Morgunblaðið - 17.01.1950, Blaðsíða 2
9 '
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. janúar 1950
Stórbætt
UNEfcANFARIN ár hafa miklar
unbætur verið gerðar á heil-
l) 'igðiseftii litinu í Reykjavíkur
fc'áe. Hefur verið unnið af .kappi
að auknum þrifnaði og bætt-
un hollustuháttum í bænum. I
\ ,'í skyni hafa verið gerðar fjöl
þ sttár ráðstafanir.
«:• »»
fsý heilbrigðissamþykkt
sett
S. 1. laugardag samþykkti
bípjarstjórn nýja heilbrigðis
saprþykkt fyrir Reykjavík
að undangengnu löngu þófi
við heilbrigðisstjórnina.
I þessari heilbrigðissam-
þykkt eru mörg ný ákvæði
um aukna hollustuhætti og
þrifnað í bænum bæði inn-
arthúss og utan. Miða þessi
ákvæði að sköpun möguleika
fyrir heilsusamlegra lífi al-
mennings á fjölmörgum svið
um. í hinni nýju heilbrigðis-
samþykkt eru heilbrigðiseftir
litinu settar ákveðnari regl-
ur en áður og strangari á-
kvæði eru í henni um með-
ferð og dreifingu matvæla
og annara neysluvara. Jafn-
framt er gert ráð fyrir miklu
* fjölþættari heilbrigðisgæslu.
Borgarlæknisembættið
sfoínað
Þann 1. apríl 1948 var borg-
arlæknisembættið stofnað en
þyð var síðan lögfest með lög-
ur. frá 25 maí 1949 og borg-
a dækni falið heilbrig'ðiseftir-
li í 'i bænum að öllu leyti. Með
því var sköpuð mjög bætt að-
staðá,. til þess að rækja það.
Agætlega menntaður og dug-
and: læknir. dr. Jón Sigurðs-
son var settur í starfið og hef-
u.r hann síðán haft forystu um
ráðstafanir í þessum efnum.
Hefur verið unnið markvíst að
utnbótum í hreinlætis- og þrifn
aðarmálum í bænum undir for-
ystu hans.
Einkuni hefur verið lögð
áhersia á aukið hreinlæti í
' meðferð matvæla, svo sem
mjólkuv hrauða. kjöts, fiskj-
ar o. s. frv. Unnið hefur ver-
ið að endurbótum á húsa-
kynnum matvinnslustöðva,
verslana veitingahúsa og
geyinsina, þar sem neyslu-
vörur cru hafðar, Ennfrem-
ur að hættri umgengni og
þrifnaði á þessum stöðum,
t. d. með því að fjariægja
ailt rusl og sjá um að ætíð
sjeu þar f vrir hendi nauðsyn
leg hreinlætistækí. Loks hef
ur verið lagt kapp á að koma
í veg fyrir að matvæli sjeu
höfð óvarin á afgreiðsluborð-
um í versiunum og reynt
að sjá um að afgreiðslufóik,
sem vinnur að matvinsiu,
hafi ætíð höfuðskýlur og
gæti hreiniætis sem best.
Þessi starfsemi hefur borið
"talsverðan árangur þó enn sje
mörgu ábótavant í þessum efn-
ur.i. Það sem mestum erfiðleik-
um hefur valdið í þessari við-
le.tni er það, að vegna gjald-
eýi í'.?skör-ts = hefur ©ft ekki
réynst unnt að. útvega nauðsyn
l^gustu hreinlætistæki, gólf- og
V'i^gfiísar, gólfdúka,' loftræst-
ángartæki o. s. frv.
:
.
»01 WWT MÉð*#
HtfiriPXPPÍrmvHm c* ***** *e ;VL
w»cK*M9r *ew etwwár Wf,
Vfu o« »*« Wte frn
rvutiwnftt rnw
sevA.. «*» ftWKUft JMW* **
„twrr&m; fmm.
O* ÁSMMkáfttVtWte f*i
Cm*/****-**«t»
ruiniMftMðNft rvtTM
*t> ámvm.vmtrmi
kasv
InnifitfiiNr .
DANO" SORPVINNSLUSTOÐ
í ■ REYHJAVÍK.
heilbrigðiseftirlit og
í bænum
heilbrigðissamþykkt og víð-
iækor ráðstaianir gerðar til
bættra hollustuhátta
Lóðahreinsunin hefur gert
bæinn þrifalegri
Fyrsta almenna lóðahreins-
unin, sem fram fór í bænum,
er rækileg gæti kallast, var
framkvæmd fyrir lýðveldis-
hátíðina 1944. Árið 1948 og
1949 fóru slíkar hreinsanir svo
aftur fram og hefur nú verið
komið í fast og ákveðið horf.
Er hún nú og verður framvegis
framkvæmd svo að segja allt
árið. Hverfi bæjariris eru tekin
fyrir, opin svæði; braggahverfi
og lóðir einstakhnga eru breins
aðar og allt rusl timburbrak,
steinhrúgur, óhreinindi og ann
að drasl er fjarlægt. Einnig
eru rifnir niður skúrar og
kumbaldar, sem eru til óholl-
ustu og lýta
Mikill þrifnaðarauki er að
þessum lireinsunum. Þær
hvetja ekki aðeins til bættr-
ar umgengni og brifnaðar
heldur eru þær veigamikiil
þáttur í rottueyðingunni Ar-
ið 1949 var þannig 1364 bíl- (
hlössum af rusli ekið úr bæn
um á sorphaugana af vinnu-
flokki bæjarins einum. Þar
fvrir utan kemur svo sú
hreinsun, seni einstakir lóð-
areigendur framkvæma á lóð
um sinum. Sama ár reif
vinnuflokkur bæjarins 86 (
skúra og bragga en 53 voru
rifnir af eigendum sjálfum. |
Bætt vinnubrögð við
iorphreinsunina
Með stækkun bæjarins hef-
ur sorpið frá húsum hans auk-
ist mjög að magni. Árið 1939
var sorpmagnið 3815 smálestir
en tíu árum síðar, 1949, var
það orðið 22,938 smálestir. Á
s.l. ári hefur fyrirkomulagi sorp
hreinsunarinnar verið breytt
verulega og einum vinnuflokki
verið bætt við til þess að vinna
að henni. En fækkað hefur ver
ið í hverjum flokki þannig að
færri menn starfa nú við hreins
unina en áður. Sprettur það af
þvi að ný tæki hafa verið tekin
í notkun. Ennfremur bættust
Bygging nýtísku sorpeyðinpr-
stöðvar ákveðin
Nýr sorphreinsunarvagn, sem pantaður hefur' verið.
við á s.l. ári tveir nýir og full-
komnir sorphreinsunarbílar og
á bærinn nú 8 sorphreinsunar-
bíla samtals.
Gjaldeyrisleyfi hefur nú
fengist fyrir innflutningi ný
tísku sorphreinsunarvagns
og er hann í pöntun. Sú bif-
reið er gerð fyrir svokallað
ryklausa sorphreinsun, þar
sem sorpílátin, sem verða
með föstum lokum, tæmast
inn í vagninn án þess að
ryks eða ólyktar verði vart
út í frá. Þessi hreinsunar-
aðferð ryður sjer nú til rúms
um öll Norðurlönd og víðar,
þar sem þessi mál eru kom-
in í best horf. Ætlunin er að
fá smám saman fleiri slíka
vagna.
Fullkomin sorpvinnslu-
stöð byggð
Bæjarstjórn samþykkti á
síðasta ári að koma upp ný-
tísku sorpvinnslustöð, þar
sem sorpinu yrði breytt í líf
rænan áburð og gróðurmold.
Jafnframt verður unninn
pa-ppi úr því og getur það
sparað töluverðan gjaldeyri
auk þéss, sem gífurlegur
þrifuaðarauki Verður að þess
ari aðferð við sorpeyðsluna.
Sorpvinnslustöðin verður
reist fyrir innan Elliðaár í,
eða í nánd við grjót- og
sandnám bæjarins. Er gert
ráð fyrir að hún kosti rúm-
ar 3 millj. kr. Sótt liefur ver
ið um fjárfestingarleyfi fyr-
ir vjelum og verður bygg-
ingin liafin þegar nauðsyn-
leg leyfi hafa fengist.
í þessari stöð verðut öllu
sorpi, sem til fellur í bæn-
um eytt og úr því unnið,
nema svokölluðu iðnaðar-
sorpi en það eru vjelahlutar
og málmrusl og annað er
ekki er hægt að eyða. En
ætlunin er að hylja það
þeirri „mold“, sem stöðin
framleiðir.
Hreinsun skolpleiðsla
Á s.l. ári voru fengin ný tæki
til þess að hreinsa með skolp-
leiðslur bæjarins. Hefur að-
staðan til þess batnað veru-
lega og vinnuskilyrði lagast.
1
Rottunum nær vitrýmt
úr bænum
Allsherjarrottueyðingarher-
ferð var framkvæmd á vegum
heilbrigðiseftirlitsins veturinn
1948—1949. Áður en hún var
hafin voru rottur í 68% af
öllum húsum og lóðum í bæn-
um.
Að herferðinni lokinni var
vitað um rottur í aðeins
2,7% af húsum og lóðum,
Má það heita ágætur árang-
ur.
Síðan hefur fyrirkomulagl
rottueyðingarinnar verið breytt
á þann veg, að skipuleg eitrun
fer fram með vissu millibili alls
staðar þar, sem vitað er um
rottur eða mýs þannig að mögu
leikar á fjölgun þessara kvik-
inda verði sem allra minnstir.
Haft er vakandi auga með þeim
stöðum, þar sem þessa ófagn-
aðar er helst að vænta, svO
sem á svínabúum. hæsnabúum,
öskuhaugum, vörugeymslum og
á öðrum slíkum stöðum. Enn-
fremur hefur verið unnið marK
víst að því að gera hús rottu-
held. Má fullyrða að rottunni
hafi ekki fjölgað síðan að alls-
herjareyðingunni lauk.
Vitað er að rottur geta
j borið með sjer sjúkdóma,
auk þess, sem þær valda gíf-
j urlegu tjóni, óbrifum og ó-
þægindum. Ber því mjög að
fagna hinum mikla árangri,
sem náðst hefur í baráttunni
gegn þeim fyrir ötuleik heil-
brigðiseftirlitsins og þeirra
manna, sem unnið hafa að
eyðingu þeirra.
Hin væntanlega sorpr innslustöð við Elliðaár.
Æska Hafnarfiarðar
einhuga með Sjálf-
stæðisflokknum
STEFNIR, fjelag ungra Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði,
efndi til æskulýðsfundar í Sjálf
stæðishúsinu í Hafnarfirði s. 1.
sunnudag um bæjarmál og bæj-
arstjórnarkosningarnar.
Aðsókn að íundinum var
mjög mikil og var góður róm-
ur gerður að ræðum og mál-
flutningi unga fólksins.
Fundurinn sýndi ijóslega, að
kosningabaráttá æskunnar I
Hafnarfirði fyrir fullum sigri
Sjálfstæðisflokksins mun halda
markvisst áfram, enda aukast
sigurvonir flokksins með hverj
um degi. Augu unga fólksins
sem annarra hafa nú opnast
fyrir því, að Sjálfstæðisflokkn-
um er einum treystandi til þesa
að rjetta við hag bæjarfjelags-
ins, eftir hina ömurlegu-stjórn-i-
artíð krátanna.
Æska Hafnarfjarðar er þe.-j
einráð að tryggja Sjálfstæðís-
flokknum siguf í kosningunum
2?.. jwúáf, ,qg mn, feið Uyggiá
bænum örugga stjórn.