Morgunblaðið - 08.01.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. janúar 1950.
VORGV1SBLAÐI0
9
R E Y K
Útgerðar málin
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar
um bráðabirgðalausn útgerðar-
málanna, var afgreitt til nefnd-
ar á föstudaginn. Daginn áður
höfðu andstöðuflokkar stiórn-
arinnar haldið uppi málþófi um
frumvarpið. Jafnframt fundu
sumir ræðumennirnir að því, að
ríkisstjórnin hefði með þessari
málsmeðferð, sem hún hefur
tekið upp, tafið fyrir því að
bátaflotinn ljeti úr höfn.
Það er vitað, að ríkisstjórn-
inni bárust ekki orðsendingar
útgerðarmanna, um álit þeirra
á reksturskostnaðinum, fyrri
en rjett fyrir jól. Og hvað hefði
mátt segja um tafir, ef sú leið
hefði verið valin, að efna til
langra umræðna í þinginu, sem
enginn gat sjeð fyrir endann á,
vitandi að útgerð kynni að tefj-
ast á meðan.
Þeir þingmenn, sem mest sjá
eftir töfunum, og hafa áhuga
fyrir, að fiskiveiðarnar verði
sem mestar, ættu að geta sam-
einast um, að afgreiða þá bráða-
birgðalausn, sem nú liggur fyr-
ir, sem allra greiðast.
Faxasíldin
SJÁVARÚT'VEGSMÁLARÁÐ-
HERRA Jóhann Þ. Jósefsson
hefur, sem kunnugt er, hvatt
tíu menn til ráða um það, hvað
tiltækilegast kunni að vera, til
þess að geta komið af stað stór-
veiðum á hinni miklu síld, sem
vitað er um, að liggur hjer úti
í Flóanum eða skamt undan,
og hefur verið hjer í alt haust,
að því er fiskimenn hafa getað
greint með bergmálsdýptarmæl
um sínum.
Naumast hefur mönnum ver-
ið falið eins þýðingarmikið mál
að leysa, í atvinnulífi íslend-
inga. Og jafnframt eins nýstár-
legt að vissu leyti.
Síðan íslendingar tóku upp
síldveiðar, lærðu það af Norð-
mönnum, hafa menn altaf litið
svo á, að síldin væri óvenju-
lega kvikur fiskur í sjó, á ein-
lægum göngum og því eðlilegt,
að veiðin yrði stopul.
En þegar síldin kom í Hval-
fjörð, kynntust síldveiðimenn
hjer óvenjulega kyrstæðri síld.
Vakti það úndrun þeirra. Að
síldin skyldi vera viku eftir
viku á sama stað í sjónum.
Töldu að þetta hreyfingarleysi
stafaði af því, að hún væri
komin, aldrei þessu vant, af
einhverjum dularfullum ástæð-
um inn í þröngan f jörð, þar sem
að henni krepti á allar hliðar.
En eftir þeim athugunum,
sem menn hafa haft tækifæri
til að gera hjer úti á miðunum
í haust og vetur, er hugsanlegt,
að niðurstaðan verði sú, að torf
urnar sjeu furðanlega kyrstæð
ar, þó þær sjeu í rúmsjó.
Uppástungur Stur-
laugs H. Böðvars-
sonar
ÞAÐ þarf að vera hægt að ná'
í síldina, þó hún sje talsvert
fyrir neðan sjávarborðið. Ann-
aðhvort með því að hafa not-
hæf veiðarfæri til að sækja
hana í það dýpi, sem hún er
hverju sinni. Ellegar, eins og
Sturlaugur H. Böðvarsson út-
gerðarmaður á Akranesi bend-
ir á, í grein sem bírtist hjer í
J A V í
blaðinu á laugardag, að hafa
áhrif á síldina í sjónum, svo að
hún komi upp í yfirborðið. T. d.
með ljósum.
Danska flotvarpan, sem vel
hefur gefist suður í Skagerak
hefur ekki komið að notum hjer
enn, hvað sem veldur. Á sömu
leið hefur farið um nýja flot-
vörpu, sem Kristján Gíslason
járnsmíðameistari hefur fund-
ið upp, og verið er nú að endur
bæta.
Fengin er hingað botnvarpa,
af þeirri gerð, sem notuð er við
síldveiðar í Norðursjó, og verð-
ur reynt hvort Faxasíldin, sje
svo mikið við botninn að varpa
pessi komi hjer að gagni. Von-
andi láta tímenningarnir til sín
taka í þessu efni. Því hjer ligg-
ur mikið við, að vel sje unnið
og skjótt.
Takist að koma af stað stór-
veiði af Faxasíld, gæti hún orð-
ið það mikil, að hún gerbreytti
afkomu íslensku þjóðarinnar.
Markaðir
Þjóðviljans
ÞEGAR kommúnistablaðið hug
leiðir markaði fyrir íslenskar
afurðir, þá hefur það fólk altaf
eitt ráð á reiðum höndum: Að
selja afurðirnar til Rússlands.
Þar á, að áliti kommúnista, að
vera óþrjótandi eftirspurn eftir
íslenskum afurðum. Og ekki er
hætt við, að húsbændurnir í
-Moskva verði tregir til, að láta
ríflegt verð fyrir það, sem þang
að fer, að því er Fimtuherdeild-
armenn segja.
En síðast þegar samningar
strönduðu um afurðasölu þang-
að, var það skýrt tekið fram,
af hendi hinna tilvonandi kaup
enda að þeir keyptu vörurnar,
þar sem þeir fengju þær með
haganlegustu verði. Sem engan
undrar.
Kæmist ísland og íslending-
ar á hinn bóginn einhverntíma
í þá aðstöðu, sem hin íslenska
Fimtaherdeild óskar sjer, land-
ið lenti Moskvamegin við ein-
hverskonar Járntjald, þá kynnu
viðskiftasamningar að taka á
sig svipaða mynd, eins og frjest
hefur frá Búlgaríu, meðan Ko-
stov heitinn var uppi.
Hann var valdamesti maður
þjóðar sinnar á síðasta vori,
þegar samningamenn komu
austan úr Kreml, til að semja
um kaup á búlgörskum afurð-
um. Honum datt í hug, að draga
taum þjóðar sinnar í þeim samn
ingum, gagnvart Moskvamönn-
um. Hann missteig sig, þó und-
arlegt megi virðast. Því hann
var enginn nýgræðingur í
Moskvaþjónustunni.
En það er engu líkara en að
honum hafi snöggvast liðið úr
minni, að um leið og menn eru
flokksbundnir kommúnistar, þá
er það talin skylda þeirra að
meta hag og fyrirskipanir mið-
stjórnarinnar í Moskvu, meira
en hag sinnar eigin þjóðar. Að
bregðast skyldu sirfni við „Móð-
urlandið“ austræna jafngildir
mestu glæpum eða landráðum í
augum vestrænna manna.
Kostov var hengdur heima hjá
sjer fyrir þetta frávik frá ,,lín-
unni“. Moskvavaldið sá um það.
í Búlgaríu voru nægilega marg-
ir menn eftir, að honum frá-
gengnum, til þess að koma því
í kring. Einkum rússneskir.
KURB
Menn hafa kannski ekki gert
sjer það fyllilega ljóst enn, að
forystumenn allra flokksdeilda
kommúnista, hvar í veröldinni
sem er, eru í sömu aðstöðu og
Kostov heitinn var. Meti þeir
eitt augnablik hag lands síns
meira, en hag yfirmanna sinna
og ,,herraþjóðar“ og það ,,af-
brot“ sannast á þá, ellegar hús-
bændurna grunar, að þeir hafi
framið slíkt trúnaðarbrot, þá
eiga þeir, að dómi húsbænd-
anna, heima í gálganum, og
þeirra er von þangað fljótlega
ef til þeirra næst.
Lýsing á þeim íslendingum,
sem vitandi vits hafa sett sig
í slíka aðstöðu, hefur ekki verið
skráð enn svo vel sje. Attaní-
ossum þeirra, „hinum nytsömu
sakleysingjum“ er óþarft að
lýsa.
Ósamkomulag í
kommúnistadeild-
unum
E F T I R að alþjóðabandalag
kommúnista Kominform var
stofnað fyrir 2—3 árum, hafa
hin fullkomnu yfirráð Moskva
stjórnarinnar, yfir flokksdeild-
unum í Vesturlöndum komið
greinilegar í ljós en áður og
takmarkalaus þjónkun hinna
kommúnistisku erindreka við
Moskvavaldið.
Yfirstjórn kommúnistanna
ætlaðist til, að stofnun Komin-
form gerði einræðisflokknum
auðveldafá fyrir að undiroka
fleiri og fleiri þjóðir, En það fór
á annan veg. Mönnum, sem
höfðu fylgt kommúnistum að
málum fór nú ekki að verða um
sel. Þeir yfirgáfu flokkinn unn-
vörpum.
Sundrung hefur komið upp
í öllum flokksdeildunum í Vest
ur-Evrópu. Nema hjer á landi,
svo vitað sje. Hjer virðist allur
flokkurinn beygja sig enn í
auðmýkt fyrir hinu austrænsf
valdi og fylgja þeim fyrirmæl-
um sem þaðan koma, í stóru og
smáu.
Samkvæmt þeim fyrirmælum
sem send voru út frá síðasta
Kominform fundi, er haldinn
var í Ungverjalandi í nóvem-
ber, eiga kommúnistadeildirnar
í Vestur-Evrópu að herða and-
róðurinn gegn Marshallaðstoð-
inni, efna til verkfalla í vax-
andi mæli, látast vera þjóð-
ræknar í fylsta máta, látast
unna frelsi þjóða sinna heitt og
innilega.
Og með þau ástarorð á
vörum, að leitast við að grafa
undan fjárhagslegu sem stjórn-
málalegu sjálfstæði þjóðanna.
Þetta eru í stuttu máli þær fyr
irskipanir, sem Fimtuherdeildir
vestrænu landanna eiga að
fylgja á næstunni. Sú íslenska
sem hinar.
En slíkar starfsreglur fá mjög
takmarkaðan byr meðal lýðræð
isþjóðanna, eins og eðlilegt er.
Frá öllum löndum Vestur-
Evrópu frjettist, að ýmsir for-
ystumenn flokksdeildanna yfir-
gefi flokkinn og „nytsamir
sakleysingjar“ ekki síður, sem
fylgt hafa kommúnistum að
málum.
En: höfundur Kominform og
fyrsti yfirmaður Zhdanov, einn
af þeim fjórtán æðstu í Kreml
R J E F
þá hann lifði, dó skyndilega
fyrir meira en ári síðan. Hvort
sem það var eðlilegur dauði
ellegar hann fjekk til þess ,,til-
styrk ’ríkisins“ eins og komist
var að orði í blaði hjer um dag-
inn. Fráfall hans þj'kir benda
til, að Kremlbúar sjeu ekki
allskostar ánægðir með árang-
urinn af hinu endurreista al-
þjóðabandalagi kommúnismans.
Kominform. Þeim hafi skilist
að sú stofnun hafi hert and-
stöðuna gegn kommúnistum og
gert þeim erfiðara fyrir.
Bæjarstjórnar-
kosningarnar
SÍÐAN framboðslistarnir komu
fram, til bæjarstjórnarkosning-
anna hafa kosningarnar verið
alment umræðuefni manna á
meðal. Sem eðlilegt er.
Afstaða almennings til þess-
ara kosninga er óvenjulega
skýr. Menn bera saman annars
vegar hvernig margra flokka
ríkisstjórn hefur farið úr hendi
á undanförnum árum. Og hins
vegar, hvernig Reykjavíkurbæ
hefur verið stjórnað þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn einn hef-
ur haft, og hefur meirihluta
vald.
Þrátt fyrir margskonar erfið-
leika í þjóðfjelaginu hefur hag-
ur Reykjavíkurbæjar blómgast
Hægt hefur verið að lækka til-
töluíega skattaálögur bæjarins,
en eignir aukist verulega En
framkvæmdir bæjarfjelagsins á
hinn bóginn hafa verið svo
miklar, að menn geta ekki bent
á annað bæjarfjelag sem tekið
hefur öðrum eins stakkaskiftum
og Reykjavík, á jafnskömmum
tíma, hvorki fjær nje nær. —
Hefur Reykjavík þó þurft, á
fáum árum, að taka við alt að
þVí þriíjjungi landsfólksins.
Hver maður innlendur jafnt
sem erlendur, er lítur á stjórn
og hag Reykjavíkurbæjar ó-
hlutdrægum augum, hlýtur að
viðurkenna að hún hefur farið
frábærlega vel úr hendi. Þegar
um þetta tvent er að ræða,
velja stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins eins, á bæjarmálunum, eða
glundroða eins og þann, sem
ríkt hefur í stjórn landsins, þá
er auðvalið á milli.
Hjer er um engar getgátur
að ræða, nje spádóma nje kosn-
ingaskrum. Kjósendurnir hafa
þetta tvennt fyrir augum og
geta valið það, sem þeir telja
heildinni og sjálfum sjer fyrir
bestu. Sjálfstæðisflokkurinn
eða glundroða.
Minnihlutaflokk-
arnir á flótta
ÞAÐ einkennir framboðslista
allra minnihlutaflokkanna, að
þeir eru staddir á undanhaldi,
í upphafi kosningabaráttunnar.
Þeir þreifa fyrir sjer. Finna,
að þeim hefur ekki tekist giftu-
samlega baráttan fyrir flokk
sinn, hlutdeildin í bæjarstjórn-
inni. Þeir leita til nýrra manna,
af því fulltrúar þeirra, sem fyr-
ir eru hafa ekki áunnið sjer
trausts, meðal kjósendanna.
Þeir reyna að fela ófarir sínar,
með því að tala borginmann-
lega um það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi að miklu kvti
þá sömu menn í kjöri, og nú eru
í bæjarstjórn.
laugardagur
7. janúar
Með almennri prófkosnina'u
voru frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins valdir. Einmitt þess-
ir menn. Vegna þess að almenn
ingur treystir þeim, þakkar
þeim fyrir vel unnin störf, og
óskar eftir, að þeir verði í kjöri
að nýju.
Minnihlutaflokkarnir aftur >a
móti, eða fámennar nefndir úr
flokkunum hafa valið að mestu
leyti nýja menn á lista sína.
Þeir sem nýir eru á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins etu
ungir menn, og upprennandi,
sem flokksmenn telja meú
rjettu, að allar ástæður sjeu til,
að ætla, að eigi framunöán
glæsilegan feril í bæjarmálum
Reykjavíkur, og framfaramál-
um þjóðarinnar yfirleitt.
Fum og fálm
SAMANBORIÐ við framboÚ
Sjálfstæðisflokksins eru frarn-
boð hinna flokkanna fum og
fálm, ráðviltra manna.
Að vísu hafa þeir tveir flokk-
anna, sem fulltrúa eiga í bæj-
arráði, sett bæjarráðsmenn sína
efsta á listana. En er þe;m
sleppir, koma að mestu leyti
ný andlit.
Framsókn hefur tekið ffanj,
lítt kunnan lögfræðing, sem
ekki er vitað, að haf-i nokkru
sinni gefið sig að nokkru vanda-
eða dægurmáli Reykjavíkur-
bæjar. Hann hefur því hvorki
unnið sjer neitt til frægðar nje
ófrægðar. Er sem hvert annað
óskrifað blað.
Henn hefur fengið sjer við
hlið eina af „þeim fínu“ úr
Þjóðvörn. Hún hefur verið lag-
in hjúkrunarkona, og hefur
haldið því fram, að hún hafi
áhuga fyrir heilbrigðismálum.
En eitthvað virðist áhuginn
•hafa farið út um þúfur. Því
hún hefur gefið þá skýringu á
framboði sínu, að hún hafi heili
ast af stefnu Framsóknarflokks
ins í sjúkrahús og húsnæðismál-
unum. En aðgerðir Framsóknar
hafa, sem kunnugt er verið m.
a. þær, að greiða atkvæði gegn
framlagi til spítala hjer í Rvík
og flæma landsfólkið úr sveit-
unum, svo ört, að það kemur
hingað þúsundum saman á
hverju ári. Og síðan rekur Fram
sókn endahnút á „umhyggju
sína“ fyrir húsnæðismálunum,
með því að neita Reykvíkingum
um byggingarefni, til þess að
fá þak yfir höfuðið.
Engar brigður skulu bornar
á áhuga „hinnar fínu“ á Fram-
sóknarlistanum. En það hefur
aldrei, eins og gamall kunningi
hennar sagði, verið hennar
sterka hlið að hugsa.
Af bæjarfulltrúum kommún-
ista er Sigfús Sigurhjartarson
einn eftir á listanum. Hann hef-
ur Katrínu Thoroddsen sjer við
hlið. Fer vel á því, að þau hald-
ist í hendur, úr því þau „duttu“
bæði við Alþingiskosningarnar
í haust. Björn Bjarnason for-
maður Iðju farinn, og eina
Steinþór kennari Guðmunds-
son.
Fyrverandi tilvonandi sam-
starfsflokkur kommanna, Fram
sókn, heldur því fram, að Stein
þór og Björn sjeu ekki nægil.
Moskvahollir, til þess að fá að
koma til greina við bæjarstjórn
arkjör hjer í Reykjavík. Meðan.
Framh. á bls. 12,