Morgunblaðið - 17.01.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNPLAÐIÐ Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, t lausasölu 50 aura eintakið, 71 aurm m#8 LeslM< J5 kr. 15.00 utanlands. A th yglisverðar útvarpsumræður ÍSLENDINGUM gafst s.l. sunnudag tækifæri til þess að heyra í útvarpi umræður þær, sem fram fóru á fundi Stúd- entafjelags Reykjavíkur í síðustu viku. Er rík ástæða til þess að fagna því að þjóðinni skyldi gefast tækifæri til þess að kynnast þessum umræðum um andlegt frelsi og þeim viðhorfum, sem þar komu fram. Kjarni þessara umræðna var þessi: Af hálfu frjálslyndra manna, sem þátt tóku í þeim var haldið fram að meginatriði andlegs írelsis væru ritfrelsi, málfrelsi, trúfrelsi og almennt skoðanafrelsi yfirleitt. Þessi rjettindi einstaklinganna væru grundvöllur frelsisins. Án þeirra væri öll menningarleg framvinda ómöguleg eins og Tómas Guðmundsson skáld komst að orði í hinni afburða rökföstu og glæsilegu framsöguræðu sinni. í þeim ríkjum, sem afnumið hefðu allar þessar greinar andlegs frelsis ríkti kúgun og andlegt þrælahald. Forystu fyrir þeim hefði Sovjet-Rússland, sem læst hefði allt ein- staklingsfrelsi í viðjar ríkisvalds undir járnhæl kommúnista- flokksins. Óhætt er að fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti mennta- mannanna, sem hlýddu á þessar umræður á stúdentafund- inum, hafi aðiiyllst skoðanir Tómasar Guðmundssonar og annara málsvara vestræns lýðræðis í þessu máli. Málflutn- ingur kommúnista var með þvílíkum endemum að annað eins hefur aldrei heyrst, jafnvel ekki af þeirra eigin hálfu En kjarní kon'múnistamálflutningsins var þessi: Frumskilyrði andlegs frelsis er að einstaklingurinn verð; losaður við persónuleika sinn, andlegt og efnalegt sjálfstæði sitt. Það hefur kommúnismanum tekist í Rússlandi. Þess vegna ríkir þar fullkomið andlegt frelsi!! Frumskilyrði lýðræðisins er að komið verði á svokölluðu e insflokksskipulagi, sem er í því fólgið að aðeins einn stjórn- málaflokkur er leyfður, öll gagnrýni á stjórnarhætti hans bönnuð, aðeins blöð hans leyfð og vísindi og listir eingöngu notuð í flokkspólitíska þágu hans. Listin fyrir listina er gömul og fráleit kénning, sem kommúnisminn viðurkennir ekki. Þetta skipulag hefur verið tekið upp í Rússlandi og þess vegna ríkir þar hið eina sanna lýðræði!! Þetta voru meginatriðin úr ræðum kommúnista á stúd- entafundinum. Alþjóð manna hefur fengið tækifæri til þess að kynnast þeim þannig að kommúnistar geta ekki, hversu fegnir sem þeir vildu, sagt þessa frásögn ranga. En á eitt atriði verður að drepa í sambandi vlð frá stúdentafundinum. Eina ræðuna þaðan vantaði. Henni var ekki útvarpað. Vegna hvers var henni ekki útvarpað eins og öðru er þar gerðist? Það var vegna þess að maður- inn, sem flutti hana og flokkur hans þorðu ekki að láta hana heyrast. Ræðumaðurinn hjet Björn Þorsteinsson og flokkur hans kommúnistaflokkurinn. En hundruð manna heyrðu þessa feluræðu á stúdentafundinum. Það var höfundur henn- ar, sem sagði að það væri ekki andskotalaust, hversu komm- únistar væru fylgislausir í einu öndvegisríki lýðræðisins, Bretlandi. En skýring hans á því fyrirbrigði var sú, að Bret- ar hefðu verið velmegandi þjóð og mikilsráðandi í heims- málunum. Þess vegna hefði kommúnisminn ekki getað fest þar rætur. Velmegun og viðgangur Bretaveldis hefðu varnað honum vaxtarskilyrða. Nú væri hins vegar farið að halla undan fæti fyrir þessari þjóð, vandræði og bágindi í upp- siglingu. Nú gerðu kommúnistar sjer þess vegna vonir um vaxandi fj’lgi meðal hennar. Það er ekki að furða þó kommúnistar ljetu klippa þessa ræðu út af stálþræði útvarpsins. Hún sannar nefnilega að kommúnistar telja eymd og vandræði fólksins frumskilyrði þess að flokkur þeirra geti dafnað og þrifist. Velmegun al- mennings og þjóðarheildar er þess vegna versti óvinur og Þrándur í Götu kommúnismans. Þess vegna berjast komm- únistar hvarvetna fyrir fátækt og volæði. Að öllu samanlögðu ér óhætt að fullyrða að kommúnistar hafi aldrei fengið aðra eins hýðstrýkingu eins og í þessuni úmræðum. Er vel farið að állri þjóðinni skyldi gefast tæki- færi þl þess að hlýða á þær. Þriðjudagur 17. janúar 1950 ra*: XJíLuerjl ábripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Dregur úr naeturgöltri ÞAD ER sem betur fer ekki eins mikil þörf bifreiða að nætur- lagi og áður var hjer í borg- inni, er dansleikir voru í öðru hvoru samkomuhúsi jafn virka daga sem helga, til klukkan 4 og 5 á morgnana. Eftir að næturklubbafyrir- komulagið var afnumið við al- mennar skemmtanir hjer í bænum hefir mjög dregið úr næturgöltri. Er jeg ekki-frá því að þessi þarfa ráðstöfun Bjarna Benediktssonar hafi beinlínis bætt heilsufarið í bænum. Að minsta kosti er munur að sjá hve útlit margra er hraustlegra nú að mof'gni dags, en áður var. En það var leigubílavörður- inn, sem ræða átti. • Nauðsynlegt að geta náð í bíl EN ÞÓTT dregið hafi mjög úr svalli og næturvökum almenn- ings, fer ekki hjá því í jafn- stórri borg og Reykjavík er, að einhver þurfi að vaka. Og enn- fremur geta komið fyrir margs- konar atvik, veikindi og fleira, sem heídur fyrir fólki vöku. Mörgum er nauðsynlegt að komast milli húsa að næturlagi og stundum milli bæjarhverfa, en það getur verið löng leið. Með öðrum orðum, margir þurfa á bifreið að halda að næt- urlagi. Þessvegna væri heppilegt, ef bifreiðastjórasamtökin, sem hafa komið svo ágætu fyrir- komulagi á bifreiðaþjónustu í bænum tækju sig nú til og sæju til þess að ávalt væri tveir, þrír leigubílar til taks að nóttunni. • Brjef frá í fyrra í GÆRMORGUN fjekk jeg bréf austan úr Skaftafellssýslu, um ljelegar póstsamgöngur þangað austur eftir. Brjefið er dagsett 21. desember í fyrra, en ekki sent fyr en 27. Brjefið hefir því verið tæpar þrjár vikur á leiðinni austan úr Skaftafellssýslu og er varla hægt að fá betri sönnun fyrir því, að rjettmæt er kvörtunin hjá brjefritara um slæmar póst samgöngur austur þangað og að austan. Er því best að birta brjefið, en það er á þessa leið: Minnstu framfarirnar ..Herra Víkverji! í DÁLKUM þínum hefir oft komið fram gagnrýni á því sleifarlagi sem virðist vera ríkj andi á póstmálunum í þessu landi. En sennilega hafa á fá- um sviðum orðið jafn litlar framfarir á síðustu áratugum eins og í póstsamgöngum. Ástandið er nú þannig hjer í austúrhluta Vestur-Skafta- fellssýslu að jólapósturinn er ekki kominn ennþá og er lítil von til þess að hann komi aust- ur hingað á þessu ári hjeðan af. Það eru sennilega einir þrír áratugir síðan að farið var að flytja póst tvisvar í mánuði hingað. Og við það situr enn, nema nú er ástandið í þessu efni bó verra_ en nokkru sinni fyr. Forráðamenn þessara mála virðast telja sig geta boðið al- menningi hvað sem er í þessu efni. • Lítil fyrirhyggja PÓSTUR frá því í byrjun des- ember mun jafnvel liggja enn í Reykjavík, þegar þessar línur eru skrifaðar (21. des. 1949). Póstferðum á hestum til Víkur í Mýrdal hafa ekki enn verið hafnar. En vegir eru nú ófærir bifreiðum. Ætlunin mun hafa verið sú að flytja póstinn með flugvjelum og vegna þess að snjóþungt er á flugvellinum hjá Kirkjubæjarklaustri, þá var ruddur nýr völlur hjá Fossi á Síðu. Þar er nú enginn snjór til baga, en verkið mun hafa verið þannig af hendi leyst að ekki mun vera talið forsvaran- legt að láta flugvjelar lenda þar. Ekki veit jeg hver hefir átt að sjá um það verk og einkenni legt er það líka af forráðamönn um flugmálanna að athuga ekki lendingarskilyrðin fyr en í ó- tíma, þegar ekkert er hægt að lagfæra vegna frosts í jörðu. • Vikulegar póstferðir í allar sveitir ÞAÐ er krafa almennings að póstsamgöngunum verði nú tafarlaust kippt í lag. Lágmarks krafan hlýtur að vera vikuleg- ar póstferfiir í ai'ar sveitir landsins. Því mun verða svar- að til að þetta kosti mikla pen- inga og auðvúað pr hað rjett. En það getur líka verið dýrt að búa við slæmar nnstcamgöngur. Þurfi að spara. vo’-ður að gera það á öðrum sviðum. S. B. ,.Í*VÍ prrpptnr þú, b»rn mitt?“ ÞAÐ varð h<’1'''”- «1 ekki uppi fótur og fit híó p/tc-onm 0g öll- Um aftaníncrmv, he>irra { Aust- ur-Berlín á döcnir\"m. Hljóðfærekno r,c,vvurt hafði látið gera «HÍarc(í,a auglýs- ingu til að nu rrhroa vinsælt dans- og d^miriacr. ?em geng- ur bar eystra. Á auglvsimmrmi st,óð nafn lagsins: „Því grætur bú, barnið mitt?“ Það sem fnr , taugarnar á Rússum og heirra mnnnum var, að einhveriír rr4r,,nnar höfðu skrifað svari^ f-'rir rogan: ,,Af því að á hQima á her- námssvæði Rússa“. n«niuiii«iiiii»uuuuimutmiiiinuiiuiiiiiiiiuiniiiiiuiniiiiiiinniuuniniuinmniiim#iwiiiuiiiiiiiinuniiiiiumniniiii|tiumi,. ‘*'r«n»itiiiiirivmi MEÐAL ANNARA ORÐA . 1 3 ..................................................................... .rail Sífelf fleiri amerískar konur við framleiðslusförfin Frá frjettaritara Reuters NEW YORK: — Færri konur vinna nú úti í Bandaríkjunum en í lok síðari heimsstyrjaldar- innar, en þó stunda allt að því 4,800,000 fleiri konur þar nú ýmiskonar vinnu en 1940, þegar Bandaríkjamenn voru ekki komnir í stríðið. í dag er áætlað, að um 18,600,000 konur vinni utan heimila sinna í Bandaríkjunum, eða um 30% af öllum vinnandi mönnum í landinu. Fleiri giftar konur vinna en ógiftar, en 1940 var þessu þver- öfugt komið. • • FÆKKAR EKKI OFANGREINDAR tölur koma fram í skýrslu, sem bandarískt tryggingafjelag hefir gefið út. í skýrslunni segir, að það hafi löngu orðið ljóst, að konur í Bandaríkjunum mundu leggja fram sívaxandi skerf í atvinnu lífi landsins. Nú sje þess ékki að vænta, að konunum fækki úr þessu við framleiðslustörfin, heldur megi við því búast, að tala þeirra eigi eftir að fara vaxandi í framtíðinni. • • FÆRRI VINNUKONUR VINNUKONUM fer óðum fækk andi í Bandarikjunum. Fyrir stríð voru átján af hundraði þeirra kvenna, sem atvinnu stunduðu, vinnukonur, en nú er hlutfallið um 10%. Skrif- stofustúlkum hefir á hinn bóg- inn fjölgað, og eins því kven- fólki, sem starfar í verslunum og verksmiðjum. Það var á stríðsárunum, sem þeim Bandaríkjakonum fjölg- aði geisiört, er rjeðu sig til starfa utan heimila sinna. — Stjórnarvöldin hófu mikla her- ferð til þess að hvetja konur til að taka virkan þátt í fram- leiðslustörfum, þótt þau gengju aldrei eins langt og í Bretlandi, þar sem konur voru skyldaðar til starfa eða þátttöku í hjálpar sveitum. • • í SKIPASMÍÐA- STÖÐVUM TIL ÞESSA ráðs gripu Banda- ríkjamenn þó ekki, enda reynd- ist það svo, að konurnar, eink- um úr millistjettunum hófust óhræddar handa.. Þær flykkt- ust til vinnumiðlunarskrifstof- anna og rjeðu sig til hinna ó- líklegustu starfa, meðal annars í skipasmíðastöðvum og stál- smiðjum. Þá varð það heldur ekki óalgengt að sjá konur sem leigubílstjóra, verkamenn og umsjónarmenn við járnbrautir, og yfirleitt má seeja, að þær hafi unnið f jöldan allan af þeim störfum, sem fvrir stríð voru eingöngu ætluð karlmönnum. • • OG NÚ OG ÞEGAR stvrjöldinni lauk, brá svo við, að marcar af þess- um konum vildu halda áfram við vinnuna. í sta^ bess að sitja auðum höndum. Þær voru bún- ar að uppgötva, að líf heima- sætunnar getur verið furðu leiðinlegt, og að konum stóð til boða margvíslep vinna önnur en vinnukonustörfin. Yerkfall um borð í farþegaskipi PARÍS, 14. jan.: — Komið hefir til verkfalls um borð í farþega skipinu Ile de France, er var í þann veginn að leggja af stað frá L’Havre til Bandaríkjanna. Ekki er kunnugt um ástæðu til verkfallsins. Yfir 1000 farþegum, sem komnir voru til L’Havre, hefir nú verið snúið við. Sagði for- stjóri skipafjelagsins í kvöld, að skipið mundi sennilega ekki fara fyrr en 2. febrúar, vestur, en þá er næsta áætlun þess; — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.