðstafanir hennar til aðstoð- ar útgerðinni, gildi fyrst og fremst á. Eí' sv'O skyldi hins vegar fara, gegn vonum ríkisstjórn- arinnar, að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur hennar um varanlega lausn vandamála útvegsins og atvinnulifs- ins í heild, fyrir 1. mars, þá hefur ríkisstjórnin sjeð sig krtúða til að benda á einhvern tekjustofn til að standa uiidir þéim viðbótarútgjöldum, sem af slíkri ráðabreytni Alþingis hlyti að leiða, til þess að verja ríkissjóð stór- áföiltim. Það, sem rfkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn fer fram á eru þess vegna ekki nýir skattar til þess að standa undir uppbótaleiðinni allt þetta ár. Ríkisstjórnin hefur lágt á það megináherslu, að það sje skoðun hennar að sú ieið ' sje~ ófær nema til bráðabirgða fyrstu tvo mánuði ársins. Þeir flokkai, sem hindra afnám uppbótaleið- arinnar fyrir 1. mars taka þess vegna á sig ábyrgðina á nýjum og sligandi tollum og skött- um á þjóðina. Sjálfstæðisflokkurmn krefst ekki slíkra álagna. Hann biður þvert á móti um tæki- færi og aðstoð Alþingis til þess að koma fram grundvallar stefnubreytingu í þessum málum, sköpun hallalauss atvinnurekstrar og afnám uppbótafyrivkomulagsins. Það er stefna hans og ríkisstjórnarinnar. Framsókn, Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar hafa hins vegar jafnan sýnt að þeir vilja skattrán og tollaaþján. Þeirri stefnu sinni eru þessir flokkar trúir enn þann dag í dag. Frambjóðendur í Henaco iofa kjéimúmm sfcafffrelsi 28 konur láta lífið í eldsvoða Eldar í geðveikrasjúkrahúsi > Járngrindur fyrir giuggum forvelduðu björgun Einkaskeyti tii Mbl. frú Reuter. DAVENPORT, IOWA, 7. janúar — Að minnsta kosti 28 konur Ijetu lífið, en níu er saknað, er eldur kom í morgun upp í gtð- veikraspítala hjer í Davenport. Talið er nær öruggt, að þær rúu, sem saknað er, hafi einnig farist í eldinum, en 37 brenntíust Einkaskeyti frá Reuter. PARÍS, 7. jan. — Á morgun (sunnudag) fara fram kosn ingar í Monaco, en þar er Monte Carlo höfuðborg. í kosningunum eigast við frambjóðendur þriggja stjórnmálaflokka — sem all ir hafa sömu stefnuskrá, nefnilega að koma í veg fyr- ir, að íbúar furstadæmisins verði skattlagðir. Monaco er að líkindum eina landið í heiminum, þar sem algert skattfrelsi ríkir ennþá. Qsloar-trjeð JÓLATRJEN, sem sett voru upp víða í bænum fyrir jólin voru tekin niður í gær. Mynd- in hjer að ofan er af jólatrje, sem Oslo gaf Reykvíkingum og var sett upp við Lækjargötu, sem kunnugt er. Verksmiðja er vinn ur úr síidarhreisiri ÚTVARPIÐ í Oslo hefur skýrt frá því. að Norðmenn hafi kom ið sjer upp einni verksmiðju til viðbótar, er vinnur úr síldar- hreistri. Þessi nýia verksmiðja er í Álasundi og mun vera þriðja eða fjórða verksmiðjan í þess- ari iðngrein. Efm það er fram- leitt er úr hreistrmu, selja Norð menn til Bandar<kjanna, en þar eru gerðar úr f'ví hinar feg- urstu gerfiperlui. — G. A. Verslunarfloti Nor- egs 5,1 millj. lonn UM síðustu áramót voru í norska verslunarflotanum 2126 skip, og var brúttó-smálesta- tala þeirra 5,122,000. Af þeim voru tankskip alls 2,100,000. Til samanburðar má geta þess, að brúttó-smálestatala verlunarskipa Svía er um 2 millj. og Dana um 1,2 millj. Kosningaskriísfðfa ! Sjálfsfæðismanna opnuð SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN hefur nú opnað kosningaskrifstofu í húsi sínu við Austurvöll og verður skrifstofan opin daglega frá kl. 10 til 10 fram að kjördegi bæjar- stjórnarkosninganna. Sjálfstæðismönnum ber að snúa sjer t.il skrifstof- unnar varðandi upplýs- ingar um kosningarnar og þá eru flokksmenn beðn- ir að gefa skrifstofunni allar upplýsingar er að liði koma við kosninga- undirbúninginn. Sími skrifstofunnar er 7100. og slösuðust, þar af tvær illa. Salffisksalan cg sfór- lygar kommúnisfa ÞJÓÐVILJINN bætir í gær einum ósannindunum við stórlygar sínar í sambandi við saltfisksöluna til Grikk lands og ítalíu. Segir blað- ið að Jóhann Þ. Jósefsson atvinnumálaráðherra hafi Iýst því yfir á Alþingi að ríkisstjórnin myndi enga athugun eða rannsókn láta fram fara í tilefni þeirra umræðna, sem orðið hafa um þessi mál. Hið sanna í þessu máli er að atvinnumálaráðherra sagði að stjórn Sölusam- bands íslenskra fiskfram- leiðenda hefði stefnt Þjóð- viljanum fyrir meiðyrði í sambandi við ummæli Geirs H. Zoega um salt- fisksöluna. — Ráðherrann fullyrti hins vegar ekkert um frekari aðgerðir í þessu máli en gat þess að ef alltaf ætti að hefja opinber mál þegar Þjóðviljinn birti einhverja lygafregnina, þá gæti slíkur málarekstur orðið nokkuð víðtækur. Kjarni þessa máls er sá að „rosafrjett" kommún- ista um saltfisksöluna hef- ur fyrir löngu verið rekin öfug ofan í þá. Ufankjörsfaðakosn- ing hefsf í dag UTANK J ÖRSTAÐ AKOr NIN G við bæjar- og sveitastjórnar- kosningarnar, sem fram fara sunnudaginn 29. jan., hefst í dag. Hjer í Reykjavík er kos- ið í skrifstofu borgarfógeta í Arnarhváli og verður skrif- stofan opin í dag frá kl. 1—4, en svo framvegis daglega frá 10—-12 á hádegi, síöan frá 2—6 og á kvöldin frá 8—10. Úti á landi ber ’fólki að snúa sjer til sýslumanna eða bæjarfogeta. Fólk, sem fjarverandi verður kjörstað sinr.. vegna erínda- rekstrar í öðru land;, skal á það bent, að erlendis er ekki hægt að kjósa við bæjarstjórnarkosn ingar, og verða þeir er hjer eiga hlut að máli, að hafa kos- ið áður en þeir fara utan. LONDON — Nýlega var frá því skýrt, að breska stjórnin hefði veitt írak 3,000,000 sterlings- punda lán. Fimmtíu og átta konur og þrír, karlmenn voru í húsinu, sem brann. Að einni hjúkrun- arkonu undanskilinni, voru það allt sjúklingar, sem ljetu lífið í þessum hryllilega bruna. i Erfitt um björgun Járngrindur voru fyrir glugg um á efri hæð hússins og tor- veldaði það auðvitað mjög björgunartilraunir. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skýra frá því, að ógurlegt hafi verið að sjá sjúklingana, þar sem þeir reyndu að rýfa grindurnar frá gluggunum og komast þannig undan því að verða eldinum að bráð. i Einn slökkviliðsmaiinanna sagði frjettamönnum: „Þetta var voðalegt. Konurnar fleygðu sjer á járngrindurnar, hrópandi á hjálp. Jeg sá margar falla í öngvit og Kverfa í reykinn og eldinn“. • Frækilegt björgunarstarf Hjúkrunarkonur sjúkrahúss- ins gengii mjög vel fram í að bjarga sjúklingunum. Þrjár miðaldra konur fóru hvað eft- ir annað inn í brennandi húsið og björguðu mörgum. — Ein þeirra ljet lífið í eldinum. Kolafundur LONDON — Júgóslavnesku yf- irvöldin tilkynntu nýlega. að nýtt kolasvæði hefði fundist í Montenegro.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.