Morgunblaðið - 08.01.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1950, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. janúar 1950. Merkilegt menningar- fyrktæki 10 ára Útgáfa Menningarsjóðs og Þjéðvinafjelagsins hefir gefið úf rúmlega 700 þús. einfaka UM ÞESSAR mundir á sameiginleg bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafjelagsins 10 ára afmæli, en tillaga um samstarfið var samþykkt á fundi Menntamálaráðs og stjórnar Hins íslenska þjóðvinafjeiags þann 9. janúar 1940. 53 fjelagsbækur Á þeim 10 árum, sem liðin eru, hefur Menningarsjóður og Þjóðvinafjelagið gefið út 65 rit. Er þá talin með ljósprent- ún tveggja rita og ein sjer- prentun. Hefur sameiginlegt upplag þessara rita allra verið 709,445 einíök eftir því, sem næst verður komist. Af þess- um ritum eru 53 fjelagsbækur, óg hafa fjelagsmenn fengið þær fyrir samtals 200 kr. gjald. Sameiginlegur blaðsíðufjöldi þessara 53 fjelagsbóka er 9560. Þá hefur útgáfan gefið út fornrit og eru þegar komin 5 bindi þeirra. Ymis fræðirit hafa komið út svo sem um mannslíkamann, stjórnmála- saga og um heimsstyrjöldina síðari. í Saga íslendinga er að koma út. Eru þegar komin út 3 stór bindi af 10. Mikill fengur var að útgáfu hinnar frægu Hómersþýðinga Sveinbjarnar Egilssonar, sem voru orðnar mjög fágætar. Um 12,008 íjelagsmanna Af þessu stutta yfirliti verð- ur sjeð, hve útgáfustarfsemi þessi hefur verið mikil og þá um leið ódýr þeim, sem hennar hafa noíið. En meginástæða þess, hve bækur útgáfunnar eru við vægu verði, er hinn geysistóri kaupendahópur. — Telur hann nú um 12,000. Með útgáfu þessara rita var sem flestum íslendingum kleift að skapa eigið heimilis- bókasafn og hefur æ verið stefnt að því marki fyrst og fremst. Fortíð og framtíð Þá þykir hlýða að gefa stutt yfirlit yfir helst.u ritin, sem út- gáfan hefur látið prenta og þau rit þá jafnframt, sem í ráði er að komi út á vegum hennar fyrr eða síðar. Hjá útgáfunni koma 3 bóka- flokkar út um þessar mundir: „íslensk úrvalsrit“, „Úrvals- sögur Menningarsjóðs“ og „Lönd og lýðir“. — Þá koma hin gömlu ársrit, Andvari og almanak Þjóðvinafjelagsins, út ár hvert. Erlend skáldrit hefur útgáf- an og gefið út og er Anna Kar- enina, eftir skáldjöfurinn Tol- stoi, vafalaust vinsælust þeirra allra. Hingað til hefur verið gengið fram hjá útgáfu „spenn andi reyfara". þótt sumir fje- lagsmanna hafi verið hennar fýsandi. Mun ekki verða horfið að því ráði að sinni. Nýir bókaflokkar í undirbúningi er nú útgáfa bóka um listir. Verður reynt að hafa bækur þessar bæði al- þýðlegar og fræðandi. Til skýr ingar efninu verða svo margar myndir. Hafa þegar verið ráðn ir 2 menn til að semja bækur í þessum flokki. Mun Haraldur Björnsson rita bók um leiklist og Páll ísólfsson um hljómlist. Kemur a.m.k. önnur þessara bóka út á þessu ári. Vert er að geta þess, að Menntamálaráð hefur fyrir nokkru ráðið Jón Jóhannesson til að semja allsherjar lýsingu íslenskra sögustaða. Mun staða lýsing þessi ná til ársins 1874. í henni yrði notaður allur sá fróðleikur, sem fram hefur komið um þetta efni, síðan Kaaland samdi lýsingu sína. Tvímælalaust verður þessi lýs- ing til þess fallin að tengja þjóðina og þá ekki síst æskuna við land sitt og sögu, stuðla þann veg að því, að þjóðin verði gömul í landi sínu. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson 1 hæstarjettarlögmenn, i OddfeIlowhúr.ið Sími 1171 | Allskonar lögfræðistörf. 5 Allt til íþró'miíkaiis og ferða’iga. Hella* Hafnari'r. 22 — Reykjavíkurbrjef Frh. af bls. 8. ekki eru áreiðanlegri heimildir fyrir því, en Tíminn, er ekki hægt að segja, hvaða fótur kunni að vera fyrir því að þetta sje ástæðan fyrir brotthvarfi þeirra. Að því kemur EN AÐ því kemur fyrr eða síðar hjer sem annars staðar að bera tekur á mismunandi afstöðu manna innan kommúnista- flokksins gagnvart Moskva- valdinu. í Noregi er kommúnistaflokk urinn tví- eða þríklofinn, um afstöðuna til Moskvastjórnar- innar. Samskonar klofnings verður vart í sænska kommún- istaflokknum, þó hann sje ekki eins áberandi. Formaður kommúnistadeild- arinnaar í Danmörku á erfitt með, að halda flokki sínum sam an. Nýlega afsagði einn af mestu áhrifamönnum flokksins að hlýta fyrirskipunum Moskva manna. í Finnlandi kreppir sí- felt meira og meira að komm- únistaflokknum þar. Nýlega var einn þingmaður kommúnista þar rekinn úr flokknum. Hon- um m. a. gefið að sök, að han.n hafi haft of mikið vinsamlegt samband við Jafnaðarmenn. — Hann gekk í Jafnáðarmanna- flokkinn. Eitt helsta haldreipi komm- únista í breskum stjórnmálum Zilliacus, hefur nýlega sagt skilið við kommúnista með öllu. Hann var að vísu aldrei flokks- maður þeirra. En fylgdi þeim mjög að málum, þó hann væri formlega í flokki Jafnaðar- manna. í Frakklandi er mikill flótti úr kommúnistaflokknum, um þessar mundir. Einkum áber- andi, að margir mentamenn segja skilið við þenna skipu- lagða landráðaflokk. Hefur Thorez foringi Fimtuherdeild- arinnar þar, sem kunnugt er, sagt það berum orðum, að það sje bein skylda hvers einasta kommúnista, að ganga í lið með Rússum, ef þeir gerðu innrás í Frakkland. Svo gala þessir skipulögðu föðurlandssvikarar öðrum þræði um ættjarðarást sína, og það svo hátt, að einfeldningar hjer úti á íslandi apa það eftir, og halda að þeir sjeu hinir einu sönnu ættjarðarvinir, og verði það, með því að gerast liðs- menn Fimtuherdeildarinnar.(l) — Sjóslysið Frh. af bls. 1. leytið mældist 13 stiga vind- hraði á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum og litlar horfur voru á því, að í nótt yrði hægt að að- hafast nokkuð til hjálpar sjómönnunum. En ráðgert var að hafa tvo vjelbáta á verði við Faxasker í nótt, og á Eiðinu var mannaður björg- unarbátur, ef ske kynni að veðr ið lægði svo, að hægt yrði að fara norður og austur fyrir Heimaklett og komast á þann hátt að slysstaðnum. 115 tonna bátur. Eins og áður er getið var sjö manna áhöfn á Helga. Hjer í Reykjavík gengu sögur um það í gærkveldi, að fjöldi farþega mundi hafa verið með bátnum, en það mun vera rangt: sam- kvæmt upplýsingum fengnum hjer í Reykjavík var með hon- um annaðhvort einn eða eng- inn farþegi. ,.Helgi“, sem var í eigu Helga Benediktssonar, útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, og var 115 tonn og byggður 1939. fór frá Reykja- vík áleiðis til Vestmannaeyja skömmu á undan , Herðubreið“, og eitthvað mun vera af far- þegum með henni. Seint í gær- kvöldi lá ,,Herðubreið“ undir Eiðinu með vjelbátinn ,,Nönnu“ sem ætlað hafði inn á eftir ,,Helga“ en þá bilaði stýrið. Faxasker. Faxasker, sem þetta hörmu- lega slys varð við, er lágt, stend ur varla meir en tvo til þrjá metra úr sjó undir venjulegum kringumstæðum. Það er norð- ur af Mið- og Ystakletti, snar- bröttum og háum klettarana austur úr Heimakletti. Milli Faxaskers og klettanna er venjuleg sigiingaleið inn á Vestmannaeyjahöfn, þegar kom ið er úr vesturátt Sundið er tiltölulega mjótt en mjög djúpt, en þegar veður er vont, er venjulega siglt langt austan við skerið, jafnvel austur undir • Bjarnarey, og þá ieið fór „Helgi“ að þessu sinni. Faxasker má sjá austarlega af Heimaey. iiiiiniiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiniiiiiiiiitiiiiiiiiiimiiiiiniiiii Vantar strax Sfúlku | Einnig stúlku yfir miðjan dag- : : inn. Uppl. á staðnum. : Veitingahúsið Laugaveg 28. : iiniiiimiifitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiiiiiitiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiio — íþrótfir Frh. af nls. 6. 400 m. grindahlaup, hástökk, langstökk, þrístökk, stangar- stökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast, 4x100 m. og 1000 m. boðhlaup. Mörg önnur mál voru tekin fyrir, sem snera hina síauknu samvinnu Norðurlandanna á sviði frjálsíþrótta og stefna að því að styrkja þau bræðra- bönd er hnýtt hafa verið milli frjálsíþróttamanna og æsku Norðurlanda hin síðari ár. I). M. F. R. iíi tfínaMaikiíaMm í 9 tílfcxpumi)** uUif kt. 5 Ölvun bönnuð | Borð 4ra, 5 og 6 manna, verða § 1 tekin frá samkv. pöntun. U. M. F. R. I i(«llllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllklllllHlllllllll|||||| dliiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiviiiiiiiiiiiiiiiiiiHitiiiiiri = Hinar landskunnu REX dælur § § í öllum stærðum útvegum vier | 1 með stuttum fyrirvara. | Einkaumboð: VJELAR & SKIP H.F. i Hafnarhvoli. — Simi 81140. i iiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiina ilimmmmmmmifimiiimiiiiiii«imi.miiiimiiiHiiiiiii — Við sprengjum hana hjerna um miðjuna, þar sem hún er hæst. Vertu viðbúinn. Jeg er að kveikja. — Hún ætti að fara að springa á hverri mínútu. — Varaðu þig Jóhann, að detta ekki. Það er erfitt að fóta sig á þessum bjórstíflum. LJÓSMYNDASTOFA Ernu & Eiríks er í Ingólfsapóteki. ■ilUHiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.